Íþróttir Hneykslið keyrði okkur áfram Harðjaxlinn Gennaro Gattuso hjá ítalska landsliðinu segir að knattspyrnuhneykslið heima á Ítalíu hafi gefið liðinu aukinn styrk og þjappað því saman á HM. Nú í vikunni fá fjögur af stórliðunum á Ítalíu að vita örlög sín í kjölfar spillingarmálsins stóra og mun dómurinn hafa úrslitaþýðingu fyrir framtíð margra af leikmönnum landsliðsins. Sport 10.7.2006 18:58 Hann er drengur góður Umboðsmaður ítalska varnarmannsins Marco Materazzi gefur lítið fyrir ásakanir sem bornar hafa verið upp á skjólstæðing hans um að hann hafi ögrað Zidane til að skalla sig með ljótu orðbragði í úrslitaleik HM í gærkvöldi. Umboðsmaðurinn segir að Materazzi sé drengur góður. Sport 10.7.2006 18:46 Fylkir - Víkingur í beinni á Sýn Leikur Fylkis og Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:45. Þetta er næstsíðasti leikurinn í 10. umferðinni. Nýliðar Víkings sitja nokkuð óvænt í öðru sæti Landsbankadeildarinnar með 14 stig og Fylkir er í fimmta sæti með einu stigi minna og getur því skotist í annað sætið með sigri í Árbænum í kvöld. Sport 10.7.2006 18:21 Ítalska landsliðinu ákaft fagnað við heimkomuna Hundruðir æstra aðdáenda og stuðningsmanna ítalska landsliðsins í knattspyrnu voru samankomnir á flugvellinum þegar liðið lenti þar með HM-styttuna í farteskinu í dag. Búist er við að um hálf milljón manna verði samankomin í miðbæ Rómar í kvöld þar sem sérstök sigurhátíð verður haldin til heiðurs hetjunum. Sport 10.7.2006 17:39 Materazzi kallaði Zidane hryðjuverkamann Samtökin SOS, sem berjast gegn kynþáttafordómum, fullyrða eftir heimildarmönnum sínum að Zinedine Zidane hafi skallað ítalska varnarmanninn Marco Materazzi í úrslitaleiknum á HM í gær eftir að sá ítalski kallaði hann "hryðjuverkamann." Sport 10.7.2006 16:51 Heimurinn ætti að þakka Zidane Thierry Henry, félagi Zinedine Zidane hjá franska landsliðinu, segir að heimurinn standi í þakkarskuld við hann og hvetur fólk til að einblína ekki á brottrekstur hans í úrslitaleiknum í gær, heldur skoða heldur glæstan feril hans sem knattspyrnumanns. Sport 10.7.2006 16:37 Deschamps tekinn við Juventus Frakkinn Didier Deschamps hefur verið ráðinn næsti þjálfari ítalska stórliðsins Juventus. Deschamps varð heimsmeistari með franska landsliðinu árið 1998 og gerði garðinn frægan sem leikmaður Juventus á sínum tíma. Frekari frétta er að vænta af ráðningu Deschamps síðar í dag. Fótbolti 10.7.2006 16:17 Farinn aftur til Færeyja Færeyski leikmaðurinn Rógvi Jacobsen sem leikið hefur með liði KR í Landsbankadeildinni er farinn aftur til Færeyja og leikur því ekki meira með vesturbæjarliðinu. Rógvi hefur ekki átt fast sæti í liði KR í sumar og er genginn í raðir HB í Færeyjum. Þetta kemur fram á vef KR-inga í dag. Sport 10.7.2006 16:04 Á leið til Boro á næstu dögum Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að þýski miðvörðurinn Robert Huth sé nú í þann mund að ganga í raðir Middlesbrough frá Englandsmeisturum Chelsea, eftir að leikmaðurinn var staddur í herbúðum Boro í dag til að gangast undir læknisskoðun. Líklegt er talið að gengið verði frá málinu á næstu 24 tímum og að kaupverðið verði um 5 milljónir punda. Sport 10.7.2006 15:57 Real og Bayern á höttunum eftir Nistelrooy Nú virðist sem Real Madrid ætli að veita Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen samkeppni um hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United, en framtíð hans hjá enska félaginu virðist vera mjög óljós. Fótbolti 10.7.2006 15:49 Hefur hug á að halda áfram Marcello Lippi ætlar ekki að leggja árar í bát í þjálfunni og hefur látið í veðri vaka að hann muni halda áfram að þjálfa ítalska landsliðið. Lippi er 58 ára og núverandi samningur hans við ítalska knattspyrnusambandið rennur út í næsta mánuði. Sport 10.7.2006 15:36 Zidane fékk gullknöttinn Frakkinn Zinedine Zidane fékk í gær gullknöttinn á HM, en það eru verðlaunin sem afhent eru besta leikmanni mótsins hverju sinni. Það eru blaðamenn sem standa að valinu og hlaut Zidane flest atkvæði, Fabio Cannavaro varð annar og Andrea Pirlo þriðji. Þess má geta að atkvæðin voru flest komin í hús í hálfleik úrslitaleiksins i gær og því hafði árás Zidane á Marco Materazzi lítil áhrif á útkomuna. Sport 10.7.2006 15:11 FIFA neitar ásökunum Domenech Forráðamenn Alþjóða Knattspyrnusambandsins hafa alfarið neitað ásökunum Raymond Domenech, þjálfara Frakka, um að dómarinn í úrslitaleiknum í gær hafi stuðst við myndbandsupptökur þegar hann rak Zinedine Zidane af velli fyrir að skalla Marco Materazzi. Sport 10.7.2006 14:14 Hvað sagði Marco Materazzi? Miklar vangaveltur hafa nú staðið yfir í allan dag um hvað það var sem varnarmaðurinn Marco Materazzi hjá ítalska landsliðinu sagði við Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM í gærkvöldi, sem varð þess valdandi að Zidane réðist á hann og skallaði hann. Menn sem tengjast Zidane vilja lítið tjá sig um málið, en þó eru einhverjir sem telja sig vita hvað Materazzi sagði við hann. Sport 10.7.2006 13:56 Niðrandi ummæli um móður Zidane orsök reiðikastsins? Talið er að niðrandi ummæli um móður Zinedine Zidane, fyrirliða franska knattspyrnulandsliðsins, hafi orðið til þess að Zidane skallaði Materazzi leikmann Ítala í leik liðanna á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Fótbolti 10.7.2006 13:44 Ítalir eru heimsmeistarar í knattspyrnu Ítalir eru heimsmeistarar í knattspyrnu eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik HM í kvöld. Zinedine Zidane kom Frökkum yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi leiksins, en Marco Materazzi jafnaði metin fyrir ítalska liðið skömmu síðar. Liðunum tókst svo ekki að skora í venjulegum leiktíma eða í framlengingu, en taugar Ítala héldu betur í vítakeppninni. Aðeins framherjinn David Trezeguet misnotaði spyrnu sína þegar skot hans hafnaði í slá og Ítalir því heimsmeistarar 2006. Erlent 9.7.2006 20:40 Zinedine Zidane lýkur keppni Franski snillingurinn Zinedine Zidane fór heldur betur illa að ráði sínu í síðari hálfleik framlengingar í úrslitaleiknum á HM. Staðan er enn 1-1, en Zidane var rekinn af velli á 110. mínútu fyrir að skalla Marco Materazzi, varnarmann Ítala. Þar með hefur Zinedine Zidane lokið knattspyrnuferli sínum á fremur ósmekklegan hátt. Sport 9.7.2006 20:18 Framlengt í Berlín Leikur Frakka og Ítala um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu hefur verið framlengdur eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn 1-1. Frakkar byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur, en ítalska liðið sótti í sig veðrið þegar á leið. Luca Tony skoraði reyndar mark fyrir Ítala, sem dæmt var af vegna rangstöðu. Sport 9.7.2006 19:51 Montoya er á sínu síðasta tímabili í Formúlu 1 Kólumbíski ökuþórinn Juan Pablo Montoya hefur tilkynnt að hann ætli að hætta sem ökumaður í Formúlu 1 að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Samningur Montoya við McLaren liðið rennur út á þessu ári og ætlar kappinn að reyna fyrir sér í Nascar í Bandaríkjunum. Sport 9.7.2006 19:13 Jafnt í hálfleik í Berlín Nú hefur verið flautað til leikhlés í úrslitaleik Ítala og Frakka í Berlín. Staðan er 1-1 eftir nokkuð fjörlegan fyrri hálfleik. Zinedine Zidane kom Frökkum yfir úr vítaspyrnu á 7. mínútu, en Marco Materazzi jafnaði metin fyrir Ítala á þeirri 18. Síðan hefur heldur dofnað yfir leiknum, en þó átti Luca Tony skalla í þverslána á franska markinu á 36. mínútu. Sport 9.7.2006 18:45 Materazzi jafnar fyrir Ítala Úrslitaleikurinn á HM er strax farinn að verða í meira lagi dramatískur, því ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi sem gaf Frökkum vítaspyrnu í upphafi leiks, er búinn að jafna metin í 1-1 með skalla eftir hornspyrnu Ítala á 18. mínútu. Frábær byrjun á úrslitaleiknum. Sport 9.7.2006 18:21 Zidane kemur Frökkum yfir Hinn ótrúlegi Zinedine Zidane hefur komið Frökkum yfir 1-0 gegn Ítölum í úrslitaleiknum á HM eftir aðeins sjö mínútur. Frakkar fengu vítaspyrnu eftir að Marco Materazzi braut á Florent Malouda í teignum og Zidane skoraði úr vítaspyrnunni af fádæma öryggi þegar hann vippaði boltanum í þverslána og inn. Sport 9.7.2006 18:07 Englendinga skorti hungur Sir Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir að liðið hafi skort nauðsynlegt hungur til að ná langt á HM. Robson bendir á að nokkrir af leikmönnum liðsins hafi alls ekki sýnt sitt rétta andlit og segir leikstíl enska liðsins ekki hafa hentað liðinu til að ná að nýta styrkleika þess. Sport 9.7.2006 17:57 Hasselbaink á leið til Charlton? Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink sé á leið til Lundúnaliðsins Charlton og fullyrða að hann muni gangast undir læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Hasselbaink er með lausa samninga eftir að Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, ákvað að framlengja ekki samning þessa fyrrum leikmanns Chelsea. Sport 9.7.2006 17:45 Bannað að ræða við enska knattspyrnusambandið Fabio Capello gaf það út í samtali við breska blaðið News of the World í dag að honum hefði verið neitað um tækifæri til að ræða við enska knattspyrnusambandið um að taka við stjórn enska landsliðsins af Sven-Göran Eriksson. Capello var samningsbundinn Juventus á þessum tíma og neituðu forráðamenn ítölsku meistaranna enskum að ræða við þjálfarann. Sport 9.7.2006 17:38 Campbell mun halda utan Arsene Wenger segir að ensk úrvalsdeildarlið sem eru á höttunum eftir varnarmanninum Sol Campbell muni ekki eiga erindi sem erfiði því hann muni eflaust reyna fyrir sér erlendis í framtíðinni. Campbell tilkynnti óvænt að hann væri hættur hjá Arsenal í gær og eðlilega hefur orðrómur um framtíð hans farið hratt af stað á Englandi. Sport 9.7.2006 17:26 Sólheimar tóku KR í bakaríið Lið Sólheima tók úrvalsdeildarlið KR í bakaríið á Sólheimum í gærkvöld þegar liðin mættust í vináttuleik. Heimamenn sigruðu 6-3 í veðurblíðunni og ku hafa verið mikill fögnuður þar á bæ eftir sigurinn. Eftir leikinn gæddu leikmenn beggja liða sér svo á mat sem grillaður var á svæðinu í góðri stemmingu. Sport 9.7.2006 17:16 Keflvíkingar náðu jafntefli Keflvíkingar gerðu 2-2 jafntefli við Lilleström í Keflavík í dag í síðari leik liðanna í Intertoto keppninni í knattspyrnu. Norska liðið hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og gerði út um einvígi liðanna með tveimur mörkum. Keflvíkingar sýndu þó hvað í þeim bjó í síðari hálfleiknum og þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Þórarinn Kristjánsson jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum um miðbik hálfleiksins. Lilleström er þó komið áfram í keppninni og mætir Newcastle í næstu umferð. Sport 9.7.2006 17:11 Óbreytt lið hjá Frökkum og Ítölum Nú styttist óðum í hápunkt heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, en úrslitaleikur Frakka og Ítala hefst klukkan 18 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Leikurinn fer fram í Berlín og mæta báðar þjóðir til leiks með óbreytt byrjunarlið frá síðasta leik sínum í mótinu. Sport 9.7.2006 16:56 Birgir Leifur hafnaði í 14. sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 14. sæti á áskorendamótinu í golfi sem fram fór í Skotlandi um helgina. Birgir lék lokahringinn í dag á 71 höggi, eða pari og lauk því keppni á þremur höggum undir pari á mótinu. Sport 9.7.2006 16:21 « ‹ 179 180 181 182 183 184 185 186 187 … 334 ›
Hneykslið keyrði okkur áfram Harðjaxlinn Gennaro Gattuso hjá ítalska landsliðinu segir að knattspyrnuhneykslið heima á Ítalíu hafi gefið liðinu aukinn styrk og þjappað því saman á HM. Nú í vikunni fá fjögur af stórliðunum á Ítalíu að vita örlög sín í kjölfar spillingarmálsins stóra og mun dómurinn hafa úrslitaþýðingu fyrir framtíð margra af leikmönnum landsliðsins. Sport 10.7.2006 18:58
Hann er drengur góður Umboðsmaður ítalska varnarmannsins Marco Materazzi gefur lítið fyrir ásakanir sem bornar hafa verið upp á skjólstæðing hans um að hann hafi ögrað Zidane til að skalla sig með ljótu orðbragði í úrslitaleik HM í gærkvöldi. Umboðsmaðurinn segir að Materazzi sé drengur góður. Sport 10.7.2006 18:46
Fylkir - Víkingur í beinni á Sýn Leikur Fylkis og Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:45. Þetta er næstsíðasti leikurinn í 10. umferðinni. Nýliðar Víkings sitja nokkuð óvænt í öðru sæti Landsbankadeildarinnar með 14 stig og Fylkir er í fimmta sæti með einu stigi minna og getur því skotist í annað sætið með sigri í Árbænum í kvöld. Sport 10.7.2006 18:21
Ítalska landsliðinu ákaft fagnað við heimkomuna Hundruðir æstra aðdáenda og stuðningsmanna ítalska landsliðsins í knattspyrnu voru samankomnir á flugvellinum þegar liðið lenti þar með HM-styttuna í farteskinu í dag. Búist er við að um hálf milljón manna verði samankomin í miðbæ Rómar í kvöld þar sem sérstök sigurhátíð verður haldin til heiðurs hetjunum. Sport 10.7.2006 17:39
Materazzi kallaði Zidane hryðjuverkamann Samtökin SOS, sem berjast gegn kynþáttafordómum, fullyrða eftir heimildarmönnum sínum að Zinedine Zidane hafi skallað ítalska varnarmanninn Marco Materazzi í úrslitaleiknum á HM í gær eftir að sá ítalski kallaði hann "hryðjuverkamann." Sport 10.7.2006 16:51
Heimurinn ætti að þakka Zidane Thierry Henry, félagi Zinedine Zidane hjá franska landsliðinu, segir að heimurinn standi í þakkarskuld við hann og hvetur fólk til að einblína ekki á brottrekstur hans í úrslitaleiknum í gær, heldur skoða heldur glæstan feril hans sem knattspyrnumanns. Sport 10.7.2006 16:37
Deschamps tekinn við Juventus Frakkinn Didier Deschamps hefur verið ráðinn næsti þjálfari ítalska stórliðsins Juventus. Deschamps varð heimsmeistari með franska landsliðinu árið 1998 og gerði garðinn frægan sem leikmaður Juventus á sínum tíma. Frekari frétta er að vænta af ráðningu Deschamps síðar í dag. Fótbolti 10.7.2006 16:17
Farinn aftur til Færeyja Færeyski leikmaðurinn Rógvi Jacobsen sem leikið hefur með liði KR í Landsbankadeildinni er farinn aftur til Færeyja og leikur því ekki meira með vesturbæjarliðinu. Rógvi hefur ekki átt fast sæti í liði KR í sumar og er genginn í raðir HB í Færeyjum. Þetta kemur fram á vef KR-inga í dag. Sport 10.7.2006 16:04
Á leið til Boro á næstu dögum Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að þýski miðvörðurinn Robert Huth sé nú í þann mund að ganga í raðir Middlesbrough frá Englandsmeisturum Chelsea, eftir að leikmaðurinn var staddur í herbúðum Boro í dag til að gangast undir læknisskoðun. Líklegt er talið að gengið verði frá málinu á næstu 24 tímum og að kaupverðið verði um 5 milljónir punda. Sport 10.7.2006 15:57
Real og Bayern á höttunum eftir Nistelrooy Nú virðist sem Real Madrid ætli að veita Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen samkeppni um hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United, en framtíð hans hjá enska félaginu virðist vera mjög óljós. Fótbolti 10.7.2006 15:49
Hefur hug á að halda áfram Marcello Lippi ætlar ekki að leggja árar í bát í þjálfunni og hefur látið í veðri vaka að hann muni halda áfram að þjálfa ítalska landsliðið. Lippi er 58 ára og núverandi samningur hans við ítalska knattspyrnusambandið rennur út í næsta mánuði. Sport 10.7.2006 15:36
Zidane fékk gullknöttinn Frakkinn Zinedine Zidane fékk í gær gullknöttinn á HM, en það eru verðlaunin sem afhent eru besta leikmanni mótsins hverju sinni. Það eru blaðamenn sem standa að valinu og hlaut Zidane flest atkvæði, Fabio Cannavaro varð annar og Andrea Pirlo þriðji. Þess má geta að atkvæðin voru flest komin í hús í hálfleik úrslitaleiksins i gær og því hafði árás Zidane á Marco Materazzi lítil áhrif á útkomuna. Sport 10.7.2006 15:11
FIFA neitar ásökunum Domenech Forráðamenn Alþjóða Knattspyrnusambandsins hafa alfarið neitað ásökunum Raymond Domenech, þjálfara Frakka, um að dómarinn í úrslitaleiknum í gær hafi stuðst við myndbandsupptökur þegar hann rak Zinedine Zidane af velli fyrir að skalla Marco Materazzi. Sport 10.7.2006 14:14
Hvað sagði Marco Materazzi? Miklar vangaveltur hafa nú staðið yfir í allan dag um hvað það var sem varnarmaðurinn Marco Materazzi hjá ítalska landsliðinu sagði við Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM í gærkvöldi, sem varð þess valdandi að Zidane réðist á hann og skallaði hann. Menn sem tengjast Zidane vilja lítið tjá sig um málið, en þó eru einhverjir sem telja sig vita hvað Materazzi sagði við hann. Sport 10.7.2006 13:56
Niðrandi ummæli um móður Zidane orsök reiðikastsins? Talið er að niðrandi ummæli um móður Zinedine Zidane, fyrirliða franska knattspyrnulandsliðsins, hafi orðið til þess að Zidane skallaði Materazzi leikmann Ítala í leik liðanna á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Fótbolti 10.7.2006 13:44
Ítalir eru heimsmeistarar í knattspyrnu Ítalir eru heimsmeistarar í knattspyrnu eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik HM í kvöld. Zinedine Zidane kom Frökkum yfir með marki úr vítaspyrnu í upphafi leiksins, en Marco Materazzi jafnaði metin fyrir ítalska liðið skömmu síðar. Liðunum tókst svo ekki að skora í venjulegum leiktíma eða í framlengingu, en taugar Ítala héldu betur í vítakeppninni. Aðeins framherjinn David Trezeguet misnotaði spyrnu sína þegar skot hans hafnaði í slá og Ítalir því heimsmeistarar 2006. Erlent 9.7.2006 20:40
Zinedine Zidane lýkur keppni Franski snillingurinn Zinedine Zidane fór heldur betur illa að ráði sínu í síðari hálfleik framlengingar í úrslitaleiknum á HM. Staðan er enn 1-1, en Zidane var rekinn af velli á 110. mínútu fyrir að skalla Marco Materazzi, varnarmann Ítala. Þar með hefur Zinedine Zidane lokið knattspyrnuferli sínum á fremur ósmekklegan hátt. Sport 9.7.2006 20:18
Framlengt í Berlín Leikur Frakka og Ítala um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu hefur verið framlengdur eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn 1-1. Frakkar byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur, en ítalska liðið sótti í sig veðrið þegar á leið. Luca Tony skoraði reyndar mark fyrir Ítala, sem dæmt var af vegna rangstöðu. Sport 9.7.2006 19:51
Montoya er á sínu síðasta tímabili í Formúlu 1 Kólumbíski ökuþórinn Juan Pablo Montoya hefur tilkynnt að hann ætli að hætta sem ökumaður í Formúlu 1 að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Samningur Montoya við McLaren liðið rennur út á þessu ári og ætlar kappinn að reyna fyrir sér í Nascar í Bandaríkjunum. Sport 9.7.2006 19:13
Jafnt í hálfleik í Berlín Nú hefur verið flautað til leikhlés í úrslitaleik Ítala og Frakka í Berlín. Staðan er 1-1 eftir nokkuð fjörlegan fyrri hálfleik. Zinedine Zidane kom Frökkum yfir úr vítaspyrnu á 7. mínútu, en Marco Materazzi jafnaði metin fyrir Ítala á þeirri 18. Síðan hefur heldur dofnað yfir leiknum, en þó átti Luca Tony skalla í þverslána á franska markinu á 36. mínútu. Sport 9.7.2006 18:45
Materazzi jafnar fyrir Ítala Úrslitaleikurinn á HM er strax farinn að verða í meira lagi dramatískur, því ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi sem gaf Frökkum vítaspyrnu í upphafi leiks, er búinn að jafna metin í 1-1 með skalla eftir hornspyrnu Ítala á 18. mínútu. Frábær byrjun á úrslitaleiknum. Sport 9.7.2006 18:21
Zidane kemur Frökkum yfir Hinn ótrúlegi Zinedine Zidane hefur komið Frökkum yfir 1-0 gegn Ítölum í úrslitaleiknum á HM eftir aðeins sjö mínútur. Frakkar fengu vítaspyrnu eftir að Marco Materazzi braut á Florent Malouda í teignum og Zidane skoraði úr vítaspyrnunni af fádæma öryggi þegar hann vippaði boltanum í þverslána og inn. Sport 9.7.2006 18:07
Englendinga skorti hungur Sir Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir að liðið hafi skort nauðsynlegt hungur til að ná langt á HM. Robson bendir á að nokkrir af leikmönnum liðsins hafi alls ekki sýnt sitt rétta andlit og segir leikstíl enska liðsins ekki hafa hentað liðinu til að ná að nýta styrkleika þess. Sport 9.7.2006 17:57
Hasselbaink á leið til Charlton? Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink sé á leið til Lundúnaliðsins Charlton og fullyrða að hann muni gangast undir læknisskoðun hjá félaginu á morgun. Hasselbaink er með lausa samninga eftir að Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, ákvað að framlengja ekki samning þessa fyrrum leikmanns Chelsea. Sport 9.7.2006 17:45
Bannað að ræða við enska knattspyrnusambandið Fabio Capello gaf það út í samtali við breska blaðið News of the World í dag að honum hefði verið neitað um tækifæri til að ræða við enska knattspyrnusambandið um að taka við stjórn enska landsliðsins af Sven-Göran Eriksson. Capello var samningsbundinn Juventus á þessum tíma og neituðu forráðamenn ítölsku meistaranna enskum að ræða við þjálfarann. Sport 9.7.2006 17:38
Campbell mun halda utan Arsene Wenger segir að ensk úrvalsdeildarlið sem eru á höttunum eftir varnarmanninum Sol Campbell muni ekki eiga erindi sem erfiði því hann muni eflaust reyna fyrir sér erlendis í framtíðinni. Campbell tilkynnti óvænt að hann væri hættur hjá Arsenal í gær og eðlilega hefur orðrómur um framtíð hans farið hratt af stað á Englandi. Sport 9.7.2006 17:26
Sólheimar tóku KR í bakaríið Lið Sólheima tók úrvalsdeildarlið KR í bakaríið á Sólheimum í gærkvöld þegar liðin mættust í vináttuleik. Heimamenn sigruðu 6-3 í veðurblíðunni og ku hafa verið mikill fögnuður þar á bæ eftir sigurinn. Eftir leikinn gæddu leikmenn beggja liða sér svo á mat sem grillaður var á svæðinu í góðri stemmingu. Sport 9.7.2006 17:16
Keflvíkingar náðu jafntefli Keflvíkingar gerðu 2-2 jafntefli við Lilleström í Keflavík í dag í síðari leik liðanna í Intertoto keppninni í knattspyrnu. Norska liðið hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og gerði út um einvígi liðanna með tveimur mörkum. Keflvíkingar sýndu þó hvað í þeim bjó í síðari hálfleiknum og þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Þórarinn Kristjánsson jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum um miðbik hálfleiksins. Lilleström er þó komið áfram í keppninni og mætir Newcastle í næstu umferð. Sport 9.7.2006 17:11
Óbreytt lið hjá Frökkum og Ítölum Nú styttist óðum í hápunkt heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, en úrslitaleikur Frakka og Ítala hefst klukkan 18 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Leikurinn fer fram í Berlín og mæta báðar þjóðir til leiks með óbreytt byrjunarlið frá síðasta leik sínum í mótinu. Sport 9.7.2006 16:56
Birgir Leifur hafnaði í 14. sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 14. sæti á áskorendamótinu í golfi sem fram fór í Skotlandi um helgina. Birgir lék lokahringinn í dag á 71 höggi, eða pari og lauk því keppni á þremur höggum undir pari á mótinu. Sport 9.7.2006 16:21
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp