Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Kolbeinn Tumi Daðason, Kristín Ólafsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 13. janúar 2021 13:03 Sérsveitarmenn fyrir utan Borgarholtsskóla í dag sjást til vinstri á mynd. Myndin til hægri er tekin inni í skólanum í dag. Samsett Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla mætti upp í Borgarholtsskóla upp úr klukkan eitt en lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna málsins. Ungur maður var leiddur í járnum út úr skólanum um klukkan 13:30 og færður út í lögreglubíl. Eftir það hafi verið dregið úr viðbúnaði á staðnum að sögn fréttamanns á staðnum. Vísir fékk myndbandið hér fyrir neðan sent frá sjónarvotti þar sem má sjá árás með hafnaboltakylfu. Myndbandinu hefur verið breytt til að má út persónugreinanlegar upplýsingar. Við vörum viðkvæma við myndbandinu. Klippa: Árás með hafnarboltakylfu í Borgarholtsskóla Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem ráðist hafi verið á nemendur í skólanum, einhvers konar átök hafi átt sér stað. Hún kveðst ekki vita að svo stöddu hvort hnífi hafi verið beitt við árásina. Tilkynning barst lögreglu skömmu fyrir klukkan 13 í dag.Vísir/Vilhelm Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að þrír hafi mætt vopnaðir í skólann. Komið hafi til hópslagsmála á göngunum og þau síðan borist út. Starfsmannafundi lauk nú á þriðja tímanum og segir Ársæll að starfsfólk skólans sé í áfalli vegna atburðanna. Telja sig hafa náð í skottið á flestum Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að tilkynnt hafi verið um átök milli manna í skólanum rétt fyrir klukkan 13. Fengust upplýsingar um að hafnaboltakylfa og jafnvel fleiri vopn hafi verið notuð. Ásgeir Þór staðfestir að einhverjir séu sárir og verði fluttir á slysadeild til skoðunar. Nemendum var gert að fara út úr skólanum eftir að árásin var gerð.Vísir/Vilhelm „Við sendum talsvert stóran hluta af útkallsliði okkar og sérsveitina sem fylgir í slík útköll. Við teljum að við höfum náð stjórn á vettvangnum og náð í skottið á flestum sem áttu aðild að þessu.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ráku sérsveitarmenn nemendur inn í skólastofur á meðan þeir reyndu að ná tökum á aðstæðum. Í framhaldinu voru nemendur sendir heim. Fréttin hefur verið uppfærð. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumenn að störfum fyrir utan Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Reykjavík Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla mætti upp í Borgarholtsskóla upp úr klukkan eitt en lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna málsins. Ungur maður var leiddur í járnum út úr skólanum um klukkan 13:30 og færður út í lögreglubíl. Eftir það hafi verið dregið úr viðbúnaði á staðnum að sögn fréttamanns á staðnum. Vísir fékk myndbandið hér fyrir neðan sent frá sjónarvotti þar sem má sjá árás með hafnaboltakylfu. Myndbandinu hefur verið breytt til að má út persónugreinanlegar upplýsingar. Við vörum viðkvæma við myndbandinu. Klippa: Árás með hafnarboltakylfu í Borgarholtsskóla Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem ráðist hafi verið á nemendur í skólanum, einhvers konar átök hafi átt sér stað. Hún kveðst ekki vita að svo stöddu hvort hnífi hafi verið beitt við árásina. Tilkynning barst lögreglu skömmu fyrir klukkan 13 í dag.Vísir/Vilhelm Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að þrír hafi mætt vopnaðir í skólann. Komið hafi til hópslagsmála á göngunum og þau síðan borist út. Starfsmannafundi lauk nú á þriðja tímanum og segir Ársæll að starfsfólk skólans sé í áfalli vegna atburðanna. Telja sig hafa náð í skottið á flestum Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að tilkynnt hafi verið um átök milli manna í skólanum rétt fyrir klukkan 13. Fengust upplýsingar um að hafnaboltakylfa og jafnvel fleiri vopn hafi verið notuð. Ásgeir Þór staðfestir að einhverjir séu sárir og verði fluttir á slysadeild til skoðunar. Nemendum var gert að fara út úr skólanum eftir að árásin var gerð.Vísir/Vilhelm „Við sendum talsvert stóran hluta af útkallsliði okkar og sérsveitina sem fylgir í slík útköll. Við teljum að við höfum náð stjórn á vettvangnum og náð í skottið á flestum sem áttu aðild að þessu.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ráku sérsveitarmenn nemendur inn í skólastofur á meðan þeir reyndu að ná tökum á aðstæðum. Í framhaldinu voru nemendur sendir heim. Fréttin hefur verið uppfærð. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lögreglumenn að störfum fyrir utan Borgarholtsskóla í dag.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjavík Lögreglumál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira