Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Kolbeinn Tumi Daðason, Kristín Ólafsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 13. janúar 2021 13:03 Sérsveitarmenn fyrir utan Borgarholtsskóla í dag sjást til vinstri á mynd. Myndin til hægri er tekin inni í skólanum í dag. Samsett Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla mætti upp í Borgarholtsskóla upp úr klukkan eitt en lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna málsins. Ungur maður var leiddur í járnum út úr skólanum um klukkan 13:30 og færður út í lögreglubíl. Eftir það hafi verið dregið úr viðbúnaði á staðnum að sögn fréttamanns á staðnum. Vísir fékk myndbandið hér fyrir neðan sent frá sjónarvotti þar sem má sjá árás með hafnaboltakylfu. Myndbandinu hefur verið breytt til að má út persónugreinanlegar upplýsingar. Við vörum viðkvæma við myndbandinu. Klippa: Árás með hafnarboltakylfu í Borgarholtsskóla Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem ráðist hafi verið á nemendur í skólanum, einhvers konar átök hafi átt sér stað. Hún kveðst ekki vita að svo stöddu hvort hnífi hafi verið beitt við árásina. Tilkynning barst lögreglu skömmu fyrir klukkan 13 í dag.Vísir/Vilhelm Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að þrír hafi mætt vopnaðir í skólann. Komið hafi til hópslagsmála á göngunum og þau síðan borist út. Starfsmannafundi lauk nú á þriðja tímanum og segir Ársæll að starfsfólk skólans sé í áfalli vegna atburðanna. Telja sig hafa náð í skottið á flestum Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að tilkynnt hafi verið um átök milli manna í skólanum rétt fyrir klukkan 13. Fengust upplýsingar um að hafnaboltakylfa og jafnvel fleiri vopn hafi verið notuð. Ásgeir Þór staðfestir að einhverjir séu sárir og verði fluttir á slysadeild til skoðunar. Nemendum var gert að fara út úr skólanum eftir að árásin var gerð.Vísir/Vilhelm „Við sendum talsvert stóran hluta af útkallsliði okkar og sérsveitina sem fylgir í slík útköll. Við teljum að við höfum náð stjórn á vettvangnum og náð í skottið á flestum sem áttu aðild að þessu.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ráku sérsveitarmenn nemendur inn í skólastofur á meðan þeir reyndu að ná tökum á aðstæðum. Í framhaldinu voru nemendur sendir heim. Fréttin hefur verið uppfærð. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumenn að störfum fyrir utan Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Reykjavík Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla mætti upp í Borgarholtsskóla upp úr klukkan eitt en lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna málsins. Ungur maður var leiddur í járnum út úr skólanum um klukkan 13:30 og færður út í lögreglubíl. Eftir það hafi verið dregið úr viðbúnaði á staðnum að sögn fréttamanns á staðnum. Vísir fékk myndbandið hér fyrir neðan sent frá sjónarvotti þar sem má sjá árás með hafnaboltakylfu. Myndbandinu hefur verið breytt til að má út persónugreinanlegar upplýsingar. Við vörum viðkvæma við myndbandinu. Klippa: Árás með hafnarboltakylfu í Borgarholtsskóla Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem ráðist hafi verið á nemendur í skólanum, einhvers konar átök hafi átt sér stað. Hún kveðst ekki vita að svo stöddu hvort hnífi hafi verið beitt við árásina. Tilkynning barst lögreglu skömmu fyrir klukkan 13 í dag.Vísir/Vilhelm Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að þrír hafi mætt vopnaðir í skólann. Komið hafi til hópslagsmála á göngunum og þau síðan borist út. Starfsmannafundi lauk nú á þriðja tímanum og segir Ársæll að starfsfólk skólans sé í áfalli vegna atburðanna. Telja sig hafa náð í skottið á flestum Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að tilkynnt hafi verið um átök milli manna í skólanum rétt fyrir klukkan 13. Fengust upplýsingar um að hafnaboltakylfa og jafnvel fleiri vopn hafi verið notuð. Ásgeir Þór staðfestir að einhverjir séu sárir og verði fluttir á slysadeild til skoðunar. Nemendum var gert að fara út úr skólanum eftir að árásin var gerð.Vísir/Vilhelm „Við sendum talsvert stóran hluta af útkallsliði okkar og sérsveitina sem fylgir í slík útköll. Við teljum að við höfum náð stjórn á vettvangnum og náð í skottið á flestum sem áttu aðild að þessu.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ráku sérsveitarmenn nemendur inn í skólastofur á meðan þeir reyndu að ná tökum á aðstæðum. Í framhaldinu voru nemendur sendir heim. Fréttin hefur verið uppfærð. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumenn að störfum fyrir utan Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjavík Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira