Lög og regla Tjaldvagni stolið í gær Nokkuð var um þjófnaði í borginni í gær og var meðal annars tjaldvagni stolið fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækis í höfuðborginni. Segir í tilkynningu frá lögreglu að vagninn hafi fundist skömmu síðar en ekki liggi fyrir hvort vagninn hafi skemmst við flutningana. Innlent 13.9.2006 13:28 Öðrum sleppt en hinn leiddur fyrir dómara Lögregla hefur sleppt öðrum mannanna sem grunaðir eru um árásir á öryggisvörð og starfsmann á bensínstöð Skeljungs í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Hinn, sem grunaður er um að hafa stungið öryggisvörðinn í bakið, verður hins vegar leiddur fyrir dómara kl. 17 í dag þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Innlent 12.9.2006 15:41 Vitnaleiðslur í Ásláksmáli í dag Vitnaleiðslur hófust í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls á hendur karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað öðrum manni á kránni Ásláki í Mosfellsbæ í desember árið 2004. Innlent 12.9.2006 15:01 Lögregla kvartar undan skemmdarverkum Nokkuð bar á skemmdarverkum í Reykjavík um nýliðna helgi en þau voru af ýmsu tagi. Rúður voru brotnar í grunnskóla og leikskóla og einnig í bifreið. Hliðarspeglar á bifreiðum fengu heldur ekki að vera í friði en þeir voru brotnir af fimm bifreiðum. Þá var brotin rúða í heimahúsi sem og í fyrirtæki. Innlent 12.9.2006 13:36 Níu ökumenn sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs Níu ökumenn eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu fyrir að hafa ekið of hratt í íbúðargötu í Breiðholti í gær þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Innlent 12.9.2006 12:14 Yfirheyrslur yfir tvímenningum standa enn Yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags standa enn yfir. Innlent 12.9.2006 10:13 Tvímenningar gefa sig fram Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í tengslum við árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti í fyrrinótt hafa gefið sig fram við lögreglu. Það gerðu þeir nú síðdegis eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél og hvatt þá til að gefa sig fram. Innlent 11.9.2006 17:04 Sektað fyrir að henda rusli Nokkuð ber á því að fólk hendi rusli á götur borgarinnar eða annars staðar á almannafæri. Það er að sjálfsögðu með öllu óheimilt enda telst það brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aekt í slíkum tilfellum ákvarðist eftir eðli og umfangi brots en hún er þó aldrei lægri en 10 þúsund krónur. Innlent 11.9.2006 16:33 Skorar á hnífstungumenn að gefa sig fram Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Góðar myndir náðust af báðum þessum mönnum í öryggismyndakerfi Select. Lögreglan skorar á þessa menn að gefa sig fram tafarlaust. Innlent 11.9.2006 11:10 Fann fórnarlambið á vefsíðu fyrir samkynhneigða Pilturinn sem kom sér í kynni við mann í gegnum netið gagngert til að drepa hann, fór inn á vef fyrir samkynhneigða, þar sem hann taldi að þá væri auðveldara að fá viðkomandi til að hitta sig. Hann dvelur nú á unglingaheimili. Innlent 9.9.2006 21:41 Lögreglustjórafélag Íslands stofnað Stofnfundur Lögreglustjórafélags Íslands var haldinn á Hvolsvelli í dag. Félagið er stofnað vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi lögreglunnar og eru félagar allir lögreglustjórar og aðstoðarlögreglustjórar sem sinna mun þeim störfum eftir 1. janúar 2007. Innlent 9.9.2006 16:33 Vildi finna einhvern til að drepa Sextán ára piltur, sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald fyrir að hafa stungið tuttuguogfimm ára gamla karlmann í bakið með hnífi, sagðist við handtöku hafa kynnst manninum í gegnum internetið með það í huga að finna einhvern til að drepa. Innlent 8.9.2006 20:58 Tveggja mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir hótanir Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir brot gegn valdstjórninni. Innlent 8.9.2006 14:52 Annir hjá lögreglu í gær Þremur tölvum var stolið í jafnmörgum þjófnaðarmálum sem voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Einni var stolið úr skóla, annarri í heimahúsi þar sem þjófurinn fór inn um svaladyr en ekki er fullkomlega ljóst með hvaða hætti þriðja tölvan hvarf. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Innlent 8.9.2006 14:30 Fundu búnað til að stela kortaupplýsingum Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú mál þar sem sérstökum búnaði var komið yfir kortasjálfsala við bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að ná rafrænum upplýsingum af greiðslukortum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp hér á landi. Innlent 8.9.2006 11:25 Lögregla auglýsir eftir vitnum Lögreglan auglýsir eftir vitnum að líkamsárás við veitingastaðinn Pravda í Austurstræti á milli klukkan hálffjögur og hálffimm aðfararnótt sunnudagsins 27. ágúst. Þar var bandarískum ferðamanni veitt þungt hnefahögg í andlitið og hlaut hann verulega áverka. Innlent 7.9.2006 15:32 Fundu fíkniefni á ellefu ára dreng Lögreglan í Reykjavík hafði á dögunum afskipti af ellefu ára dreng þar sem kannabisefni fundust í fórum hans. Eftir því lögregla kemst næst mun þetta vera einsdæmi í sögu lögreglunnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að drengurinn hafi verið tvísaga þegar lögreglan ræddi við hann. Innlent 7.9.2006 13:41 Þriggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Sextán ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september vegna gruns um að hann hafi stungið 25 ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags. Innlent 6.9.2006 16:39 Sex fíkniefnamál hjá lögreglu í gær Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sjö aðilum í sex óskyldum fíkniefnamálum í gær. Þrjú málanna komu upp á tónleikum í Laugardalshöll en þar voru einnig höfð afskipti af örfáum tónleikagestum vegna ölvunar. Innlent 6.9.2006 12:18 Hálfs árs fangelsi fyrir 30 brot Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningarlagabrot frá desember í fyrra til febrúar í ár. Um var að ræða alls þrjátíu brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og hegningarlögum en maðurinn á að baki langan sakaferil. Innlent 5.9.2006 16:15 Hraðakstursbrotum fjölgar mikið í V-Skaftafellssýslu Sjötíu prósentum fleiri ökumenn hafa verið teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Vík í Mýrdal á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Nærri helmingur þeirra sem teknir hafa verið eru erlendir ökumenn. Innlent 5.9.2006 12:18 Unglingsstúlkur hótuðu lögreglu öllu illu Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur unglingsstúlkum, 12 og 13 ára, sem létu mjög ófriðlega í fjölbýlishúsi í borginni í gærkvöld. Hvorug þeirra býr á umræddum stað en íbúar hússins kvörtuðu sáran undan framferði þeirra. Innlent 5.9.2006 12:14 Fyrrverandi lögreglumaður sektaður fyrir munntóbakssmygl Fyrrverandi lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli hefur verið dæmdur til 7.500 króna sektargreiðslu fyrir ólöglegan innflutning á munntóbaki. Maðurin var ákærður fyrir að misnota stöðu sína sem lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli og tekið á móti 30 dósum af munntóbaki úr hendi karlmanns, sem kom með flugi frá Stokkhólmi. Innlent 5.9.2006 12:31 Fólk leggi tímanlega af stað fyrir landsleik Löregla beinir þeim tilmælum til þeirra sem ætla á landsleik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli á morgun að leggja tímanlega af stað og sýna þolinmæði. Búist er við mikilli umferð vegna leiksins sem hefst um klukkan sex, en uppselt er á leikinn og verða áhorfendur tæplega 10 þúsund. Innlent 5.9.2006 11:05 Gæsluvarðhald vegna árásar á sambýliskonu Tæplega þrítugur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina vegna árásar á sambýliskonu sína. Árásin átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn rispaði konuna meðal annars með hnífi á hálsi og skrokki, en engin stungusár voru að finna á konunni, að sögn lögreglunnar. Innlent 4.9.2006 15:32 Vill auknar heimildir til að uppræta fíkniefnasölu Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi, dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Hann segir mikilvægt í þessu ljósi að lögregla og tollgæsla fái auknar heimildir og fjármagn til að uppræta sölu- og dreifingarkerfi glæpahópsins. Innlent 4.9.2006 14:06 Lögregla handtekur menn vegna gaskútaþjófnaðar Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að rannsókn á þjófnuðum á gaskútum en talsvert hefur borið á þeim að undanförnu. Fram kemur á vef lögreglunnar að nokkrir hafi verið handteknir vegna þessa fyrir helgina en fyrir liggi að einn þeirra tók gaskúta ófrjálsri hendi en hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Innlent 4.9.2006 10:51 Segir glæpahring starfandi hér á landi Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi og dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Innlent 4.9.2006 09:11 Blæs á alla gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur. Innlent 1.9.2006 21:23 Tveir menn í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands til fjögurra vikna eftir að fíkniefni fundust við hefðbundið tollaeftirlit í Norrænu á Seyðisfirði í gær. Innlent 1.9.2006 17:15 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 120 ›
Tjaldvagni stolið í gær Nokkuð var um þjófnaði í borginni í gær og var meðal annars tjaldvagni stolið fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækis í höfuðborginni. Segir í tilkynningu frá lögreglu að vagninn hafi fundist skömmu síðar en ekki liggi fyrir hvort vagninn hafi skemmst við flutningana. Innlent 13.9.2006 13:28
Öðrum sleppt en hinn leiddur fyrir dómara Lögregla hefur sleppt öðrum mannanna sem grunaðir eru um árásir á öryggisvörð og starfsmann á bensínstöð Skeljungs í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Hinn, sem grunaður er um að hafa stungið öryggisvörðinn í bakið, verður hins vegar leiddur fyrir dómara kl. 17 í dag þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Innlent 12.9.2006 15:41
Vitnaleiðslur í Ásláksmáli í dag Vitnaleiðslur hófust í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls á hendur karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað öðrum manni á kránni Ásláki í Mosfellsbæ í desember árið 2004. Innlent 12.9.2006 15:01
Lögregla kvartar undan skemmdarverkum Nokkuð bar á skemmdarverkum í Reykjavík um nýliðna helgi en þau voru af ýmsu tagi. Rúður voru brotnar í grunnskóla og leikskóla og einnig í bifreið. Hliðarspeglar á bifreiðum fengu heldur ekki að vera í friði en þeir voru brotnir af fimm bifreiðum. Þá var brotin rúða í heimahúsi sem og í fyrirtæki. Innlent 12.9.2006 13:36
Níu ökumenn sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs Níu ökumenn eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu fyrir að hafa ekið of hratt í íbúðargötu í Breiðholti í gær þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Innlent 12.9.2006 12:14
Yfirheyrslur yfir tvímenningum standa enn Yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags standa enn yfir. Innlent 12.9.2006 10:13
Tvímenningar gefa sig fram Mennirnir tveir sem leitað hefur verið að í tengslum við árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti í fyrrinótt hafa gefið sig fram við lögreglu. Það gerðu þeir nú síðdegis eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél og hvatt þá til að gefa sig fram. Innlent 11.9.2006 17:04
Sektað fyrir að henda rusli Nokkuð ber á því að fólk hendi rusli á götur borgarinnar eða annars staðar á almannafæri. Það er að sjálfsögðu með öllu óheimilt enda telst það brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aekt í slíkum tilfellum ákvarðist eftir eðli og umfangi brots en hún er þó aldrei lægri en 10 þúsund krónur. Innlent 11.9.2006 16:33
Skorar á hnífstungumenn að gefa sig fram Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja ungra manna sem eru aðilar að hnífstungumáli í Select við Suðurfell aðfaranótt sunnudags, 10. september. Góðar myndir náðust af báðum þessum mönnum í öryggismyndakerfi Select. Lögreglan skorar á þessa menn að gefa sig fram tafarlaust. Innlent 11.9.2006 11:10
Fann fórnarlambið á vefsíðu fyrir samkynhneigða Pilturinn sem kom sér í kynni við mann í gegnum netið gagngert til að drepa hann, fór inn á vef fyrir samkynhneigða, þar sem hann taldi að þá væri auðveldara að fá viðkomandi til að hitta sig. Hann dvelur nú á unglingaheimili. Innlent 9.9.2006 21:41
Lögreglustjórafélag Íslands stofnað Stofnfundur Lögreglustjórafélags Íslands var haldinn á Hvolsvelli í dag. Félagið er stofnað vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi lögreglunnar og eru félagar allir lögreglustjórar og aðstoðarlögreglustjórar sem sinna mun þeim störfum eftir 1. janúar 2007. Innlent 9.9.2006 16:33
Vildi finna einhvern til að drepa Sextán ára piltur, sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald fyrir að hafa stungið tuttuguogfimm ára gamla karlmann í bakið með hnífi, sagðist við handtöku hafa kynnst manninum í gegnum internetið með það í huga að finna einhvern til að drepa. Innlent 8.9.2006 20:58
Tveggja mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir hótanir Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir brot gegn valdstjórninni. Innlent 8.9.2006 14:52
Annir hjá lögreglu í gær Þremur tölvum var stolið í jafnmörgum þjófnaðarmálum sem voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Einni var stolið úr skóla, annarri í heimahúsi þar sem þjófurinn fór inn um svaladyr en ekki er fullkomlega ljóst með hvaða hætti þriðja tölvan hvarf. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Innlent 8.9.2006 14:30
Fundu búnað til að stela kortaupplýsingum Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú mál þar sem sérstökum búnaði var komið yfir kortasjálfsala við bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að ná rafrænum upplýsingum af greiðslukortum. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mál kemur upp hér á landi. Innlent 8.9.2006 11:25
Lögregla auglýsir eftir vitnum Lögreglan auglýsir eftir vitnum að líkamsárás við veitingastaðinn Pravda í Austurstræti á milli klukkan hálffjögur og hálffimm aðfararnótt sunnudagsins 27. ágúst. Þar var bandarískum ferðamanni veitt þungt hnefahögg í andlitið og hlaut hann verulega áverka. Innlent 7.9.2006 15:32
Fundu fíkniefni á ellefu ára dreng Lögreglan í Reykjavík hafði á dögunum afskipti af ellefu ára dreng þar sem kannabisefni fundust í fórum hans. Eftir því lögregla kemst næst mun þetta vera einsdæmi í sögu lögreglunnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að drengurinn hafi verið tvísaga þegar lögreglan ræddi við hann. Innlent 7.9.2006 13:41
Þriggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Sextán ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september vegna gruns um að hann hafi stungið 25 ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags. Innlent 6.9.2006 16:39
Sex fíkniefnamál hjá lögreglu í gær Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sjö aðilum í sex óskyldum fíkniefnamálum í gær. Þrjú málanna komu upp á tónleikum í Laugardalshöll en þar voru einnig höfð afskipti af örfáum tónleikagestum vegna ölvunar. Innlent 6.9.2006 12:18
Hálfs árs fangelsi fyrir 30 brot Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningarlagabrot frá desember í fyrra til febrúar í ár. Um var að ræða alls þrjátíu brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og hegningarlögum en maðurinn á að baki langan sakaferil. Innlent 5.9.2006 16:15
Hraðakstursbrotum fjölgar mikið í V-Skaftafellssýslu Sjötíu prósentum fleiri ökumenn hafa verið teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Vík í Mýrdal á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Nærri helmingur þeirra sem teknir hafa verið eru erlendir ökumenn. Innlent 5.9.2006 12:18
Unglingsstúlkur hótuðu lögreglu öllu illu Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur unglingsstúlkum, 12 og 13 ára, sem létu mjög ófriðlega í fjölbýlishúsi í borginni í gærkvöld. Hvorug þeirra býr á umræddum stað en íbúar hússins kvörtuðu sáran undan framferði þeirra. Innlent 5.9.2006 12:14
Fyrrverandi lögreglumaður sektaður fyrir munntóbakssmygl Fyrrverandi lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli hefur verið dæmdur til 7.500 króna sektargreiðslu fyrir ólöglegan innflutning á munntóbaki. Maðurin var ákærður fyrir að misnota stöðu sína sem lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli og tekið á móti 30 dósum af munntóbaki úr hendi karlmanns, sem kom með flugi frá Stokkhólmi. Innlent 5.9.2006 12:31
Fólk leggi tímanlega af stað fyrir landsleik Löregla beinir þeim tilmælum til þeirra sem ætla á landsleik Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli á morgun að leggja tímanlega af stað og sýna þolinmæði. Búist er við mikilli umferð vegna leiksins sem hefst um klukkan sex, en uppselt er á leikinn og verða áhorfendur tæplega 10 þúsund. Innlent 5.9.2006 11:05
Gæsluvarðhald vegna árásar á sambýliskonu Tæplega þrítugur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina vegna árásar á sambýliskonu sína. Árásin átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn rispaði konuna meðal annars með hnífi á hálsi og skrokki, en engin stungusár voru að finna á konunni, að sögn lögreglunnar. Innlent 4.9.2006 15:32
Vill auknar heimildir til að uppræta fíkniefnasölu Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi, dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Hann segir mikilvægt í þessu ljósi að lögregla og tollgæsla fái auknar heimildir og fjármagn til að uppræta sölu- og dreifingarkerfi glæpahópsins. Innlent 4.9.2006 14:06
Lögregla handtekur menn vegna gaskútaþjófnaðar Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að rannsókn á þjófnuðum á gaskútum en talsvert hefur borið á þeim að undanförnu. Fram kemur á vef lögreglunnar að nokkrir hafi verið handteknir vegna þessa fyrir helgina en fyrir liggi að einn þeirra tók gaskúta ófrjálsri hendi en hinir eru meintir vitorðsmenn hans. Innlent 4.9.2006 10:51
Segir glæpahring starfandi hér á landi Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, Jóhann R. Benediktsson, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi og dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Innlent 4.9.2006 09:11
Blæs á alla gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins segir dómsmálaráðherra bera ábyrgð á uppreisn æru fyrrverandi þingmanns flokksins, Árna Johnsens. Formaðurinn blæs á alla gagnrýni á framkvæmd málsins og segir það eingöngu formsatriði hvort handhafar forsetavaldsins hafi skrifað undir eða forseti sjálfur. Innlent 1.9.2006 21:23
Tveir menn í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands til fjögurra vikna eftir að fíkniefni fundust við hefðbundið tollaeftirlit í Norrænu á Seyðisfirði í gær. Innlent 1.9.2006 17:15
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent