Skoðanir

Fréttamynd

Að skilgreina varnarþörfina

Þetta er varla erfitt fyrir sumar þjóðir. Þær eiga sína óvini, oft frá fornu fari, kannski bara hinum megin við bæjarlækinn. En hjá öðrum þjóðum er þetta vandasamara - og kannski erfiðast fyrir friðsamar og afskekktar smáþjóðir. Þá þarf jafnvel að gera mjög nákvæma og jafnvel vísindalega leit að óvinum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Frelsið er forsenda mennskunnar

Með því að kalla sig "frjálshyggju" reynir íhaldsstefnan að takmarka frelsi okkar til að velja eitthvað annað en hana. Einokun á frelsishugtakinu getur aldrei orðið annað en tilraun til frelsisskerðingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Langt í lýðræðið hjá Hvít-Rússum

Þrátt fyrir öfluga sveit eftirlitsmanna frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu er ljóst að kosningarnar fóru ekki fram með lýðræðislegum hætti. Það eru ekki aðeins grunsemdir um kosningasvindl á sjálfan kjördaginn, heldur halda flestir hinna erlendu eftirlitsmanna því fram að aðdragandi kosninganna hafi ekki verið á þeim lýðræðislegu nótum sem menn eru vanir á Vesturlöndum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki flýta jarðarförinni

Það má því allt eins stilla málinu upp þannig að ein afleiðing sé að þeir sem geti borgað fyrir aðgerðir sínar fái ekki aðeins fyrr bóta meina sinna heldur líka hinir þar sem biðlistarnir styttast. Allir gætu því mögulega notið góðs af þessu fyrirkomulagi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísland færist austur

Í þriðja lagi benti Corgan á þá mikilvægu afleiðingu sem væri rof í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum og að Ísland myndi snúa sér í vaxandi mæli að Evrópustoðinni í NATO og Evrópusambandinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kæfa, menning, framtíð

Menningarstarfsemi eins og myndlistarsöfn á ekki að vera afmarkaður bás í þjóðlífinu heldur virkur og lifandi þáttur. Íslensk myndlist rís undir því hlutverki. Þar af leiðir að starfsemi sem þessi má ekki alfarið verða ríkisverkefni. Þó að ríkisvaldið leggi til uppistöðuna í vefinn má ívafið gjarnan vera fjölþættara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Herinn og skjaldbakan

Kannski hefur kaninn bara gefizt upp á silaganginum í ríkisstjórninni og ekki nennt að bíða lengur eftir gagntillögum hennar um æskilegar landvarnir. Eftir stendur nauðsyn þess, að Íslendingar geri sér sjálfir glögga grein fyrir stöðunni, sem upp er komin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimsmynd Moggans hrynur

Einstrengingsafstaða Sjálfstæðisflokksins og Moggans er einfaldlega úr takti við tímann og veruleikann og sá flokkur sem fyrstur hristir af sér hugmyndaviðjar kalda stríðsins og kemur fram með sjálfstæða íslenska utanríkisstefnu, byggða á hagsmunum þjóðarinnar og sérstöðu íslensks samfélags, mun eiga leikinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver er hún?

Samstarf Evrópuþjóðanna í varnar- og öryggismálum er í þróun. Ísland þarf vitaskuld að gæta að stöðu sinni í allri þeirri framvindu. Við höfum hins vegar lítið upp úr því að skipa okkur í sveit með þeim þjóðum í Evrópu sem mest ala á tortryggni í garð Bandaríkjanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stríð Moggans og Framsóknar

Þessi pirringur nær víðar. Maður þarf ekki að tala við marga stjórnarliða til að finna hvernig kraumar undir milli stjórnarflokkanna. Ætli sé ekki hægt að tala um ofboðslegan leiða í því sambandi – kannski ekki skrítið eftir ellefu sameiginleg ár í ríkisstjórn?

Fastir pennar
Fréttamynd

Fordómalaus umræða nauðsyn

Evran mun ekki leysa okkur undan því að takast á við efnahagsveruleikann af skynsemi, enda ætti enginn að óska sér slíks. Fyrr en okkur grunar munum við þurfa að taka afstöðu til stöðu okkar í heiminum og hagsmuna okkar til framtíðar. Evrópa stendur okkur næst og því hlýtur umræða um evru að fléttast inn í framtíðarsýn okkar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Með lýðheilsu að leiðarljósi

Og margt bendir til að útivist á grónum svæðum eða í óræktaðri náttúru hafi bein áhrif á lýðheilsu. Með öðrum orðum skiptir það máli fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar að við höfum aðgang að gróðri og náttúru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er breytinga þörf?

Nú stendur fyrir dyrum að skipa dómara í Hæstarétt. Í ljósi þess að dómsmálaráðherra hefur nýlokið samningum við einn umsækjanda vegna deilna frá fyrri embættaveitingu verður að meta stöðu hans þannig að eðlilegt megi telja að ráðherrann víki við meðferð málsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hnattvæðing - ekki sjálfgefin

Lífskjarabyltingin undanfarinn áratug og hálfan er til vitnis um að séu aðstæður réttar í hagkerfinu nýti einstaklingarnir tækifærin sem gefast, bæði heima og heiman. Alþjóðavæðing viðskiptalífsins er okkur því mjög mikilvæg, hagsmunir okkar krefjast frjálsra viðskipta á sem flestum sviðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óhætt að leggja við hlustir

Það er því rétt hjá framkvæmdastjóra LÍÚ að hér eru meiri hagsmunir í húfi en svo að drepa megi umræðunni á dreif þó að lausnin liggi ekki endilega á borðinu eins og sakir standa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stríðið í Írak var herfileg mistök

Stóra spurningin er hins vegar hvort hernámsliðið eigi að hverfa á braut – hvort það bæti ástandið eða geri það þvert á móti verra. Donald Rumsfeld líkir brottför hersins við að gefa nasistum aftur Þýskaland eftirstríðsáranna. En Bandaríkjamenn sjá hvernig kostnaðurinn í mannslífum og peningum vex stöðugt...

Fastir pennar
Fréttamynd

Krafa um ritskoðun – vill Mogginn búa til kreppu?

Gagnrýnin beinist aðallega gegn Morgunblaðinu. Það þykir alls ekki nógu jákvætt. Blaðið segir fréttir af misjafnri trú manna á íslenska viðskiptaundrinu, einkum í útlöndum. Fyrir vikið er Mogginn gagnrýndur fyrir að framkalla kreppu. Blaðið ætti líklega frekar að stinga þessu undir stól...

Fastir pennar
Fréttamynd

Innanlandsflugið til Keflavíkur

Að sama skapi er morgunljóst að hugmyndir um byggingu annars innanlandsflugvallar í allra næsta nágrenni höfuðborgarinnar, hvort sem það væri á Lönguskerjum eða annars staðar, eru úr sögunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ástkæra ylhýra málið

Landið og tungan eru okkar hornsteinar. Sú afstaða verður ekki byggð á sérvisku eða sjálfshroka, hún sækir ekki styrk sinn í einstrengingslegan þjóðernisrembing, heldur þá tilfinningu og vitneskju að ræturnar eru manni allt. Í því umhverfi lifir íslenskan.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ótrúlegar rangfærslur íslenskra fréttastofa

Í umfjöllun síðasta sólarhrings um Milosevic, fyrrum forseta Serbíu, hef ég orðið vitni af ótrúlegum rangfærslum, lygum, skilningsleysi og barnalegum fullyrðingum úr íslenskum fréttastofum.

Skoðun
Fréttamynd

Kjarabót hverra á þingmaðurinn við?

Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár.

Skoðun
Fréttamynd

Skynsamleg afstöðubreyting

Þróunin í samskiptunum við Bandaríkin getur leitt til þess að leggja þurfi ríkari áherslu á samstarf við Evrópuþjóðir á þessu sviði, til dæmis um lofthelgieftirlit. En kjarni málsins er sá að Evrópuþjóðirnar eru ekki í færum til að halda uppi fullnægjandi vörnum einar og óstuddar. Framlag Bandaríkjanna er þeim enn nauðsynlegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krónunni kastað?

Ef það er slíkt þjóðráð að taka upp gjaldmiðil nálægs viðskiptavinar, hvers vegna hefur Kanada þá ekki tekið upp Bandaríkjadal og Nýja-Sjáland Ástralíudal? Ástæðan er sú, að þessi ríki vilja hafa þann sveigjanleika í peningamálum, sem fylgir eigin seðlabanka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaninn kom – og Kaninn fór

Þá er það orðið opinbert. Herinn er að fara. Eftir allar bónarferðirnar og áköllin til Washington, er ekki lengur um neitt að semja. Pentagon ræður þessu. Vinaþjóðin í Vestri vill ekki lengur halda úti flugher fyrir okkur. Hefur um nóg að hugsa mitt í sínu hernaðarbrjálæði og fjárlagahalla...

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrirtæki, skuldbindingar, ágóði

Skilningur á eðli mannlegs samfélags er í raun og veru ein af forsendum athafnafrelsis. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki víst að tilfinningar, skuldbindingar og ágóði séu alfarið aðskilin fyrirbæri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuldasöfnun í samhengi

Langvinn uppsveifla án verðbólgu er nýjung í íslenzku efnahagslífi og virðist hafa slævt áhuga stjórnvalda á frekari umbótum í efnahagsmálum. Enn býst ríkið til að ráðast í risaframkvæmdir fyrir erlent lánsfé til að halda efnahagslífinu gangandi enn um sinn, þótt áhöld séu um arðsemi framkvæmdanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á að sæta sálfræðilegu lagi?

Þó að vatnalagafrumvarpið sé betrumbót er erfitt að halda því fram að allt standi og falli með tafarlausri afgreiðslu þess. Er ekki í því ljósi kostur, eins og að minnsta kosti einu sinni áður hefur verið gert, að sæta sálfræðilegu lagi til þess að sigla málinu inn fyrir skerjagarðinn?

Fastir pennar
Fréttamynd

Hve hratt eða hvert?

Hagvöxtur hefur á síðustu árum orðið að nánast algildum mælikvarða sem menn nota til að meta árangur ríkisstjórna, hagkerfa og jafnvel þjóðfélaga. Ástæðurnar fyrir þessu virðast augljósar því að án hagvaxtar er ekki líklegt að tekjur manna hækki, atvinnuleysi sé haldið í skefjum eða að fé finnist til velferðarmála. Þess vegna vekur það athygli þegar spurt er í blaði sem kalla mætti daglega ritningu kapítalismans, Financial Times, hvort mikilvægi hagvaxtar sé ofmetið í ríkum löndum og hvort slíkt ofmat geti leitt til rangrar stjórnarstefnu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Léleg hús, spákaupmennska og bílastæðakverúlantar

Útlendingur sagði við mig um daginn að Reykjavík væri "borg byggingakrananna". En það er athugunarefni hversu mikið af því sem er verið að byggja nú í góðærinu er lélegt. Maður heyrir sögur af flausturslegum vinnubrögðum og hryllilega slæmum frágangi...

Fastir pennar