Körfubolti

Fréttamynd

Allir nema einn spá Grindavík sigri

Undanúrslit Lengjubikarsins fara fram í DHL-höllinni í kvöld og þar keppa fjögur lið um sæti í úrslitaleiknum á morgun. Fréttablaðið fékk þjálfara hinna liðanna í Iceland Express-deildinni til að spá um úrslit.

Körfubolti
Fréttamynd

Flottur sigur hjá Helga og félögum

08 Stockholm kom sér í kvöld úr fallsæti í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með sigri á einu af sterkari liðum deildarinnar, Borås Basket. Lokatölur voru 96-88.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi: Það er mikið talað um okkur hérna

Tímabilið fór ekki vel af stað hjá Solna Vikings í sænska körfuboltanum. Liðið byrjaði á þremur útileikjum og þeir töpuðust allir. Þegar liðið tapaði á móti Borås í fyrsta leik nóvembermánaðar sátu Solna-menn í næstsíðasta sæti með aðeins tvo sigra í átta leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena skoraði fimm stig

Helena Sverrisdóttir skoraði fimm stig fyrir lið sitt, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, þegar að liðið tapaði fyrir Wisla Can-Pack í Evrópudeild kvenna í kvöld, 72-69.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar unnu í Meistaradeildinni

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice unnu flottan 71-54 sigur á tékkneska liðinu Frisco Brno í Meistaradeild Evrópu í kvöld en Kosice lagði grunninn að sigrinum með því að vinna lokaleikhlutann 22-9.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með 13 stig á 20 mínútum

Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik á tímabilinu þegar lið hans CAI Zaragoza vann 67-59 sigur á Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í sex leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Skotsýning fyrir mömmu og pabba

Helgi Már Magnússon setti nýtt stigamet Íslendings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á dögunum. Helgi Már kom þá inn af bekknum og skoraði 39 stig á aðeins 29 mínútum í flottum sigri á gömlu félögunum hans í Uppsala.

Sport
Fréttamynd

Sundsvall missti toppsætið og Jämtland tapaði líka

Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Jämtland Basket töpuðu bæði sínum leikjum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundvall tapaði toppslagnum á móti Norrköping Dolphins og missti fyrir vikið toppsætið til Háhyrninganna.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi og Jón Arnór báðir stigalausir í dag

Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson komust hvorugir á blað í leikjum sinna liða í spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í dag og voru báðir íslensku landsliðsmennirnir í miklum villuvandræðum. Haukur Helgi og félagar í Assignia Manresa unnu góðan sigur en Jón Arnór og félagar í CAI Zaragoza þurftu að sætta sig við stórt tap.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena lét lítið fyrir sér fara í sigurleik

Helena Sverrisdóttir náði ekki að skora á þeim fjórtán mínútum sem hún spilaði er lið hennar, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, vann góðan sigur á spænska liðinu Rivas Ecopolis í Evrópudeild kvenna, 81-63.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með tíu stig í 91 stigs sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri á SK Moris Cassovia Kosice í slóvakísku deildinni um helgina. Good Angels vann leikinn 120-29 eða með 91 stigs mun.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap í fyrsta leik hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza töpuðu í fyrsta leik sínum á tímabilinu þegar liðið sótti Valencia heim í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Valenica vann leikinn 82-66 eftir að hafa verið 44-27 yfir í hálfleik.

Körfubolti