Íþróttir Keppnisbanni aflétt á Grikki Alþjóða knattspyrnusambandið aflétti í dag keppnisbanninu sem það setti á Grikki í kjölfar upplausnar í rekstri knattspyrnusambandsins þar í landi. Nú hefur tekist að ganga frá lausum endum sem uppfylla kröfur FIFA og því geta Grikkir mætt Englendingum í vináttuleik í næsta mánuði eins og til stóð. Sport 12.7.2006 16:06 Fabregas fer ekki fet Arsene Wenger segir að spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas sé alls ekki á leið til Real Madrid eins og fjölmiðlar á Spáni og ný stjórn Real hefur haldið fram undanfarna daga. Sport 12.7.2006 15:55 Farinn sem lánsmaður til Marseille Franski framherjinn Djibril Cisse er farinn til liðs Marseille í heimalandi sínu sem lánsmaður frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þetta staðfesti franska liðið í dag. Cisse er fótbrotinn og getur ekkert leikið á næstunni, en hann ræður sér ekki yfir fögnuði yfir að vera loks kominn til Frakklands á ný. Samningurinn býður upp á að franska liðið kaupi Cisse að lánstímanum loknum. Sport 12.7.2006 15:21 Ísland hrapar niður listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið í 107. sæti styrkleikalista FIFA, en nýr listi var birtur í morgun. Íslenska liðið hefur aldrei áður verið svo neðarlega á listanum en nokkrar þjóðir lyfta sér verulega mikið í þetta sinn í kjölfar góðs árangurs á HM. Sport 12.7.2006 15:15 Hamann genginn í raðir Mancester City Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann, sem verið hefur í röðum Liverpool síðustu ár, hefur gengið til liðs við Manchester City. Hamann var á dögunum kominn á fremsta hlunn með að fara til Bolton, en snerist hugur á síðustu stundu og fór til City í einhverjum snörustu félagaskiptum sem um getur í ensku úrvalsdeildinni. Sport 12.7.2006 15:10 Marcello Lippi hættur Marcello Lippi tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að hætta að þjálfa ítalska landsliðið í knattspyrnu eftir rúm tvö ár í starfi. Lippi segist hætta sáttur eftir að hafa náð að uppfylla draum sinn sem þjálfari, en hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín enn sem komið er. Sport 12.7.2006 15:01 Ronaldo er ekki til sölu Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United hefur nú sent út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Portúgalinn Cristiano Ronaldo sé alls ekki til sölu. Ronaldo sjálfur hefur ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji fara til Spánar, en talsmenn félagsins taka það ekki í mál. Sport 12.7.2006 14:55 Klinsmann hættur Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, hefur ákveðið að hætta í starfi. Klinsmann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu í tvö ár, en segist nú ætla að einbeita sér meira að fjölskyldunni - hann hafi einfaldlega ekki orku í að halda starfinu áfram. Við starfi Klinsmann tekur aðstoðarmaður hans Joachim Löw. Sport 12.7.2006 14:50 Tjáir sig opinberlega í kvöld Franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane tjáir sig í fyrsta sinn opinberlega um atvikið í úrslitaleik HM í franska sjónvarpinu í kvöld, þetta kemur fram á fréttavef breska sjónvarpsins. Zidane skallaði Marco Materazzi, leikmann Ítalíu og var rekinn af velli og til tals hefur komið að taka af honum gullknöttinn sem hann fékk í verðlaun fyrir að vera valinn leikmaður keppninnar. Sport 12.7.2006 14:47 Sigurganga Vals heldur áfram Valsstúlkur halda áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna og í kvöld valtaði liðið yfir KA/Þór fyrir norðan 7-0. Á sama tíma lögðu Blikastúlkur Keflavík 3-0 í Kópavogi. Valur er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús, 27 stig úr 9 leikjum og Blikar í öðru sæti með 24 stig úr 10 leikjum. Sport 11.7.2006 21:34 Hugsaði alvarlega um að hætta Enski markvörðurinn Chris Kirkland hefur viðurkennt að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að hætta knattspyrnuiðkun eftir langa og erfiða baráttu við meiðsli. Kirkland gekk nýverið í raðir Wigan á sex mánaða lánssamningi frá Liverpool og ætlar að leitast við að rétta feril sinn við. Sport 11.7.2006 20:18 Fulham kaupir Zakuani Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fest kaup á varnarmanninum Gabriel Zakuani frá Leyton Orient fyrir upphæð sem gæti numið allt að 1,5 milljónum punda. Zakuani hefur lengi verið undir smásjánni hjá Chris Coleman knattspyrnustjóra Fulham og hefur sá látið í veðri vaka að hann ætli að taka hressilega til í herbúðum sínum í sumar. Sport 11.7.2006 19:56 Beenhakker ráðinn landsliðsþjálfari Pólverja Pólska knattspyrnusambandið gekk í dag frá ráðningu Leo Beenhakker í stöðu landsliðsþjálfara. Hinn hollenski Beenhakker er 64 ára gamall og stýrði liði Trínídad og Tóbagó alla leið á HM eins og frægt varð. Hann er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn er landsliðsþjálfari í Póllandi. Sport 11.7.2006 19:48 Heimsmetið í 110 m grindahlaupi tvíbætt Kínverski spretthlauparinn Liu Xiang setti í dag nýtt heimsmet í 110 m grindahlaupi þegar hann hljóp vegalengdina á 12,88 sekúndum á móti í Lausanne í Sviss. Bandaríkjamaðurinn Dominique Arnold varð annar á tímanum 12,90 sekúndum og sá tími er einnig betri en eldra heimsmetið upp á 12,91 sem þeir Xiang og Colin Jackson deildu með sér. Sport 11.7.2006 19:29 Keppnisbannið stytt um sex mánuði Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier sem síðast lék með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið keppnisbann sitt stytt úr 18 mánuðum í 12 mánuði fyrir rétti. Xavier varð á síðasta ári fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem dæmdur var í keppnisbann fyrir að nota stera, þegar hann féll á lyfjaprófi eftir Evrópuleik liðsins. Samningi hans við Boro var rift í kjölfar þess að hann var dæmdur í bann. Sport 11.7.2006 17:15 Frækinn sigur FH í Tallin Íslandsmeistarar FH unnu í dag frækinn útisigur á eistneska liðinu TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn hér heima. Tryggvi Guðmundsson og Sigurvin Ólafsson komu FH í 2-0 en heimamenn jöfnuðu metin á skömmum tíma þegar um stundarfjórðungur var eftir. Það var svo Atli Guðnason sem tryggði FH sigurinn með góðu einstaklingsframtaki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 11.7.2006 16:55 Johansson gefur kost á sér áfram Lennart Johansson, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, ætlar að gefa áfram kost á sér í embættið eftir að hafa hugsað málið vandlega. Hinn sænski Johansson er 76 ára gamall og hefur verið forseti Uefa síðan árið 1990. Johansson nýtur stuðnings manna eins og Franz Beckenbauer, sem segjast aðeins muni bjóða sig fram ef Johansson lætur af störfum en hingað til hefur aðeins Michel Platini gefið út að hann sækist eftir embættinu. Sport 11.7.2006 16:45 Cannavaro á leið til Real Madrid? Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid segir að það sé aðeins dagaspursmál hvenær félagið landi varnarjaxlinum og fyrirliða ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro. Nýráðinn þjálfari Real þekkir Cannavaro vel frá dögum sínum hjá Juventus og eru menn í herbúðum Real bjartsýnir á að landa hinum smáa en knáa 32 ára gamla miðverði fljótlega. Fótbolti 11.7.2006 16:40 FH hefur yfir 2-1 FH-ingar eru í ágætum málum úti í Eistlandi gegn Tallin í fyrri leik liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar. Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir í fyrri hálfleik og Sigurvin Ólafsson kom FH í 2-0 á 69. mínútu. Aðeins mínútu síðar minnkuðu heimamenn muninn og nú þegar rúmar tíu mínútur eru eftir af leiknum hafa Hafnfirðingar því forystu og eru í ágætum málum fyrir síðari leikinn á heimavelli. Sport 11.7.2006 16:33 Poborsky hættur Tékkneski landsliðsmaðurinn Karel Poborsky hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með landsliðinu. Poborsky er 34 ára gamall og lék 118 landsleiki fyrir hönd Tékka, sem er met. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir tékkneska landsliðið árið 1994 og lék um tíma með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Hann leikur nú með liði Ceske Budejovice í heimalandinu. Sport 11.7.2006 16:07 FH yfir í hálfleik í Tallin Íslandsmeistarar FH hafa yfir 1-0 í leikhléi í fyrri leik sínum gegn eistneska liðinu Tallin, en leikið er ytra. Tryggvi Guðmundsson skoraði mark Hafnfirðinga eftir um hálftíma leik og stendur FH því ágætlega að vígi. Sport 11.7.2006 16:04 FIFA hefur rannsókn á máli Zidane Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú hrundið af stað rannsókn á atburðarásinni í kring um rauða spjaldið sem Zinedine Zidane fékk að líta í úrslitaleiknum á HM. Zidane skallaði þá Marco Materazzi frá Ítalíu og hefur sá verið sakaður um kynþáttaníð í kjölfarið, en heldur alfarið fram sakleysi sínu. Sport 11.7.2006 14:50 Samningur Domenech framlengdur Franska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að samningur landsliðsþjálfarans Raymond Domenech verði framlengdur síðar í sumar og að það sé einróma álit sambandsins að hann verði áfram við stjórnvölinn hjá liðinu. Domenech er 54 ára gamall og hefur stýrt liðinu frá því árið 2004. Sport 11.7.2006 14:45 Nadal slapp vel eftir umferðaróhapp Tenniskappinn Rafael Nadal þótti sleppa vel í gær þegar bíll sem hann var í fór út af veginum og hafnaði á staur. Nadal var á heimleið til Mallorca á Spáni eftir að hafa tapað í úrslitaleik Wimbledon-mótsins, en ekki er vitað hvort hann ók bílnum sjálfur eða var farþegi. Nadal slapp alveg ómeiddur frá óhappinu. Sport 11.7.2006 14:40 Hamann fer ekki til Bolton Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann hjá Liverpool hefur nokkuð óvænt hætt við að ganga í raðir Bolton. Liverpool hafði gefið grænt ljós á að leikmaðurinn færi og aðeins átti eftir að ganga frá formsatriðum í nýjum samningi hans við Bolton, en nú hefur félagið gefið það út að ekkert verði af félagaskiptunum því Þjóðverjinn hafi skipt um skoðun. Sport 11.7.2006 14:35 Hasselbaink kominn til Charlton Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton hefur gengið frá samningi við hollenska framherjann Jimmy Floyd Hasselbaink frá Middlesbrough, en hann var með lausa samninga. Hasselbaink er 34 ára gamall og er sjöundi markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvaldseildarinnar með 125 mörk í 263 leikjum hjá Leeds, Chelsea og Middlesbrough. Sport 11.7.2006 14:29 Herra HM reyndi sjálfsvíg Jurgen Kiessling, einn af aðalskipuleggjendum HM í Þýskalandi, liggur nú mjög þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að stytta sér aldur á heimili sínu skömmu eftir að keppninni lauk. Kiessling var kallaður "Herra HM" í Þýskalandi og þótti keppnin í alla staði heppnast með miklum ágætum. Ekki er vitað hvers vegna Kiessling greip til þessa örþrifaráðs. Sport 11.7.2006 14:18 Fylkir lagði Víking Lið Fylkis er komið í annað sæti Landsbankadeildarinnar eftir 1-0 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í Árbænum í kvöld. Leikurinn var hnífjafn, en Sævar Þór Gíslason skoraði eina mark leiksins með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inn sem varamaður á 70. mínútu. Fylkir er því í í öðru sæti deildarinnar með 16 stig, en Víkingur í þriðja með 14 stig. Sport 10.7.2006 21:54 Ég er fáfróður Marco Materazzi hefur þvertekið fyrir að hafa kallað Zinedine Zidane hryðjuverkamann í úrslitaleiknum á HM í gær eins og komið hefur fram í fréttum. Materazzi segist vera svo vitlaus að hann viti ekki einu sinni hvað orðið hryðjuverkamaður þýði. Sport 10.7.2006 21:10 Jafnt í Árbænum í hálfleik Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í viðureign Fylkis og Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en leikið er í Árbænum. Hvort lið hefur átt fjögur markskot í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 10.7.2006 20:52 « ‹ 178 179 180 181 182 183 184 185 186 … 334 ›
Keppnisbanni aflétt á Grikki Alþjóða knattspyrnusambandið aflétti í dag keppnisbanninu sem það setti á Grikki í kjölfar upplausnar í rekstri knattspyrnusambandsins þar í landi. Nú hefur tekist að ganga frá lausum endum sem uppfylla kröfur FIFA og því geta Grikkir mætt Englendingum í vináttuleik í næsta mánuði eins og til stóð. Sport 12.7.2006 16:06
Fabregas fer ekki fet Arsene Wenger segir að spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas sé alls ekki á leið til Real Madrid eins og fjölmiðlar á Spáni og ný stjórn Real hefur haldið fram undanfarna daga. Sport 12.7.2006 15:55
Farinn sem lánsmaður til Marseille Franski framherjinn Djibril Cisse er farinn til liðs Marseille í heimalandi sínu sem lánsmaður frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool, þetta staðfesti franska liðið í dag. Cisse er fótbrotinn og getur ekkert leikið á næstunni, en hann ræður sér ekki yfir fögnuði yfir að vera loks kominn til Frakklands á ný. Samningurinn býður upp á að franska liðið kaupi Cisse að lánstímanum loknum. Sport 12.7.2006 15:21
Ísland hrapar niður listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið í 107. sæti styrkleikalista FIFA, en nýr listi var birtur í morgun. Íslenska liðið hefur aldrei áður verið svo neðarlega á listanum en nokkrar þjóðir lyfta sér verulega mikið í þetta sinn í kjölfar góðs árangurs á HM. Sport 12.7.2006 15:15
Hamann genginn í raðir Mancester City Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann, sem verið hefur í röðum Liverpool síðustu ár, hefur gengið til liðs við Manchester City. Hamann var á dögunum kominn á fremsta hlunn með að fara til Bolton, en snerist hugur á síðustu stundu og fór til City í einhverjum snörustu félagaskiptum sem um getur í ensku úrvalsdeildinni. Sport 12.7.2006 15:10
Marcello Lippi hættur Marcello Lippi tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að hætta að þjálfa ítalska landsliðið í knattspyrnu eftir rúm tvö ár í starfi. Lippi segist hætta sáttur eftir að hafa náð að uppfylla draum sinn sem þjálfari, en hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín enn sem komið er. Sport 12.7.2006 15:01
Ronaldo er ekki til sölu Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United hefur nú sent út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Portúgalinn Cristiano Ronaldo sé alls ekki til sölu. Ronaldo sjálfur hefur ítrekað lýst því yfir í fjölmiðlum að hann vilji fara til Spánar, en talsmenn félagsins taka það ekki í mál. Sport 12.7.2006 14:55
Klinsmann hættur Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, hefur ákveðið að hætta í starfi. Klinsmann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu í tvö ár, en segist nú ætla að einbeita sér meira að fjölskyldunni - hann hafi einfaldlega ekki orku í að halda starfinu áfram. Við starfi Klinsmann tekur aðstoðarmaður hans Joachim Löw. Sport 12.7.2006 14:50
Tjáir sig opinberlega í kvöld Franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane tjáir sig í fyrsta sinn opinberlega um atvikið í úrslitaleik HM í franska sjónvarpinu í kvöld, þetta kemur fram á fréttavef breska sjónvarpsins. Zidane skallaði Marco Materazzi, leikmann Ítalíu og var rekinn af velli og til tals hefur komið að taka af honum gullknöttinn sem hann fékk í verðlaun fyrir að vera valinn leikmaður keppninnar. Sport 12.7.2006 14:47
Sigurganga Vals heldur áfram Valsstúlkur halda áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna og í kvöld valtaði liðið yfir KA/Þór fyrir norðan 7-0. Á sama tíma lögðu Blikastúlkur Keflavík 3-0 í Kópavogi. Valur er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús, 27 stig úr 9 leikjum og Blikar í öðru sæti með 24 stig úr 10 leikjum. Sport 11.7.2006 21:34
Hugsaði alvarlega um að hætta Enski markvörðurinn Chris Kirkland hefur viðurkennt að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að hætta knattspyrnuiðkun eftir langa og erfiða baráttu við meiðsli. Kirkland gekk nýverið í raðir Wigan á sex mánaða lánssamningi frá Liverpool og ætlar að leitast við að rétta feril sinn við. Sport 11.7.2006 20:18
