Innlent Halldór nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Ákveðið hefur verið að skipa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem næsta framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Geir H. Haarde segir að forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hafi sammælst um þetta á fundi sínum í morgun sem var að ljúka. Innlent 31.10.2006 09:59 Greiningardeild KB banka telur að stýrivextir muni ekki hækka Greiningardeild KB banka telur að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á fimmtudag, þegar hann tekur næstu vaxtaákvörðun. Innlent 31.10.2006 08:27 Hagnaður Glitnis tæplega tvöfaldaðist Glitnir banki skilaði 8,8 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 1,2 milljarða króna lækkun á milli fjórðunga. Til samanburðar nam hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári 4,8 milljörðum króna. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 28,9 milljörðum króna sem er tæp tvöföldun á milli ára. Viðskipti innlent 31.10.2006 09:05 Barnaníðingur á ferðinni? Lögreglan í Reykjavík leitar að manni sem er grunaður um að hafa ætlað að beita átta ára stúlku kynferðislegu ofbeldi á sunnudaginn. Innlent 31.10.2006 08:24 Kennarar farnir að ókyrrast Kennarafélag Reykjavíkur er farið að ókyrrast vegna launa kennara og segir launanefnd sveitarfélaga ekki hafa vilja eða skilning til að endurskoða kjarasamninga, þó að efnahagsaðstæður hafi breyst. Innlent 31.10.2006 08:36 Samstarf við Dani um björgunarmál Geir H. Haarde forsætisráðherra sat leiðtogafund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Kaupmannahöfn í gær. Norðurlandaráðsþing verður sett þar í dag. Geir átti einnig tvíhliða fund með gestgjafanum Anders Fogh Rasmussen. Innlent 30.10.2006 22:40 ÍE mátti skoða tölvupóst Persónuvernd ætlar ekki að taka upp að eigin frumkvæði skoðun ÍE á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna. Hjá ÍE gilda þær innanhúsreglur að fyrirtækið áskilur sér rétt til að skoða allan tölvupóst starfsmanna. Innlent 30.10.2006 22:40 Sarunas segir að Virunas sé saklaus Aðalmeðferð hófst í gær í máli Sarunasar Budvytis og Virunasar Kavalciukas vegna innflutnings á tólf kílóum af amfetamíni til Íslands. Sarunas segist hafa haldið að efnin væru hestasterar. Hann segir Virunas ekki hafa vitað um efnin. Innlent 30.10.2006 22:40 Misnotaði þroskahefta konu Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft samfarir við þroskahefta konu á fertugsaldri í september í fyrra. Innlent 30.10.2006 22:40 Fatlaðir fá aðild að stéttarfélagi Undirritað verður í dag samkomulag Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar um réttindi og kjör þeirra sem starfa hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi. Þetta er fyrsta samkomulag sinnar tegundar sem sveitarfélag gerir við verkalýðsfélag á Íslandi. Innlent 30.10.2006 22:39 Kæra nauðgunartilraun Hjón leggja fram kærur hjá lögreglunni í Reykjavík í dag vegna nauðgunartilraunar og líkamsárásar aðfaranótt sunnudags. Atburðurinn átti sér stað á veitingastaðnum Viktor í Reykjavík. Innlent 30.10.2006 22:40 Öll börn verða slysatryggð Vátryggingafélag Íslands mun slysatryggja öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi. Innlent 30.10.2006 22:40 Öryggi í leigubílum verður aukið Í undirbúningi eru breytingar á reglugerð, þar sem meðal annars verður tekið á auknum öryggisbúnaði í leigubifreiðum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Innlent 30.10.2006 22:41 Vilja leiðrétt laun kennara Kennarar við Digranesskóla krefjast þess að Kópavogur og önnur sveitarfélög sem standa að launanefnd sveitarfélaga leiðrétti laun grunnskólakennara með vísan til greinar í gildandi kjarasamningi. Er þar kveðið á um að meta skuli fyrir 1. september 2006 hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða. Innlent 30.10.2006 22:39 Velti vöngum yfir fundi Romans Abramovitsj og Ólafs Ragnars Hagfræðingur hjá greiningardeild Danske bank í Kaupmannahöfn, Lars Christensen, sendi tölvupóst til miðlara í bankanum á föstudag þar sem hann varar við breytingum á gengi krónunnar í kjölfar fréttar Extra bladet um íslenskt viðskiptalíf. Tölvupósturinn var áframsendur til fjölda viðskiptavina Danske bank. Innlent 30.10.2006 22:40 Viðgerðum næstum lokið Lagfæringum á vatnsbólum í Borgarfirði eystri, vegna saurgerla sem komust í þau fyrr í haust, er nánast lokið. Búið er að setja upp nýjan lindarbrunn í stað eldri brunna á Engi auk þess sem annar brunnur á Kúahjalla hefur verið endurbættur. Talið er að gerlarnir hafi komist í brunnana vegna þess að yfirborðsvatn komst að vatnsveitukerfi Borgfirðinga, en það á ekki lengur að vera mögulegt þegar endurbótunum er lokið. Innlent 30.10.2006 22:39 Ekki millifært frá bótaþegum Tryggingastofnun ríkisins hefur ákveðið að fara eftir ábendingum umboðsmanns Alþingis og fella út af eyðublöðum sínum ákvæði um að bótaþegar heimili stofnuninni að millifæra fé af bankareikningum sínum hafi þeir fengið ofgreitt vegna mistaka. Innlent 30.10.2006 22:40 Kærð fyrir niðrandi ummæli Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, hefur kært Jan Jensen, einn ritstjóra Ekstra Bladet, fyrir að halda því fram að Íslendingar stefni allir sem einn að heimsyfirráðum í blaðinu á sunnudaginn. Innlent 30.10.2006 22:40 Nefndin mun óska skýringa "Við munum kalla eftir skýringum á af hverju fjárframlög til Skógræktar ríkisins séu með þessum hætti," segir Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar. Framlög til stofnunarinnar á næsta ári lækka um tíu milljónir frá 2006 og um 24 milljónir frá 2004, samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjárlaganefnd er nú að fara yfir. Innlent 30.10.2006 22:40 Ríkið niðurgreiðir kennslu um þúsund krónur á mann Ríkið niðurgreiðir aðeins íslenskukennslu fyrir útlendinga um þúsund krónur á mann meðan launþegahreyfingin niðurgreiðir kennsluna í stórum stíl. Launþegahreyfingin kallar á ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Innlent 30.10.2006 22:40 Íhuga að bjóða hlutavistun Starfsmenn Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur ætla að kanna hvort mögulegt sé að draga úr biðlistum á frístundaheimili með því að bjóða upp á hlutavistun. Þetta kom fram í svari meirihlutans við fyrirspurn minnihlutans á fundi ráðsins á föstudag. Innlent 30.10.2006 22:39 Vilja að notkun hjálma verði lögbundin „Það hefur greinilega ekki gengið að hestamenn noti þann öryggisbúnað sem er nauðsynlegur án þess að um það gildi ákveðin lög og ég tel því spurningu hvort ekki þurfi að setja einhverjar reglur um þessa 25 til 30 þúsund hestamenn líkt og ökumenn þurfa að una,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, á fundi um öryggismál í hestamennsku sem fram fór í liðinni viku. Innlent 30.10.2006 22:40 Slúðurblöð gefa falska mynd Pólverjar sem koma skyndilega og óhugsað til Íslands hafa oft verið atvinnulausir lengi í Póllandi. Maria Jolanta Polanska, túlkur í Alþjóðahúsi, segir að þetta fólk hafi ekki mikla skólagöngu að baki, sé frá litlum þorpum og komi hingað í leit að betra lífi. Innlent 30.10.2006 22:40 Sorpa fær sex metangasbíla Forstjóri Heklu afhenti Sorpu sex EcoFuel-metangasbíla fyrir helgi. Starfsmenn Sorpu munu nota bílana í ýmislegt snatt. Með bílunum verða metanbílar á götum Reykjavíkur orðnir sextíu talsins. Um 50 sinnum ódýrara er að aka um á metanbílum en bensínbílum og þeir menga margfalt minna. Innlent 30.10.2006 22:40 Stálu fimmtíu Doka-plötum Um tvöleytið aðfaranótt mánudagsins barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Teigahverfi í Mosfellsbæ. Innlent 30.10.2006 22:40 Sameinast í eitt markaðssvæði Kaupmannahöfn Ísland og Færeyjar munu verða eitt markaðssvæði um næstu mánaðamót þegar „Hoyvikssamningurinn“ svonefndi gengur í gildi. Þar sem Færeyjar standa utan við tollabandalag Evrópusambandsins en Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hafa vissar hindranir verið í vegi fyrir „fjórfrelsinu“ milli frændþjóðanna en í því felst frjáls flutningur á vöru, þjónustu, fjármagni og fólki. Á þessu á nýja samkomulagið, sem gengur í gildi á morgun, að ráða bót. Innlent 30.10.2006 22:40 Réðst á mann með öxi Rúmlega tvítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í hálfs árs fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með öxi á bílastæði í Mjódd í apríl síðastliðnum. Innlent 30.10.2006 22:40 Gefur kost á sér í fjórða sætið Steinunn Þóra Árnadóttir gefur kost á sér í fjórða sæti í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmin. Innlent 30.10.2006 22:40 Mótmæla námi í snyrtiskóla Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga mótmælir harðlega þeirri fyrirætlan Snyrtiakademíunnar að hefja kennslu í fótaaðgerðafræðum án þess að hafa leyfi yfirvalda. „Snyrtiakademían er snyrtiskóli sem útskrifar iðnaðarmenn. Fótaaðgerðafræði er löggilt heilbrigðisfag,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Innlent 30.10.2006 22:40 Fylgifiskar í flugstöðinni Verslunin Fylgifiskar mun opna sjávarréttabar í flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl á næsta ári þegar nýtt brottfararsvæði verður opnað. Samningur um opnun barsins var undirritaður fyrir helgi og segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Leifsstöðvar, hliðstæða bari mjög vinsæla í flugstöðvum erlendis. Innlent 30.10.2006 22:39 « ‹ 180 181 182 183 184 185 186 187 188 … 334 ›
Halldór nýr framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Ákveðið hefur verið að skipa Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem næsta framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Geir H. Haarde segir að forsætisráðherrar norrænu ríkjanna hafi sammælst um þetta á fundi sínum í morgun sem var að ljúka. Innlent 31.10.2006 09:59
Greiningardeild KB banka telur að stýrivextir muni ekki hækka Greiningardeild KB banka telur að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á fimmtudag, þegar hann tekur næstu vaxtaákvörðun. Innlent 31.10.2006 08:27
Hagnaður Glitnis tæplega tvöfaldaðist Glitnir banki skilaði 8,8 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 1,2 milljarða króna lækkun á milli fjórðunga. Til samanburðar nam hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári 4,8 milljörðum króna. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 28,9 milljörðum króna sem er tæp tvöföldun á milli ára. Viðskipti innlent 31.10.2006 09:05
Barnaníðingur á ferðinni? Lögreglan í Reykjavík leitar að manni sem er grunaður um að hafa ætlað að beita átta ára stúlku kynferðislegu ofbeldi á sunnudaginn. Innlent 31.10.2006 08:24
Kennarar farnir að ókyrrast Kennarafélag Reykjavíkur er farið að ókyrrast vegna launa kennara og segir launanefnd sveitarfélaga ekki hafa vilja eða skilning til að endurskoða kjarasamninga, þó að efnahagsaðstæður hafi breyst. Innlent 31.10.2006 08:36
Samstarf við Dani um björgunarmál Geir H. Haarde forsætisráðherra sat leiðtogafund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Kaupmannahöfn í gær. Norðurlandaráðsþing verður sett þar í dag. Geir átti einnig tvíhliða fund með gestgjafanum Anders Fogh Rasmussen. Innlent 30.10.2006 22:40
ÍE mátti skoða tölvupóst Persónuvernd ætlar ekki að taka upp að eigin frumkvæði skoðun ÍE á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna. Hjá ÍE gilda þær innanhúsreglur að fyrirtækið áskilur sér rétt til að skoða allan tölvupóst starfsmanna. Innlent 30.10.2006 22:40
Sarunas segir að Virunas sé saklaus Aðalmeðferð hófst í gær í máli Sarunasar Budvytis og Virunasar Kavalciukas vegna innflutnings á tólf kílóum af amfetamíni til Íslands. Sarunas segist hafa haldið að efnin væru hestasterar. Hann segir Virunas ekki hafa vitað um efnin. Innlent 30.10.2006 22:40
Misnotaði þroskahefta konu Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft samfarir við þroskahefta konu á fertugsaldri í september í fyrra. Innlent 30.10.2006 22:40
Fatlaðir fá aðild að stéttarfélagi Undirritað verður í dag samkomulag Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar um réttindi og kjör þeirra sem starfa hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi. Þetta er fyrsta samkomulag sinnar tegundar sem sveitarfélag gerir við verkalýðsfélag á Íslandi. Innlent 30.10.2006 22:39
Kæra nauðgunartilraun Hjón leggja fram kærur hjá lögreglunni í Reykjavík í dag vegna nauðgunartilraunar og líkamsárásar aðfaranótt sunnudags. Atburðurinn átti sér stað á veitingastaðnum Viktor í Reykjavík. Innlent 30.10.2006 22:40
Öll börn verða slysatryggð Vátryggingafélag Íslands mun slysatryggja öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi. Innlent 30.10.2006 22:40
Öryggi í leigubílum verður aukið Í undirbúningi eru breytingar á reglugerð, þar sem meðal annars verður tekið á auknum öryggisbúnaði í leigubifreiðum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Innlent 30.10.2006 22:41
Vilja leiðrétt laun kennara Kennarar við Digranesskóla krefjast þess að Kópavogur og önnur sveitarfélög sem standa að launanefnd sveitarfélaga leiðrétti laun grunnskólakennara með vísan til greinar í gildandi kjarasamningi. Er þar kveðið á um að meta skuli fyrir 1. september 2006 hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða. Innlent 30.10.2006 22:39
Velti vöngum yfir fundi Romans Abramovitsj og Ólafs Ragnars Hagfræðingur hjá greiningardeild Danske bank í Kaupmannahöfn, Lars Christensen, sendi tölvupóst til miðlara í bankanum á föstudag þar sem hann varar við breytingum á gengi krónunnar í kjölfar fréttar Extra bladet um íslenskt viðskiptalíf. Tölvupósturinn var áframsendur til fjölda viðskiptavina Danske bank. Innlent 30.10.2006 22:40
Viðgerðum næstum lokið Lagfæringum á vatnsbólum í Borgarfirði eystri, vegna saurgerla sem komust í þau fyrr í haust, er nánast lokið. Búið er að setja upp nýjan lindarbrunn í stað eldri brunna á Engi auk þess sem annar brunnur á Kúahjalla hefur verið endurbættur. Talið er að gerlarnir hafi komist í brunnana vegna þess að yfirborðsvatn komst að vatnsveitukerfi Borgfirðinga, en það á ekki lengur að vera mögulegt þegar endurbótunum er lokið. Innlent 30.10.2006 22:39
Ekki millifært frá bótaþegum Tryggingastofnun ríkisins hefur ákveðið að fara eftir ábendingum umboðsmanns Alþingis og fella út af eyðublöðum sínum ákvæði um að bótaþegar heimili stofnuninni að millifæra fé af bankareikningum sínum hafi þeir fengið ofgreitt vegna mistaka. Innlent 30.10.2006 22:40
Kærð fyrir niðrandi ummæli Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, hefur kært Jan Jensen, einn ritstjóra Ekstra Bladet, fyrir að halda því fram að Íslendingar stefni allir sem einn að heimsyfirráðum í blaðinu á sunnudaginn. Innlent 30.10.2006 22:40
Nefndin mun óska skýringa "Við munum kalla eftir skýringum á af hverju fjárframlög til Skógræktar ríkisins séu með þessum hætti," segir Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar. Framlög til stofnunarinnar á næsta ári lækka um tíu milljónir frá 2006 og um 24 milljónir frá 2004, samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjárlaganefnd er nú að fara yfir. Innlent 30.10.2006 22:40
Ríkið niðurgreiðir kennslu um þúsund krónur á mann Ríkið niðurgreiðir aðeins íslenskukennslu fyrir útlendinga um þúsund krónur á mann meðan launþegahreyfingin niðurgreiðir kennsluna í stórum stíl. Launþegahreyfingin kallar á ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Innlent 30.10.2006 22:40
Íhuga að bjóða hlutavistun Starfsmenn Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur ætla að kanna hvort mögulegt sé að draga úr biðlistum á frístundaheimili með því að bjóða upp á hlutavistun. Þetta kom fram í svari meirihlutans við fyrirspurn minnihlutans á fundi ráðsins á föstudag. Innlent 30.10.2006 22:39
Vilja að notkun hjálma verði lögbundin „Það hefur greinilega ekki gengið að hestamenn noti þann öryggisbúnað sem er nauðsynlegur án þess að um það gildi ákveðin lög og ég tel því spurningu hvort ekki þurfi að setja einhverjar reglur um þessa 25 til 30 þúsund hestamenn líkt og ökumenn þurfa að una,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, á fundi um öryggismál í hestamennsku sem fram fór í liðinni viku. Innlent 30.10.2006 22:40
Slúðurblöð gefa falska mynd Pólverjar sem koma skyndilega og óhugsað til Íslands hafa oft verið atvinnulausir lengi í Póllandi. Maria Jolanta Polanska, túlkur í Alþjóðahúsi, segir að þetta fólk hafi ekki mikla skólagöngu að baki, sé frá litlum þorpum og komi hingað í leit að betra lífi. Innlent 30.10.2006 22:40
Sorpa fær sex metangasbíla Forstjóri Heklu afhenti Sorpu sex EcoFuel-metangasbíla fyrir helgi. Starfsmenn Sorpu munu nota bílana í ýmislegt snatt. Með bílunum verða metanbílar á götum Reykjavíkur orðnir sextíu talsins. Um 50 sinnum ódýrara er að aka um á metanbílum en bensínbílum og þeir menga margfalt minna. Innlent 30.10.2006 22:40
Stálu fimmtíu Doka-plötum Um tvöleytið aðfaranótt mánudagsins barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Teigahverfi í Mosfellsbæ. Innlent 30.10.2006 22:40
Sameinast í eitt markaðssvæði Kaupmannahöfn Ísland og Færeyjar munu verða eitt markaðssvæði um næstu mánaðamót þegar „Hoyvikssamningurinn“ svonefndi gengur í gildi. Þar sem Færeyjar standa utan við tollabandalag Evrópusambandsins en Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hafa vissar hindranir verið í vegi fyrir „fjórfrelsinu“ milli frændþjóðanna en í því felst frjáls flutningur á vöru, þjónustu, fjármagni og fólki. Á þessu á nýja samkomulagið, sem gengur í gildi á morgun, að ráða bót. Innlent 30.10.2006 22:40
Réðst á mann með öxi Rúmlega tvítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í hálfs árs fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með öxi á bílastæði í Mjódd í apríl síðastliðnum. Innlent 30.10.2006 22:40
Gefur kost á sér í fjórða sætið Steinunn Þóra Árnadóttir gefur kost á sér í fjórða sæti í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmin. Innlent 30.10.2006 22:40
Mótmæla námi í snyrtiskóla Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga mótmælir harðlega þeirri fyrirætlan Snyrtiakademíunnar að hefja kennslu í fótaaðgerðafræðum án þess að hafa leyfi yfirvalda. „Snyrtiakademían er snyrtiskóli sem útskrifar iðnaðarmenn. Fótaaðgerðafræði er löggilt heilbrigðisfag,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Innlent 30.10.2006 22:40
Fylgifiskar í flugstöðinni Verslunin Fylgifiskar mun opna sjávarréttabar í flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl á næsta ári þegar nýtt brottfararsvæði verður opnað. Samningur um opnun barsins var undirritaður fyrir helgi og segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Leifsstöðvar, hliðstæða bari mjög vinsæla í flugstöðvum erlendis. Innlent 30.10.2006 22:39