Innlent Hjólhýsi snéri jeppling í hálf hring Ökumaður jepplings lenti í vandræðum á Þrengslavegi seint í nótt þegar hjólhýsi, sem hann dró, fór að slást til beggja hliða og sveiflan óx þar til hún snéri jepplingnum í hálf hring á veginum. Í sama mund bar að fólksbíl á móti, en ökumanni hans tókst ekki að koma í veg fyrir árekstur, þótt hann beindi bílnum í ofboði út af veginum. Skullu bílanrir haraklega saman og stór skemmdust, en ökumennirnir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglu eru fordæmi fyrir því að svona skjálftar, eða sveiflur komi á hjólhýsi og leiði til vandræða. Innlent 20.9.2006 07:26 Verðbólgan niður á næsta ári Geir H. Haarde forsætisráðherra er bjartsýnn á að tímabundin niðursveifla efnahagslífsins snúist við von bráðar. Innlent 19.9.2006 22:01 Sjónmengun af völdum háspennulína Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun vegna þeirrar gríðarlegu sjónmengunar sem þær munu valda. Innlent 19.9.2006 22:00 Þremur ungmennur sleppt úr ítarlegum yfirheyrslum Þremur ungmennum, sem lögreglan á Selfossi handtók snemma í gærmorgun eftir þjófnað í félagsheimilinu Árnesi í fyrrinótt, var sleppt seint í gærkvöldi eftir ítarlegar yfirheyrslur. Andvirði þýfisins úr Árnesi er hátt í milljón króna, fyrir utan tjón, sem fólkið vann á innréttingum og húsbúnaði. Þá reyndist fólkið hafa ýmis afbrot víða um land á samviskunni, og var það meðal annars á bíl, sem það hafði stolið á Húsavík nýverið, þegar það fór ránshendi um bæinn. Innlent 20.9.2006 07:20 Lundinn og Laxness vinsælir hjá túristum Nú er ferðamannastraumurinn farinn að minnka en um 170 þúsund erlendir ferðamenn lögðu leið sína til landsins í sumar. Samkvæmt könnunum eyða þeir hér um 10-15 prósentum í verslun. Hvað skyldu nú þessir gjaldeyrisskapandi farfuglar hafa keypt og tekið með sér heim frá landinu bláa? Innlent 19.9.2006 22:01 Meirihluti ungt fólk Meirihluti starfsmanna matvöruverslana, veitingastaða og kráa er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. Í október á síðasta ári voru 46 prósent þeirra sem störfuðu í matvöruverslunum tvítugt fólk eða yngra og sextíu prósent allra sem þar störfuðu höfðu ekki náð 25 ára aldri. Innlent 19.9.2006 22:01 Ný þjónusta styttir leiðina Meðferðarteymi barna við heilsugæsluna í Grafarvogi léttir á sérfræðiþjónustu Barna- og unglingageðdeildar. Þar er hægt að sinna börnum áður en vandamál þeirra verða mjög alvarleg. Innlent 19.9.2006 22:00 Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs Geir Haarde forsætisráðherra væntir þess að niðurstöður í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands og viðskilnað Bandaríkjahers liggi fyrir í þessari viku. Hann segir leyndina yfir viðræðunum hafa verið nauðsynlega. Innlent 19.9.2006 21:59 Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur Búist er við vaxandi átökum milli Öryrkjabandalagsins og lífeyrissjóðanna vegna skerðingar á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Fundað verður um málið í dag. Formaður Starfsgreinasambandsins býst við að málið fari dómstólaleiðina. Innlent 19.9.2006 22:00 Kennarar krafnir um endurgreiðslu launa Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Innlent 19.9.2006 21:59 Vinstri grænir velja á lista 11. nóvember Vinstri grænir í Reykjavík samþykktu á félagsfundi sínum í gærkvöldi að halda sameiginlegt forval með Suðvesturkjördæmi. Það verður haldið 11. nóvember og voru reglur þar að lutandi samþykktar á fundinum. Listinn verður svonefndur fléttulisti þar sem konur og karlar skiptast á eftir sætum og hver þátttakandi á að velja þrjá í fjögur efstu sætin. Innlent 20.9.2006 07:16 Pólsk menning kynnt í Reykjavík Pólsk menningarhátíð verður haldin dagana 28. september - 1. október næstkomandi. Hátíðin hefur verið tvö ár í undirbúningi og með henni verður ýtt úr vör stærstu kynningu á pólskri menningu sem fram hefur farið hér á landi. Innlent 19.9.2006 21:59 370 fötluð börn líða fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga Fötluð börn á aldrinum 10-16 ára fá enga aðstoð eftir að skóla lýkur. Foreldrar þeirra verða þá að sækja þau og geta þeir því ekki unnið fullan vinnudag. Málið er í kyrrstöðu í kerfinu. Innlent 19.9.2006 22:00 Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega Diddú og Megas, sem hafa reglulega haldið tónleika í Skálholtskirkju, segja tónlistarlífið í Skálholti í uppnámi vegna uppsagnar dómorganistans. Biskup Íslands fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju. Innlent 19.9.2006 22:00 Lögreglubíll valt eftir árekstur Tveir lögreglumenn meiddust, en þó ekki alvarlega, þegar lögreglubíll þeirra valt eftir árekstur við fólksbíl á Grensásvegi, á tólfta tímanum í gærkvöldi, en engan sakaði í fólksbílnum. Lögreglumennirnir voru á leið í útkall í söluturn í Fellahverfi í Breiðholti, þar sem maður hafði ógnað stamfsmanni með hnífi og krafist verðmæta. Innlent 20.9.2006 07:13 Kauphöllin seld á þrjá milljarða Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um kaup OMX kauphallanna á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. sem á Kauphöll Íslands. Verðið nemur rúmum þremur milljörðum króna. Innlent 19.9.2006 22:00 Biðraðir í þrjár klukkustundir Innlent 19.9.2006 22:00 Verða það fyrsta sem fer upp á vegg Bræðurnir Gísli og Úlfur Úlfarssynir festu nýlega kaup á gömlu húsi í miðbæ Ísafjarðar sem gengur undir nafninu Hæstikaupstaður. Húsið hefur um tíðina hýst alls konar starfssemi, síðast vídeóleigu og líkkistusmíði. Innlent 19.9.2006 22:01 Slagsmál auglýst á netinu Allt að fimmtíu unglingar fylgdust með slagsmálum tveggja pilta fyrir utan Háskólabíó um helgina. Myndbandi, sem sýnir slagsmálin, hefur verið dreift á netinu en þau voru skipulögð og auglýst þar í síðustu viku. Ruv.is sagði frá. Innlent 19.9.2006 22:00 Velja nýtt byggðarmerki Opin samkeppni verður haldin um nýtt byggðarmerki fyrir hið sameinaða sveitarfélag Borgarbyggðar. Þetta var samþykkt á fundi atvinnu- og markaðsnefndar í síðustu viku. Merkið á að hafa augljósa skírskotun til landafræði, sögu, menningar, dýralífs eða atvinnulífs svæðisins. Innlent 19.9.2006 21:59 Gefur kost á sér í 2.-3. sæti Önundur Björnsson, prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, sækist eftir 2.-3. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 19.9.2006 22:00 Kjaradeila til sáttasemjara Kjaraviðræðum leikskólakennara hefur nú verið vísað til sáttasemjara ríkisins. Innlent 19.9.2006 22:01 Sló og sparkaði í andlit pilts Tveir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Vesturlands fyrir fíkniefnabrot og ofbeldisverk. Annar var dæmdur í fangelsi, hinn í sekt. Innlent 19.9.2006 22:00 Farþegum Strætó bs. fjölgar Farþegum Strætó bs. fjölgaði um tuttugu prósent í júlí og ágúst samanborið við sömu mánuði í fyrra. Sé horft á annan ársþriðjung í heild nemur fjölgunin 9,2 prósentum. Er það mikill viðsnúningur frá fyrsta ársþriðjungi þegar farþegum fækkaði um 1,9 prósent frá sama tímabili í fyrra. Farþegar í júlí voru alls 559.315, miðað við 470.160 í fyrra, og í ágúst voru farþegar 755.325, miðað við 625.589 fyrir ári. Innlent 19.9.2006 22:01 Sitkalúsin á undanhaldi Greni er víða í sæmilegu ástandi og mun minna er um sitkalús núna en fyrr í sumar. Innlent 19.9.2006 22:00 Ólögleg þorskanet í Eystrasalti Skip Greenpeace-samtakana, Arctic Sunrise, hefur verið á ferð um Eystrasalt og reynt að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Eystri hluti Eystrasaltsins er lokaður fyrir fiskveiðum frá 15. júní til 15. september en grænfriðungar sigldu fram á fjölda neta á svæðinu á þessu tímabili, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta. Innlent 19.9.2006 21:59 Síðasta þyrlan af landi brott Starfi björgunarþyrlna Varnarliðsins lauk í gær á táknrænan hátt þegar síðasta þyrlan var sett um borð í stóra flutningavél sem flaug með hana til Englands. Með síðustu tveim þyrlunum, sem hér höfðu verið um nokkurt skeið, fóru um tuttugu varnarliðsmenn. Innlent 19.9.2006 22:00 Sykurmolarnir og Jackson Five Sykurmolarnir hafa nú boðað kombakk 17. nóvember. Molarnir spiluðu síðast fyrir fjórtán árum í Tunglinu en lognuðust svo út af. Skömmu síðar varð Björk stærsta stjarna Íslandssögunnar. Jackson Five lognaðist út af á fyrri hluta níunda áratugarins en kom saman aftur árið 1989 og gerði síðustu plötuna sína. Hún fékk litla athygli enda skyggðu ofurvinsældir Michaels á allt. Innlent 19.9.2006 22:00 Lóðum skilað Innlent 19.9.2006 22:00 Kærður fyrir kynferðisofbeldi Karlmaður á sextugsaldri, búsettur í Reykjavík, hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Innlent 19.9.2006 22:01 « ‹ 241 242 243 244 245 246 247 248 249 … 334 ›
Hjólhýsi snéri jeppling í hálf hring Ökumaður jepplings lenti í vandræðum á Þrengslavegi seint í nótt þegar hjólhýsi, sem hann dró, fór að slást til beggja hliða og sveiflan óx þar til hún snéri jepplingnum í hálf hring á veginum. Í sama mund bar að fólksbíl á móti, en ökumanni hans tókst ekki að koma í veg fyrir árekstur, þótt hann beindi bílnum í ofboði út af veginum. Skullu bílanrir haraklega saman og stór skemmdust, en ökumennirnir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglu eru fordæmi fyrir því að svona skjálftar, eða sveiflur komi á hjólhýsi og leiði til vandræða. Innlent 20.9.2006 07:26
Verðbólgan niður á næsta ári Geir H. Haarde forsætisráðherra er bjartsýnn á að tímabundin niðursveifla efnahagslífsins snúist við von bráðar. Innlent 19.9.2006 22:01
Sjónmengun af völdum háspennulína Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun vegna þeirrar gríðarlegu sjónmengunar sem þær munu valda. Innlent 19.9.2006 22:00
Þremur ungmennur sleppt úr ítarlegum yfirheyrslum Þremur ungmennum, sem lögreglan á Selfossi handtók snemma í gærmorgun eftir þjófnað í félagsheimilinu Árnesi í fyrrinótt, var sleppt seint í gærkvöldi eftir ítarlegar yfirheyrslur. Andvirði þýfisins úr Árnesi er hátt í milljón króna, fyrir utan tjón, sem fólkið vann á innréttingum og húsbúnaði. Þá reyndist fólkið hafa ýmis afbrot víða um land á samviskunni, og var það meðal annars á bíl, sem það hafði stolið á Húsavík nýverið, þegar það fór ránshendi um bæinn. Innlent 20.9.2006 07:20
Lundinn og Laxness vinsælir hjá túristum Nú er ferðamannastraumurinn farinn að minnka en um 170 þúsund erlendir ferðamenn lögðu leið sína til landsins í sumar. Samkvæmt könnunum eyða þeir hér um 10-15 prósentum í verslun. Hvað skyldu nú þessir gjaldeyrisskapandi farfuglar hafa keypt og tekið með sér heim frá landinu bláa? Innlent 19.9.2006 22:01
Meirihluti ungt fólk Meirihluti starfsmanna matvöruverslana, veitingastaða og kráa er yngri en 25 ára. Þetta leiða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í ljós en þeirra er getið í vefriti fjármálaráðuneytisins. Í október á síðasta ári voru 46 prósent þeirra sem störfuðu í matvöruverslunum tvítugt fólk eða yngra og sextíu prósent allra sem þar störfuðu höfðu ekki náð 25 ára aldri. Innlent 19.9.2006 22:01
Ný þjónusta styttir leiðina Meðferðarteymi barna við heilsugæsluna í Grafarvogi léttir á sérfræðiþjónustu Barna- og unglingageðdeildar. Þar er hægt að sinna börnum áður en vandamál þeirra verða mjög alvarleg. Innlent 19.9.2006 22:00
Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs Geir Haarde forsætisráðherra væntir þess að niðurstöður í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands og viðskilnað Bandaríkjahers liggi fyrir í þessari viku. Hann segir leyndina yfir viðræðunum hafa verið nauðsynlega. Innlent 19.9.2006 21:59
Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur Búist er við vaxandi átökum milli Öryrkjabandalagsins og lífeyrissjóðanna vegna skerðingar á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Fundað verður um málið í dag. Formaður Starfsgreinasambandsins býst við að málið fari dómstólaleiðina. Innlent 19.9.2006 22:00
Kennarar krafnir um endurgreiðslu launa Fimmtán grunnskólakennurum í Reykjavík er gert að endurgreiða ofgreidd laun frá árinu 2004. Mannlegum mistökum starfsmanns borgarinnar er um að kenna. Upphæðirnar nema frá tugum þúsunda en þeir sem verst verða úti þurfa að greiða á annað hundrað þúsund króna. Innlent 19.9.2006 21:59
Vinstri grænir velja á lista 11. nóvember Vinstri grænir í Reykjavík samþykktu á félagsfundi sínum í gærkvöldi að halda sameiginlegt forval með Suðvesturkjördæmi. Það verður haldið 11. nóvember og voru reglur þar að lutandi samþykktar á fundinum. Listinn verður svonefndur fléttulisti þar sem konur og karlar skiptast á eftir sætum og hver þátttakandi á að velja þrjá í fjögur efstu sætin. Innlent 20.9.2006 07:16
Pólsk menning kynnt í Reykjavík Pólsk menningarhátíð verður haldin dagana 28. september - 1. október næstkomandi. Hátíðin hefur verið tvö ár í undirbúningi og með henni verður ýtt úr vör stærstu kynningu á pólskri menningu sem fram hefur farið hér á landi. Innlent 19.9.2006 21:59
370 fötluð börn líða fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga Fötluð börn á aldrinum 10-16 ára fá enga aðstoð eftir að skóla lýkur. Foreldrar þeirra verða þá að sækja þau og geta þeir því ekki unnið fullan vinnudag. Málið er í kyrrstöðu í kerfinu. Innlent 19.9.2006 22:00
Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega Diddú og Megas, sem hafa reglulega haldið tónleika í Skálholtskirkju, segja tónlistarlífið í Skálholti í uppnámi vegna uppsagnar dómorganistans. Biskup Íslands fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju. Innlent 19.9.2006 22:00
Lögreglubíll valt eftir árekstur Tveir lögreglumenn meiddust, en þó ekki alvarlega, þegar lögreglubíll þeirra valt eftir árekstur við fólksbíl á Grensásvegi, á tólfta tímanum í gærkvöldi, en engan sakaði í fólksbílnum. Lögreglumennirnir voru á leið í útkall í söluturn í Fellahverfi í Breiðholti, þar sem maður hafði ógnað stamfsmanni með hnífi og krafist verðmæta. Innlent 20.9.2006 07:13
Kauphöllin seld á þrjá milljarða Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um kaup OMX kauphallanna á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. sem á Kauphöll Íslands. Verðið nemur rúmum þremur milljörðum króna. Innlent 19.9.2006 22:00
Verða það fyrsta sem fer upp á vegg Bræðurnir Gísli og Úlfur Úlfarssynir festu nýlega kaup á gömlu húsi í miðbæ Ísafjarðar sem gengur undir nafninu Hæstikaupstaður. Húsið hefur um tíðina hýst alls konar starfssemi, síðast vídeóleigu og líkkistusmíði. Innlent 19.9.2006 22:01
Slagsmál auglýst á netinu Allt að fimmtíu unglingar fylgdust með slagsmálum tveggja pilta fyrir utan Háskólabíó um helgina. Myndbandi, sem sýnir slagsmálin, hefur verið dreift á netinu en þau voru skipulögð og auglýst þar í síðustu viku. Ruv.is sagði frá. Innlent 19.9.2006 22:00
Velja nýtt byggðarmerki Opin samkeppni verður haldin um nýtt byggðarmerki fyrir hið sameinaða sveitarfélag Borgarbyggðar. Þetta var samþykkt á fundi atvinnu- og markaðsnefndar í síðustu viku. Merkið á að hafa augljósa skírskotun til landafræði, sögu, menningar, dýralífs eða atvinnulífs svæðisins. Innlent 19.9.2006 21:59
Gefur kost á sér í 2.-3. sæti Önundur Björnsson, prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, sækist eftir 2.-3. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Innlent 19.9.2006 22:00
Kjaradeila til sáttasemjara Kjaraviðræðum leikskólakennara hefur nú verið vísað til sáttasemjara ríkisins. Innlent 19.9.2006 22:01
Sló og sparkaði í andlit pilts Tveir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Vesturlands fyrir fíkniefnabrot og ofbeldisverk. Annar var dæmdur í fangelsi, hinn í sekt. Innlent 19.9.2006 22:00
Farþegum Strætó bs. fjölgar Farþegum Strætó bs. fjölgaði um tuttugu prósent í júlí og ágúst samanborið við sömu mánuði í fyrra. Sé horft á annan ársþriðjung í heild nemur fjölgunin 9,2 prósentum. Er það mikill viðsnúningur frá fyrsta ársþriðjungi þegar farþegum fækkaði um 1,9 prósent frá sama tímabili í fyrra. Farþegar í júlí voru alls 559.315, miðað við 470.160 í fyrra, og í ágúst voru farþegar 755.325, miðað við 625.589 fyrir ári. Innlent 19.9.2006 22:01
Sitkalúsin á undanhaldi Greni er víða í sæmilegu ástandi og mun minna er um sitkalús núna en fyrr í sumar. Innlent 19.9.2006 22:00
Ólögleg þorskanet í Eystrasalti Skip Greenpeace-samtakana, Arctic Sunrise, hefur verið á ferð um Eystrasalt og reynt að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Eystri hluti Eystrasaltsins er lokaður fyrir fiskveiðum frá 15. júní til 15. september en grænfriðungar sigldu fram á fjölda neta á svæðinu á þessu tímabili, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta. Innlent 19.9.2006 21:59
Síðasta þyrlan af landi brott Starfi björgunarþyrlna Varnarliðsins lauk í gær á táknrænan hátt þegar síðasta þyrlan var sett um borð í stóra flutningavél sem flaug með hana til Englands. Með síðustu tveim þyrlunum, sem hér höfðu verið um nokkurt skeið, fóru um tuttugu varnarliðsmenn. Innlent 19.9.2006 22:00
Sykurmolarnir og Jackson Five Sykurmolarnir hafa nú boðað kombakk 17. nóvember. Molarnir spiluðu síðast fyrir fjórtán árum í Tunglinu en lognuðust svo út af. Skömmu síðar varð Björk stærsta stjarna Íslandssögunnar. Jackson Five lognaðist út af á fyrri hluta níunda áratugarins en kom saman aftur árið 1989 og gerði síðustu plötuna sína. Hún fékk litla athygli enda skyggðu ofurvinsældir Michaels á allt. Innlent 19.9.2006 22:00
Kærður fyrir kynferðisofbeldi Karlmaður á sextugsaldri, búsettur í Reykjavík, hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Innlent 19.9.2006 22:01