Fulham kaupir Zakuani Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fest kaup á varnarmanninum Gabriel Zakuani frá Leyton Orient fyrir upphæð sem gæti numið allt að 1,5 milljónum punda. Zakuani hefur lengi verið undir smásjánni hjá Chris Coleman knattspyrnustjóra Fulham og hefur sá látið í veðri vaka að hann ætli að taka hressilega til í herbúðum sínum í sumar. Sport 11.7.2006 19:56
Beenhakker ráðinn landsliðsþjálfari Pólverja Pólska knattspyrnusambandið gekk í dag frá ráðningu Leo Beenhakker í stöðu landsliðsþjálfara. Hinn hollenski Beenhakker er 64 ára gamall og stýrði liði Trínídad og Tóbagó alla leið á HM eins og frægt varð. Hann er fyrsti útlendingurinn sem ráðinn er landsliðsþjálfari í Póllandi. Sport 11.7.2006 19:48
Heimsmetið í 110 m grindahlaupi tvíbætt Kínverski spretthlauparinn Liu Xiang setti í dag nýtt heimsmet í 110 m grindahlaupi þegar hann hljóp vegalengdina á 12,88 sekúndum á móti í Lausanne í Sviss. Bandaríkjamaðurinn Dominique Arnold varð annar á tímanum 12,90 sekúndum og sá tími er einnig betri en eldra heimsmetið upp á 12,91 sem þeir Xiang og Colin Jackson deildu með sér. Sport 11.7.2006 19:29
Keppnisbannið stytt um sex mánuði Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier sem síðast lék með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið keppnisbann sitt stytt úr 18 mánuðum í 12 mánuði fyrir rétti. Xavier varð á síðasta ári fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem dæmdur var í keppnisbann fyrir að nota stera, þegar hann féll á lyfjaprófi eftir Evrópuleik liðsins. Samningi hans við Boro var rift í kjölfar þess að hann var dæmdur í bann. Sport 11.7.2006 17:15
Frækinn sigur FH í Tallin Íslandsmeistarar FH unnu í dag frækinn útisigur á eistneska liðinu TVMK Tallin í forkeppni meistaradeildar Evrópu 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn hér heima. Tryggvi Guðmundsson og Sigurvin Ólafsson komu FH í 2-0 en heimamenn jöfnuðu metin á skömmum tíma þegar um stundarfjórðungur var eftir. Það var svo Atli Guðnason sem tryggði FH sigurinn með góðu einstaklingsframtaki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 11.7.2006 16:55
Johansson gefur kost á sér áfram Lennart Johansson, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, ætlar að gefa áfram kost á sér í embættið eftir að hafa hugsað málið vandlega. Hinn sænski Johansson er 76 ára gamall og hefur verið forseti Uefa síðan árið 1990. Johansson nýtur stuðnings manna eins og Franz Beckenbauer, sem segjast aðeins muni bjóða sig fram ef Johansson lætur af störfum en hingað til hefur aðeins Michel Platini gefið út að hann sækist eftir embættinu. Sport 11.7.2006 16:45
Cannavaro á leið til Real Madrid? Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid segir að það sé aðeins dagaspursmál hvenær félagið landi varnarjaxlinum og fyrirliða ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro. Nýráðinn þjálfari Real þekkir Cannavaro vel frá dögum sínum hjá Juventus og eru menn í herbúðum Real bjartsýnir á að landa hinum smáa en knáa 32 ára gamla miðverði fljótlega. Fótbolti 11.7.2006 16:40
FH hefur yfir 2-1 FH-ingar eru í ágætum málum úti í Eistlandi gegn Tallin í fyrri leik liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar. Tryggvi Guðmundsson kom FH yfir í fyrri hálfleik og Sigurvin Ólafsson kom FH í 2-0 á 69. mínútu. Aðeins mínútu síðar minnkuðu heimamenn muninn og nú þegar rúmar tíu mínútur eru eftir af leiknum hafa Hafnfirðingar því forystu og eru í ágætum málum fyrir síðari leikinn á heimavelli. Sport 11.7.2006 16:33
Poborsky hættur Tékkneski landsliðsmaðurinn Karel Poborsky hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með landsliðinu. Poborsky er 34 ára gamall og lék 118 landsleiki fyrir hönd Tékka, sem er met. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir tékkneska landsliðið árið 1994 og lék um tíma með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Hann leikur nú með liði Ceske Budejovice í heimalandinu. Sport 11.7.2006 16:07
FH yfir í hálfleik í Tallin Íslandsmeistarar FH hafa yfir 1-0 í leikhléi í fyrri leik sínum gegn eistneska liðinu Tallin, en leikið er ytra. Tryggvi Guðmundsson skoraði mark Hafnfirðinga eftir um hálftíma leik og stendur FH því ágætlega að vígi. Sport 11.7.2006 16:04
FIFA hefur rannsókn á máli Zidane Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú hrundið af stað rannsókn á atburðarásinni í kring um rauða spjaldið sem Zinedine Zidane fékk að líta í úrslitaleiknum á HM. Zidane skallaði þá Marco Materazzi frá Ítalíu og hefur sá verið sakaður um kynþáttaníð í kjölfarið, en heldur alfarið fram sakleysi sínu. Sport 11.7.2006 14:50
Samningur Domenech framlengdur Franska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að samningur landsliðsþjálfarans Raymond Domenech verði framlengdur síðar í sumar og að það sé einróma álit sambandsins að hann verði áfram við stjórnvölinn hjá liðinu. Domenech er 54 ára gamall og hefur stýrt liðinu frá því árið 2004. Sport 11.7.2006 14:45
Nadal slapp vel eftir umferðaróhapp Tenniskappinn Rafael Nadal þótti sleppa vel í gær þegar bíll sem hann var í fór út af veginum og hafnaði á staur. Nadal var á heimleið til Mallorca á Spáni eftir að hafa tapað í úrslitaleik Wimbledon-mótsins, en ekki er vitað hvort hann ók bílnum sjálfur eða var farþegi. Nadal slapp alveg ómeiddur frá óhappinu. Sport 11.7.2006 14:40
Hamann fer ekki til Bolton Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann hjá Liverpool hefur nokkuð óvænt hætt við að ganga í raðir Bolton. Liverpool hafði gefið grænt ljós á að leikmaðurinn færi og aðeins átti eftir að ganga frá formsatriðum í nýjum samningi hans við Bolton, en nú hefur félagið gefið það út að ekkert verði af félagaskiptunum því Þjóðverjinn hafi skipt um skoðun. Sport 11.7.2006 14:35
Hasselbaink kominn til Charlton Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton hefur gengið frá samningi við hollenska framherjann Jimmy Floyd Hasselbaink frá Middlesbrough, en hann var með lausa samninga. Hasselbaink er 34 ára gamall og er sjöundi markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvaldseildarinnar með 125 mörk í 263 leikjum hjá Leeds, Chelsea og Middlesbrough. Sport 11.7.2006 14:29
Herra HM reyndi sjálfsvíg Jurgen Kiessling, einn af aðalskipuleggjendum HM í Þýskalandi, liggur nú mjög þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að stytta sér aldur á heimili sínu skömmu eftir að keppninni lauk. Kiessling var kallaður "Herra HM" í Þýskalandi og þótti keppnin í alla staði heppnast með miklum ágætum. Ekki er vitað hvers vegna Kiessling greip til þessa örþrifaráðs. Sport 11.7.2006 14:18
Fylkir lagði Víking Lið Fylkis er komið í annað sæti Landsbankadeildarinnar eftir 1-0 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í Árbænum í kvöld. Leikurinn var hnífjafn, en Sævar Þór Gíslason skoraði eina mark leiksins með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inn sem varamaður á 70. mínútu. Fylkir er því í í öðru sæti deildarinnar með 16 stig, en Víkingur í þriðja með 14 stig. Sport 10.7.2006 21:54
Ég er fáfróður Marco Materazzi hefur þvertekið fyrir að hafa kallað Zinedine Zidane hryðjuverkamann í úrslitaleiknum á HM í gær eins og komið hefur fram í fréttum. Materazzi segist vera svo vitlaus að hann viti ekki einu sinni hvað orðið hryðjuverkamaður þýði. Sport 10.7.2006 21:10
Jafnt í Árbænum í hálfleik Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í viðureign Fylkis og Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en leikið er í Árbænum. Hvort lið hefur átt fjögur markskot í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 10.7.2006 20:52
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp