„Sérstakt að menn fari úr því að spila núll mínútur í fimmtíu mínútur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 06:00 Aron Kristjánsson ásamt Gunnari Magnússyni. Fréttablaðið/Vilhelm Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla. Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson voru ekki á skýrslu hjá Rhein-Neckar Löwen í jafntefli gegn Füchse Berlín í gær. Þá hefur Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið komið við sögu hjá PSG í Frakklandi líkt og liðsfélagi hans Róbert Gunnarsson. „Við erum í vandræðum með leiktíma hjá nokkrum leikmönnum,“ segir Aron og nefnir fyrrnefnda leikmenn til sögunnar sem dæmi. Stefán Rafn hafi þó nýtt tækifærið vel þegar það hafi boðist. Ekki hafi þó gengið nægilega vel hjá Rúnari. Auk þess spili Ólafur Gústafsson ekki nóg hjá Flensburg og sömu sögu sé að segja um Vigni Svavarsson hjá Minden. „Auðvitað er óskandi að leikmenn spili töluvert og séu í toppformi þegar landsliðið hittist.“Vonir standa til að Alexander Petersson spili með landsliðinu í janúar.Alexander Petersson er kominn aftur á skrið hjá Rhein-Neckar Löwen eftir uppskurð á öxl í vor. Hægri skyttan skytta sneri aftur á völlinn fyrr en reiknað var með og spilar lungann úr leikjunum. Um leið hefur mínútum Rúnars fækkað til muna en hann virðist þriðji kostur í stöðuna sem stendur. „Auðvitað er mjög sérstakt að menn fari beint úr núll mínútum í fimmtíu mínútur,“ segir Aron um þátttöku Alexanders í undanförnum leikjum. Alexander sé þó auðvitað mjög mikilvægur fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. „Guðmundur stýrir liðinu eins vel og hann getur með þá leikmenn sem hann telur að standi sig best.“ Alexander lék ekki með landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla. Taldi skyttan sig þurfa að nota tímann til að jafna sig á þrálátum axlarmeiðslum. „Ég geri ráð fyrir Alexander í mínum plönum,“ segir Aron um þátttöku skyttunnar á EM í Danmörku í janúar.Björgvin Páll Gústavsson er kominn í flott form hjá Bergischer.Þá er óvissa um hvenær Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer snýr aftur eftir kjálkabrot og þá leikur Þórir Ólafsson til skiptis við kollega í hægra horni Kielce. „Þórir er reynslumikill leikmaður og ég hef svo sem engar áhyggjur af honum. Það var slæmt að Arnór skyldi meiðast en við höfum líka notað Ásgeir Örn í horninu.“ Landsliðið hittist í Austurríki 28. október, æfir í tæpa viku og spilar tvo landsleiki við heimamenn. Á jákvæðari nótum segir Aron ánægjulegt að Aron Pálmarsson hjá Kiel sé á uppleið eftir meiðsli og að hann bindi miklar vonir við að hann komist í toppform. Björgvin Páll Gústavsson hafi einnig verið að standa sig vel í marki Bergischer. „Björgvin hefur náð sér vel á strik og er í fantaformi.“ Þá hafi Aroni Rafni Eðvarðssyni gengið betur undanfarið með Guif eftir erfiða byrjun. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira
Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla. Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson voru ekki á skýrslu hjá Rhein-Neckar Löwen í jafntefli gegn Füchse Berlín í gær. Þá hefur Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið komið við sögu hjá PSG í Frakklandi líkt og liðsfélagi hans Róbert Gunnarsson. „Við erum í vandræðum með leiktíma hjá nokkrum leikmönnum,“ segir Aron og nefnir fyrrnefnda leikmenn til sögunnar sem dæmi. Stefán Rafn hafi þó nýtt tækifærið vel þegar það hafi boðist. Ekki hafi þó gengið nægilega vel hjá Rúnari. Auk þess spili Ólafur Gústafsson ekki nóg hjá Flensburg og sömu sögu sé að segja um Vigni Svavarsson hjá Minden. „Auðvitað er óskandi að leikmenn spili töluvert og séu í toppformi þegar landsliðið hittist.“Vonir standa til að Alexander Petersson spili með landsliðinu í janúar.Alexander Petersson er kominn aftur á skrið hjá Rhein-Neckar Löwen eftir uppskurð á öxl í vor. Hægri skyttan skytta sneri aftur á völlinn fyrr en reiknað var með og spilar lungann úr leikjunum. Um leið hefur mínútum Rúnars fækkað til muna en hann virðist þriðji kostur í stöðuna sem stendur. „Auðvitað er mjög sérstakt að menn fari beint úr núll mínútum í fimmtíu mínútur,“ segir Aron um þátttöku Alexanders í undanförnum leikjum. Alexander sé þó auðvitað mjög mikilvægur fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. „Guðmundur stýrir liðinu eins vel og hann getur með þá leikmenn sem hann telur að standi sig best.“ Alexander lék ekki með landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla. Taldi skyttan sig þurfa að nota tímann til að jafna sig á þrálátum axlarmeiðslum. „Ég geri ráð fyrir Alexander í mínum plönum,“ segir Aron um þátttöku skyttunnar á EM í Danmörku í janúar.Björgvin Páll Gústavsson er kominn í flott form hjá Bergischer.Þá er óvissa um hvenær Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer snýr aftur eftir kjálkabrot og þá leikur Þórir Ólafsson til skiptis við kollega í hægra horni Kielce. „Þórir er reynslumikill leikmaður og ég hef svo sem engar áhyggjur af honum. Það var slæmt að Arnór skyldi meiðast en við höfum líka notað Ásgeir Örn í horninu.“ Landsliðið hittist í Austurríki 28. október, æfir í tæpa viku og spilar tvo landsleiki við heimamenn. Á jákvæðari nótum segir Aron ánægjulegt að Aron Pálmarsson hjá Kiel sé á uppleið eftir meiðsli og að hann bindi miklar vonir við að hann komist í toppform. Björgvin Páll Gústavsson hafi einnig verið að standa sig vel í marki Bergischer. „Björgvin hefur náð sér vel á strik og er í fantaformi.“ Þá hafi Aroni Rafni Eðvarðssyni gengið betur undanfarið með Guif eftir erfiða byrjun.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira