
Deilur Justin Baldoni og Blake Lively

Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa
Myndefni af þeim Justin Baldoni og Blake Lively á setti kvikmyndarinnar It Ends With Us sýnir fram á nauðsyn þess að svokallaðir nándarráðgjafar starfi á kvikmyndasettum. Þetta segir nándarráðgjafinn Ita O'Brien sem er frumkvöðull á þessu sviði.

Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði
Lögmenn bandaríska leikarans og leikstjórans Justin Baldoni hafa birt myndband af setti kvikmyndarinnar It Ends With Us þar sem þau Blake Lively leika saman í rómantísku atriði. Að sögn lögmanna hans sýnir myndbandið fram á að hann hafi ekki kynferðislega áreitt leikkonuna líkt og hún hefur sakað hann um. Lögmenn leikkonunnar segja að myndbandið styðji ásakanir hennar.

Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi
Justin Baldoni hefur ákveðið að stefna Blake Lively og eiginmanni hennar Ryan Reynolds meðal annars vegna þess sem hann segir vera kúgun af þeirra hálfu og ófrægingarherferð. Lögmenn leikkonunnar hafa tjáð sig um stefnuna og segja að um sé að ræða annan kafla í „handbók ofbeldismannsins.“

Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“
Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum.

Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively
Blaðamaðurinn Kjersti Flaa segist ekki hafa tekið þátt í ófrægingarherferð leikstjórans Justin Baldoni gegn kollega sínum Blake Lively eftir að kvikmynd þeirra It Ends With Us var sýnd í kvikmyndahúsum í ágúst síðastliðnum.

Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“
Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn.

Spjótin hætta ekki að beinast að Blake Lively
Spjótin beinast enn og aftur að Hollywood leikkonunni Blake Lively á samfélagsmiðlum. Í þetta skiptið fyrir ummæli sem hún lét falla um trans fólk árið 2012. Leikkonan hefur undanfarna daga og vikur verið undir smásjá netverja vegna einkennilegrar markaðssetningar hennar á bíómyndinni It Ends With Us sem nú er í kvikmyndahúsum.