Lög og regla Sá á bak þjófnum með fartölvuna Lögreglan í Reykjavík leitar nú manns sem braust inn í íbúð á Leifsgötu í dag og hafði á brott með sér fartölvu ásamt greiðslukorti, vegabréfi og ökuskírteini konu sem býr íbúðinni. Konan kom heim í dag og tók þá eftir því að búið var að losa stormjárn á glugga í íbúðinni. Þegar hún leit út um gluggann sá hún á bak þjófnum með fartölvuna í fanginu. Innlent 9.1.2007 16:21 Ók á ljósastaur á Kringlumýrarbraut Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka eftir að hann missti stjórn á bílnum á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og ók á ljósastaur. Slysið varð upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn hins vegar það mikið að draga þurfti hann af vettvangi og þá þurfti einnig að fjarlægja staurinn. Innlent 9.1.2007 16:13 Varað við barnaníðingi á Akureyri Lögreglan á Akureyri leitar nú manns sem tvívegis hefur reynt að lokka átta og níu ára drengi upp í bíl sinn í grennd við Síðuskóla. Hvorugur piltanna þáði boð hans en þeir hafa gefið trúverðuga lýsingu á bílnum sem maðurinn var á en lýsing á manninum sjálfum er meira á reiki. Innlent 9.1.2007 11:56 Brutust inn í Verkmenntaskólann á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði morgun afskipti af pilti og stúlku sem brotist höfðu inn í Verkmenntaskólann í bænum. Lögregla fékk tilkynningu snemma í morgun um að þjófavarnarkerfi hefði farið í gang í Verkmenntaskólanum og þegar hún kom á vettvang kom í ljós að þar hafði verið brotist inn með þvi að brjóta rúðu en þjófarnir haft sig á brott þegar þjófavarnarkerfið fór í gang. Innlent 8.1.2007 11:22 Sátu fyrir innbrotsþjófum Tveir menn sátu fyrir innbrotsþjófum á heimili föður síns í morgun og leiddi fyrirsátið til handtöku þeirra. Þetta var þriðja ferð innbrotsþjófa í húsið, frá því um jólin, en þeir höfðu stillt upp þýfi í anddyrinu sem beið þess að vera sótt. Innlent 5.1.2007 18:09 Segir myndavélaeftirlit hafa sannað gildi sitt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir myndskeiðið sem sýnt var í fjölmiðlum í vikunni af hrottalegri líkamsárás þriggja pilta á tvo aðra pilta í Garðarstræti á nýársnótt sanna gildi myndavélaeftirlits. Foreldrar piltanna hafi komið þeim í hendur lögreglu sama kvöld og myndirnar hafi verið birtar í fjölmiðlum. Innlent 5.1.2007 13:56 Raðumferðarlagabrjótur gripinn á Reykjanesbraut Lögreglan höfuðborgarsvæðisins hafði afskipti af raðumferðarlagabrjóti á Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöld. Að sögn lögreglu mældist hann á 139 kílómetra hraða á bíl sínum þar sem hámarkshraði er 70. Maðurinn hefur alloft áður gerst sekur um hraðakstur. Innlent 4.1.2007 13:35 Lögregla leitar manns í Hafnarfirði Leit er hafin að rúmlega fertugum karlmanni, Gísla Bryngeirssyni, sem fór frá heimili sínu í Hafnarfirði í gærkvöldi á ljós bláum Chevrolet Suburban, til að viðra tvo hunda. Síðast heyrðist frá honum í grennd við Hvaleyrarvatn um klukkan hálf tólf. Innlent 4.1.2007 07:36 Árásarmanna enn leitað Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar fengið um árásarmennina, sem frömdu alvarlega líkamsárás á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti á nýjársnótt. Upptaka af atvikinu úr eftirlitsmyndavél, var sýnd í sjónvarpsstöðvunum í gærkvöldi, en það hefur ekki enn borið árangur. Innlent 4.1.2007 06:57 Lögregla birtir myndir af árásarmönnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú þriggja manna vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt og hefur birt myndir af þeim úr öryggismyndavél. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti 4. Innlent 3.1.2007 16:41 Á 130 kílómetra hraða á Miklubraut Tvítugur piltur var gripinn eftir að bíll hans mældist á 130 kílómetra hraða á Miklubraut í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hann hafi nokkrum sinnum áður gerst sekur um umferðarlagabrot. Innlent 3.1.2007 11:50 Tívolíbomba sprakk í höndunum á ungum dreng Lögreglumenn óku um fjögurleytið ungum dreng á slysadeild eftir að hann hafði verið að fikta með tívolíbombu við Réttarholtsveg. Að sögn lögreglu sprakk bomban í höndunum á honum en að sögn læknis á slysavarðstofu í Fossvogi slapp hann með minniháttar brunasár á höndum og fingrum. Innlent 2.1.2007 16:41 Ætlaði að smygla rítalíni og sprautum inn á Litla-Hraun Kona sem hafði ætlað í heimsókn á Litla-Hraun neitaði að gerð yrði á henni leit í fangelsinu eftir að fíkniefnaleitarhundur hafði gefið vísbendingu um að hún gæti verið með fíkniefni. Innlent 2.1.2007 13:13 Kveikt í skotköku inni í BMW-blæjubíl Kveikt var í skotköku inni í blæjubifreið á Selfossi í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. Það var íbúið á Fossheiði á Selfossi sem varð var við skothvelli og þegar hann gætti nánar að kom í ljós að þeir komu frá athafnasvæði Bílamálunar Agnars í Gagnheiði Innlent 2.1.2007 13:06 Lögregluumdæmum fækkar úr 26 í 15 Lögregluumdæmum landsins fækkaði um ellefu nú um áramótin og verða nú sjö lykilembætti á landinu en hjá þeim verða sérstakar rannsóknardeildir. Innlent 2.1.2007 12:02 Manna enn leitað eftir árás í vesturbænum Lögreglan í Reykjavík leitar enn manna sem réðust á karlmann á þrítugsaldri í vesturbæ Reykjavíkur á nýársnótt og höfuðkúpubrutu hann. Lögregla segir málið enn í rannsókn en vitni voru að árásinni og gátu því lýst árásarmönnunum. Innlent 2.1.2007 11:01 Fundu kannabisplöntur í húsi í Þykkvabæ Lögreglan á Hvolsvelli lagði aðfaranótt gamlársdags hald á nokkrar plöntur í húsi í Þykkvabæ sem ætla má að séu kannabisplöntur. Innlent 2.1.2007 09:19 Veltu bíl nærri Hellu í mikilli hálku Tvennt var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bifreið valt á Suðurlandsvegi til móts við bæinn Fet skammt frá Hellu í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var mikil hálka á veginum á tímabili og talið að hún hafi átt sinn þátt í slysinu. Innlent 31.12.2006 16:00 Slökkvistarfi lokið í Rimaskóla Slökkvistarfi í Rimaskóla lauk nú á áttunda tímanum en þangað var slökkviliðið kallað um sexleytið vegna elds í klæðningu á íþróttahúsi skólans. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og taldi slökkvilið sig hafa komist fyrir eldinn um klukkan hálfsjö. Innlent 23.12.2006 19:58 Varað við fölskum atvinnutilboðum í netpósti Ríkislögreglustjóri varar netnotendur við atvinnutilboðum erlendis frá sem þeir fá send á netföng sín. Fram kemur í tilkynningu frá Ríkislögreglsutjóra að í flestum tilfellum sé um sölu- og markaðsstörf að ræða og þykjast fyrirtækin sem kynnt eru til sögunnar vera leiðandi á því sviði á Netinu en flestum tilfellum er um hreina svikastarfsemi að ræða. Innlent 21.12.2006 14:06 Bílvelta á Sandskeiði Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir bílveltu á Sandskeiði á tíunda tímanum í morgun. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en maðurinn var kominn út úr bílnum þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Meiðsl mannsins eru talin minni háttar en hann var einn í bílnum. Innlent 21.12.2006 10:03 Reyndist ölvaður undir stýri í banaslysi Annar mannanna, sem yfirheyrðir hafa verið vegna umferðarslyss sem varð á Reykjanesbraut nærri nýju IKEA-versluninni í Garðabæ í nóvember, hefur viðurkennt að hafa ekið bifreiðinni. Komið hefur í ljós að hann og tveir aðrir sem voru í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis en einn mannanna lést þegar bílnum var ekið á steypustólpa. Innlent 20.12.2006 16:36 Tengivagn valt á Suðureyrarvegi Vegurinn til Suðureyrar er lokaður vegna umferðaróhapps sem varð nú í eftirmiðdaginn. Þá valt tengivagn flutningabíls með þeim afleiðingum að hann lokar nú veginum. Óhappið varð til móts við eyðibýlið Laugar á veginum milli Suðureyrar og Botns í Súgandafirði en að sögn lögreglu á Ísafirði urðu engin slys á fólki. Innlent 20.12.2006 16:14 Annar dæmdra nauðgara laus úr gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem eru grunaðir um kynferðisbrot og setið hafa í varðhaldi undanfarið rennur út í dag. Lögreglan í Reykjavík hefur ekki farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni. Innlent 20.12.2006 15:22 Sjö stútar á ferð í nótt Lögreglan í Reykjavík tók sjö ölvaða ökumenn úr umferð frá miðnætti og framundir morgun, sem er líklega met í miðri viku, að sögn lögreglu. Sumir þeirra voru talsvert drukknir. Innlent 15.12.2006 07:19 Fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra bíla aftanákeyrsla varð um fimm-leytið á Vesturlandsvegi til móts við Select á leiðinni í Mosfellsbæ. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á bílum. Umferð tafðist hins vegar nokkuð meðan lögregla athafnaði sig á staðnum. Að sögn lögreglu er ekki hálka á þessum stað núna, frekar en öðrum stofnbrautum, en gott að hafa í huga bilið á milli bílanna. Innlent 14.12.2006 17:01 Nokkuð um slys í borginni í gær Lögreglunni í Reykjavík bárust nokkrar tilkynningar um slys á fólki í gær eftir því sem segir á vef lögreglunnar. Um miðjan dag datt karlmaður á áttræðisaldri í Mosfellsbæ. Óttast var að hann væri fótbrotinn en maðurinn var fluttur á slysadeild. Innlent 14.12.2006 15:29 Lögregla leitar til almennings vegna íkveikja í Lifrarsamlaginu Lögregla í Vestmannaeyjum óskar eftir aðstoð almennings vegna ítrekaðra tilrauna til að kveikja í kaffistofu Lifrarsamlagsins í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vefnum eyjar.net að frá árinu 2002 hafi fimm sinnum verið reynt að kveikja í Lifrasamlaginu, síðast 4. desember. Innlent 14.12.2006 11:09 Ungur piltur viðurkennir íkveikju á Akureyri Ungur piltur hefur viðurkennt að hafa kveikt í blaðabunka í sameign fjölbýlishúss við Drekagil á Akureyri í nóvember síðastliðnum með þeim afleiðingum að töluvert tjón varð í húsinu bæði vegna elds og reyks. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Akureyri. Innlent 14.12.2006 10:58 Fann kannabisplöntur við húsleit á Súðavík Lögreglan á Ísafirði lagði hald á sjö kannabisplöntur í húsleit á Súðavík í gærkvöld. Sú stærsta reyndist vera um 60 sentímetrar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að einn heimilismanna hafi viðurkennt að eiga plönturnar og hafa ætlað afrakstur ræktunarinnar til sölu. Innlent 13.12.2006 13:48 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 120 ›
