Tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn barni og vörslu barnakláms 27. nóvember 2006 16:18 MYND/E.Ól Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. Atvikið átti sér stað í júlí í fyrra en þá bauð maðurinn stúlkuni inn til sín og sýndi henni klámmyndirnar. Faðir stúlkunnar kærði athæfið og í kjölfarið var gerð húsleit hjá manninum og tölva hans gerð upptæk. Þar fundust fimm ljósmyndir og 21 hreyfimynd og við rannsókn á harða diski tölvunnar fundust 35 barnaklámsljósmyndir til viðbótar sem maðurin hafði afmáð. Fyrir dómi bar hann að stúlkan hefði fyrir mistök séð klámmyndirnar og þá sagðist hann hafa ætlað að ná sér í léttblátt efni og erótískt á Netinu. Dómurinn segir stúlkuna hafa verið staðfasta í framburði sínum en framburður mannsins þótti um margt mótsagnarkenndur. Er meðal annars bent á að fullyrðingar mannsins um að hann hafi verið að leita að léttbláu efni á Netinu veki furðu því nánast ekkert slíkt efni hafi fundist á tölvu hans heldur nær eingöngu barnaklám. Þótti dómnum því sekt hans sönnuð og var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 200 þúsund króna sektar í ríkissjóð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa sært blygðunarsemi ungrar stúlku með því að sýna henni tvær klámmyndir í tölvu sinni, þar á meðal aðra sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, og fyrir að hafa rúmlega 40 ljósmyndir og 21 hreyfimynd í tölvu sinni með barnaklámi. Atvikið átti sér stað í júlí í fyrra en þá bauð maðurinn stúlkuni inn til sín og sýndi henni klámmyndirnar. Faðir stúlkunnar kærði athæfið og í kjölfarið var gerð húsleit hjá manninum og tölva hans gerð upptæk. Þar fundust fimm ljósmyndir og 21 hreyfimynd og við rannsókn á harða diski tölvunnar fundust 35 barnaklámsljósmyndir til viðbótar sem maðurin hafði afmáð. Fyrir dómi bar hann að stúlkan hefði fyrir mistök séð klámmyndirnar og þá sagðist hann hafa ætlað að ná sér í léttblátt efni og erótískt á Netinu. Dómurinn segir stúlkuna hafa verið staðfasta í framburði sínum en framburður mannsins þótti um margt mótsagnarkenndur. Er meðal annars bent á að fullyrðingar mannsins um að hann hafi verið að leita að léttbláu efni á Netinu veki furðu því nánast ekkert slíkt efni hafi fundist á tölvu hans heldur nær eingöngu barnaklám. Þótti dómnum því sekt hans sönnuð og var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 200 þúsund króna sektar í ríkissjóð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira