Innlent

Fréttamynd

Græna fánanum fagnað

Í gær fékk Foldaskóli afhentan Grænfánann sem er alþjóðleg viðurkenning og staðfesting á virku umhverfisstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri styrkja Sjónarhól

Fulltrúar bakhjarla Sjónarhóls-ráðgjafamiðstöðvar munu hittast í dag og skrifa undir áframhaldandi samstarf næstu þrjú árin.

Innlent
Fréttamynd

520 tjón á síðustu sex árum

Flest umferðaróhöpp í Reykjavík urðu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Sjóvár Forvarnarhúss.

Innlent
Fréttamynd

Undirstaða vörubíls gaf sig

Vörubíll valt á hliðina í Lágmúlanum í Reykjavík í gær. Vörubíllinn var að hífa gifsplötur við verslun Bræðranna Ormsson skömmu fyrir hádegi þegar ein af undirstöðum hans gaf sig og hann valt. Hvorki bílstjóra né vegfarendur sakaði, að því er fram kom á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Mögulega gripið til ráðstafana

Í kjölfar fundar Fjármálaeftirlitsins (FME) með eftirlitsskyldum aðilum á tryggingamarkaði sem haldinn var í gær verður tekin ákvörðun um hvort grípa þurfi til sérstakra ráðstafanna, að sögn Rúnars Guðmundssonar, sviðstjóra vátryggingasviðs FME.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga sölu Fagrahvamms

Bæjarstjórn Vesturbyggðar íhugar nú hvort rétt sé að auglýsa félagsheimilið Fagrahvamm til sölu. Eigendur Hótels Látrabjargs hafa óskað eftir því að kaupa eða leigja Fagrahvamm sem mun vera afar lítið nýttur.

Innlent
Fréttamynd

Öllum nóg boðið

„Þessi dagur er okkur mikilvægur til að fá tækifæri til að mótmæla glæpum Ísraelshers á Gaza og sérstaklega fjöldamorðunum í síðustu viku. Það hafa farið fram mótmæli um allan heim," segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. „Framferði og stefna Ísraelsstjórnar gagnvart Palestínumönnum hefur verið miskunnarlaus. Munum að þúsundir liggja í valnum og tugþúsundir eru örkumla eftir árásir Ísraelshers."

Innlent
Fréttamynd

Skaðræðiströppur á brúnni

Göngubrúin frá Sogavegi yfir í Skeifuna er ófær eða illa fær fötluðum á rafskutlum, fólki í hjólastólum og fólki með barnavagna og kerrur. Þegar komið er upp á brúna þurfa vegfarendur að komast upp snarbrattar tröppur.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsingaaðferðum breytt

Starfsmenn vantar í tæplega sjötíu af átján hundruð stöðugildum á leikskólum Reykjavíkur, að sögn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, formanns leikskólaráðs. Starfsmenn vantaði í áttatíu og fjögur stöðugildi 1. október.

Innlent
Fréttamynd

Leit að strokufanga stendur enn yfir

Lögreglan í Reykjavík leitar enn að strokufanganum Ívari Smára Guðmundssyni. Ívar er refsifangi af Litla Hrauni og er að afplána 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Hann strauk frá fangaflutningsmönnum, sem starfa á Litla-Hrauni, við Héraðsdóm Reykjavíkur um kl. 15:00 í dag. Telur lögregla ástæðu til að ætla að hann geti verið varasamur.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumanni á Akureyri hótað lífláti

"Ég ætla að drepa þig og fjölskyldu þína". Þannig hljóðaði morðhótun sem lögreglumaður á Akureyri fékk í dag. "Hvítu fíkniefnin" svokölluðu ógna öryggi lögreglumanna sem aldrei fyrr.

Innlent
Fréttamynd

Sendiherra segir árás hafa verið mistök

Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna

Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna, fyrir utan virðisaukaskatt, ef spá Rannsóknarseturs verslunarinnar gengur eftir. Átta milljarðar samsvara því að hvert mannsbarn eyði um þrjátíu þúsund krónum, með virðisaukaskatti, í jólin á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Krónan veikist

Gengi íslensku krónunnar veiktist um 2,3% í dag. Krónan hefur veikst um þrjú prósent á síðustu tveimur dögum og styrking síðustu sex vikna hefur því gengið til baka á aðeins þessum tveimur dögum. Í Hálf fimm fréttum greiningadeildar KB-banka segir að svo virðist sem að 4-5 mánaða nær samfelld styrking krónunnar sé nú rofin.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin eflir íslenska kvikmyndagerð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag ásamt fulltrúum samtaka kvikmyndagerðarmanna samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að banna ungum ökumönnum að aka á tilteknum tímum

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Frumvarpið felur það í sér að hægt verður að gera ökutæki upptæk ef ökumaður gerist sekur um gróf og endurtekin brot á umferðarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að settar verði reglur um stigskipt ökuskírteini. Heimilt verður þannig að banna yngri ökumönnum að aka á bifreið á tilteknum tíma sólarhrings, takmarka farþegafjölda þeirra og takmarka vélarafl ökutækjanna sem þeir stýra.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir eftir strokufanga

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Ívari Smára Guðmundssyni. Lögregla telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur og er fólk hvatt til að vera á varðbergi. Ívar er refsifangi af Litla Hrauni og er að afplána 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Hann strauk frá fangaflutningsmönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur um kl. 15:00 í dag. Hann var klæddur í svartan stuttermabol og  græna hettupeysu þegar hann hljóp frá fangaflutningsmönnum. Ívar er 26 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ívars eru vinsamlega beðnir um hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1000.

Innlent
Fréttamynd

Gekk ítrekað í skrokk á barnsmóður sinni

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir húsbrot, brot á nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hann var sýknaður af vopnalagabroti.

Innlent
Fréttamynd

365 mótmæla frumvarpi um Ríkisútvarpið

Fjölmiðlafyrirtækið 365 mótmælir frumvarpi um Ríkisútvarpið sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. 365 rekur meðal annars NFS. Í formlegri umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið sem 365 hefur sent Alþingi segir meðal annars að með lögfestingu frumvarpsins telji 365 að enn frekar verði aukið á forskot RÚV á íslenskum markaði ljósvakamiðla og um leið vegið að starfsemi einkarekinna fjölmiðla. Að mati 365 er sú stefna í "hróplegu ósamræmi við þjóðfélagsstrauma í íslensku samfélagi og þau sjónarmið um jafnræði sem sífellt hafa fengið meira vægi, m.a. í löggjöf og samningum sem Ísland á aðild að."

Innlent
Fréttamynd

Þyrlur Gæslunnar að fara frá Höfn

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-Líf og nýja leiguþyrla Gæslunnar, eru nú að leggja af stað frá Höfn í Hornafirði. Þyrlurnar hafa verið þar í viðbragðsstöðu vegna erlends flutningaskips, sem lenti í háska rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu, þegar aðalvél þess bilaði í nótt. Skipið siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar þangað sem skipið er væntanlegt klukkan sex í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um stóriðju á Suðurlandi

Iðnaðarráðherra var sakaður um tvískinnung á Alþingi í dag þegar hann segði enga stóriðjustefnu hér á landi heldur væri það á valdi sveitarfélaganna sjálfra að taka ákvörðun um orkufrekan iðnað. álversáform í Þorlákshöfn voru gagnrýnd í utandagskrárumræðu, sem Álfheiður Ingadóttir, VG. hóf.

Innlent