Erlent
Tæplega hundrað liggja í valnum
Óttast er að hátt í hundrað manns hafi farist þegar enn ein bílsprengjuárásin var gerð á sjíahverfi í Bagdad í dag. Síðastliðinn mánuður var sá mannskæðasti í Írak frá því að ráðist var inn í landið.
Mannskæð árás í Bagdad
Að minnsta kosti 43 liggja í valnum eftir að þrjár bílsprengjur sprungu nánast samtímis í miðborg Bagdad fyrr í dag. Bílunum sem sprengjunum hafði verið komið fyrir í var lagt við götumarkað sem sjía-múslimar sækja helst.
Engin geislun þar sem Gaidar var
Engin geislun hefur fundist á stöðum sem rússneski stjórnmálamaðurinn Yegor Gaidar heimsótti á Írlandi, áður en hann missti meðvitund í Maynooth háskólanum, þar sem hann var að kynna nýja bók sína. Írskur blaðamaður sem er fyrrverandi fréttaritari í Moskvu, segir að aðstoðarmenn Gaidars hafi tjáð sér að hann hafi verið orðinn veikur fyrir komuna til Írlands.
Castro lét ekki sjá sig
Mikilli hersýningu í tilefni af áttatíu ára afmæli Fidels Castro, er nú lokið á Kúbu án þess að leiðtoginn léti sjá sig. Með réttu eða röngu var litið á það sem mælikvarða á heilsu forsetans, og pólitíska framtíð, hvort hann myndi mæta eða ekki.
Finnair þota kyrrsett vegna geislavirkni
Rússnesk yfirvöld hafa kyrrsett flugvél frá Finnska flugfélasginu Finnair, eftir að geislun mældist þar um borð. Vélin átti að fara frá Moskvu til Helsinki.
Sex hundruð taldir af
Nánast engar líkur eru taldar á að fleiri finnist á lífi í eðjunni við rætur eldfjallsins Mayon á Filippseyjum en miklar aurskriður féllu úr því í fyrrinótt í kjölfar fellibyls sem gekk yfir eyjarnar.
Castro ennþá veikur
Hátíðarhöldum í tilefni áttræðisafmælis Fídels Castro Kúbuleiðtoga lýkur í dag með mikilli hersýningu í höfuðborginni Havana. Margt fyrirmenna er samankomið á Kúbu í tilefni afmælisins, þar á meðal Evo Morales og Daniel Ortega, forseta Bólivíu og Níkaragva, en sjálft afmælisbarnið hefur hins vegar enn ekki látið sjá sig.
Pólóníum finnst í konu Litvinenkos
Leifar af geislavirka efninu pólóníum 210 hafa fundist í Marinu Litvinenko, eiginkonu Alexanders Litvinenko, fyrrverandi KGB-njósnara sem lést úr eitrun í síðustu viku.
Mótmælin standa enn
Enn situr talsverður mannfjöldi í miðborg Beirútar, höfuðborgar Líbanons, sem krefst þess að ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra segi af sér.
Royal misstígur sig í Mið-Austurlöndum
Frambjóðandi Sósíalista í forsetakosningunum á næsta ári, Segolene Royal, reyndi í dag að draga úr yfirlýsingu sinni að hún væri sammála Hizbolla liðum um að utanríkisstefna Bandaríkjamanna væri "geðveikisleg". Hún er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til þess að reyna að sýna fram á að hún geti staðið sig vel í utanríkismálum.
Bandaríkin reyna að stilla til friðar í Sómalíu
Bandaríkin hafa beðið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að styrkja stjórnina í Sómalíu með herliði frá Afríkubandalaginu sem myndi ekki innihalda hermenn frá nágrannaríkjum eins og Eþíópíu. Tillaga sem Bandaríkjamenn hafa gert leggur líka til að slakað verði á vopnasölubanninu sem Sómalía býr við svo að friðargæsluliðar geti komið með vopn til landsins og styrkt her þess.
Röntgentæki á flugvöllum framtíðarinnar
Alþjóðlegi flugvöllurinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum mun nú taka upp gegnumlýsingartæki sem nota á á farþega. Grunsamlegir farþegar verða þá beðnir um að standa fyrir framan það á meðan mynd er tekin af þeim og sést þá allt sem undir fötum manns er.
Smokkur sem er spreyjað á
Þýskir kynfræðslukennarar áætla að þróa smokk sem verður spreyjað á kynfæri karlmanna og á hann að passa á allar stærðir þeirra. Jan Vinzenz Krause frá þýsku Smokkastofnununni, sem er ráðgefandi aðili um notkun smokka, sagði að varan ætti að hjálpa fólki að lifa einfaldara og öruggara kynlífi.
Calderon orðinn forseti Mexíkó
Felipe Calderon var vígður í embætti sem forseti Mexíkó í dag. Athöfnin fór fram í þinghúsinu en stjórnarandstöðuþingmenn höfðu tekið sér stöðu í húsinu nokkrum dögum áður og klukkutíma fyrir athöfnina tóku þeir völdin og lokuðu hurðinni inn í þingsalinn. Calderon fór þá inn bakdyramegin ásamt fráfarandi forseta og var vígður á fáeinum mínútum og hljóp síðan aftur út.
Lögreglumenn handteknir á Spáni
Yfirvöld á Spáni hafa handtekið sjö manns, þarf af fjóra lögregluþjóna, í úthverfi Madrídar vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í sölu á sprengiefnum eins og þeim sem notuð voru í sprengjuárásinni á lestarkerfi Spánverja í mars 2004. Mennirnir eru einnig grunaðir um að selja eiturlyf.
Scaramella ekki í lífshættu
Mario Scaramella, ítalski öryggissérfræðingurinn sem fundaði með Alexander Litvinenko daginn sem hann veiktist, fékk mun minni skammt af geislavirka efninu pólóníum í sig en Litvinenko og hefur efnið engin áhrif haft á heilsu Scaramella. Sjúkrahús í Lundúnum þar sem Scaramella var prófaður sagði þetta í tilkynningu nú fyrir skömmu.
South Park er heimspekilegur þáttur?
Nýlega var gefin út heimspekibók sem fjallar um South Park sjónvarpsþættina. Hún er hins vegar ekki að gera lítið úr þáttunum heldur fjallar bókin um að South Park þættirnir séu í raun og veru mjög í ætt við heimspeki kunnra fræðimanna eins og John Stuart Mills, sem skrifaði Frelsið, og Sókratesar.
Evrópusambandið og Rússar ræðast við
Búist er við því að stórveldafundur verði í næstu viku þar sem rætt verður um hvernig þær refsiaðgerðir sem á að setja á Íran verði en þetta sögðu utanríkisráðherrar Rússlands og Evrópusambandsins, Sergey Lavrov og Javier Solana, í dag. Rússar hafa gefið til kynna að þeir séu því fylgjandi að settar verði þvinganir á Íran til þess að koma í veg fyrir að þeir þrói kjarnavopn.
Pólóníum í ættingja Litvinenkos
Leifar af geislavirka efninu pólóníum hafa fundist í kvenkyns ættingja Alexander Litvinenko, hinum fyrrverandi rússneska njósnara, sem var myrtur í síðasta mánuði. Hún er þó ekki talin vera í bráðri hættu þar sem magnið sem í henni fannst var það lítið og var hún ekki lögð inn á sjúkrahús.
SÞ að sjá um kosningar í Nepal
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna brást fljótt við hjálparbeiðni frá stjórnvöldum og uppreisnarmönnum í Nepal um að samtökin myndu taka að sér að sjá um væntanlegar kosningar þar í landi sem og umsjón með herjum og vopnum beggja aðila.
Rússar og Aserar deila
Forseti Asera, Ilham Aliyev, sagði í dag að Aserbaídsjan myndi draga mikið úr olíuflutningum sínum í gegnum rússneskt landsvæði vegna þess að Rússar ætla sér að minnka það gas sem Aserbaídsjan fær frá þeim. Tilkynningin frá Rússum kom stuttu eftir að Aserar ákváðu að auka gasframleiðslu sína til þess að mæta aukinni gasþörf í Georgíu eftir að Rússar minnkuðu sendingar sínar þangað.
Á fimmta hundrað manns taldir af
Óttast er að yfir 400 manns hafi farist þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar í gær. Við rætur eldfjallsins Mayon lentu heilu þorpin undir miklum aur- og grjótskriðum.
Hundruð þúsunda mótmæltu
Staða líbönsku ríkisstjórnarinnar veiktist enn frekar í dag þegar hundruð þúsunda stuðningsmanna Hizbollah-samtakanna fylktu liði í Beirút og kröfðust afsagnar hennar. Fólkið ætlar ekki að láta af mótmælum fyrr en stjórnin er öll.
Glæpamenn vegna heilagalla
Líffræðilegur galli í blóðflæði í heilanum, frekar en andlegt ástand, gæti útskýrt af hverju sumt fólk verður glæpasjúkt. Vísindamenn frá Kings College í London fylgdust með viðbrögðum sex síbrotamanna, sem höfðu framið morð, nauðganir og alvarlegar líkamsárásir, á meðan þeim voru sýndar myndir af hræddum andlitum.
Norðmenn að veiða 1.052 hvali á næsta ári
Norskir hvalveiðimenn fengu í dag leyfi til þess að veiða allt að 1.052 hvali á næsta ári sem er mesti kvóti undanfarna tvo áratugi. Greenpeace fordæmdi veiðarnar og sögðu kvótann tilgangslausann þar sem aðeins hefðu veiðst um 546 hrefnur á þessu ári.
Bush hittir leiðtoga síta í Írak
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudaginn halda fund með einum helsta leiðtoga síta múslima í Írak, Abdul Aziz al-Hakim. Munu viðræðurnar fara fram í Hvíta húsinu í Washington. Mikil spenna og átök hafa verið undanfarið á milli súnní og síta múslima í Írak og er þetta liður í átaki Bush varðandi ástandið í Írak.
Hundruð þúsunda mótmæla í Líbanon
Hundruð þúsunda Líbana fóru út á götur Beirút í dag til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn Fúad Siniora, sem nýtur stuðnings Bandaríkjamanna og kröfðust afsagnar hans.
Aer Lingus boðar hagræðingu
Írska flugfélagið Aer Lingus, sem var einkavætt í septemberlok, hefur boðað hagræðingaraðgerðir á næsta ári til að draga úr útgjöldum og auka hagnað fyrirtækisins.
Aldrei fleiri ferðamenn til Írlands
Aldrei fleiri ferðmenn hafa sótt Írland heim en á þessu ári. 8,8 milljónir ferðamanna komu landsins það sem af er árs, en það er 8,5 prósenta aukning á milli ára og met, samkvæmt írska blaðinu Tourism Ireland.
Minna atvinnuleysi á evrusvæðinu
Atvinnuleysi mældist 7,7 prósent á evrusvæðinu í október, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi minna atvinnuleysi en í mánuðinum á undan.