Tækni Umfangsmikil GSM uppbygging Og Vodafone í Eyjafirði Og Vodafone hefur nú lokið umfangsmikilli uppbyggingu á GSM kerfi fyrirtækisins á ákveðnum svæðum í Eyjafirði. Uppbyggingin hófst við Sörlagötu á Akureyri í febrúar á þessu ári en lauk við Klauf/Hrafnagil um helgina. Innlent 1.8.2006 14:05 Microsoft sektað Evrópusambandið hefur sektað bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft um 280 milljónir evra, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Erlent 12.7.2006 18:29 Hægt að skoða gögn óháð stað og stund Og Vodafone hefur hafið sölu á Nokia farsímum sem búa yfir BlackBerry lausn (BlackBerry Connect) sem gerir farsímanotendum mögulegt að fá tölvupóst, dagbókina, tengiliðalista og aðrar upplýsingar beint í símtækið. Um er að ræða lausn sem virkar fyrir ákveðnar gerðir Nokia farsíma og farsíma með Microsoft stýrikerfi. Innlent 5.7.2006 10:52 Betri GSM þjónusta í miðbænum á 17. júní Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í miðbæ Reykjavíkur fyrir hátíðarhöld á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM viðskiptavinum þar sem gera má ráð fyrir miklum fjölda gesta í tengslum við hátíðarhöld á svæðinu. Innlent 16.6.2006 14:15 Engir reikningar þegar heim er komið Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt frá helstu nágrannalöndum án þess að skrá númerið sitt sérstaklega. Jafnframt eru símtöl gjaldfærð af inneign um leið og því þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af bakreikningum þegar heim er komið. Innlent 15.6.2006 12:52 Eve Online fer vel af stað í Kína Yfir þrjátíu þúsund notendur skráðu sig inn á netleikinn Eve Online á fyrstu klukkustundunum eftir að opnað var fyrir aðgang að honum í Kína í dag. Það er íslenska fyrirtækið CCP sem á og rekur leikinn, en hann gerist úti í geimnum eftir mörg þúsund ár. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum CCP að yfir 200 þúsund manns hafi skráð sig til leiks á opnunardeginum sem nálgast fjölda íslensku þjóðarinnar. Innlent 13.6.2006 18:04 Og Vodafone forgangsraðar gögnum um Netið Ný þjónusta sem Og Vodafone hefur tekið í gagnið gerir það að verkum að viðskiptavinir geta síður átt von á því að verða fyrir truflunum þegar þeir vafra um netið. Vefsíðum, póstþjónustu og gögnum vegna fjarvinnutenginga er forgangsraðað þannig að fólk verður minna vart við bilanir og aðrar truflanir á netinu. Innlent 8.6.2006 16:11 Hægt að hringja og senda SMS þó inneign klárast Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt eða sent SMS þó svo að inneign þeirra klárist. Um er að ræða þjónustu sem nefnist S.O.S. en hún gerir notanda, sem hefur litla eða enga innistæðu, mögulegt að nota GSM símann áfram þegar mikið liggur við. Innlent 26.5.2006 13:46 Þreföldun símtala úr heimasíma Fjöldi símtala úr heimasíma í símakerfi Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu þrefaldaðist á meðan símakosning fyrir forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) fór fram í gærkvöldi. Innlent 19.5.2006 16:57 Þráðlaust net á vellinum í sumar Og Vodafone hefur tekið í notkun þráðlaust net (Hot Spot) á öllum völlum í efstu deild karla og kvenna í sumar, alls 13 völlum. Innlent 18.5.2006 11:19 208% aukning í sölu á MP3 hringitónum Sala á MP3 hringitónum hjá Og Vodafone hefur aukist um 208% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 samanborið við fjórða ársfjórðung 2005. Ein helsta ástæðan fyrir aukinni sölu er að nú geta viðskiptavinir einnig sótt sér MP3 hringitóna í gegnum Vodafone live! farsíma. Innlent 11.5.2006 13:32 Eflir GSM sambandið á Hvolsvelli og nágrenni Og Vodafone hefur eflt GSM kerfi sitt í Rangárþingi eystra með uppsetningu á nýjum búnaði sem tryggir viðskiptavinum á svæðinu enn betri þjónustu en áður. Bætt þjónusta nær einkum til Hvolsvallar og nágrenni. Innlent 11.5.2006 11:42 Þórólfur Árnason ráðinn forstjóri Skýrr hf. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri hefur verið ráðinn í starf forstjóra Skýrr hf. Þórólfur er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole í Kaupmannahöfn. Þórólfur hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og stjórnun. Innlent 3.5.2006 10:57 Og Vodafone tekur í notkun „EDGE-tækni" Og Vodafone hefur tekið í notkun svokallaða EDGE-tækni sem gerir viðskiptavinum í farsímaþjónustu fyrirtækisins mögulegt að nota símtæki sín með fjölbreyttari og hraðvirkari hætti en áður. Innlent 18.4.2006 10:53 EDGE í notkun á fleiri stöðum Og Vodafone hefur eflt farsímakerfi sitt en frekar í kringum höfuðborgarsvæðið með því að taka í notkun EDGE tækni sem gerir viðskiptavinum í farsímaþjónustu fyrirtækisins mögulegt að nota símtæki sín með fjölbreyttari og hraðvirkari hætti en áður. Nú hefur Og Vodafone lokið við uppsetningu á EDGE sambandi frá Úlfarsfelli við Mosfellsbæ og að Grundarhverfi á Kjalarnesi. Viðskipti innlent 18.4.2006 09:59 Öflugra og hagkvæmara fjölþjónustunet Og Vodafone hefur tekið í notkun MetroNet; nýja kynslóð af fjölþjónustuneti sem sameinar flutning á tali, mynd og gögnum yfir eina tengingu til fjölda starfsstöðva fyrirtækja. MetroNetið, sem hentar öllum gerðum fyrirtækja, er ný kynslóð gagnatenginga sem er bæði tæknilega fullkomnari, hagkvæmari og einfaldari en hefðbundnar tengingar. Flutningshraði netsins er frá 512 kb/s og upp í 1.000 Mb/s. Innlent 11.4.2006 21:30 Stofnandi Opera í Noregi látinn Geir Ivarsøy sem stofnaði Opera Software með Jóni S. von Tetzchner í Noregi árið 1995 lést fyrir um viku síðan eftir langvinna baráttu við krabbamein. Á vef Opera Software í dag er hans minnst, en Geir verður borinn til grafar í dag frá Grefsen kirkju í Osló. Viðskipti erlent 17.3.2006 12:34 Forseti Íslands fundaði með fulltrúum Google Fulltrúar alþjóðlega internetfyrirtækisins Google hafa áhuga á að nýjar starfsstöðvar fyrirtækisins verði knúnar með vistvænni orku. Þetta kom fram á fundi þeirra með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hér á landi á dögunum. Innlent 15.3.2006 20:05 Bjóða ókeypis notkun milli innlendra heimasíma Og Vodafone býður nú viðskiptavinum sínum, sem nýta sér vildarþjónustuna Og1, að hringja ótakmarkað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ótakmörkuð ókeypis símtöl milli innlendra heimasíma en viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald. Innlent 9.3.2006 09:45 Geimstöðvar á tunglinu í bígerð Bandaríska geimferðastofnunin áformar að reisa geimstöð á tunglinu þar sem geimfarar geta dvalið vikum og jafnvel mánuðum saman. Vísindamenn vonast til að ný jarðvegssýni frá tunglinu geti varpað ljósi á hvernig jörðin varð til. Erlent 4.3.2006 17:47 Ókeypis háhraða nettenging á veitinga- og kaffihúsum Notkun á Heitum reitum, þráðlausri nettengingu á veitingastöðum og kaffihúsum, frá Og Vodafone hefur vaxið verulega síðustu mánuði. Sótt gagnamagn á þeim stöðum sem bjóða þráðlausa háhraðarengingu frá Og Vodafone hefur aukist um 40% á hálfu ári, frá því í ágúst 2005 til lok janúar á þessu ári. Lífið 22.2.2006 11:30 Óvissa um útgáfu PS3 Óvíst er að Sony nái að gefa út Playstation 3, næstu kynslóð leikjatölvunnar vinsælu, í vor eins og ætlað var vegna þess að ekki hefur verið lokið við gerð ákveðinna staðla sem ný tækni hennar á að styðjast við. Leikjavísir 20.2.2006 09:29 Gengu of hart fram gegn starfsmönnum Fasteignamati ríkisins er ekki heimilt að fara með tölvupóst starfsmanna stofnunarinnar eins og hann sé eign stofnunarinnar. Þetta segir í áliti Persónuverndar á reglum sem Fasteignamat ríkisins setti um tölvupóst- og netnotkun starfsmanna. Innlent 26.1.2006 14:47 Klámtölvuveira herjar á tölvuheiminn Klámtengd tölvuveira sem ber nafnið Kamasútra ræðst nú á tölvukerfi um allan heim og er þegar búinn að gera usla hérlendis. Að sögn sérfræðinga er langt síðan að fram hefur komið svo skæð veira sem valdið geti eins miklum skaða og Kamasútra. Innlent 25.1.2006 12:00 Sterk staða krónunnar hefur komið hátækniiðnaðinum illa Í ávarpi sínu í dag á UT-deginum sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að sterk staða krónunnar hafi að undanförnu komið útflutnings- og samkeppnisgreinum illa, þar á meðal hátækniiðnaðinum. Vísbendingar séu þó um að gengi krónunnar muni gefa eftir á þessu ári. Innlent 24.1.2006 16:15 Nýárskveðjan send með SMS 221 þúsund SMS skeyti voru send frá viðskiptavinum Og Vodafone frá klukkan 21 á gamlársdag til klukkan 9 daginn eftir, nýársdag. Það er nokkur aukning frá því árið á undan. Ef tekið er mið af fyrsta sólarhring ársins voru send 287 þúsund SMS skeyti. Þetta er talsvert meira en á hefðbundnum degi, en jafnan eru send í kringum 180 þúsund SMS skeyti á sólarhring úr GSM kerfi Og Vodafone. Lífið 4.1.2006 10:42 Samið við alþjóðlega efnisveitu fyrir farsíma Og Vodafone hefur gert samning við Arvato Mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin. Innlent 29.12.2005 11:57 Truflun á netsambandi í nótt Búast má við truflunum á netsambandi við útlönd milli klukkan eitt í nótt til sex í fyrramálið, vegna viðhalds á Farice sæstrengnum. Verið er að auka öryggi strengsins og verður betur varinn strengur lagður á stuttum kafla í Skotlandi í nótt. Netsamband á meðan fer eftir gæðum þeirra varaleiða sem íslensku símafyrirtækin, sem verlsa við Farice, hafa að bjóða viðskiptavinum sínum. Innlent 21.12.2005 17:39 Flestir með nettengingu á Íslandi af norrænu þjóðunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd Netinu en annars staðar á Norðurlöndum að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofunni. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með nettengingu á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra, 64% norskra og 54% finnskra heimila gátu tengst Netinu. Innlent 16.12.2005 08:47 Metfjöldi á visir.is Innlent 14.12.2005 11:14 « ‹ 73 74 75 76 77 78 79 80 81 … 84 ›
Umfangsmikil GSM uppbygging Og Vodafone í Eyjafirði Og Vodafone hefur nú lokið umfangsmikilli uppbyggingu á GSM kerfi fyrirtækisins á ákveðnum svæðum í Eyjafirði. Uppbyggingin hófst við Sörlagötu á Akureyri í febrúar á þessu ári en lauk við Klauf/Hrafnagil um helgina. Innlent 1.8.2006 14:05
Microsoft sektað Evrópusambandið hefur sektað bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft um 280 milljónir evra, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Erlent 12.7.2006 18:29
Hægt að skoða gögn óháð stað og stund Og Vodafone hefur hafið sölu á Nokia farsímum sem búa yfir BlackBerry lausn (BlackBerry Connect) sem gerir farsímanotendum mögulegt að fá tölvupóst, dagbókina, tengiliðalista og aðrar upplýsingar beint í símtækið. Um er að ræða lausn sem virkar fyrir ákveðnar gerðir Nokia farsíma og farsíma með Microsoft stýrikerfi. Innlent 5.7.2006 10:52
Betri GSM þjónusta í miðbænum á 17. júní Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í miðbæ Reykjavíkur fyrir hátíðarhöld á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM viðskiptavinum þar sem gera má ráð fyrir miklum fjölda gesta í tengslum við hátíðarhöld á svæðinu. Innlent 16.6.2006 14:15
Engir reikningar þegar heim er komið Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt frá helstu nágrannalöndum án þess að skrá númerið sitt sérstaklega. Jafnframt eru símtöl gjaldfærð af inneign um leið og því þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af bakreikningum þegar heim er komið. Innlent 15.6.2006 12:52
Eve Online fer vel af stað í Kína Yfir þrjátíu þúsund notendur skráðu sig inn á netleikinn Eve Online á fyrstu klukkustundunum eftir að opnað var fyrir aðgang að honum í Kína í dag. Það er íslenska fyrirtækið CCP sem á og rekur leikinn, en hann gerist úti í geimnum eftir mörg þúsund ár. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum CCP að yfir 200 þúsund manns hafi skráð sig til leiks á opnunardeginum sem nálgast fjölda íslensku þjóðarinnar. Innlent 13.6.2006 18:04
Og Vodafone forgangsraðar gögnum um Netið Ný þjónusta sem Og Vodafone hefur tekið í gagnið gerir það að verkum að viðskiptavinir geta síður átt von á því að verða fyrir truflunum þegar þeir vafra um netið. Vefsíðum, póstþjónustu og gögnum vegna fjarvinnutenginga er forgangsraðað þannig að fólk verður minna vart við bilanir og aðrar truflanir á netinu. Innlent 8.6.2006 16:11
Hægt að hringja og senda SMS þó inneign klárast Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt eða sent SMS þó svo að inneign þeirra klárist. Um er að ræða þjónustu sem nefnist S.O.S. en hún gerir notanda, sem hefur litla eða enga innistæðu, mögulegt að nota GSM símann áfram þegar mikið liggur við. Innlent 26.5.2006 13:46
Þreföldun símtala úr heimasíma Fjöldi símtala úr heimasíma í símakerfi Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu þrefaldaðist á meðan símakosning fyrir forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) fór fram í gærkvöldi. Innlent 19.5.2006 16:57
Þráðlaust net á vellinum í sumar Og Vodafone hefur tekið í notkun þráðlaust net (Hot Spot) á öllum völlum í efstu deild karla og kvenna í sumar, alls 13 völlum. Innlent 18.5.2006 11:19
208% aukning í sölu á MP3 hringitónum Sala á MP3 hringitónum hjá Og Vodafone hefur aukist um 208% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 samanborið við fjórða ársfjórðung 2005. Ein helsta ástæðan fyrir aukinni sölu er að nú geta viðskiptavinir einnig sótt sér MP3 hringitóna í gegnum Vodafone live! farsíma. Innlent 11.5.2006 13:32
Eflir GSM sambandið á Hvolsvelli og nágrenni Og Vodafone hefur eflt GSM kerfi sitt í Rangárþingi eystra með uppsetningu á nýjum búnaði sem tryggir viðskiptavinum á svæðinu enn betri þjónustu en áður. Bætt þjónusta nær einkum til Hvolsvallar og nágrenni. Innlent 11.5.2006 11:42
Þórólfur Árnason ráðinn forstjóri Skýrr hf. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri hefur verið ráðinn í starf forstjóra Skýrr hf. Þórólfur er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole í Kaupmannahöfn. Þórólfur hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og stjórnun. Innlent 3.5.2006 10:57
Og Vodafone tekur í notkun „EDGE-tækni" Og Vodafone hefur tekið í notkun svokallaða EDGE-tækni sem gerir viðskiptavinum í farsímaþjónustu fyrirtækisins mögulegt að nota símtæki sín með fjölbreyttari og hraðvirkari hætti en áður. Innlent 18.4.2006 10:53
EDGE í notkun á fleiri stöðum Og Vodafone hefur eflt farsímakerfi sitt en frekar í kringum höfuðborgarsvæðið með því að taka í notkun EDGE tækni sem gerir viðskiptavinum í farsímaþjónustu fyrirtækisins mögulegt að nota símtæki sín með fjölbreyttari og hraðvirkari hætti en áður. Nú hefur Og Vodafone lokið við uppsetningu á EDGE sambandi frá Úlfarsfelli við Mosfellsbæ og að Grundarhverfi á Kjalarnesi. Viðskipti innlent 18.4.2006 09:59
Öflugra og hagkvæmara fjölþjónustunet Og Vodafone hefur tekið í notkun MetroNet; nýja kynslóð af fjölþjónustuneti sem sameinar flutning á tali, mynd og gögnum yfir eina tengingu til fjölda starfsstöðva fyrirtækja. MetroNetið, sem hentar öllum gerðum fyrirtækja, er ný kynslóð gagnatenginga sem er bæði tæknilega fullkomnari, hagkvæmari og einfaldari en hefðbundnar tengingar. Flutningshraði netsins er frá 512 kb/s og upp í 1.000 Mb/s. Innlent 11.4.2006 21:30
Stofnandi Opera í Noregi látinn Geir Ivarsøy sem stofnaði Opera Software með Jóni S. von Tetzchner í Noregi árið 1995 lést fyrir um viku síðan eftir langvinna baráttu við krabbamein. Á vef Opera Software í dag er hans minnst, en Geir verður borinn til grafar í dag frá Grefsen kirkju í Osló. Viðskipti erlent 17.3.2006 12:34
Forseti Íslands fundaði með fulltrúum Google Fulltrúar alþjóðlega internetfyrirtækisins Google hafa áhuga á að nýjar starfsstöðvar fyrirtækisins verði knúnar með vistvænni orku. Þetta kom fram á fundi þeirra með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hér á landi á dögunum. Innlent 15.3.2006 20:05
Bjóða ókeypis notkun milli innlendra heimasíma Og Vodafone býður nú viðskiptavinum sínum, sem nýta sér vildarþjónustuna Og1, að hringja ótakmarkað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ótakmörkuð ókeypis símtöl milli innlendra heimasíma en viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald. Innlent 9.3.2006 09:45
Geimstöðvar á tunglinu í bígerð Bandaríska geimferðastofnunin áformar að reisa geimstöð á tunglinu þar sem geimfarar geta dvalið vikum og jafnvel mánuðum saman. Vísindamenn vonast til að ný jarðvegssýni frá tunglinu geti varpað ljósi á hvernig jörðin varð til. Erlent 4.3.2006 17:47
Ókeypis háhraða nettenging á veitinga- og kaffihúsum Notkun á Heitum reitum, þráðlausri nettengingu á veitingastöðum og kaffihúsum, frá Og Vodafone hefur vaxið verulega síðustu mánuði. Sótt gagnamagn á þeim stöðum sem bjóða þráðlausa háhraðarengingu frá Og Vodafone hefur aukist um 40% á hálfu ári, frá því í ágúst 2005 til lok janúar á þessu ári. Lífið 22.2.2006 11:30
Óvissa um útgáfu PS3 Óvíst er að Sony nái að gefa út Playstation 3, næstu kynslóð leikjatölvunnar vinsælu, í vor eins og ætlað var vegna þess að ekki hefur verið lokið við gerð ákveðinna staðla sem ný tækni hennar á að styðjast við. Leikjavísir 20.2.2006 09:29
Gengu of hart fram gegn starfsmönnum Fasteignamati ríkisins er ekki heimilt að fara með tölvupóst starfsmanna stofnunarinnar eins og hann sé eign stofnunarinnar. Þetta segir í áliti Persónuverndar á reglum sem Fasteignamat ríkisins setti um tölvupóst- og netnotkun starfsmanna. Innlent 26.1.2006 14:47
Klámtölvuveira herjar á tölvuheiminn Klámtengd tölvuveira sem ber nafnið Kamasútra ræðst nú á tölvukerfi um allan heim og er þegar búinn að gera usla hérlendis. Að sögn sérfræðinga er langt síðan að fram hefur komið svo skæð veira sem valdið geti eins miklum skaða og Kamasútra. Innlent 25.1.2006 12:00
Sterk staða krónunnar hefur komið hátækniiðnaðinum illa Í ávarpi sínu í dag á UT-deginum sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að sterk staða krónunnar hafi að undanförnu komið útflutnings- og samkeppnisgreinum illa, þar á meðal hátækniiðnaðinum. Vísbendingar séu þó um að gengi krónunnar muni gefa eftir á þessu ári. Innlent 24.1.2006 16:15
Nýárskveðjan send með SMS 221 þúsund SMS skeyti voru send frá viðskiptavinum Og Vodafone frá klukkan 21 á gamlársdag til klukkan 9 daginn eftir, nýársdag. Það er nokkur aukning frá því árið á undan. Ef tekið er mið af fyrsta sólarhring ársins voru send 287 þúsund SMS skeyti. Þetta er talsvert meira en á hefðbundnum degi, en jafnan eru send í kringum 180 þúsund SMS skeyti á sólarhring úr GSM kerfi Og Vodafone. Lífið 4.1.2006 10:42
Samið við alþjóðlega efnisveitu fyrir farsíma Og Vodafone hefur gert samning við Arvato Mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin. Innlent 29.12.2005 11:57
Truflun á netsambandi í nótt Búast má við truflunum á netsambandi við útlönd milli klukkan eitt í nótt til sex í fyrramálið, vegna viðhalds á Farice sæstrengnum. Verið er að auka öryggi strengsins og verður betur varinn strengur lagður á stuttum kafla í Skotlandi í nótt. Netsamband á meðan fer eftir gæðum þeirra varaleiða sem íslensku símafyrirtækin, sem verlsa við Farice, hafa að bjóða viðskiptavinum sínum. Innlent 21.12.2005 17:39
Flestir með nettengingu á Íslandi af norrænu þjóðunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd Netinu en annars staðar á Norðurlöndum að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofunni. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með nettengingu á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra, 64% norskra og 54% finnskra heimila gátu tengst Netinu. Innlent 16.12.2005 08:47