Lögreglumál

Fréttamynd

Gaf sig fram við lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla

Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla í gær. Piltarnir eru á aldrinum sextán til nítján ára. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sá er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag en þeir sem eru undir lögaldri hafa verið vistaðir á viðeigandi stofnun og mál þeirra unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, að sögn lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Fimm manns í haldi lög­reglu vegna líkams­á­rása

Rétt fyrir klukkan hálfsex í gær handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mann og konu í íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Þau eru grunuð um sölu fíkniefna, líkamsárás og brot á lyfja- og vopnalögum. Fólkið var vistað í fangageymslu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Enginn handtekinn eftir hópslagsmál við Hólagarð

Til átaka kom milli ungra karlmanna við verslunarkjarnann Hólagarð í Breiðholti á fimmta tímanum í dag. Stór rúða á útibúi flatbökukeðjunnar Pizzunnar brotnaði í átökunum. Þá mátti heyra ung börn öskra og gráta í bakgrunni þar sem þau fylgdust með átökunum.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla

Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir.

Innlent
Fréttamynd

Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla

Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum.

Innlent
Fréttamynd

Féll niður vök á Hafravatni

Upp úr hádegi í dag var manneskju bjargað sem hafði fallið niður vök á Hafravatni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði manni með skærum í Kópavogi

Alls voru níutíu mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í nótt. Sex voru jafnframt vistaðir í fangaklefum samkvæmt dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Réðust á og rændu skutlara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja aðila sem grunaðir eru um að hafa ráðist á og rænt svokallaðan skutlara í Hafnarfirði í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Var ekki í síbrotagæslu þrátt fyrir langan sakaferil og mörg nýleg brot

Verjandi manns sem var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur í gær segir að skjólstæðingur sinn hafi tekið ákvörðun um næstu skref en vilji ekki gefa upp hver hún sé á þessari stundu. Þá hefur ekki komið fram hvort ríkissaksóknari hyggst áfrýja málinu til Landsréttar eður ei.  

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn var stór­hættu­legur og kerfið brást

Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ

Ekið var á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ laust fyrir hádegi í dag. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi til aðhlynningar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Manndrápsmál fellt niður vegna andláts ákærða

Manndrápsmál á hendur karlmanni um þrítugt sem ákærður var fyrir að myrða móður sína og stinga sambýlismann hennar í Hafnarfirði í apríl í fyrra verður formlega fellt niður í Héraðsdómi Reykjaness á næstunni. Ástæðan er sú að ákærði er látinn.

Innlent
Fréttamynd

Þremur bifhjólum stolið í Vesturbænum

Laust fyrir klukkan hálfellefu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að þremur bifhjólum hefði verið stolið í Vesturbæ Reykjavíkur, allt frá sama heimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Vöknuðu við mikinn hvell og glerbrot um öll gólf

Haukur Már Haraldsson, íbúi í Víkurhverfi í Grafarvogi og eiginkona hans, vöknuðu upp af værum svefni í nótt við mikinn hvell. Einhver hafði kastað grjóthnullungi í gegn um rúðuna í stofuglugganum á íbúð þeirra sem er á annarri hæð.

Innlent