Fylkir safnar liði í handboltanum 26. apríl 2005 00:01 Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að fimm leikmenn hafi hug á að semja við Fylki og að þeir muni semja við félagið á næstu dögum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannesson, Ingólfur Axelsson, Guðlaugur Arnarsson og Arnar Þór Sæþórsson. Heimir og Hlynur koma frá Val en hinir þrír léku allir með Fram síðasta vetur. Nafn Valsarans Baldvins Þorsteinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en samkvæmt sömu heimildum gæti vel farið svo að hann gangi einnig í raðir Fylkis. Heimir Örn tilkynnti Valsmönnum í gær að hann væri hættur hjá félaginu og þegar Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann væri á leið í Fylki var svarið einfalt: "No comment." "Það hafa leikmenn lýst yfir áhuga á að spila með okkur en við höfum ekki samið við neinn leikmann enn sem komið er," sagði Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem fagnaði því að leikmenn sýndu áhuga á að koma til félagsins. Hann segir Fylkismenn ekki ætla að vera neina farþega í deildinni næsta vetur. "Það standa allir jafnfætis næsta vetur og nú er rétti tíminn til þess að taka þátt. Fylkishverfið fer sístækkandi og það ætti að vera grundvöllur fyrir því að reka öflugt handboltastarf hjá Fylki á komandi árum." Það er ekki ódýrt að byggja meistaraflokk frá grunni en Sigurður segir að fjárhagslegar aðstæður séu í góðu lagi. "Við erum komnir með góða bakhjarla sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og vonandi slást fleiri í slaginn með okkur. Viðhorfið gagnvart handboltastarfi í Árbænum er mjög jákvætt," sagði Sigurður. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira
Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að fimm leikmenn hafi hug á að semja við Fylki og að þeir muni semja við félagið á næstu dögum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannesson, Ingólfur Axelsson, Guðlaugur Arnarsson og Arnar Þór Sæþórsson. Heimir og Hlynur koma frá Val en hinir þrír léku allir með Fram síðasta vetur. Nafn Valsarans Baldvins Þorsteinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en samkvæmt sömu heimildum gæti vel farið svo að hann gangi einnig í raðir Fylkis. Heimir Örn tilkynnti Valsmönnum í gær að hann væri hættur hjá félaginu og þegar Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann væri á leið í Fylki var svarið einfalt: "No comment." "Það hafa leikmenn lýst yfir áhuga á að spila með okkur en við höfum ekki samið við neinn leikmann enn sem komið er," sagði Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem fagnaði því að leikmenn sýndu áhuga á að koma til félagsins. Hann segir Fylkismenn ekki ætla að vera neina farþega í deildinni næsta vetur. "Það standa allir jafnfætis næsta vetur og nú er rétti tíminn til þess að taka þátt. Fylkishverfið fer sístækkandi og það ætti að vera grundvöllur fyrir því að reka öflugt handboltastarf hjá Fylki á komandi árum." Það er ekki ódýrt að byggja meistaraflokk frá grunni en Sigurður segir að fjárhagslegar aðstæður séu í góðu lagi. "Við erum komnir með góða bakhjarla sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og vonandi slást fleiri í slaginn með okkur. Viðhorfið gagnvart handboltastarfi í Árbænum er mjög jákvætt," sagði Sigurður.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira