Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 16:44 Nemendur og starfsfólk í Borgarholtsskóla er að sögn skólameistara í áfalli vegna atburða dagsins. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi og ekki liggja fyrir upplýsingar um hve margir hafa stöðu grunaðs í málinu. Einn var leiddur í burtu í handjárnum úr Borgarholtsskóla. Tilkynning um átökin barst lögreglu klukkan 12:37. Skólastjóri segir árásarmenn hafa verið vopnaðir bareflum eins og hafnaboltakylfum og mjög löngum og stórum hnífum. Elín Agnes sagðist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Reikna mætti með því að línur í málinu myndu skýrast í kvöld og á morgun. Í samtölum fréttastofu við nemendur í Borgarholtsskóla þá virðist almennur skilningur á atburðarásinni vera á þá leið að nokkrir vopnaðir aðilar hafi komið í Borgarholtsskóla til að leita uppi aðila. Sá hafi að sögn nemenda ekki mætt til fundar við þá utan við skólann og þeir því ætlað að leita hann uppi. Að minnsta kosti einn þeirra sex sem fóru á slysadeild var fluttur á sjúkrabörum út úr skólanum. Þá hafa myndir verið í gangi á samfélagsmiðlum þar sem sjá má einn aðila blóðugan um höfuð. Muni breyta íslensku samfélagi til frambúðar Ársæll Guðmundsson skólameistari í Borgarholtsskóla lýsti atburðarásinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Vopnaðir aðilar hefðu komið inn í skólann og slagsmál brotist út. Um grafalvarlegt mál væri að ræða sem yrði til þess að breyta ýmsu í íslensku samfélagi. „Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. Hann lýsti því hvernig slagsmálin hefðu brotist út á einum ganginum til að byrja með. Starfsmenn hefðu brugðist mjög hratt við. Lögregla hefði mætt á svæði í flýti og öllum komið í skjól. Skólinn hafi svo verið rýmdur og grandskoðaður. Leitað um alla ganga en lögregla notaðist við leitarhunda í nágrenni skólans. Skólasamfélagið þurfi að fara yfir verkferla Ársæll segir skólastjórnendur í framhaldsskólum hafa rætt um öryggi í skólum í fjölda ára vegna atburða erlendis og hvernig íslensku skólarnir séu í stakk búnir hvað það varði. Framhaldsskólar eru almennt opnir og engin öryggisgæsla. Vísar hann þar til skyndilegra árása á skóla, sem gerist til að mynda með reglulegu millibili í Bandaríkjunum, þar sem vopnaðir aðilar hafa ráðist til atlögu með skelfilegum afleiðingum. „Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“ Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Lögreglumál Tengdar fréttir Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Rannsókn málsins er sögð á frumstigi og ekki liggja fyrir upplýsingar um hve margir hafa stöðu grunaðs í málinu. Einn var leiddur í burtu í handjárnum úr Borgarholtsskóla. Tilkynning um átökin barst lögreglu klukkan 12:37. Skólastjóri segir árásarmenn hafa verið vopnaðir bareflum eins og hafnaboltakylfum og mjög löngum og stórum hnífum. Elín Agnes sagðist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Reikna mætti með því að línur í málinu myndu skýrast í kvöld og á morgun. Í samtölum fréttastofu við nemendur í Borgarholtsskóla þá virðist almennur skilningur á atburðarásinni vera á þá leið að nokkrir vopnaðir aðilar hafi komið í Borgarholtsskóla til að leita uppi aðila. Sá hafi að sögn nemenda ekki mætt til fundar við þá utan við skólann og þeir því ætlað að leita hann uppi. Að minnsta kosti einn þeirra sex sem fóru á slysadeild var fluttur á sjúkrabörum út úr skólanum. Þá hafa myndir verið í gangi á samfélagsmiðlum þar sem sjá má einn aðila blóðugan um höfuð. Muni breyta íslensku samfélagi til frambúðar Ársæll Guðmundsson skólameistari í Borgarholtsskóla lýsti atburðarásinni í samtali við fréttastofu á vettvangi í dag. Vopnaðir aðilar hefðu komið inn í skólann og slagsmál brotist út. Um grafalvarlegt mál væri að ræða sem yrði til þess að breyta ýmsu í íslensku samfélagi. „Þetta er líka aðför að þessu opna og lýðræðislega skólakerfi sem Ísland hefur haft og þann frið sem við höfum haft í íslensku samfélagi. Þetta er mjög alvarlegt mál og verður til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi,“ segir Ársæll. Hann lýsti því hvernig slagsmálin hefðu brotist út á einum ganginum til að byrja með. Starfsmenn hefðu brugðist mjög hratt við. Lögregla hefði mætt á svæði í flýti og öllum komið í skjól. Skólinn hafi svo verið rýmdur og grandskoðaður. Leitað um alla ganga en lögregla notaðist við leitarhunda í nágrenni skólans. Skólasamfélagið þurfi að fara yfir verkferla Ársæll segir skólastjórnendur í framhaldsskólum hafa rætt um öryggi í skólum í fjölda ára vegna atburða erlendis og hvernig íslensku skólarnir séu í stakk búnir hvað það varði. Framhaldsskólar eru almennt opnir og engin öryggisgæsla. Vísar hann þar til skyndilegra árása á skóla, sem gerist til að mynda með reglulegu millibili í Bandaríkjunum, þar sem vopnaðir aðilar hafa ráðist til atlögu með skelfilegum afleiðingum. „Hér í Borgarholtsskóla eru mjög margir inngangar í skólann. Við höfum lokað mjög mörgum þessara innganga. Svo kemur Covid og þá er það orðið kostur að hafa marga innganga, til að geta dreit nemendum um skólann. En reynist svo ókostur þegar svona gerist. við munum allt skólasamfélagið, ekki bara í Borgarholtsskóla, fara yfir alla okkar verkferla.“
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Lögreglumál Tengdar fréttir Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17
Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03