Lög og regla Tekinn á 165 kílómetra hraða Lögreglan á Akranesi stöðvaði í morgun ökumann á 165 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í Kollafirði. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í dag, um sektir og viðurlög vegna brota á umferðarlögum, getur maðurinn átt von á 90.000 króna sekt og ökuleyfissviptingu í sex mánuði. Innlent 1.12.2006 14:19 Fernt játar á sig tilraun til hraðbankaþjófnaðar Þrír ungir menn og stúlka hafa viðurkennt að hafa reynt að stela hraðbanka í útibúi Landsbankans við Klettháls í Reykjavík í fyrradag. Eftir því sem kemur fram á vef lögreglunnar fór mennirnir þrír inn í anddyri bankans og reyndu að fjarlægja hraðbankannen gáfust upp við hálfnað verk því bankinn reyndist þeim ofviða. Innlent 1.12.2006 11:57 Neitar að hafa ekið á yfir 200 kílómetra hraða Ökumaðurinn sem lögreglan í Keflavík mældi á rétt liðlega tvö hundruð kólómetra hraða á Reykjanesbraut í fyrrinótt neitaði sök við yfirheyrslur í gær. Lögregla fann bílinn í iðnaðarhúsi í Keflavík í gær og lagði hald á hann með samþykki eigandans og verður meðal annars athugað hvort upplýsingar finnast í aksturstölvunni. Innlent 1.12.2006 07:19 Tólf mótmælendur sektaðir vegna aðgerða á álverslóð Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Innlent 1.12.2006 08:38 Lögregla í átak gegn ölvunarakstri Lögreglan í Reykjavík stöðvaði þrjá ökumenn, grunaða um ölvunarakstur í gærkvöldi og í nótt. Nú er hafið átak lögreglunnar gegn ölvunarakstri, líkt og verið hefur á aðventunni undanfarin ár, og verða óvenju margir ökumenn stöðvaðir á næstunni til að kanna ástand þeirra. Innlent 1.12.2006 08:15 Fjórir teknir vegna fíkniefnabrota í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Í framhaldi af því var gerð húsleit hjá einum og fannst þar nokkuð af e-töflum, lítilræði af hassi og amfetamíni auk peninga, sem taldir eru vera ágóði af sölu. Innlent 1.12.2006 07:14 Sex fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur Sex voru fluttir á slysadeild Landsspítalans, þar af tveir með höfuðáverka, eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Reykjanesbrautar og Hnoðraholts um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Engin mun þó vera alvarlega slasaður. Innlent 1.12.2006 07:09 Átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot Karlmaður á fimmtugsaldri var í Hæstarétti í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot . Lögregla stöðvaði manninn við eftirlit fyrir um tveimur árum og fann við bifreið hans fíkniefni. Innlent 30.11.2006 17:03 Eins árs fangelsi fyrir tvær líkamsárásir Hæstiréttur staðfesti í dag eins árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni vegna tveggja líkamsárása á Laugaveginum í september 2004. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kýlt tvo menn í andlitið þeirra með þeim afleiðingum að annar þeirra hlaut meðal annars blæðingu á bak við vinstri hljóðhimnu og inn í höfuðkúpu og hinn nefbrotnaði. Innlent 30.11.2006 16:47 Slapp með minni háttar meiðsl eftir veltu á Hafnarfjarðarvegi Ökumaður fólksbíls slapp með minni háttar meiðsl eftir að hann missti stjórn á bílnum á Hafnarfjarðarvegi til móts við Aratún á fjórða tímanum og ók á ljósastaur með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Innlent 30.11.2006 16:32 Bílvelta á Hafnarfjarðarvegi Bílvelta varð á Hafnarfjarðarvegi til móts við Aratún fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hvort alvarleg slys hafi orðið á fólki en bílnum mun hafa verið ekið á ljósastaur. Lögregla og sjúkralið eru enn á vettvangi og segir lögreglan í Hafnarfirði að tafir verði á umferð þar sem önnur akreinin á veginum til norðurs er lokuð vegna slyssins. Innlent 30.11.2006 15:47 Búið að handsama ökuníðing Lögreglan í Keflavík hafði uppi á ökumanninum, sem er grunaður um að hafa ekið bílnum, sem mældist á rúmlega 200 kílómetra hraða í nótt og nú rétt fyrir fréttir var enn verið að yfirheyra hann. Bíllinn er ófundinn. Innlent 30.11.2006 12:11 Tíu Íslendingar afplána dóm í útlöndum Tíu Íslendingar sitja í fangelsum í útlöndum eftir því sem utanríkisráðuneytinu er kunnugt um samkvæmt svari Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Innlent 30.11.2006 10:24 Aðalmeðferð í BMW-smyglmáli í dag Aðalmeðferð í máli á hendur fimm mönnum í tengslum við stórfellt smygl á amfetamíni og hassi landsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og stendur í allan dag. Um er að ræða fjóra Íslendinga og einn Hollending sem taldir eru viðriðnir smygl á um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið til landsins. Innlent 30.11.2006 09:34 Ríkið í mál við olíufélögin Dómsmálaráðuneytið hefur falið Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni að höfða skaðabótamál á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs á tíunda áratug síðustu aldar. Vilhjálmur sagði í samtali við fréttastofu að krafan varðaði einkum meint samráð vegna útboða á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu en sagði kröfugerð ekki hafa verið mótaða Innlent 29.11.2006 16:29 Hafði afskipti af manni sem skemmdi eigin bíl Lögreglan í Reykjavík fær oft óvenjuleg mál á sitt borð og í gær kom eitt slíkt upp í höfuðborginni. Þá hafði lögrela afskipit af karlamanni sem var að vinna skemmdir á bíl. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var sjálfur eigandi bílsins en lögregla segir ekki vitað hvað honum hafi gengið til. Innlent 29.11.2006 14:34 Reyndu að hafa hraðbanka á brott með sér Lögregla leitar nú óprúttinna manna sem reyndu í nótt að hafa hraðbanka í útibúi Landsbankans að Klettshálsi í Reykjavík á brott með sér. Mennirnir höfðu náð að losa hraðbankann og drösla honum út úr anddyri útibúsins en þar virðast þeir hafa gefist upp enda eru hraðbankar níðþungir. Innlent 29.11.2006 13:42 Hald lagt á átta kíló af kókaíni það sem af er ári Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Leifsstöð með stærstu kókaínsendingu sem fundist hefur í fórum eins manns til þessa. Tollgæslan hefur lagt hald á samtals átta kíló af kókaíni það sem af er árinu eða áttfalt meira en allt árið í fyrra. Innlent 29.11.2006 11:59 50 þúsund króna bætur vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða karlmanni 50 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að sími hans var hleraður í tvær vikur í tengslum við bruna á Sauðárkróki fyrir tveimur árum. Innlent 29.11.2006 10:25 Allt að 300 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur Sektir vegna umferðarlagabrota hækka umtalsvert og viðurlög við brotum á reglum um aksturs- og hvíldartíma varða nú bæði sekt og punkti eða punktum í ökuferilsskrá samkvæmt tveimur nýjum reglugerðum sem taka gildi á föstudag. Innlent 29.11.2006 09:57 Keyrði ítrekað á annan bíl Lögreglan í Reykjavík fékkst í gær við heldur óvenjulegt mál tengt umferðinni. Þannig ók maður bíl sínum ítrekað og vísvitandi á annan bíl sem var mannlaus og kyrrstæður á bílastæði og hlutust af því nokkrar skemmdir. Innlent 28.11.2006 15:46 Lögregla leitar manns sem áreitti unga stúlku Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns á miðjum aldri sem áreitti unga framhaldsskólastúlku kynferðislega við strætóskýli nálægt Laugalækjarskóla í morgun. Að sögn lögreglu átti atvikið sér stað á milli klukkan níu og tíu og er talið að maðurinn hafi berað á sér kynfærin fyrir framan stúlkuna. Innlent 28.11.2006 15:05 Innbrotum fækkar í Reykjavík Innbrotum í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík hefur fækkað nokkuð frá árinu 2003 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef lögreglunnar. Innlent 28.11.2006 14:49 Ekið á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Vesturgötu og Hringbrautar í Reykjanesbæ nú skömmu eftir hádegið. Lögregla hefur eftir vitnum að slysinu að ungur maður hafi hlaupið yfir götu og orðið þá fyrir bíl sem kom akandi en þó ekki á