Íslenski handboltinn

Fréttamynd

KA ræður þjálfara

Handknattleiksdeild KA hefur ráðið Reyni Stefánsson sem þjálfara karlaliðs félagsins næstu tvö árin. Reynir var aðstoðarþjálfari meistaraflokks undanfarin tvö ár en þjálfaði þar á undan hjá Þór og Fram.

Sport
Fréttamynd

Haukar komnir í 2-0

Haukar frá Hafnafirði sigruðu ÍBV í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld í framlengdum leik, 39-35, eftir að leikar höfðu staðið jafnir eftir venjulegan leiktíma, 31-31. Haukar eru því komnir með tvo sigra í einvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn að Ásvöllum á fimmtudaginn.

Sport
Fréttamynd

ÍBV á mikið inni

Önnur viðureign lokaúrslitanna í DHL-deildinni í handknattleik karla fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld. Þar taka heimamenn í ÍBV á móti Haukum en fyrsta leik liðanna lauk með sigri Hauka, 31-30, eftir æsispennandi leik. Fréttablaðið fékk Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals, til að spá í viðureign kvöldsins. "ÍBV tekur þetta á heimavelli með fjórum mörkum, 27-23," sagði Óskar Bjarni. "Ég vil meina að leikmenn ÍBV eigi meira inni frá laugardeginum og þess vegna tel ég að þeir klári þennan leik."

Sport
Fréttamynd

Íslendingaliðið Weibern féll

Íslendingaliðið Weibern féll úr þýsku úrvaldeildinni í kvennahandbolta í gær. Þrjár íslenskar landsliðskonur leika með og Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari.

Sport
Fréttamynd

Kiel aftur á toppinn í Þýskalandi

Düsseldorf sigraði Wilhelmshavener 24-22 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Alexander Petterson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf en Gylfi Gylfason tvö fyrir Wilhelmshavener. Þá endurheimti Kiel efsta sæti deildarinnar með sigri á Lubecke 41-33 á útivelli og Nordhorn lagði Pfullingen 39-34.

Sport
Fréttamynd

Róbert sá rautt gegn Gummersbach

Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark þegar Wetzlar tapaði á heimavelli fyrir Gummersbach, 31-23, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Róbert var útilokaður frá leiknum þegar 10 mínútur voru til leiksloka þegar hann fékk sína þriðju brottvísun.

Sport
Fréttamynd

Barcelona og Magdeburg unnu

Barcelona hefur vænlega stöðu fyrir síðari leikinn í úrsliteinvígi Meistarakeppni Evrópu í handbolta gegn Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real eftir aðeins eins marks tap í Madríd í gær.

Sport
Fréttamynd

Haukasigur með minnsta mun

Haukar unnu fyrsta úrslitaleikinn gegn ÍBV í handbolta karla með minnsta mögulega mun, 31-30, og það stefnir í jafnt og spennandi úrslitaeinvígi sem fer næst til Eyja á þriðjudaginn.

Sport
Fréttamynd

Íslendingar í sviðsljósinu

Fyrri úrslitaleikir Evrópukeppni félagsliða í handboltanum fara fram í dag og eru íslenskir handboltamenn í sviðsljósinu að þessu sinni.

Sport
Fréttamynd

Dómarar neikvæðir í garð Eyjamanna

Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV í handbolta, er ekki sáttur við dómgæslunni í leikjum liðsins að undanförnu. Telur hann meðal annars að dómarar byrji leiki í Vestmannaeyjum neikvæðir í garð heimaliðsins. Þetta segir Sigurður í Fréttaljósi, þætti á sjónvarpsstöðinni Fjölsýn, sem sýndur verður á sunnudag en greint er frá því á <em>Eyjafréttum.is</em> í dag.

Sport
Fréttamynd

Mikill stígandi í ÍBV

Rétt eins og í kvennaflokki eru það Haukar úr Hafnarfirði og ÍBV úr Eyjum sem mætast í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Fréttablaðið fékk fyrrum landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson, sem er ný tekinn við liði Fram, til að spá í spilin fyrir einvígi liðanna sem hefst á Ásvöllum í dag klukkan 16:15.

Sport
Fréttamynd

Hlaupum ekki frá þessu verkefni

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu Finnbogi Sigurðsson og Júlíus Jónasson eiga hlutverkaskipti hjá ÍR fyrir næsta tímabil DHL-deildarinnar í handknattleik.

Sport
Fréttamynd

Mætir Spánverjum og Þjóðverjum

Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur í riðli með Evrópumeisturum Þjóðverja, Spánverjum, Kongóbúm og Kínverjum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi 15.-28. ágúst í sumar. Þrjár efstu þjóðirnar í riðlinum komast áfram í milliriðla.

Sport
Fréttamynd

Haukakonur meistarar í 7. sinn

Haukakonur eru Íslandsmeistarar í handbolta kvenna í sjöunda sinn frá upphafi eftir 26-23 sigur á ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni í ár og unnu titilinn í þriðja sinn á síðustu fimm árum.

Sport
Fréttamynd

Allir á förum frá ÍR?

Það bendir allt til þess að ÍR muni tefla fram mikið breyttu liði á næstu leiktíð enda eru leikmenn félagsins mjög eftirsóttir.

Sport
Fréttamynd

Heimir hafnaði KA

Það ætlar ekki að ganga þrautalaust fyrir handknattleiksdeild KA að finna nýjan þjálfara í stað Jóhannesar Bjarnasonar sem sagði starfinu lausu þegar KA lauk keppni á Íslandsmótinu í ár.

Sport
Fréttamynd

Þórir til TuS N-Lübbecke

Þórir Ólafsson, hornamaður Hauka, skrifaði undir tveggja ára samning við þýska 1. deildarliðið TuS N-Lübbecke í gær. Frá þessu er greint á heimsíðu félagsins í morgun.

Sport
Fréttamynd

Snorri og Einar með 19 mörk

Snorri Steinn Guðjónsson og Einar Hólmgeirsson fóru á kostum og skoruðu samtals 19 mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði reyndar fyrir Hamborg, 31-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Snorri skoraði tíu mörk og Einar níu.

Sport
Fréttamynd

Kjartan biðst afsökunar

Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur.

Sport
Fréttamynd

Haukastúlkur Íslandsmeistarar

Haukar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna með 26-23 sigri á ÍBV nú í kvöld, og 3-0 samtals úr einvíginu. Eyjastúlkur höfðu titil að verja en áttu ekkert svar við sterkum leik Haukastúlkna.

Sport
Fréttamynd

Lið ÍBV verður að stöðva Ramune

Lið Hauka í DHL-deild kvenna í handknattleik getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV á Ásvöllum í kvöld. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá í viðureign kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Hannes Jón til Danmerkur?

ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson er með tveggja ára samningstilboð á borðinu frá danska úrvalsdeildarliðinu Ajax í Kaupmannahöfn en félagið vann sig upp í úrvalsdeildina. Hannes Jón sagði við íþróttadeildina að væntanlega yrði gengið frá samningnum á næstu dögum.

Sport
Fréttamynd

Snorri í liði vikunnar

Handknattleiksmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Grosswallstad, var valinn í lið vikunnar í þýsku úrvalsdeildinni af blaðinu <em>Handwall Woche</em>. Þetta er í annað skiptið sem Snorri Steinn er í liði vikunnar í vetur en hann hefur leikið mjög vel í síðari umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 102 mörk í vetur.

Sport
Fréttamynd

Haukakonur komnar í 2-0 gegn ÍBV

Haukakonur vantar aðeins einn sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir 24-25 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna sem fram fór í Eyjum í kvöld. Alla Gokorian var nærri því búin að tryggja ÍBV framlengingu en jöfnunarmark hennar kom aðeins of seint.

Sport
Fréttamynd

Gísli bestur hjá Frederica

Gísli Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Gróttu/KR í handknattleik, var um helgina valinn besti leikmaðurinn hjá danska félaginu Frederica. Gísli lék um helgina sinn síðasta leik með félaginu og skoraði fjögur mörk gegn Bjerringbro. Á næstu leiktíð leikur Gísli með Ajax sem tryggt hefur sér sæti í úrvalsdeildinni í Danmörku.

Sport
Fréttamynd

Fylkir safnar liði í handboltanum

Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest.

Sport
Fréttamynd

Ágúst þjálfar kvennalið Vals

Ágúst Jóhannsson var síðdegis í gær ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik, en hann tekur við starfinu af Guðríði Guðjónsdóttur sem sagt var upp á dögunum. Ágúst hefur síðastliðin þrjúr ár þjálfað Gróttu/KR. Hann er ekki ókunnugur í herbúðum Vals því hann þjálfaði kvennaliðið í þrjú ár og vann með liðinu bikarameistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Dagur með tvö mörk gegn Linz

Dagur Sigurðsson skoraði tvö mörk þegar Bregenz frá Austurríki sigraði Linz 29-23 í úrslitakeppni austurrísku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, en Bregenz er í þriðja sæti deildarinnar og hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum um meistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Snorri góður gegn Wilhelmshavener

Grosswallstadt sigraði Wilhelmshavener 22-21 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Grosswallstadt með átta mörk og Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur. Gylfi Gylfason skoraði fjögur mörk fyrir Wilhelmshavener.

Sport