Gæti orðið erfitt að slá Einar út 7. júní 2005 00:01 Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Ólafur var ánægður með leikinn og það að liðið skyldi spjara sig án hans. „Það var tilgangurinn," sagði Ólafur af sínu þjóðþekkta lítillæti en hann hefur leikið ellefu landsleiki gegn Svíum á ferlinum og hefur Ísland tapað þeim öllum. „Kollegi minn, Einar Holmgeirsson, spilaði frábærlega og það gæti orðið erfitt fyrir mig að vinna aftur mína stöðu. 6:0 vörnin í seinni hálfleik var líka góð og mér leist vel á það og eins það að spila með tvo línumenn. Sóknarleikurinn var líka fínn og þetta gekk mjög vel," sagði Ólafur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir leik en Einar Hólmgeirsson átti stórleik í hægri skyttunni og skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum. Einar hefur skorað 33 mörk og nýtt 63% skota sinna í fjórum síðustu leikjum án Ólafs og það er því spennandi tvíeyki sem landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson getur teflt fram á næstunni. Ólafur Stefánsson hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á Heimsmeistaramótinu í Túnis en hann kom ekki strax til móts við landsliðið að þessu sinni þar sem hann tók þátt í kveðjuleik fyrir Talant Dujshebaev um helgina. ÓIafur er klár í næstu leiki og spilar með í seinni leiknum gegn Svíum á Akureyri í kvöld. „Skrokkurinn er í fínu standi og ég verð með í leiknum fyrir norðan enda vona ég að það verði ekki fleiri setur uppi í stúku hjá mér," sagði Ólafur en leikurinn fer fram í KA-húsinu og hefst klukkan 20. Íslenski handboltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Ólafur var ánægður með leikinn og það að liðið skyldi spjara sig án hans. „Það var tilgangurinn," sagði Ólafur af sínu þjóðþekkta lítillæti en hann hefur leikið ellefu landsleiki gegn Svíum á ferlinum og hefur Ísland tapað þeim öllum. „Kollegi minn, Einar Holmgeirsson, spilaði frábærlega og það gæti orðið erfitt fyrir mig að vinna aftur mína stöðu. 6:0 vörnin í seinni hálfleik var líka góð og mér leist vel á það og eins það að spila með tvo línumenn. Sóknarleikurinn var líka fínn og þetta gekk mjög vel," sagði Ólafur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir leik en Einar Hólmgeirsson átti stórleik í hægri skyttunni og skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum. Einar hefur skorað 33 mörk og nýtt 63% skota sinna í fjórum síðustu leikjum án Ólafs og það er því spennandi tvíeyki sem landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson getur teflt fram á næstunni. Ólafur Stefánsson hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á Heimsmeistaramótinu í Túnis en hann kom ekki strax til móts við landsliðið að þessu sinni þar sem hann tók þátt í kveðjuleik fyrir Talant Dujshebaev um helgina. ÓIafur er klár í næstu leiki og spilar með í seinni leiknum gegn Svíum á Akureyri í kvöld. „Skrokkurinn er í fínu standi og ég verð með í leiknum fyrir norðan enda vona ég að það verði ekki fleiri setur uppi í stúku hjá mér," sagði Ólafur en leikurinn fer fram í KA-húsinu og hefst klukkan 20.
Íslenski handboltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira