Fjármálamarkaðir Vantrú fjárfesta á fyrirætlunum stjórnenda Kviku er mikil, segir forstjóri Stoða Einn stærsti hluthafi Kviku banka segir það hafa verið „vonbrigði“ að fallið var frá viðræðum um samruna við Íslandsbanka enda sé mikilvægt að ná fram meiri hagræðingu í rekstri íslenskra fjármálafyrirtækja, einkum þeirra smærri. Að mati Stoða er samanlagt virði einstaka eininga Kviku nú „mun hærra“ en markaðsvirði samstæðunnar og brýnir forstjóri fjárfestingafélagsins stjórnendur bankans til að „skoða allar leiðir“ hvernig megi vinna úr þeim verðmætum. Innherji 10.8.2023 16:54 Verðmæti Blikastaðalandsins „ótrúlega hátt hlutfall“ af markaðsvirði Arion Forstjóri Stoða furðar sig á því hversu lítinn gaum fjárfestar virðast gefa fyrir þau „gríðarlegu verðmæti“ sem felast í Blikastaðalandinu fyrir Arion en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segir verðlækkanir og óróa á innlendum mörkuðum á árinu „nær eingöngu“ skýrast af neikvæðum fréttum af Marel og Alvotech, tveimur verðmætustu félögunum í Kauphöllinni. Innherji 10.8.2023 12:56 Sértækir skattar á íslenska banka þrisvar sinnum hærri en hvalrekaskattur Ítala Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja. Innherji 9.8.2023 14:03 Krónan styrkist samhliða því að hægt hefur á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Heldur hefur hægt á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða á fyrstu mánuðum ársins eftir verulegt umfang þeirra á seinni árshelmingi 2022. Miklar verðhækkanir á erlendum eignamörkuðum hefur vegið á móti gengisstyrkingu krónunnar og því hefur hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna aukist nokkuð frá áramótum. Innherji 12.7.2023 09:14 Fjárfesting í erlendum verðbréfum bætir ávöxtun en vægi þeirra hefur verið of lítið Erlend verðbréf, sem skráð eru í kauphöll, bæta sögulegt hlutfall ávöxtunar og áhættu fyrir íslenska fjárfesta, eins og til dæmis lífeyrissjóði. Vægi erlendra eigna í innlendum eignasöfnum hefur verið of lítið, segir í nýrri rannsókn. Innherji 11.7.2023 14:27 Greiddi næstum fjórðung af sjóðnum í arð vegna sölu á Tempo og Mílu Arðgreiðslusjóður Stefnis greiddi 23,5 prósent af heildarstærð sjóðsins í arð til sjóðsfélaga um síðustu mánaðarmót. Þetta háa hlutfall má rekja til þess að Origo seldi Tempo og Síminn seldi Mílu og var afrakstur sölunnar greiddur til hluthafa. Arðgreiðslur vegna þessara tveggja félaga telja tæplega 90 prósent af öllum arði til sjóðsins á nýliðnu arðgreiðslutímabili. Innherji 6.7.2023 07:00 Framtakssjóðurinn TFII á leið til Landsbréfa eftir mikinn taprekstur Eigendur framtakssjóðsins TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, hafa gengið til samninga við Landsbréf um rekstur sjóðsins, að sögn stjórnarformanns TFII. Sjóðurinn var áður undir hatti Íslenskra verðbréfa en því samstarfi var slitið eftir að hluthafar TFII höfðu gert ýmsar alvarlegar athugasemdir við rekstur hans hjá ÍV. Innherji 30.6.2023 07:16 Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. Viðskipti innlent 29.6.2023 18:47 Merki um minni óvissu en ótímabært að fagna sigri yfir verðbólgu Nýjasta verðbólgumæling Hagstofu Íslands bendir til þess að óvissan um verðbólguna sé að minnka að sögn sjóðstjóra hjá Akta en aftur á móti er ótímabært að fagna sigri í ljósi þess að verðbólguþrýstingurinn mælist á breiðari grunni en í maí. Innherji 28.6.2023 16:59 Ekkert lát á sölu fjárfesta úr sjóðum samtímis verðlækkunum á markaði Fjárfestar héldu áfram að losa um eignir sínar í helstu verðbréfasjóðum í liðnum mánuði, meðal annars þeim sem kaupa í hlutabréfum, samhliða því að gengishrun bréfa Marels tók Úrvalsvísitöluna niður um nærri þrettán prósent. Eftir miklar verðlækkanir á markaði og innlausnir fjárfesta þá hafa eignir hlutabréfasjóða ekki verið lægri í meira en tvö ár. Innherji 27.6.2023 10:06 Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. Innlent 26.6.2023 12:21 Bakfæra 236 milljóna króna þóknanir eftir hrun í eignasafni TFII Framtakssjóðurinn TFII, sem var þangað til nýlega rekinn af dótturfélagi Íslenskra verðbréfa, tapaði 1,4 milljörðum króna í fyrra þegar tvær stærstu eignir sjóðsins hrundu í verði. Eigendur TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, komust að samkomulagi við Íslensk verðbréf um bakfærslu þóknana að fjárhæð 236 milljónir króna þegar samstarfi við sjóðastýringuna var slitið. Innherji 26.6.2023 09:25 Alfa Framtak kaupir Hótel Hamar og Hótel Höfn Alfa Framtak hefur samið um kaup á tveimur hótelum; Hótel Hamri sem er skammt frá Borgarnesi og Hótel Höfn sem er í Hornafirði. Beðið er eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins varðandi kaupin. Innherji 21.6.2023 16:24 Fjármögnun bankakerfisins er að fara verða „snúnari“ en áður Breytinga er að vænta í áherslum íslensku bankanna við fjármögnun á markaði og ljóst að þeir munu þurfa að breikka kaupendahópinn að ótryggðum skuldabréfum samhliða því að þau verða í meira mæli gefin út á innanlandsmarkaði. Markaðsfjármögnun bankakerfisins, sem hefur orðið mun dýrari síðustu misseri vegna umróts og óvissu á alþjóðamörkuðum, er að fara verða „erfiðari“ en áður, að sögn seðlabankastjóra. Innherji 17.6.2023 11:38 Arnór stýrir SIV eignastýringu sem fær starfsleyfi Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt SIV eignastýringu hf., dótturfélags tryggingafélagsins VÍS, starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða með viðbótarheimild til eignastýringar auk móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga. Viðskipti innlent 14.6.2023 11:54 Sala á Norðurböðum bjarga ÍV frá umtalsverðu tapi Hefði Íslensk verðbréf ekki selt hlut sinn í Norðurböðum hefði félagið tapað 109 milljónum króna í fyrra. Salan gerði það að verkum að hagnaður ársins var 16 milljónir króna fyrir skatta. Eignir í stýringu félagsins, sem námu 104 milljörðum í árslok, drógust saman um tíu prósent við erfiðar markaðaðstæður en afkoma samstæðunnar var langt undir væntingum. Innherji 9.6.2023 16:05 Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. Viðskipti innlent 8.6.2023 07:01 Seðlabankastjóri: Verðbólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa. Innherji 7.6.2023 16:46 Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda Coinbase, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, er sakað um ólöglega starfsemi í kæru bandarískrar verðbréfaeftirlitsstofnunar. Sama stofnun stefndi Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, fyrir aragrúa brota og blekkinga í gær. Viðskipti erlent 6.6.2023 15:40 Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. Viðskipti erlent 6.6.2023 08:58 Lífeyrissjóðir mættu huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna Þrátt fyrir að vaxtakjör íslensku bankanna á nýlegum erlendum útgáfum hafi verið ein þau hæstu frá fjármálahruninu 2008 þá er það „rétt stefna“ að halda þeim mörkuðum opnum á tímum þegar aðstæður eru krefjandi, að sögn seðlabankastjóra. Það væri góð þróun ef íslensku bankarnir gætu farið að fjármagna sig innanlands til lengri tíma á nafnvöxtum en þá þyrftu lífeyrissjóðirnir að fara huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna. Innherji 1.6.2023 13:07 Að læra af mistökum: „Loksins hætta þeir þessu kjaftæði hugsaði starfsfólkið“ Það er einstaka sinnum sem við heyrum frábærar sögur um nýsköpunarfyrirtæki sem einfaldlega ná góðu flugi strax. Atvinnulíf 1.6.2023 07:00 Fjárfestar selt í hlutabréfasjóðum fyrir nærri fjóra milljarða frá áramótum Almennir innlendir verðbréfasjóðir hafa horft upp á nettó útflæði í hverjum mánuði frá áramótum samhliða áframhaldandi erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Fjárfestar hafa þannig minnkað stöðu sína í hlutabréfasjóðum um 3,6 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem kemur til viðbótar við útflæði úr slíkum sjóðum upp á samtals átta milljarða á öllu árinu 2022. Innherji 31.5.2023 08:55 Mikil áskorun að ná 3,5 prósenta raunávöxtun með verðbólgu í hæstu hæðum Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var með lökustu raunávöxtunina meðal stærstu sjóða landsins á árinu 2022 sem einkenndist af afar krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum. Sé litið til síðustu tíu ára hefur árleg raunávöxtun sömu lífeyrissjóða að jafnaði verið á bilinu 4,5 til 5,3 prósent en stjórnarformaður LSR varar við því að krafa um að sjóðirnir nái að skila ávöxtun yfir 3,5 prósenta viðmiðinu verði veruleg áskorun þegar verðbólgan er í hæstu hæðum. Innherji 29.5.2023 16:31 „Hættan við of samræmdar reglur á fjármálamarkaði er samræmið“ Ítrekaðar athugasemdir Seðlabanka Íslands og erlendra stofnana við stjórnarhætti lífeyrissjóða og áhættustýringu þeirra rista ekki nógu djúpt að sögn framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Hann varar við því að tilraunir til að endurskoða reglur um áhættustýringu hjá sjóðunum – í því skyni að samræma regluverkið á fjármálamarkaði – geti leitt til þess að allir bregðist við áhættu á sama hátt og þannig magnað upp áhættu á markaði. Innherji 26.5.2023 10:45 Peningastefnunefnd ætti að funda oftar í ljósi krefjandi aðstæðna Markaðurinn brást við meiri stýrivaxtahækkun en væntingar stóðu til með því að ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði og hlutabréf lækkuðu í verði. Verðbólguálag til skemmri tíma hækkaði um 20-30 punkta. Sérfræðingur á markaði bendir á að mögulega hafi stýrivaxtahækkunin verið hærri í ljósi þess hve langt er í næsta fund peningastefnunefndar og gagnrýnir að peningastefnunefnd skuli ekki funda mánaðarlega í ljósi krefjandi aðstæðna í hagkerfinu. Innherji 24.5.2023 18:39 Deloitte og EY vilja sameinast Deloitte á Íslandi og EY á Íslandi hafa átt í viðræðum um mögulegan samruna fyrirtækjanna. Sameinað fyrirtæki mun starfa undir merkjum Deloitte og vera hluti af alþjóðlegu neti þess. Innherji 17.5.2023 10:18 Arion fylgir á eftir Íslandsbanka með útgáfu upp á 300 milljónir evra Arion banki hefur klárað útgáfu á almennum skuldabréfum til hóps alþjóðlega fjárfesta fyrir samtals 300 milljónir evra, jafnvirði um 45 milljarðar króna, en vaxtaálagið var 407 punktar. Það er lítillega lægra álag en í sambærilegri skuldabréfaútgáfu Íslandsbanka í síðustu viku en vaxtakjör bankanna eru með þeim óhagstæðustu sem þeir hafa fengið frá fjármálahruninu 2008 og endurspegla erfiðar aðstæður á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Innherji 16.5.2023 17:13 Vísisjóðir með fulla vasa fjár eftir tímabil sem var „orðið hálf klikkað“ Íslenski vísisjóðir, sem söfnuðu metfjármunum í nýjustu sjóði sína 2021 þegar vextir voru sögulega lágir, eru enn stútfullir af fjármagni þrátt fyrir að hafa fjárfest í fyrirtækjum fyrir um þrettán milljarða króna á síðustu tveimur árum. Sjóðirnir starfa nú í gjörbreyttu umhverfi þar sem verðlagning á sprotafyrirtækjum hefur lækkað verulega og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að afla sér fjármagns. Við erum að koma út úr tímabili sem var „orðið hálf klikkað,“ útskýrir sjóðstjóri, og eðlilega muni núna hægja á sölum á sprotafyrirtækjum. Innherji 15.5.2023 08:29 Horfur fyrir lánshæfi Íslands batna Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs eru staðfestar og horfur lánshæfis hans eru taldar hafa batnað í nýju mati alþjóðlegs matsfyrirtækis. Matið byggir á því að horfur í opinberum fjármálum og geta Íslands til að mæta áföllum haldi áfram að batna, mögulega umfram væntingar. Viðskipti innlent 13.5.2023 09:00 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 … 12 ›
Vantrú fjárfesta á fyrirætlunum stjórnenda Kviku er mikil, segir forstjóri Stoða Einn stærsti hluthafi Kviku banka segir það hafa verið „vonbrigði“ að fallið var frá viðræðum um samruna við Íslandsbanka enda sé mikilvægt að ná fram meiri hagræðingu í rekstri íslenskra fjármálafyrirtækja, einkum þeirra smærri. Að mati Stoða er samanlagt virði einstaka eininga Kviku nú „mun hærra“ en markaðsvirði samstæðunnar og brýnir forstjóri fjárfestingafélagsins stjórnendur bankans til að „skoða allar leiðir“ hvernig megi vinna úr þeim verðmætum. Innherji 10.8.2023 16:54
Verðmæti Blikastaðalandsins „ótrúlega hátt hlutfall“ af markaðsvirði Arion Forstjóri Stoða furðar sig á því hversu lítinn gaum fjárfestar virðast gefa fyrir þau „gríðarlegu verðmæti“ sem felast í Blikastaðalandinu fyrir Arion en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segir verðlækkanir og óróa á innlendum mörkuðum á árinu „nær eingöngu“ skýrast af neikvæðum fréttum af Marel og Alvotech, tveimur verðmætustu félögunum í Kauphöllinni. Innherji 10.8.2023 12:56
Sértækir skattar á íslenska banka þrisvar sinnum hærri en hvalrekaskattur Ítala Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja. Innherji 9.8.2023 14:03
Krónan styrkist samhliða því að hægt hefur á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Heldur hefur hægt á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða á fyrstu mánuðum ársins eftir verulegt umfang þeirra á seinni árshelmingi 2022. Miklar verðhækkanir á erlendum eignamörkuðum hefur vegið á móti gengisstyrkingu krónunnar og því hefur hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna aukist nokkuð frá áramótum. Innherji 12.7.2023 09:14
Fjárfesting í erlendum verðbréfum bætir ávöxtun en vægi þeirra hefur verið of lítið Erlend verðbréf, sem skráð eru í kauphöll, bæta sögulegt hlutfall ávöxtunar og áhættu fyrir íslenska fjárfesta, eins og til dæmis lífeyrissjóði. Vægi erlendra eigna í innlendum eignasöfnum hefur verið of lítið, segir í nýrri rannsókn. Innherji 11.7.2023 14:27
Greiddi næstum fjórðung af sjóðnum í arð vegna sölu á Tempo og Mílu Arðgreiðslusjóður Stefnis greiddi 23,5 prósent af heildarstærð sjóðsins í arð til sjóðsfélaga um síðustu mánaðarmót. Þetta háa hlutfall má rekja til þess að Origo seldi Tempo og Síminn seldi Mílu og var afrakstur sölunnar greiddur til hluthafa. Arðgreiðslur vegna þessara tveggja félaga telja tæplega 90 prósent af öllum arði til sjóðsins á nýliðnu arðgreiðslutímabili. Innherji 6.7.2023 07:00
Framtakssjóðurinn TFII á leið til Landsbréfa eftir mikinn taprekstur Eigendur framtakssjóðsins TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, hafa gengið til samninga við Landsbréf um rekstur sjóðsins, að sögn stjórnarformanns TFII. Sjóðurinn var áður undir hatti Íslenskra verðbréfa en því samstarfi var slitið eftir að hluthafar TFII höfðu gert ýmsar alvarlegar athugasemdir við rekstur hans hjá ÍV. Innherji 30.6.2023 07:16
Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. Viðskipti innlent 29.6.2023 18:47
Merki um minni óvissu en ótímabært að fagna sigri yfir verðbólgu Nýjasta verðbólgumæling Hagstofu Íslands bendir til þess að óvissan um verðbólguna sé að minnka að sögn sjóðstjóra hjá Akta en aftur á móti er ótímabært að fagna sigri í ljósi þess að verðbólguþrýstingurinn mælist á breiðari grunni en í maí. Innherji 28.6.2023 16:59
Ekkert lát á sölu fjárfesta úr sjóðum samtímis verðlækkunum á markaði Fjárfestar héldu áfram að losa um eignir sínar í helstu verðbréfasjóðum í liðnum mánuði, meðal annars þeim sem kaupa í hlutabréfum, samhliða því að gengishrun bréfa Marels tók Úrvalsvísitöluna niður um nærri þrettán prósent. Eftir miklar verðlækkanir á markaði og innlausnir fjárfesta þá hafa eignir hlutabréfasjóða ekki verið lægri í meira en tvö ár. Innherji 27.6.2023 10:06
Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. Innlent 26.6.2023 12:21
Bakfæra 236 milljóna króna þóknanir eftir hrun í eignasafni TFII Framtakssjóðurinn TFII, sem var þangað til nýlega rekinn af dótturfélagi Íslenskra verðbréfa, tapaði 1,4 milljörðum króna í fyrra þegar tvær stærstu eignir sjóðsins hrundu í verði. Eigendur TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, komust að samkomulagi við Íslensk verðbréf um bakfærslu þóknana að fjárhæð 236 milljónir króna þegar samstarfi við sjóðastýringuna var slitið. Innherji 26.6.2023 09:25
Alfa Framtak kaupir Hótel Hamar og Hótel Höfn Alfa Framtak hefur samið um kaup á tveimur hótelum; Hótel Hamri sem er skammt frá Borgarnesi og Hótel Höfn sem er í Hornafirði. Beðið er eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins varðandi kaupin. Innherji 21.6.2023 16:24
Fjármögnun bankakerfisins er að fara verða „snúnari“ en áður Breytinga er að vænta í áherslum íslensku bankanna við fjármögnun á markaði og ljóst að þeir munu þurfa að breikka kaupendahópinn að ótryggðum skuldabréfum samhliða því að þau verða í meira mæli gefin út á innanlandsmarkaði. Markaðsfjármögnun bankakerfisins, sem hefur orðið mun dýrari síðustu misseri vegna umróts og óvissu á alþjóðamörkuðum, er að fara verða „erfiðari“ en áður, að sögn seðlabankastjóra. Innherji 17.6.2023 11:38
Arnór stýrir SIV eignastýringu sem fær starfsleyfi Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt SIV eignastýringu hf., dótturfélags tryggingafélagsins VÍS, starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða með viðbótarheimild til eignastýringar auk móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga. Viðskipti innlent 14.6.2023 11:54
Sala á Norðurböðum bjarga ÍV frá umtalsverðu tapi Hefði Íslensk verðbréf ekki selt hlut sinn í Norðurböðum hefði félagið tapað 109 milljónum króna í fyrra. Salan gerði það að verkum að hagnaður ársins var 16 milljónir króna fyrir skatta. Eignir í stýringu félagsins, sem námu 104 milljörðum í árslok, drógust saman um tíu prósent við erfiðar markaðaðstæður en afkoma samstæðunnar var langt undir væntingum. Innherji 9.6.2023 16:05
Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. Viðskipti innlent 8.6.2023 07:01
Seðlabankastjóri: Verðbólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa. Innherji 7.6.2023 16:46
Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda Coinbase, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, er sakað um ólöglega starfsemi í kæru bandarískrar verðbréfaeftirlitsstofnunar. Sama stofnun stefndi Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, fyrir aragrúa brota og blekkinga í gær. Viðskipti erlent 6.6.2023 15:40
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. Viðskipti erlent 6.6.2023 08:58
Lífeyrissjóðir mættu huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna Þrátt fyrir að vaxtakjör íslensku bankanna á nýlegum erlendum útgáfum hafi verið ein þau hæstu frá fjármálahruninu 2008 þá er það „rétt stefna“ að halda þeim mörkuðum opnum á tímum þegar aðstæður eru krefjandi, að sögn seðlabankastjóra. Það væri góð þróun ef íslensku bankarnir gætu farið að fjármagna sig innanlands til lengri tíma á nafnvöxtum en þá þyrftu lífeyrissjóðirnir að fara huga að „fleiri hólfum“ á skuldahlið bankanna. Innherji 1.6.2023 13:07
Að læra af mistökum: „Loksins hætta þeir þessu kjaftæði hugsaði starfsfólkið“ Það er einstaka sinnum sem við heyrum frábærar sögur um nýsköpunarfyrirtæki sem einfaldlega ná góðu flugi strax. Atvinnulíf 1.6.2023 07:00
Fjárfestar selt í hlutabréfasjóðum fyrir nærri fjóra milljarða frá áramótum Almennir innlendir verðbréfasjóðir hafa horft upp á nettó útflæði í hverjum mánuði frá áramótum samhliða áframhaldandi erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Fjárfestar hafa þannig minnkað stöðu sína í hlutabréfasjóðum um 3,6 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem kemur til viðbótar við útflæði úr slíkum sjóðum upp á samtals átta milljarða á öllu árinu 2022. Innherji 31.5.2023 08:55
Mikil áskorun að ná 3,5 prósenta raunávöxtun með verðbólgu í hæstu hæðum Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var með lökustu raunávöxtunina meðal stærstu sjóða landsins á árinu 2022 sem einkenndist af afar krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum. Sé litið til síðustu tíu ára hefur árleg raunávöxtun sömu lífeyrissjóða að jafnaði verið á bilinu 4,5 til 5,3 prósent en stjórnarformaður LSR varar við því að krafa um að sjóðirnir nái að skila ávöxtun yfir 3,5 prósenta viðmiðinu verði veruleg áskorun þegar verðbólgan er í hæstu hæðum. Innherji 29.5.2023 16:31
„Hættan við of samræmdar reglur á fjármálamarkaði er samræmið“ Ítrekaðar athugasemdir Seðlabanka Íslands og erlendra stofnana við stjórnarhætti lífeyrissjóða og áhættustýringu þeirra rista ekki nógu djúpt að sögn framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Hann varar við því að tilraunir til að endurskoða reglur um áhættustýringu hjá sjóðunum – í því skyni að samræma regluverkið á fjármálamarkaði – geti leitt til þess að allir bregðist við áhættu á sama hátt og þannig magnað upp áhættu á markaði. Innherji 26.5.2023 10:45
Peningastefnunefnd ætti að funda oftar í ljósi krefjandi aðstæðna Markaðurinn brást við meiri stýrivaxtahækkun en væntingar stóðu til með því að ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði og hlutabréf lækkuðu í verði. Verðbólguálag til skemmri tíma hækkaði um 20-30 punkta. Sérfræðingur á markaði bendir á að mögulega hafi stýrivaxtahækkunin verið hærri í ljósi þess hve langt er í næsta fund peningastefnunefndar og gagnrýnir að peningastefnunefnd skuli ekki funda mánaðarlega í ljósi krefjandi aðstæðna í hagkerfinu. Innherji 24.5.2023 18:39
Deloitte og EY vilja sameinast Deloitte á Íslandi og EY á Íslandi hafa átt í viðræðum um mögulegan samruna fyrirtækjanna. Sameinað fyrirtæki mun starfa undir merkjum Deloitte og vera hluti af alþjóðlegu neti þess. Innherji 17.5.2023 10:18
Arion fylgir á eftir Íslandsbanka með útgáfu upp á 300 milljónir evra Arion banki hefur klárað útgáfu á almennum skuldabréfum til hóps alþjóðlega fjárfesta fyrir samtals 300 milljónir evra, jafnvirði um 45 milljarðar króna, en vaxtaálagið var 407 punktar. Það er lítillega lægra álag en í sambærilegri skuldabréfaútgáfu Íslandsbanka í síðustu viku en vaxtakjör bankanna eru með þeim óhagstæðustu sem þeir hafa fengið frá fjármálahruninu 2008 og endurspegla erfiðar aðstæður á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Innherji 16.5.2023 17:13
Vísisjóðir með fulla vasa fjár eftir tímabil sem var „orðið hálf klikkað“ Íslenski vísisjóðir, sem söfnuðu metfjármunum í nýjustu sjóði sína 2021 þegar vextir voru sögulega lágir, eru enn stútfullir af fjármagni þrátt fyrir að hafa fjárfest í fyrirtækjum fyrir um þrettán milljarða króna á síðustu tveimur árum. Sjóðirnir starfa nú í gjörbreyttu umhverfi þar sem verðlagning á sprotafyrirtækjum hefur lækkað verulega og þrengt hefur að möguleikum þeirra til að afla sér fjármagns. Við erum að koma út úr tímabili sem var „orðið hálf klikkað,“ útskýrir sjóðstjóri, og eðlilega muni núna hægja á sölum á sprotafyrirtækjum. Innherji 15.5.2023 08:29
Horfur fyrir lánshæfi Íslands batna Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs eru staðfestar og horfur lánshæfis hans eru taldar hafa batnað í nýju mati alþjóðlegs matsfyrirtækis. Matið byggir á því að horfur í opinberum fjármálum og geta Íslands til að mæta áföllum haldi áfram að batna, mögulega umfram væntingar. Viðskipti innlent 13.5.2023 09:00