Sakaður um pyntingar - dæmdur mánuði áður fyrir hrottaskap 26. apríl 2010 13:27 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ryðjast inn á heimili manns, sparka ítrekað í höfuð hans og stela fartölvu fórnalambsins. Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns ásamt öðrum manni í Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum á hann, ásamt nokkrum öðrum mönnum, að hafa rænt manni frá heimili sínu nú rétt eftir páska. Þar eiga þeir að hafa haldið manninum nauðugum í heimahúsi um nóttina og sætti hann þar hótunum, ýmsum líkamsmeiðingum og pyntingum. Manninum var haldið áfram nauðugum fram eftir degi og mun meðal annars hafa verið þvingaður til að stela verkfærakistunni. Ástæða verknaðarins mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld. Aðeins mánuði áður en umræddur maður var handtekinn fyrir þennan glæp var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróft ofbeldisbrot. Þar var hann dæmdur fyrir að ryðjast í heimildarleysi inn á heimili manns að Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Maðurinn sló húsráðanda ítrekað hnefahöggum í höfuð og bringu, íklæddur hönskum úr hörðu efni, þannig að fórnarlambið rotaðist og féll í gólfið. Réðust mennirnir báðir að honum með höggum og spörkum í höfuð og líkama en höfðu síðan á brott með sér Apple MacBook fartölvu að verðmæti um 120 þúsund krónur. 6 menn voru handteknir vegna rannsóknar á frelsissviptingunni eftir páska og húsleitir gerðar á nokkrum stöðum. Við húsleitirnar fannst meðal annars ætlað þýfi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðahald allt til 16. apríl en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæsluvarðhaldi var síðan framlengt um viku yfir einum mannanna. Sá sem var dæmdur fyrir um mánuði síðan hefur hafið afplánun á fyrra broti sínu. Innlent Lögreglumál Tengdar fréttir Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns ásamt öðrum manni í Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum á hann, ásamt nokkrum öðrum mönnum, að hafa rænt manni frá heimili sínu nú rétt eftir páska. Þar eiga þeir að hafa haldið manninum nauðugum í heimahúsi um nóttina og sætti hann þar hótunum, ýmsum líkamsmeiðingum og pyntingum. Manninum var haldið áfram nauðugum fram eftir degi og mun meðal annars hafa verið þvingaður til að stela verkfærakistunni. Ástæða verknaðarins mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld. Aðeins mánuði áður en umræddur maður var handtekinn fyrir þennan glæp var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróft ofbeldisbrot. Þar var hann dæmdur fyrir að ryðjast í heimildarleysi inn á heimili manns að Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Maðurinn sló húsráðanda ítrekað hnefahöggum í höfuð og bringu, íklæddur hönskum úr hörðu efni, þannig að fórnarlambið rotaðist og féll í gólfið. Réðust mennirnir báðir að honum með höggum og spörkum í höfuð og líkama en höfðu síðan á brott með sér Apple MacBook fartölvu að verðmæti um 120 þúsund krónur. 6 menn voru handteknir vegna rannsóknar á frelsissviptingunni eftir páska og húsleitir gerðar á nokkrum stöðum. Við húsleitirnar fannst meðal annars ætlað þýfi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðahald allt til 16. apríl en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæsluvarðhaldi var síðan framlengt um viku yfir einum mannanna. Sá sem var dæmdur fyrir um mánuði síðan hefur hafið afplánun á fyrra broti sínu.
Innlent Lögreglumál Tengdar fréttir Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30