

Bæði Ármann og Vallea áttu eftir að sanna sig á tímabilinu eftir sára ósigra í síðustu umferð, en Ármann sýndi sínar sterkustu hliðar og hafði betur 16-13 í spennandi leik.
Nýtt lið Þórs vann sinn annan leik í Vodefonedeildinni í CS:GO þegar liðið mætti Fylki í háloftakortinu Vertigo. Þór vann 16-11.
Leika þurfti 35 lotur til að skera úr um hver hefði betur í leik Fylkis og Kórdrengja í annarri umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Fylkir vann að lokum 19-16.
Dusty lagði línurnar fyrir aðra umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann Sögu Esport 16-10 í stórskemmtilegri viðureign.
Stórmeistarar Dusty léku sinn fyrsta leik í Vodafonedeildinni í CS:GO í gærkvöldi. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Ármann 16-3 í afar einhliða leik.
Fyrstu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO 2021-2021 lauk í gær þegar ríkjandi meistarar Dusty unnu stórsigur á Ármanni.
XY hafði betur eftir æsispennandi leik gegn Sögu í Vodafonedeildinni í CS:GO. Eftir frábæra byrjun hjá XY komst Saga yfir í upphafi síðari hálfleiks þar sem allt var í járnum fram að leikslokum.
Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum.
Nýtt lið Þórs gerði sér lítið fyrir og gjörsigraði Vallea í fyrsta leik liðanna á tímabilinu. Vallea kom engum vörnum við gegn StebbaC0C0 sem átti stóran þátt í 16-3 sigri Þórs.
XY lagði Kórdrengi í fyrsta leik tímabilsins í Vodafone deildinni í CS:GO. Eftir frábæran fyrri hálfleik fór að síga undan fæti hjá Kórdrengjum sem réðu ekkert við sterka sókn XY og töpuðu því 16-12.
Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, hefst á nýjan leik í kvöld með tveimur leikjum.
Hinagð til hafa bestu lið landsinsí CS:GO mæst í Vodafonedeildinni þar sem að liðin etja kappi í þessum vinsæla fyrstu persónu skotleik. Nú eru að fara af stað neðri deildir Vodafonedeildarinnar þar sem að hverjir sem er geta skráð sig og tekið þátt.
Dusty og Vallea áttust við í úrslitaviðureign Stórmeistaramóts Vodafafone í CS:GO í gær. Keppt var í Bo3 fyrirkomuagi þar sem að vinna þarf tvo af þrem leikjum til að sigra. Dusty hafði betur 2-0 og er því Stórmeistari Vodafone.
Annar keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Kórdrengja, Vallea, KR og Fylkis kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær.
Fyrsti keppnisdagur í Stórmeistarmótinu í CS:GO fór fram í gær, þar sem lið Rafmos, Dusty, Þórs og XY kepptu um sæti í úrslitaleik mótsins. Það lið sem hafði betur í þremur viðureignum fór áfram í undanúrslitaleik sem leikinn var í lok kvölds í gær.
Sýnt var frá þremur leikjum í 14. og síðustu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Þór sendi Fylki í umspilssæti, XY lagði hafið með rosalegri endurkomu og Dusty tapaði sínum fyrsta og síðasta leik tímabilsins gegn feiknarsterkum KR-ingum.
Sýnt var frá þremur leikjum í 13. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Dusty tryggði sér sigur í deildinni eftir spennandi leik gegn erkifjendunum í Hafinu. Nýliðar Tindastóls er örugirt frá falli eftir stórsigur á Þór og KR sparkaði Aurora endanlega úr deildinni og munu Kórdrengir koma í þeirra stað í haust.
Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar.
Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora.
Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt.
Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð.
Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli.
Sýnt var frá þremur leikjum í 7. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR tókust á í toppslagnum og hafði Dusty betur og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sannfærandi sigri á Hafinu. Nýráðinn þjálfari Aurora hafði lofað því að liðið bæri sigur úr býtum í kvöld og vann Aurora sinn fyrsta leik á tímabilinu.
Sýnt var frá þremur leikjum í 6. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Ekkert lát er á sigurgöngu Dusty sem vann öruggan sigur á Hafinu, og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigri á Fylki.
Sýnt var frá þremur leikjum í Vodafonedeildinni í CS:GO í gærkvöldi. Hart var tekist á í Vertigo kortinu og sigurganga Dusty heldur áfram eftir öruggan sigur á botnliðinu Aurora.
Þrír leikir eru á dagskrá Vodafone-deildarinnar í CS:GO í kvöld. Fyrsti leikur hefst klukkan 19.30 og standa herlegheitin yfir þangað til leiks Fylkis og Dusty lýkur en hann hefst klukkan 21.30.
Stálin stinn mættust í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar. Þar tókust á lið Dusty og Hafsins í hörkuspennandi viðureign. Eftir að Dusty hafði betur í Vertigo sem var þeirra kortaval var leiðinni haldið í Dust2, val Hafsins.
Úrslit Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar ráðast í viðureign kvöldsins. Þar mætast Dusty og Hafið en þessi lið hafa eldað grátt silfur undarfarin misseri. Dagskrá hefst kl 18:00 en viðureignin sjálf kl 20:00.
Úrslitin ráðast í dag er Dusty og HaFiÐ mætast í úrslitaleik Stórmeistaramótsins í Counter-Strike: Global Offensive. Upphitun fyrir leikinn byrjar klukkan 18:00 á opinni dagskrá á Stöð2 eSports, hér á Vísi og á twitch rás Rafíþróttasamtakana twitch.tv/rafithrottir.
Það er stór helgi framundan í rafíþróttaheiminum á Íslandi þar sem úrslitin í Vodafone deildinni munu ráðast