„Sérstakt að menn fari úr því að spila núll mínútur í fimmtíu mínútur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 06:00 Aron Kristjánsson ásamt Gunnari Magnússyni. Fréttablaðið/Vilhelm Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla. Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson voru ekki á skýrslu hjá Rhein-Neckar Löwen í jafntefli gegn Füchse Berlín í gær. Þá hefur Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið komið við sögu hjá PSG í Frakklandi líkt og liðsfélagi hans Róbert Gunnarsson. „Við erum í vandræðum með leiktíma hjá nokkrum leikmönnum,“ segir Aron og nefnir fyrrnefnda leikmenn til sögunnar sem dæmi. Stefán Rafn hafi þó nýtt tækifærið vel þegar það hafi boðist. Ekki hafi þó gengið nægilega vel hjá Rúnari. Auk þess spili Ólafur Gústafsson ekki nóg hjá Flensburg og sömu sögu sé að segja um Vigni Svavarsson hjá Minden. „Auðvitað er óskandi að leikmenn spili töluvert og séu í toppformi þegar landsliðið hittist.“Vonir standa til að Alexander Petersson spili með landsliðinu í janúar.Alexander Petersson er kominn aftur á skrið hjá Rhein-Neckar Löwen eftir uppskurð á öxl í vor. Hægri skyttan skytta sneri aftur á völlinn fyrr en reiknað var með og spilar lungann úr leikjunum. Um leið hefur mínútum Rúnars fækkað til muna en hann virðist þriðji kostur í stöðuna sem stendur. „Auðvitað er mjög sérstakt að menn fari beint úr núll mínútum í fimmtíu mínútur,“ segir Aron um þátttöku Alexanders í undanförnum leikjum. Alexander sé þó auðvitað mjög mikilvægur fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. „Guðmundur stýrir liðinu eins vel og hann getur með þá leikmenn sem hann telur að standi sig best.“ Alexander lék ekki með landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla. Taldi skyttan sig þurfa að nota tímann til að jafna sig á þrálátum axlarmeiðslum. „Ég geri ráð fyrir Alexander í mínum plönum,“ segir Aron um þátttöku skyttunnar á EM í Danmörku í janúar.Björgvin Páll Gústavsson er kominn í flott form hjá Bergischer.Þá er óvissa um hvenær Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer snýr aftur eftir kjálkabrot og þá leikur Þórir Ólafsson til skiptis við kollega í hægra horni Kielce. „Þórir er reynslumikill leikmaður og ég hef svo sem engar áhyggjur af honum. Það var slæmt að Arnór skyldi meiðast en við höfum líka notað Ásgeir Örn í horninu.“ Landsliðið hittist í Austurríki 28. október, æfir í tæpa viku og spilar tvo landsleiki við heimamenn. Á jákvæðari nótum segir Aron ánægjulegt að Aron Pálmarsson hjá Kiel sé á uppleið eftir meiðsli og að hann bindi miklar vonir við að hann komist í toppform. Björgvin Páll Gústavsson hafi einnig verið að standa sig vel í marki Bergischer. „Björgvin hefur náð sér vel á strik og er í fantaformi.“ Þá hafi Aroni Rafni Eðvarðssyni gengið betur undanfarið með Guif eftir erfiða byrjun. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla. Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson voru ekki á skýrslu hjá Rhein-Neckar Löwen í jafntefli gegn Füchse Berlín í gær. Þá hefur Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið komið við sögu hjá PSG í Frakklandi líkt og liðsfélagi hans Róbert Gunnarsson. „Við erum í vandræðum með leiktíma hjá nokkrum leikmönnum,“ segir Aron og nefnir fyrrnefnda leikmenn til sögunnar sem dæmi. Stefán Rafn hafi þó nýtt tækifærið vel þegar það hafi boðist. Ekki hafi þó gengið nægilega vel hjá Rúnari. Auk þess spili Ólafur Gústafsson ekki nóg hjá Flensburg og sömu sögu sé að segja um Vigni Svavarsson hjá Minden. „Auðvitað er óskandi að leikmenn spili töluvert og séu í toppformi þegar landsliðið hittist.“Vonir standa til að Alexander Petersson spili með landsliðinu í janúar.Alexander Petersson er kominn aftur á skrið hjá Rhein-Neckar Löwen eftir uppskurð á öxl í vor. Hægri skyttan skytta sneri aftur á völlinn fyrr en reiknað var með og spilar lungann úr leikjunum. Um leið hefur mínútum Rúnars fækkað til muna en hann virðist þriðji kostur í stöðuna sem stendur. „Auðvitað er mjög sérstakt að menn fari beint úr núll mínútum í fimmtíu mínútur,“ segir Aron um þátttöku Alexanders í undanförnum leikjum. Alexander sé þó auðvitað mjög mikilvægur fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. „Guðmundur stýrir liðinu eins vel og hann getur með þá leikmenn sem hann telur að standi sig best.“ Alexander lék ekki með landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla. Taldi skyttan sig þurfa að nota tímann til að jafna sig á þrálátum axlarmeiðslum. „Ég geri ráð fyrir Alexander í mínum plönum,“ segir Aron um þátttöku skyttunnar á EM í Danmörku í janúar.Björgvin Páll Gústavsson er kominn í flott form hjá Bergischer.Þá er óvissa um hvenær Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer snýr aftur eftir kjálkabrot og þá leikur Þórir Ólafsson til skiptis við kollega í hægra horni Kielce. „Þórir er reynslumikill leikmaður og ég hef svo sem engar áhyggjur af honum. Það var slæmt að Arnór skyldi meiðast en við höfum líka notað Ásgeir Örn í horninu.“ Landsliðið hittist í Austurríki 28. október, æfir í tæpa viku og spilar tvo landsleiki við heimamenn. Á jákvæðari nótum segir Aron ánægjulegt að Aron Pálmarsson hjá Kiel sé á uppleið eftir meiðsli og að hann bindi miklar vonir við að hann komist í toppform. Björgvin Páll Gústavsson hafi einnig verið að standa sig vel í marki Bergischer. „Björgvin hefur náð sér vel á strik og er í fantaformi.“ Þá hafi Aroni Rafni Eðvarðssyni gengið betur undanfarið með Guif eftir erfiða byrjun.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira