Lögreglumál

Fréttamynd

Michelsen býður eina milljón króna í fundar­laun

Frank Michelsen, eigandi úra- og skargripaverslunarinnar sem rænd var í gær, býður fundarlaun hverjum þeim sem geta gefið upplýsingar um ránið. Komi vísbending sem leiði til þess að málið verði upplýst og ránsfengurinn endurheimtur, fær sá hinn sami milljón króna fundarlaun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eigandanum.

Innlent
Fréttamynd

Skotum hleypt af í ráninu

Mennirnir sem réðust inn í úraverslunina Michelsen á Laugavegi í morgun hleyptu af alvöru byssu inni í versluninni þegar þeir voru að ræna hana. Þetta telur Frank Úlfar Michelsen, eigandi búðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ræningjarnir ganga enn lausir

Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni.

Innlent
Fréttamynd

Vopnaðir lög­reglu­menn hand­tóku þrjá menn á Hring­braut

Þrír menn voru handteknir á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar nú fyrir stundu en talið er að þeir tengist vopnuðu ráni sem var framið í Michelsen úraverslun í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni vildi þó ekki staðfesta að mennirnir séu þeir sem frömdu ránið - rannsókn sé í enn í fullum gangi. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðar við aðgerðir lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur skipu­lögð glæpa­gengi takast á

Íslensku Vítisenglarnir eru taldir gera út áhangendahópa til glæpaverka. Mótorhjólamenn hafa heimsótt fyrirtæki sem hafa orðið fyrir skemmdarverkum og innbrotum og boðið þeim vernd gegn gjaldi. Lögregla óttast að slái í brýnu á milli fjögurra skipulagðra glæpasamtaka sem hafa hreiðrað um sig á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ísland er óviðbúið árásum tölvuþrjóta

Engar varnir gegn tölvuárásum sem gagn er að eru til staðar hér á landi, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þörf fyrir þær. Tölvuárásir gætu lamað samskipti í gegnum Netið, og jafnvel haft áhrif á hluta símkerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður á ofsahraða

Karl um þrítugt var stöðvaður í akstri á Vesturlandsvegi á móts við Höfðabakka síðdegis í gær. Bíll hans mældist á 147 km hraða en þarna er 80 km hámarkshraði. Maðurinn reyndist jafnframt vera ölvaður.

Innlent
Fréttamynd

Einum sleppt vegna kókaínmálsins

Karl á sextugsaldri er laus úr haldi lögreglu en maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild á innflutningi kókaíns hingað til lands frá Spáni.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni

Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm.

Innlent
Fréttamynd

Keypti vörubíla fyrir gróða af fíkniefnum

Athafnamaðurinn Sigurður Ólason er talinn hafa þvættað peninga í gegnum félagið Hollís, sem hann stofnaði með hollenskum og ísraelskum fíkniefnasölum. Sigurður tengist miklum fjölda annarra fyrirtækja hérlendis og á tugi fasteigna.

Innlent
Fréttamynd

Dóp í hraðsendingu hratt málinu af stað

Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum

Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveit lögreglu situr um vopnaðan mann á Hnífsdal

Sérsveit lögreglunnar situr nú um hús á Hnífsdal, á Vestfjörðum, þar sem inni er vopnaður maður sem talið er að hafi hleypt af skoti fyrr í kvöld. Sérsveitarmenn voru sendir með þyrlu frá Reykjavík. Þeir lentu í Hnífsdal upp úr miðnætti og umkringja nú húsið.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert lát á straumi fíkni­efna

Mörg stór fíkniefnamál hafa komið upp síðustu ár. Tólf ára fangelsisdómur yfir Austurríkismanni var mildaður í níu ár í Hæstarétti. Tryggvi Rúnar Guðjónsson situr nú af sér tíu ára fangelsisdóm sem er þyngsti fíkniefnadómur Hæstaréttar.

Innlent