Ástin á götunni

Fréttamynd

Þjóðverjar í undanúrslitin

Þjóðverjar tryggðu sér áðan sæti í undanúrslitum álfukeppninnar í knattspyrnu þegar þeir lögðu Afríkumeistara Túnis 3-0 í A-riðli. Öll mörkin komu á síðustu 16 mínútum leiksins frá þeim Michael Ballack, Sebastien Schweinsteiger og Mike Hanke. Argentínumenn geta fylgt Þjóðverjum upp úr riðlinum sigri þeir Ástralíu í kvöld.

Sport
Fréttamynd

ÍA hópurinn sem fór til Finnlands

Skagamenn héldu til Finnlands í gær þar sem liðið mætir Inter Turku í 1. umferð Inter-toto keppninnar í knattspyrnuá morgun sunnudag. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá síðari verður á Akranesi viku síðar. Töluverð meiðsli hrjá Skagaliðið þessa dagana.

Sport
Fréttamynd

Heiðar hafnaði tilboði Watford

Enskir fjölmiðlar greina frá því að landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hjá Watford hafi hafnað tilboði um nýjan samning við félagið. Adrian Boothroyd, stjóri liðsins, býst við að Heiðar fari frá félaginu ef rétt verð fæst fyrir hann.

Sport
Fréttamynd

Pires til Valencia?

Robert Pires, miðvallarleikmaður Arsenal, gæti verið á förum frá félaginu til spænska liðsins Valencia fyrir þrjár milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Hannes skoraði í stórslagnum

U21 landsliðsmaðurinn Hannes Sigurðsson skoraði síðara mark Viking Stavanger sem sigraði Vålerenga í Osló 2-1 í í dag í fyrsta leik 11.umferðar í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga sem er jafnt Viking að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar með 18 stig.

Sport
Fréttamynd

Ruddust inn á fund hjá UEFA

Eggert Magnússon og kollegar hans í framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu fengu heldur óvænta heimsókn á ráðstefnu nefndarinnar sem nú stendur yfir á City of Manchester Stadium í Manchester á Englandi. Óhressir stuðningsmenn Manchester United, andstæðingar bandaríska auðnjöfurins Malcolm Glazer vildu hafa áhrif á niðurstöðu ráðstefnunnar.

Sport
Fréttamynd

Hann er lítill fjarsjóður

„Ég lít á það sem lítinn fjarsjóð að geta valið leikmann með þennan persónuleika og þessa hæfileika í mitt lið,“ sagði Carlos Alberto Perreira eftir leik Brasilíu gegn Grikklandi í álfukeppninni sem nú stendur yfir í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Guðjón neitar orðrómi

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, þvertók í gær fyrir það að hann væri að fá írska varnarmanninn Brian O’Callaghan til liðs við félagið, en Guðjón fékk leikmanninn sem kunnugt er til liðs við sig þegar hann var við stjórnartaumana hjá Keflavík á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti titill Inter í sjö ár

Inter tryggði sér í gær ítalska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið lagði Roma 1-0 í síðari leik liðanna og samanlagt 3-0 í báðum leikjunum. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1998 sem Inter vinnur titil en það ár sigraði Inter í Evrópukeppni félagsliða.

Sport
Fréttamynd

Lyn og Tromsö féllu úr bikarkeppni

Norsku úrvalsdeildarliðin Lyn og Tromsö féllu óvænt úr leik í 32 liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Stefán Gíslason skoraði eina mark Lyn sem tapaði fyrir Hönefoss 2-1 en Tromsö tapaði fyrir Alta 2-1. Jóhannes Harðarson og félagar í Start unnu Manndalskammeratanna 2-1 og Haraldur Freyr Guðmundsson var í liði Álasunds sem lagði Hödd einnig 2-1.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar í úrslit á EM kvenna

Þýskaland tryggði sér í gær sæti í úrslitum í Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrnu en Þjóðverjar lögðu Finna í undanúrsllitum með fjórum mörkum gegn einu.

Sport
Fréttamynd

Þýskalandi lagði Ástralíu

Þýskaland sigraði Ástralíu með fjórum mörkum gegn þremur í Álfukeppninni í knattspyrnu sem hófst í gær og Argenínumenn lögðu Túnisa með tveimur mörkum gegn einu, en þessi lið leika í A-riðli. Í dag hefst keppni í B-riðli. Japan mætir Mexíkó og heimsmeistarar Brasilíumanna leika gegn Evrópumeisturum Grikkja.

Sport
Fréttamynd

Fjölnir lagði HK í 1. deild

Fjölnir vann HK á útivelli með tveimur mörkum gegn engu í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Atli Guðnason skoraði bæði mörk Fjölnis sem er í sjötta sæti deildarinnar með 6 stig en HK er í áttunda sæti með 5 stig.

Sport
Fréttamynd

Van Persie áfram í varðhaldi

Farið hefur verið fram á að gæsluvarðhald yfir hollenska landsliðsmanninum Robin van Persie verði framlengt út morgundaginn, vegna meintrar nauðgunar hans á ungri stúlku um helgina.

Sport
Fréttamynd

Nýtt tilboð frá Sheffield

Forráðamenn Sheffield United, sem leikur í ensku 1. deildinni, hafa ekki gefið upp vonina um að krækja í Heiðar Helguson sem er eftirsóttur þessa daganna.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo nálægt samningi við United

Nú lítur út fyrir að Manchester United muni ná að landa nýjum samningi við portúgalska snillinginn Cristiano Ronaldo, sem hefur verið mjög eftirsóttur undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Carroll til West Ham

Markvörðurinn Roy Carroll hefur gengið til liðs við nýliða West Ham í ensku úrvalsdeildinni og mun verja mark þeirra á næstu leiktíð. Carroll varði sem kunnugt er mark Manchester United í fyrra, en var gagnrýndur mikið fyrir klaufamistök og þótti ekki boðlegur sem lykilmaður í jafn stóru liði.

Sport
Fréttamynd

Bologna skrefi nær efstu deild

Bologna sigraði Parma með einu marki gegn engu í umspili liðanna um að halda sæti sínu í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu, en þetta var fyrri leikur liðanna. Igli Tare skoraði eina mark leiksins, þjálfarar liðanna fengu báðir að líta rauða spjaldið og fá ekki að stýra liðum sínum um næstu helgi þegar það ræðst hvort liðið heldur sæti sínu í efstu deild.

Sport
Fréttamynd

Hækkar sig í fyrsta sinn í 13 mánu

Nú horfir til bjartari daga hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir afar langt og erfitt ár. Í gær komu nefnilega loksins jákvæðar fréttir um stöðu íslenska landsliðsins á styrkleikalista FIFA sem FIFA birti í gær fyrir júnímánuð.

Sport
Fréttamynd

Persie áfram í grjótinu í nótt

Hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie, sóknarmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrn dúsar í fangelsisklefa í nótt, aðra nóttina í röð. Hann var handtekinn í gærkvöldi, mánudagskvöld, eftir að stúlka kærði hann fyrir nauðgun í Rotterdam í Hollandi en atvikið á að hafa átt sér stað sl. laugardagskvöld.

Sport
Fréttamynd

Van Persie grunaður um nauðgun

Sóknarmaður Arsenal, Hollendingurinn Robin Van Persie, er í haldi lögreglunnar í Rotterdam, grunaður um nauðgun. Van Persie, sem er 21 árs, var handtekinn í gær en meint nauðgun átti sér stað um helgina. Leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður en það má halda honum í þrjá daga án ákæru.

Sport
Fréttamynd

Risakaup Real í bígerð?

Real Madrid er tilbúið að borga 110 milljónir punda, eða rúmlega 13 milljarða króna, fyrir Steven Gerrard hjá Liverpool og Thierry Henry Arsenal að sögn enska götublaðsins <em>The Sun</em>. Madridarliðið hefur ekki unnið titil undanfarin tvö keppnistímabil.

Sport
Fréttamynd

Ástralía mun tilheyra Asíu

Forseti FIFA, Sepp Blatter, segir ekkert því til fyrirstöðu að ástralska landsliðið í knattspyrnu getið fengið að tilheyra asíska knattspyrnusambandinu. Blatter býst við að af þessu verði strax í september n.k. Mun því teljast æ líklegra að við sjáum Ástralíu í lokakeppni HM í nánustu framtíð en það hefur ekki gerst síðan 1974.

Sport
Fréttamynd

Öll liðin í okkar riðli með leik

Ungverjar tryggðu sér í gær vináttulandsleik við Argentínumenn sem fram fer 17. ágúst næstkomandi í Búdapest. Þar með er það ljóst að allar þjóðirnar í okkar riðli í undankeppni HM, nema Ísland, eru komin með vináttulandsleik 17. ágúst en FIFA hugsar þennan dag sem tækifæri fyrir vináttulandsleiki.

Sport
Fréttamynd

Inter sigraði í fyrri leiknum

Adriano skoraði bæði mörk Inter Milan í 2-0 útisigri á Roma í fyrri leik liðanna um Ítalska bikarinn í knattspyrnu í gær.

Sport
Fréttamynd

Bröndby meistari

Bröndby tryggði sér meistaratitilinn í Danmörku í gær með því að vinna stórsigur 7-0 á Herfölge.  Thomas Kahlenberg var besti maður leiksins og skoraði tvö mörk. Bröndby á enn tvo leiki eftir í deildinni, er í efsta sæti með 63 stig en FC Kaupmannahöfn er í öðru sæti með 52 stig og á þrjá leiki eftir. 

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigur Völsungs

Völsungur vann sinn fyrsta sigur í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði Fjölni 1-0. Þá lagði Þór Akureyri Hauka á útvelli með sama markamun.

Sport
Fréttamynd

Norðmenn í undanúrslit EM kvenna

Noregur tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu með 5-3 sigri á Ítalíu í B-riðli en keppnin fer fram í Englandi. Norsku stúlkurnar mæta toppliði A-riðils, Svíum, í undanúrslitunum á fimmtudag en Þjóðverjar mæta Dönum á miðvikudag. Þýsku stúlkurnar unnu 3-0 sigur á Frökkum í dag og höfnuðu efstar í B-riðli.

Sport
Fréttamynd

Svíar og Danir áfram á EM kvenna

Svíar og Danir komust í gær í undanúrslit Evrópukeppni kvennalandsliða á Englandi. Svíar sigruðu heimastúlkur 1-0 í lokaumferðinni í A-riðli en Danir komust áfram þrátt fyrir tap fyrir Finnum, 2-1.

Sport
Fréttamynd

Kuranyi yfirgefur Stuttgart

Þýski landsliðssóknarmaðurinn Kevin Kuranyi er að yfirgefa Suttgart þar sem hann hefur verið síðan 1997 en hann er á leið til Schalke í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu. Kuranyi kveðst í viðtali í þýska blaðinu Bild am Sonntag í dag hafa skrifað undir 5 ára samning við félagið.

Sport