Handbolti

Fréttamynd

Enn eitt tapið hjá Ágústi og hans liði

Það gengur hvorki né rekur hjá Ágústi Þór Jóhannssyni og stelpunum hans í SönderjyskE. Liðið tapaði í kvöld sínum sjötta leik í röð. Að þessu sinni á heimavelli gegn HC Odense, 24-26.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir heitur í toppslag

Þórir Ólafsson átti fínan leik fyrir lið sitt, Kielce, er það vann enn einn sigurinn í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Handbolti
Fréttamynd

Hildur og félagar með 30 marka sigur

Handknattleikskonan Hildur Þorgeirsdóttir og félagar hennar í Koblenz/Weibern fóru auðveldlega áfram í þýska bikarnum en liðið valtaði hressilega yfir SG Bruchköbel, 44-14, á útivelli.

Handbolti
Fréttamynd

Danir vildu Dag sem næsta landsliðsþjálfara

Íslenskir handknattleiksþjálfarar halda áfram að vekja athygli erlendis en danska handknattleikssambandið mun hafa reynt ítrekað að ráða Dag Sigurðsson, þjálfara Fuchse Berlin, sem næsta landsliðsþjálfara.

Handbolti
Fréttamynd

Sextán beinar útsendingar um helgina

Það verður nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar tvö um helgina enda verða þá beinar útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, spænsku deildinni í fótbolta, kóreska kappakstrinum í formúlu eitt og þýska handboltanum (Füchse-Löwen á morgun klukkan 13.00).

Sport
Fréttamynd

Atli Ævar og Anton markahæstir í tapleik

Atli Ævar Ingólfsson og Anton Rúnarsson voru markahæstir hjá Nordsjælland Håndbold í kvöld þegar liðið tapaði 24-29 á heimavelli á móti Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Heimir Óli með fimm mörk í sigri Guif

Kristján Andrésson og strákarnir hans í Eskilstuna Guif unnu tveggja marka útisigur á IFK Skövde HK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Guif-liðið hefur náð í fjögur stig í fyrstu þremur umferðunum sem skilar liðinu í fjórða sætið tveimur stigum á eftir toppliði Hammarby.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsta tapið hjá strákunum hans Geirs

HC Bregenz, lið Geir Sveinssonar, tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í austurrísku deildinni í handbolta. HC Bregenz tapaði þá 27-29 á heimavelli í nágrannaslag á móti austurrísku meisturunum í HC Hard en það dugði ekki að vera tveimur mörkum yfir þegar aðeins sjö mínútur voru eftir.

Handbolti
Fréttamynd

Enn og aftur naumt tap hjá Kára og félögum

Kári Kristjánsson og félagar í Bjerringbro-Silkeborg töpuðu í kvöld með minnsta mun á heimavelli á móti Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Team Tvis Holstebro vann leikinn 26-25 eftir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hans Kristjáns byrja tímabilið vel

Eskilstuna Guif, lið Kristjáns Andréssonar, byrjar tímabilið vel en liðið vann níu marka útisigur á Redbergslids IK, 31-22, í kvöld í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þrír íslenskir leikmenn spila með Eskilstuna Guif.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander spilaði á ný með Löwen

Rhein-Neckar Löwen gerði 31-31 jafntefli í kvöld við úkraínska liðið HC Motor Zaporozhye í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld en þessi úrslit verðast telja mikil vonbrigði fyrir Guðmund Guðmundsson og lærisveina hans.

Handbolti
Fréttamynd

Atli Ævar og Anton flottir í sigri á meisturunum

Atli Ævar Ingólfsson og Anton Rúnarsson átti báðir flottan leik þegar Nordsjælland vann 32-31 sigur á meisturum Aalborg Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingarnir voru saman með ellefu mörk og voru tveir markahæstu leikmenn Nordsjælland-liðsins í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

SönderjyskE nálægt fyrsta stiginu

Nýliðar SönderjyskE urðu að sætta sig við þriðja tapið í röð í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Ágúst Jóhannsson þjálfari SönderjyskE-liðið og með liðinu spila íslensku landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Ramune Pekarskyte.

Handbolti
Fréttamynd

SönderjyskE tapaði sínum fyrsta leik

Íslendingaliðið SönderjyskE tapaði með sjö marka mun á móti sterku liði Midtjylland, 21-28, í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta kvenna í kvöld en þetta var fyrsti deildarleikur Karenar Knútsdóttur, Stellu Sigurðardóttur og Ramune Pekarskyt með danska liðinu. Rut Jónsdóttir og félagar í Team Tvis Holstebro unnu á sama tíma 28-25 útisigur á Nykøbing Falster HK.

Handbolti