miklum hraða. Innlent 28.11.2006 13:55 Efnahagsbrotadeild fær frest fram á þriðjudag til að skila greinargerð Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, hefur fengið frest til 5. desember, eða fram á næsta þriðjudag til að vinna greinargerð vegna kæru fimm Baugsmanna gegn yfirmönnum deildarinnar. Innlent 27.11.2006 16:35 Tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn barni og vörslu barnakláms Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. Innlent 27.11.2006 16:18 Peningafalsari á ferð í borginni Peningafalsari var á ferðinnni um helgina því tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum var framvísað í verslunum. Báðir höfðu þeir verið ljósritaðir og báru þeir sama númer. Fram kemur á vef lögreglunnar að af því megi ráða að þeir komi frá sama aðila. Innlent 27.11.2006 15:48 30 þúsund króna sekt fyrir ólöglegar veiðar Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur til greiðslu 30 þúsund króna fyrir að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa í vor veitt í tvö silungsnet í sjó sunnan við bæ sinn í Hörgárbyggð en bannað er að veiða göngusilung í sjó frá 15. maí til 15. ágúst ár hvert Innlent 27.11.2006 15:38 65 umferðaróhöpp í Reykjavík um helgina Sextíu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Flest þeirra voru minniháttar en í aðeins einu tilviki þurfti að flytja slasaðan með sjúkrabíl. Fram kemur á vef lögreglunnar að í átta tilfellum hafi menn stungið af frá vettvangi óhappsins. Innlent 27.11.2006 15:29 Ný flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undirrituð Forsvarsmenn almannavarna á Keflavíkurflugvelli og ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag nýja og endurskoðaða flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Áætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á Keflavíkurflugvelli eða annars staðar á Reykjanesskaga. Innlent 27.11.2006 15:03 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 120 ›
Tekinn á 165 kílómetra hraða Lögreglan á Akranesi stöðvaði í morgun ökumann á 165 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í Kollafirði. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í dag, um sektir og viðurlög vegna brota á umferðarlögum, getur maðurinn átt von á 90.000 króna sekt og ökuleyfissviptingu í sex mánuði. Innlent 1.12.2006 14:19
Fernt játar á sig tilraun til hraðbankaþjófnaðar Þrír ungir menn og stúlka hafa viðurkennt að hafa reynt að stela hraðbanka í útibúi Landsbankans við Klettháls í Reykjavík í fyrradag. Eftir því sem kemur fram á vef lögreglunnar fór mennirnir þrír inn í anddyri bankans og reyndu að fjarlægja hraðbankannen gáfust upp við hálfnað verk því bankinn reyndist þeim ofviða. Innlent 1.12.2006 11:57
Neitar að hafa ekið á yfir 200 kílómetra hraða Ökumaðurinn sem lögreglan í Keflavík mældi á rétt liðlega tvö hundruð kólómetra hraða á Reykjanesbraut í fyrrinótt neitaði sök við yfirheyrslur í gær. Lögregla fann bílinn í iðnaðarhúsi í Keflavík í gær og lagði hald á hann með samþykki eigandans og verður meðal annars athugað hvort upplýsingar finnast í aksturstölvunni. Innlent 1.12.2006 07:19
Tólf mótmælendur sektaðir vegna aðgerða á álverslóð Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Innlent 1.12.2006 08:38
Lögregla í átak gegn ölvunarakstri Lögreglan í Reykjavík stöðvaði þrjá ökumenn, grunaða um ölvunarakstur í gærkvöldi og í nótt. Nú er hafið átak lögreglunnar gegn ölvunarakstri, líkt og verið hefur á aðventunni undanfarin ár, og verða óvenju margir ökumenn stöðvaðir á næstunni til að kanna ástand þeirra. Innlent 1.12.2006 08:15
Fjórir teknir vegna fíkniefnabrota í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Í framhaldi af því var gerð húsleit hjá einum og fannst þar nokkuð af e-töflum, lítilræði af hassi og amfetamíni auk peninga, sem taldir eru vera ágóði af sölu. Innlent 1.12.2006 07:14
Sex fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur Sex voru fluttir á slysadeild Landsspítalans, þar af tveir með höfuðáverka, eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Reykjanesbrautar og Hnoðraholts um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Engin mun þó vera alvarlega slasaður. Innlent 1.12.2006 07:09
Átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot Karlmaður á fimmtugsaldri var í Hæstarétti í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot . Lögregla stöðvaði manninn við eftirlit fyrir um tveimur árum og fann við bifreið hans fíkniefni. Innlent 30.11.2006 17:03
Eins árs fangelsi fyrir tvær líkamsárásir Hæstiréttur staðfesti í dag eins árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni vegna tveggja líkamsárása á Laugaveginum í september 2004. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kýlt tvo menn í andlitið þeirra með þeim afleiðingum að annar þeirra hlaut meðal annars blæðingu á bak við vinstri hljóðhimnu og inn í höfuðkúpu og hinn nefbrotnaði. Innlent 30.11.2006 16:47
Slapp með minni háttar meiðsl eftir veltu á Hafnarfjarðarvegi Ökumaður fólksbíls slapp með minni háttar meiðsl eftir að hann missti stjórn á bílnum á Hafnarfjarðarvegi til móts við Aratún á fjórða tímanum og ók á ljósastaur með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Innlent 30.11.2006 16:32
Bílvelta á Hafnarfjarðarvegi Bílvelta varð á Hafnarfjarðarvegi til móts við Aratún fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hvort alvarleg slys hafi orðið á fólki en bílnum mun hafa verið ekið á ljósastaur. Lögregla og sjúkralið eru enn á vettvangi og segir lögreglan í Hafnarfirði að tafir verði á umferð þar sem önnur akreinin á veginum til norðurs er lokuð vegna slyssins. Innlent 30.11.2006 15:47
Búið að handsama ökuníðing Lögreglan í Keflavík hafði uppi á ökumanninum, sem er grunaður um að hafa ekið bílnum, sem mældist á rúmlega 200 kílómetra hraða í nótt og nú rétt fyrir fréttir var enn verið að yfirheyra hann. Bíllinn er ófundinn. Innlent 30.11.2006 12:11
Tíu Íslendingar afplána dóm í útlöndum Tíu Íslendingar sitja í fangelsum í útlöndum eftir því sem utanríkisráðuneytinu er kunnugt um samkvæmt svari Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Innlent 30.11.2006 10:24
Aðalmeðferð í BMW-smyglmáli í dag Aðalmeðferð í máli á hendur fimm mönnum í tengslum við stórfellt smygl á amfetamíni og hassi landsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og stendur í allan dag. Um er að ræða fjóra Íslendinga og einn Hollending sem taldir eru viðriðnir smygl á um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið til landsins. Innlent 30.11.2006 09:34
Ríkið í mál við olíufélögin Dómsmálaráðuneytið hefur falið Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni að höfða skaðabótamál á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs á tíunda áratug síðustu aldar. Vilhjálmur sagði í samtali við fréttastofu að krafan varðaði einkum meint samráð vegna útboða á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu en sagði kröfugerð ekki hafa verið mótaða Innlent 29.11.2006 16:29
Hafði afskipti af manni sem skemmdi eigin bíl Lögreglan í Reykjavík fær oft óvenjuleg mál á sitt borð og í gær kom eitt slíkt upp í höfuðborginni. Þá hafði lögrela afskipit af karlamanni sem var að vinna skemmdir á bíl. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var sjálfur eigandi bílsins en lögregla segir ekki vitað hvað honum hafi gengið til. Innlent 29.11.2006 14:34
Reyndu að hafa hraðbanka á brott með sér Lögregla leitar nú óprúttinna manna sem reyndu í nótt að hafa hraðbanka í útibúi Landsbankans að Klettshálsi í Reykjavík á brott með sér. Mennirnir höfðu náð að losa hraðbankann og drösla honum út úr anddyri útibúsins en þar virðast þeir hafa gefist upp enda eru hraðbankar níðþungir. Innlent 29.11.2006 13:42
Hald lagt á átta kíló af kókaíni það sem af er ári Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Leifsstöð með stærstu kókaínsendingu sem fundist hefur í fórum eins manns til þessa. Tollgæslan hefur lagt hald á samtals átta kíló af kókaíni það sem af er árinu eða áttfalt meira en allt árið í fyrra. Innlent 29.11.2006 11:59
50 þúsund króna bætur vegna hlerana Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða karlmanni 50 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að sími hans var hleraður í tvær vikur í tengslum við bruna á Sauðárkróki fyrir tveimur árum. Innlent 29.11.2006 10:25
Allt að 300 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur Sektir vegna umferðarlagabrota hækka umtalsvert og viðurlög við brotum á reglum um aksturs- og hvíldartíma varða nú bæði sekt og punkti eða punktum í ökuferilsskrá samkvæmt tveimur nýjum reglugerðum sem taka gildi á föstudag. Innlent 29.11.2006 09:57
Keyrði ítrekað á annan bíl Lögreglan í Reykjavík fékkst í gær við heldur óvenjulegt mál tengt umferðinni. Þannig ók maður bíl sínum ítrekað og vísvitandi á annan bíl sem var mannlaus og kyrrstæður á bílastæði og hlutust af því nokkrar skemmdir. Innlent 28.11.2006 15:46
Lögregla leitar manns sem áreitti unga stúlku Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns á miðjum aldri sem áreitti unga framhaldsskólastúlku kynferðislega við strætóskýli nálægt Laugalækjarskóla í morgun. Að sögn lögreglu átti atvikið sér stað á milli klukkan níu og tíu og er talið að maðurinn hafi berað á sér kynfærin fyrir framan stúlkuna. Innlent 28.11.2006 15:05
Innbrotum fækkar í Reykjavík Innbrotum í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík hefur fækkað nokkuð frá árinu 2003 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef lögreglunnar. Innlent 28.11.2006 14:49
Ekið á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Vesturgötu og Hringbrautar í Reykjanesbæ nú skömmu eftir hádegið. Lögregla hefur eftir vitnum að slysinu að ungur maður hafi hlaupið yfir götu og orðið þá fyrir bíl sem kom akandi en þó ekki á miklum hraða. Innlent 28.11.2006 13:55
Efnahagsbrotadeild fær frest fram á þriðjudag til að skila greinargerð Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, hefur fengið frest til 5. desember, eða fram á næsta þriðjudag til að vinna greinargerð vegna kæru fimm Baugsmanna gegn yfirmönnum deildarinnar. Innlent 27.11.2006 16:35
Tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn barni og vörslu barnakláms Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. Innlent 27.11.2006 16:18
Peningafalsari á ferð í borginni Peningafalsari var á ferðinnni um helgina því tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum var framvísað í verslunum. Báðir höfðu þeir verið ljósritaðir og báru þeir sama númer. Fram kemur á vef lögreglunnar að af því megi ráða að þeir komi frá sama aðila. Innlent 27.11.2006 15:48
30 þúsund króna sekt fyrir ólöglegar veiðar Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur til greiðslu 30 þúsund króna fyrir að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa í vor veitt í tvö silungsnet í sjó sunnan við bæ sinn í Hörgárbyggð en bannað er að veiða göngusilung í sjó frá 15. maí til 15. ágúst ár hvert Innlent 27.11.2006 15:38
65 umferðaróhöpp í Reykjavík um helgina Sextíu og fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Flest þeirra voru minniháttar en í aðeins einu tilviki þurfti að flytja slasaðan með sjúkrabíl. Fram kemur á vef lögreglunnar að í átta tilfellum hafi menn stungið af frá vettvangi óhappsins. Innlent 27.11.2006 15:29
Ný flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll undirrituð Forsvarsmenn almannavarna á Keflavíkurflugvelli og ríkislögreglustjóri undirrituðu í dag nýja og endurskoðaða flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Áætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á Keflavíkurflugvelli eða annars staðar á Reykjanesskaga. Innlent 27.11.2006 15:03
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent