Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Stórsigur á Hvít-Rússum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan 9 marka sigur á Hvít-Rússum, 33-24 í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Ísland. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á Evrópumótinu sem fer fram í Sviss í janúar á næsta ári. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 7 mörk.

Sport
Fréttamynd

Leikið við Hvít-Rússa í kvöld

Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í dag Hvíta-Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður í Kaplakrika og hefst leikurinn klukkan 19.40. Hvít-Rússar eru sýnd veiði en ekki gefin en þjálfari liðsins, Alexander Kassakevic, er líklega besti handknattleiksmaður sem heimurin hefur átt. Leikurinn í kvöld er fyrri viðureign þjóðanna en síðari leikurinn fer fam í Minsk eftir viku.

Sport
Fréttamynd

Norðmenn unnu Bosníumenn

Norðmenn sigruðu Bosníumenn 36-23 í undankeppni Evrópumótsins í gær. Frakkar burstuðu Ísraelsmenn 35-18, Grikkir unnu nauman sigur á Úkraínumönnum, 26-25, og Austurríkismenn lögðu Slóvaka 25-19.

Sport
Fréttamynd

Sigfús jafnaði í lokin gegn Svíum

Ísland náði dramatísku jafntefli gegn Svíum í síðari vináttuleik þjóðanna í handbolta á Akureyri í kvöld, 31-31. Sigfús Sigurðsson náði að jafna þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Ísland leiddi í hálfleik 16-12 en Svíar náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik og komust yfir. Róbert Gunnarsson var markahæstur Íslands með 8 mörk.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir gegn Svíum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er fjórum mörkum yfir í hálfleik gegn Svíum, 16:12, í síðari vináttulandsleik þjóðanna en leikurinn fer fram í KA-heimilinu á Akureyri. Varnarleikurinn hefur verið frábær og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður búinn að verja 8 skot. Róbert Gunnarsson er markahæstur með 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

Sigfús jafnaði í blálokin

Ísland og Svíþjóð gerðu jafntefli, 31-31, í síðari vináttulandsleik sínum sem fram fór á Akureyri í gær. Ísland leiddi með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12. Svíar voru mikið mun betri í síðari hálfleik og Ísland jafnaði leikinn á lokasekúndunni en þar var á ferðinni Sigfús Sigurðsson.

Sport
Fréttamynd

Fjórir koma inn í hópinn

Íslenska landsliðið í handknattleik mætir Svíum í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld en Íslendingar sigruðu Svía í Kaplakrika á mánudagskvöld með 36 mörkum gegn 32. Ólafur Stefánsson, Vignir Svavarsson, Arnór Atlason og Björgvin Gústafsson kom inn í liðið í kvöld en Ásgeir Örn Hallgrímsson, Roland Valur Eradze og Markús Máni Michaelsson hvíla.

Sport
Fréttamynd

X-ið977 byrjar með íþróttafréttir

Í dag miðvikudag byrjar Rokk útvarpsstöðin X-ið 97.7 að nýju á því að útvarpa íþróttafréttum og mun sá hátturinn verða á hverjum virkum degi kl. 11.00. Með þessu gefst útvarpshlustendum kostur á að fá nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna snemma hvers dags en stöðin mun bjóða upp á ítarlegan sport-fréttapakka hverju sinni.

Sport
Fréttamynd

Gæti orðið erfitt að slá Einar út

Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna.

Sport
Fréttamynd

Hver var þessi Svíagrýla?

Ísland vann í gær sinn fyrsta sigur á fullskipu liði Svía í 17 ár í vináttulandsleik þjóðanna í Kaplakrika. Guðmundur Hrafnkelsson lék sinn síðasta landsleik. Einar Hólmgeirsson leit á þetta sem hvern annan leik og bauð upp á skotsýningu.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur fékk heiðursskiptingu

Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, til margra ára, var kvaddur í Kaplakrika í kvöld með 36-32 sigri á Svíum í vináttulandsleik.  Guðmundur lék fyrstu 14 mínútur leiksins en fékk þá sérstaka heiðursskiptingu en þetta var 20. landsliðsár hans. Guðmundur varði 3 skot á þeim rúmu 14 mínútum sem hann lék en hann lék sinn frysta landsleik á Friðarleikunum árið 1986.

Sport
Fréttamynd

Svíar lögðu Norðmenn í handbolta

Svíar sigruðu Norðmenn með eins marks mun, 26-25, í Ósló í gærkvöld en Svíar höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11. Jonas Ernelind var markahæstur Svía með sjö mörk og Martin Boqvist kom næstur með fimm.

Sport
Fréttamynd

Sögulegur sigur á Svíum í kvöld

Íslenska handboltalandsliðið vann sögulegan sigur á Svíum í kvöld en Ísland vann fyrri vináttulandsleik þjóðanna með fjórum mörkum, 36-32, í Kaplakrika. Þetta var í fyrsta sinn í tæp sautján ár sem íslenska landsliðið vinnur fullskpað landslið Svíþjóðar. Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir 9 mörk fyrir íslenska liðið í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Síðasti leikur Guðmundar

Íslenska landsliðið í handknattleik mætir í kvöld Svíum í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikurinn er liður í undirbúningi beggja liða fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins. Þar mæta Íslendingar Hvít-Rússum en Svíar leika gegn Pólverjum. Guðmundur Hrafnkelsson, sem leikið hefur 402 landsleiki fyrir Ísland, leikur í kvöld sinn síðasta landsleik.

Sport
Fréttamynd

Björgvin Páll til Eyjamanna

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, leikur með ÍBV á næstu leiktíð. Hann verður lánaður frá HK þar sem hann er samningsbundinn. Þetta kemur fram á vef Kópavogsliðsins.

Sport
Fréttamynd

Kveðjuleikur Guðmundar gegn Svíum

Merkilegum kafla í íslenskri handboltasögu lýkur á mánudaginn þegar Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður Íslands, spilar kveðjuleik sinn með landsliðinu gegn Svíum í Kaplakrika. Hann hefur spilað á þrennum Ólympíuleikum og alls 13 stórkeppnum þá tvo áratugi sem hann hefur spilað fyrir Íslands hönd.

Sport
Fréttamynd

Snorri Steinn semur við Minden

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur náð munnlegu samkomulagi við þýska liðið Minden og mun líklegast skrifa undir tveggja ára saming við liðið á allra næstu dögum.

Sport
Fréttamynd

Ólafur kemur á sunnudag

Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, mun koma til móts við félaga sína í liðinu á sunnudag vegna kveðjuleiks Talant Dujshebaev við heimsliðið á laugardag.

Sport
Fréttamynd

Tíu marka sigur Svía á Dönum

Svíar burstuðu Dani 33-23 í landsleik í handknattleik í Lanskrona í gærkvöld. Jonas Larholm var markahæstur Svía með níu mörk. Liðin léku í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld og þá höfðu Danir sigur, 23-21.

Sport
Fréttamynd

Greiðslan er hrikalega flott

Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar.

Sport
Fréttamynd

Ólafur ekki með í vikunni

Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður kemur ekki til liðs við íslenska landsliðið í handknattleik fyrr en á sunnudag, en liðið undirbýr sig fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Svíum hér heima í næstu viku og fyrri leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni Evrópumótsins 12. júní.

Sport
Fréttamynd

Fritz valinn bestur í Þýskalandi

Hennig Fritz, markvörður Kiel, var í gær valinn handknattleikmaður ársins í Þýskalandi. Þetta var kunngjört þegar þýska landsliðið sigraði stjörnulið þýsku úrvalsdeildarinnar 39-37 í Braunswig. Marcus Alm frá Svíþjóð og Oleg Veleky, Essen, urðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu.

Sport
Fréttamynd

ÍR-ingar bæta við sig leikmönnum

Karlalið ÍR í handbolta bætir enn við sig leikmönnum. Þorleifur Björnsson er kominn frá Gróttu/KR og Andri Númason frá Víkingi. Þá gekk markvörðurinn Gísli Guðmundsson til liðs við félagið á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Östringen í úrvalsdeildina

Kronau Östringen tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar liðið sigraði Hildesheim í seinni leik liðanna um sæti í deildinni. Kronau sigraði 26-22 og vann leikina tvo samtals með sjö marka mun.

Sport
Fréttamynd

Ciudad Real ekki í úrslit bikars

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real féllu í gærkvöld úr leik í spænsku bikarkeppninni í handknattleik þegar þeir biðu lægri hlut fyrir bikarmeisturum Valladolid, 34-31, í undanúrslitum. Ólafur skoraði tvö mörk í leiknum. Barcelona sigraði Ademar Leon 33-28 og mætir Valladolid í úrslitum um Konungsbikarinn.

Sport
Fréttamynd

Heimir sagði nei við Gróttu

Heimir Ríkarðsson handknattleiksþjálfari hafnaði tilboði frá Gróttu um fimm ára samning. Kristján Guðlaugsson, formaður handknattleiksdeildar félagsins, staðfesti þetta þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Heimir, sem var rekinn frá Fram í apríl, er í viðræðum við Fylki um að taka að sér stöðu hjá félaginu og aðstoða við að smíða alvöru handboltalið í Árbænum.

Sport
Fréttamynd

Samúel semur við Hauka

Samúel Ívar Árnason handknattleiksmaður, sem lék með ÍBV á síðustu leiktíð, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Hauka. Hann er annar leikmaður ÍBV sem gengur til liðs við Íslandsmeistarana en Kári Kristjánsson unglingalandsliðamaður gekk á dögunum í raðir Hafnarfjarðarliðsins.

Sport
Fréttamynd

Ciudad í undanúrslit bikarsins

Ciudad Real komst í gærkvöld í undanúrslit í Konungsbikarnum á Spáni þegar liðið sigraði Granollers með 39 mörkum gegn 24. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Ciudad Real mætir núverandi bikarmeisturum í Valladolid í undanúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Hlynur frá Gróttu/KR til Fylkis

Hlynur Mortens, markvörður í handknattleik, sem leikið hefur með Gróttu/KR mun leika með Fylkismönnum í Árbæ á næstu leiktíð. Hlynur bætist þar með í hóp fjölda handknattleiksmanna sem gengið hafa til liðs við Árbæinga síðustu vikur.

Sport
Fréttamynd

Róbert og Sturla misstu af titli

Kolding tryggði sér danska meistaratitilinn í gær með öruggum sigri á Aarhus, 31-27, í oddaleik. Kolding var mikið mun betra liðið í leiknum og svo gott sem tryggði sér sigur í leiknum í fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 16-8.

Sport