Sá á bak þjófnum með fartölvuna Lögreglan í Reykjavík leitar nú manns sem braust inn í íbúð á Leifsgötu í dag og hafði á brott með sér fartölvu ásamt greiðslukorti, vegabréfi og ökuskírteini konu sem býr íbúðinni. Konan kom heim í dag og tók þá eftir því að búið var að losa stormjárn á glugga í íbúðinni. Þegar hún leit út um gluggann sá hún á bak þjófnum með fartölvuna í fanginu. Innlent 9.1.2007 16:21
Ók á ljósastaur á Kringlumýrarbraut Ökumaður bifreiðar var fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka eftir að hann missti stjórn á bílnum á Kringlumýrarbraut í Fossvogi og ók á ljósastaur. Slysið varð upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn hins vegar það mikið að draga þurfti hann af vettvangi og þá þurfti einnig að fjarlægja staurinn. Innlent 9.1.2007 16:13
Varað við barnaníðingi á Akureyri Lögreglan á Akureyri leitar nú manns sem tvívegis hefur reynt að lokka átta og níu ára drengi upp í bíl sinn í grennd við Síðuskóla. Hvorugur piltanna þáði boð hans en þeir hafa gefið trúverðuga lýsingu á bílnum sem maðurinn var á en lýsing á manninum sjálfum er meira á reiki. Innlent 9.1.2007 11:56
Brutust inn í Verkmenntaskólann á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði morgun afskipti af pilti og stúlku sem brotist höfðu inn í Verkmenntaskólann í bænum. Lögregla fékk tilkynningu snemma í morgun um að þjófavarnarkerfi hefði farið í gang í Verkmenntaskólanum og þegar hún kom á vettvang kom í ljós að þar hafði verið brotist inn með þvi að brjóta rúðu en þjófarnir haft sig á brott þegar þjófavarnarkerfið fór í gang. Innlent 8.1.2007 11:22
Sátu fyrir innbrotsþjófum Tveir menn sátu fyrir innbrotsþjófum á heimili föður síns í morgun og leiddi fyrirsátið til handtöku þeirra. Þetta var þriðja ferð innbrotsþjófa í húsið, frá því um jólin, en þeir höfðu stillt upp þýfi í anddyrinu sem beið þess að vera sótt. Innlent 5.1.2007 18:09
Segir myndavélaeftirlit hafa sannað gildi sitt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir myndskeiðið sem sýnt var í fjölmiðlum í vikunni af hrottalegri líkamsárás þriggja pilta á tvo aðra pilta í Garðarstræti á nýársnótt sanna gildi myndavélaeftirlits. Foreldrar piltanna hafi komið þeim í hendur lögreglu sama kvöld og myndirnar hafi verið birtar í fjölmiðlum. Innlent 5.1.2007 13:56
Raðumferðarlagabrjótur gripinn á Reykjanesbraut Lögreglan höfuðborgarsvæðisins hafði afskipti af raðumferðarlagabrjóti á Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöld. Að sögn lögreglu mældist hann á 139 kílómetra hraða á bíl sínum þar sem hámarkshraði er 70. Maðurinn hefur alloft áður gerst sekur um hraðakstur. Innlent 4.1.2007 13:35
Lögregla leitar manns í Hafnarfirði Leit er hafin að rúmlega fertugum karlmanni, Gísla Bryngeirssyni, sem fór frá heimili sínu í Hafnarfirði í gærkvöldi á ljós bláum Chevrolet Suburban, til að viðra tvo hunda. Síðast heyrðist frá honum í grennd við Hvaleyrarvatn um klukkan hálf tólf. Innlent 4.1.2007 07:36
Árásarmanna enn leitað Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar fengið um árásarmennina, sem frömdu alvarlega líkamsárás á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti á nýjársnótt. Upptaka af atvikinu úr eftirlitsmyndavél, var sýnd í sjónvarpsstöðvunum í gærkvöldi, en það hefur ekki enn borið árangur. Innlent 4.1.2007 06:57
Lögregla birtir myndir af árásarmönnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú þriggja manna vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt og hefur birt myndir af þeim úr öryggismyndavél. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti 4. Innlent 3.1.2007 16:41
Á 130 kílómetra hraða á Miklubraut Tvítugur piltur var gripinn eftir að bíll hans mældist á 130 kílómetra hraða á Miklubraut í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að hann hafi nokkrum sinnum áður gerst sekur um umferðarlagabrot. Innlent 3.1.2007 11:50
Tívolíbomba sprakk í höndunum á ungum dreng Lögreglumenn óku um fjögurleytið ungum dreng á slysadeild eftir að hann hafði verið að fikta með tívolíbombu við Réttarholtsveg. Að sögn lögreglu sprakk bomban í höndunum á honum en að sögn læknis á slysavarðstofu í Fossvogi slapp hann með minniháttar brunasár á höndum og fingrum. Innlent 2.1.2007 16:41
Ætlaði að smygla rítalíni og sprautum inn á Litla-Hraun Kona sem hafði ætlað í heimsókn á Litla-Hraun neitaði að gerð yrði á henni leit í fangelsinu eftir að fíkniefnaleitarhundur hafði gefið vísbendingu um að hún gæti verið með fíkniefni. Innlent 2.1.2007 13:13
Kveikt í skotköku inni í BMW-blæjubíl Kveikt var í skotköku inni í blæjubifreið á Selfossi í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. Það var íbúið á Fossheiði á Selfossi sem varð var við skothvelli og þegar hann gætti nánar að kom í ljós að þeir komu frá athafnasvæði Bílamálunar Agnars í Gagnheiði Innlent 2.1.2007 13:06
Lögregluumdæmum fækkar úr 26 í 15 Lögregluumdæmum landsins fækkaði um ellefu nú um áramótin og verða nú sjö lykilembætti á landinu en hjá þeim verða sérstakar rannsóknardeildir. Innlent 2.1.2007 12:02
Manna enn leitað eftir árás í vesturbænum Lögreglan í Reykjavík leitar enn manna sem réðust á karlmann á þrítugsaldri í vesturbæ Reykjavíkur á nýársnótt og höfuðkúpubrutu hann. Lögregla segir málið enn í rannsókn en vitni voru að árásinni og gátu því lýst árásarmönnunum. Innlent 2.1.2007 11:01
Fundu kannabisplöntur í húsi í Þykkvabæ Lögreglan á Hvolsvelli lagði aðfaranótt gamlársdags hald á nokkrar plöntur í húsi í Þykkvabæ sem ætla má að séu kannabisplöntur. Innlent 2.1.2007 09:19
Veltu bíl nærri Hellu í mikilli hálku Tvennt var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bifreið valt á Suðurlandsvegi til móts við bæinn Fet skammt frá Hellu í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var mikil hálka á veginum á tímabili og talið að hún hafi átt sinn þátt í slysinu. Innlent 31.12.2006 16:00
Slökkvistarfi lokið í Rimaskóla Slökkvistarfi í Rimaskóla lauk nú á áttunda tímanum en þangað var slökkviliðið kallað um sexleytið vegna elds í klæðningu á íþróttahúsi skólans. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og taldi slökkvilið sig hafa komist fyrir eldinn um klukkan hálfsjö. Innlent 23.12.2006 19:58
Varað við fölskum atvinnutilboðum í netpósti Ríkislögreglustjóri varar netnotendur við atvinnutilboðum erlendis frá sem þeir fá send á netföng sín. Fram kemur í tilkynningu frá Ríkislögreglsutjóra að í flestum tilfellum sé um sölu- og markaðsstörf að ræða og þykjast fyrirtækin sem kynnt eru til sögunnar vera leiðandi á því sviði á Netinu en flestum tilfellum er um hreina svikastarfsemi að ræða. Innlent 21.12.2006 14:06
Bílvelta á Sandskeiði Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir bílveltu á Sandskeiði á tíunda tímanum í morgun. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en maðurinn var kominn út úr bílnum þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Meiðsl mannsins eru talin minni háttar en hann var einn í bílnum. Innlent 21.12.2006 10:03
Reyndist ölvaður undir stýri í banaslysi Annar mannanna, sem yfirheyrðir hafa verið vegna umferðarslyss sem varð á Reykjanesbraut nærri nýju IKEA-versluninni í Garðabæ í nóvember, hefur viðurkennt að hafa ekið bifreiðinni. Komið hefur í ljós að hann og tveir aðrir sem voru í bílnum hafi verið undir áhrifum áfengis en einn mannanna lést þegar bílnum var ekið á steypustólpa. Innlent 20.12.2006 16:36
Tengivagn valt á Suðureyrarvegi Vegurinn til Suðureyrar er lokaður vegna umferðaróhapps sem varð nú í eftirmiðdaginn. Þá valt tengivagn flutningabíls með þeim afleiðingum að hann lokar nú veginum. Óhappið varð til móts við eyðibýlið Laugar á veginum milli Suðureyrar og Botns í Súgandafirði en að sögn lögreglu á Ísafirði urðu engin slys á fólki. Innlent 20.12.2006 16:14
Annar dæmdra nauðgara laus úr gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem eru grunaðir um kynferðisbrot og setið hafa í varðhaldi undanfarið rennur út í dag. Lögreglan í Reykjavík hefur ekki farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni. Innlent 20.12.2006 15:22
Sjö stútar á ferð í nótt Lögreglan í Reykjavík tók sjö ölvaða ökumenn úr umferð frá miðnætti og framundir morgun, sem er líklega met í miðri viku, að sögn lögreglu. Sumir þeirra voru talsvert drukknir. Innlent 15.12.2006 07:19
Fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra bíla aftanákeyrsla varð um fimm-leytið á Vesturlandsvegi til móts við Select á leiðinni í Mosfellsbæ. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á bílum. Umferð tafðist hins vegar nokkuð meðan lögregla athafnaði sig á staðnum. Að sögn lögreglu er ekki hálka á þessum stað núna, frekar en öðrum stofnbrautum, en gott að hafa í huga bilið á milli bílanna. Innlent 14.12.2006 17:01
Nokkuð um slys í borginni í gær Lögreglunni í Reykjavík bárust nokkrar tilkynningar um slys á fólki í gær eftir því sem segir á vef lögreglunnar. Um miðjan dag datt karlmaður á áttræðisaldri í Mosfellsbæ. Óttast var að hann væri fótbrotinn en maðurinn var fluttur á slysadeild. Innlent 14.12.2006 15:29
Lögregla leitar til almennings vegna íkveikja í Lifrarsamlaginu Lögregla í Vestmannaeyjum óskar eftir aðstoð almennings vegna ítrekaðra tilrauna til að kveikja í kaffistofu Lifrarsamlagsins í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vefnum eyjar.net að frá árinu 2002 hafi fimm sinnum verið reynt að kveikja í Lifrasamlaginu, síðast 4. desember. Innlent 14.12.2006 11:09
Ungur piltur viðurkennir íkveikju á Akureyri Ungur piltur hefur viðurkennt að hafa kveikt í blaðabunka í sameign fjölbýlishúss við Drekagil á Akureyri í nóvember síðastliðnum með þeim afleiðingum að töluvert tjón varð í húsinu bæði vegna elds og reyks. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar á Akureyri. Innlent 14.12.2006 10:58
Fann kannabisplöntur við húsleit á Súðavík Lögreglan á Ísafirði lagði hald á sjö kannabisplöntur í húsleit á Súðavík í gærkvöld. Sú stærsta reyndist vera um 60 sentímetrar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að einn heimilismanna hafi viðurkennt að eiga plönturnar og hafa ætlað afrakstur ræktunarinnar til sölu. Innlent 13.12.2006 13:48
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent