Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Á sjöunda tug drepin í stór­tækum á­rásum

Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. 

Erlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið, mennta­mál, stýrivextir og Gasa í Sprengi­sandi

Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Fyrstur kemur Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögfræði, og ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer meðal annars yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli.

Innlent
Fréttamynd

Stað­festa hungur­sneyð á Gasa

Sameinuðu þjóðirnar hafa formlega staðfest að hungursneyð ríkir á Gasaströndinni. Ísraelar neita því og segja að engin hungursneyð sé á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðar­morð, fálmandi mjálm eða að­gerðir?

Vesturlönd stæra sig af hugmyndum um jöfnuð, jafnræði, lýðræði og mannréttindi sem hampað er á tyllidögum og mynda kjarnann í starfi fjölda alþjóðastofnana sem virka einfaldlega ekki. Þessar hugmyndir þróuðust meðfram kapítalisma og nýlendustefnu sem byggjast á ofbeldi gagnvart umhverfi jafnt sem mannlegu samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Vara við hörmungum verði gert á­hlaup á Gasaborg

Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast hafa varað forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og hjálparsamtaka á norðanverðri Gasaströndinni við auknum umsvifum hersins á svæðinu. Einnig hafi áætlunum um brottflutning borgara til suðurs verið deilt með þeim en Ísraelar stefna að því að leggja undir sig stóra hluta Gasaborgar, þar sem talið er að hundruð þúsunda hafi leitað sér skjóls.

Erlent
Fréttamynd

Beittu sér fyrir keppnis­banni Ís­raela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“

Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann.

Körfubolti
Fréttamynd

Yfir­lýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael

Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á Evrópumótinu, þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi eftir slétta viku. KKÍ muni ekki hætta við að mæta Ísraelsmönnum enda sé það ávísun á bönn og sektir.

Körfubolti
Fréttamynd

Mega neita þeim að­gengi sem bera keffiyeh

Dómstóll í Þýringalandi í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Buchenwald útrýmingarbúðunum sé heimilt að neita þeim inngöngu sem bera svokallaðan keffiyeh klút.

Erlent
Fréttamynd

Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni

Samtök knattspyrnuþjálfara á Ítalíu (AIAC) hafa skrifað opinbert bréf þar sem fram kemur krafa þeirra um að Ísrael verði vísað úr öllum íþróttakeppnum vegna grimmilegrar framkomu þeirra og stríðsglæpa á Gaza ströndinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Kalla tugi þúsunda til her­þjónustu

Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla

Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið.

Erlent
Fréttamynd

Ég frétti af konu

Ég frétti af konu sem hefur árum saman verið beitt ofbeldi af hendi maka síns. Frá upphafi sambands þeirra hefur maki hennar beitt hana miklu andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og fjárhagslegu ofbeldi. Hún hefur látið sig hafa þetta enda hefur hún ekki í önnur hús að venda, er skuldbundin manninum og á með honum börn.

Skoðun
Fréttamynd

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs

Í vikunni sem leið voru haldin kröftug mótmæli á fyrirlestri sem Gil S. Epstein, prófessor og forseti félagsvísindasviðs við Bar-Ilan-háskólan í Ísrael, hélt við stofnun á vegum Háskóla Íslands. Mótmælin urðu til þess að fyrirlestrinum var á endanum aflýst, sem vakti upp spurningar um akademískt frelsi og rétt fólks til mótmæla.

Skoðun
Fréttamynd

Blaða­menn drepnir í tuga­tali: Ban­vænt mynstur mis­ræmis og mót­sagna

Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Greta Thunberg siglir á ný til Gasa

Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er meðal þátttakanda Global Sumud Flotilla sem hyggjast sigla til Gasastrandarinnar. Þetta er í annað sinn sem hún heldur af stað til Gasa en síðast var hópurinn stöðvaður af Ísraelsher.

Erlent
Fréttamynd

Mann­réttinda­barátta ekki í sam­keppni um at­hygli

Palestínufánar í Gleðigöngunni um helgina drógu ekki athygli frá réttindabaráttu hinsegin fólks, að mati sérfræðings í málefnum hinsegin fólks. Samstaða með Palestínu í göngunni hafi snúist um að virða öll mannréttindi skilyrðislaust, óháð skoðunum fólks.

Innlent
Fréttamynd

Albanese segir Netanyahu í af­neitun

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísarel, í afneitun hvað varðar afleiðingar stríðsreksturs Ísraels á Gasa.

Erlent