Þrjú lið áfram með fullt hús 20. ágúst 2005 00:01 Man. Utd, Tottenham og Charlton hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann fyrsta sigurinn en Newcastle á enn eftir að skora. Tottenham vann annan leikinn í röð 2-0 og er á toppnum á markatölu og ekki gladdi það stuðningsmenn Spurs minna að sjá Edgar Davids spila sinn fyrsta leik með liðinu. Jermain Defoe skoraði annan leikinn í röð og þar var glæsimark á ferðinni sem gladdi örugglega landsliðsþjálfarann Sven-Göran Eriksson sem var á vellinum. „Staða okkar í deildinni á þessum tímapuntki skipti okkur litlu. Af hverju ættum við að vera að missa okkur eftir aðeins tvo leiki. Það sem skiptir okkur mestu máli er að ná stöðugleika í liðið," sagði stjórinn Martin Jol eftir leikinn en hann var ánægður með Davids. „Þetta var hans fyrsti leikur í marga mánuði og hann var okkar hetja. Hann er nákvæmlega eins leikmaður og ég bjóst við og við erum bæði sterkari líkamlega og andlega með hann innanborðs." Ruud kominn í gang Manchester United vann sanngjarnan sigur á Aston Villa þótt aðeins potmark Ruud van Nistelrooy á 66. mínútu hafi skilið á milli liðanna. Aston Villa hugsaði nær eingöngu um að verjast í leiknum. Sir Alex Ferguson var ánægður með Hollendinginn og hefur sett kröfu um að hann brjóti 30 marka múrinn í vetur. „Það er mjög mikilvægt fyrir liðið að Ruud skori því hann er óstöðvandi þegar hann kemst í gang. Á fyrstu tveimur tímabilunum skoraði hann 36 og 44 mörk og hann getur vel skorað svo mörg mörk aftur," sagði Alex en Ruud sjálfur játaði það að hafa oft spilað betur. „Ég viðurkenni að ég spilaði ekki vel en það er alltaf gott að skora. Þrjú mörk í þremur leikjum er frábær byrjun og það er mjög mikilvægt fyrir mig að vera farinn að skora á ný og sem betur fer var ég á réttum stað á réttum tíma í dag," sagði Nistelrooy eftir leik. Liverpool vann sinn fyrsta sigur þegar liðið vann Sunderland 1-0. Xabi Alonso skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Frammistaða liðsins var þó ekki glæsileg og slök byrjun Evrópumeistaranna hefur kallað á gagnrýnisraddir. „Það var ekkert flæði í okkar leik en eftir erfiða viku þar sem fullt að mönnum voru að spila með sínum landsliðum í 90 mínútur þá var það mikilvægast fyrir okkur að ná í þrjú sitg," sagði stjórinn Rafael Benitez eftir leikinn. Bent byrjar vel hjá Charlton Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Charlton eru einnig á sigurbraut og það var nýi leikmaður liðsins Darren Bent sem skoraði sigurmarkið gegn nýliðum Wigan með skalla eftir fyrirgjöf Danny Murphy. Bent, sem var keyptur frá Ipswich fyrir tímabilið, kórónaði þar með frábæra viku en hann skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum, var valinn í enska landsliðið í vikunni og skoraði svo sitt þriðja mark í tveimur leikjum í gær. Alan Shearer og félagar í Newcastle gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn nýliðum West Ham og eiga því enn eftir að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu en Geoff Horsfield skoraði hinsvegar tvö mörk fyrir West Bromwich sem vann 2-1 sigur á Portsmouth. Blackburn og Man City unnu einnig góða sigri í gær og það var Andy Cole sem tryggði Manchester City góðan útisigur á Birmingham með laglegu marki. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Sjá meira
Man. Utd, Tottenham og Charlton hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann fyrsta sigurinn en Newcastle á enn eftir að skora. Tottenham vann annan leikinn í röð 2-0 og er á toppnum á markatölu og ekki gladdi það stuðningsmenn Spurs minna að sjá Edgar Davids spila sinn fyrsta leik með liðinu. Jermain Defoe skoraði annan leikinn í röð og þar var glæsimark á ferðinni sem gladdi örugglega landsliðsþjálfarann Sven-Göran Eriksson sem var á vellinum. „Staða okkar í deildinni á þessum tímapuntki skipti okkur litlu. Af hverju ættum við að vera að missa okkur eftir aðeins tvo leiki. Það sem skiptir okkur mestu máli er að ná stöðugleika í liðið," sagði stjórinn Martin Jol eftir leikinn en hann var ánægður með Davids. „Þetta var hans fyrsti leikur í marga mánuði og hann var okkar hetja. Hann er nákvæmlega eins leikmaður og ég bjóst við og við erum bæði sterkari líkamlega og andlega með hann innanborðs." Ruud kominn í gang Manchester United vann sanngjarnan sigur á Aston Villa þótt aðeins potmark Ruud van Nistelrooy á 66. mínútu hafi skilið á milli liðanna. Aston Villa hugsaði nær eingöngu um að verjast í leiknum. Sir Alex Ferguson var ánægður með Hollendinginn og hefur sett kröfu um að hann brjóti 30 marka múrinn í vetur. „Það er mjög mikilvægt fyrir liðið að Ruud skori því hann er óstöðvandi þegar hann kemst í gang. Á fyrstu tveimur tímabilunum skoraði hann 36 og 44 mörk og hann getur vel skorað svo mörg mörk aftur," sagði Alex en Ruud sjálfur játaði það að hafa oft spilað betur. „Ég viðurkenni að ég spilaði ekki vel en það er alltaf gott að skora. Þrjú mörk í þremur leikjum er frábær byrjun og það er mjög mikilvægt fyrir mig að vera farinn að skora á ný og sem betur fer var ég á réttum stað á réttum tíma í dag," sagði Nistelrooy eftir leik. Liverpool vann sinn fyrsta sigur þegar liðið vann Sunderland 1-0. Xabi Alonso skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Frammistaða liðsins var þó ekki glæsileg og slök byrjun Evrópumeistaranna hefur kallað á gagnrýnisraddir. „Það var ekkert flæði í okkar leik en eftir erfiða viku þar sem fullt að mönnum voru að spila með sínum landsliðum í 90 mínútur þá var það mikilvægast fyrir okkur að ná í þrjú sitg," sagði stjórinn Rafael Benitez eftir leikinn. Bent byrjar vel hjá Charlton Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Charlton eru einnig á sigurbraut og það var nýi leikmaður liðsins Darren Bent sem skoraði sigurmarkið gegn nýliðum Wigan með skalla eftir fyrirgjöf Danny Murphy. Bent, sem var keyptur frá Ipswich fyrir tímabilið, kórónaði þar með frábæra viku en hann skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum, var valinn í enska landsliðið í vikunni og skoraði svo sitt þriðja mark í tveimur leikjum í gær. Alan Shearer og félagar í Newcastle gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn nýliðum West Ham og eiga því enn eftir að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu en Geoff Horsfield skoraði hinsvegar tvö mörk fyrir West Bromwich sem vann 2-1 sigur á Portsmouth. Blackburn og Man City unnu einnig góða sigri í gær og það var Andy Cole sem tryggði Manchester City góðan útisigur á Birmingham með laglegu marki.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Sjá meira