Lögreglumál

Fréttamynd

Krefjast á­fram­haldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm

Gæsluvarðhald yfir fimm mönnum, sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni að Silfratjörn í Úlfarsárdal þann 2. nóvember síðastliðinn, rennur út í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir öllum fimm.

Innlent
Fréttamynd

Vy-þrif kærð til lög­reglu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki.

Innlent
Fréttamynd

Til­búin með á­ætlanir fyrir daginn

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir nóttina hafa verið nokkuð rólega og tíðindalausa. Dagurinn byrji núna með mati vísindamanna á nýjum gögnum.

Innlent
Fréttamynd

Rýmdu bæinn á 95 sekúndum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að vonandi verði hægt að hleypa Grindvíkingum aftur tímabundið inn í bæinn á morgun. Bærinn var rýmdur í dag þegar tugir íbúa voru þar, en rýmingin tók 95 sekúndur. 

Innlent
Fréttamynd

Rýma bæinn og bíða svo og sjá

Verið er að rýma Grindavík í þessum töluðu orðum af öryggisástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum mældist SO2 gas í gasmælum Veðurstofunnar. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi áréttar að ekki sé um neyðarrýmingu að ræða. Rýming verði gerð skipulega.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður öku­maður ók á ljósa­staur

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um að bíl hafði verið ekið á ljósastaur í hverfi 103 í Reykjavík. Þegar að var komið var bíllinn var ofan á ljósastaurnum og ökumaðurinn enn í ökumannssætinu.

Innlent
Fréttamynd

„Nú er bið­staða“

Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00.

Innlent
Fréttamynd

Ók ölvaður á gangandi veg­faranda

Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa ekið ölvaður á gangandi vegfaranda í miðbæ Reykjavíkur. Vegfarandinn hlaut minniháttar meiðsl en ekki er nánar greint frá áverkum hans.

Innlent
Fréttamynd

Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveit kölluð til vegna minni­háttar rifrildis

Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um hóp manna að veitast að einum manni. Einn var sagður hafa haldið hníf upp að árásarþola. Lögregla fór þegar á vettvang ásamt sérsveit en málið reyndist minniháttar rifrildi.

Innlent
Fréttamynd

Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heim­sókn

Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk Vy-þrifa reyndi að koma mat­vælum undan

Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Land­helgis­gæslan og lög­regla um borð í Amelíu Rose

Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. 

Innlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um ís­björn á Lang­jökli

Lögreglan á Vesturlandi og Landhelgisgæslan leita nú mögulegs ísbjarnar á Langjökli. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Losnaði úr fangelsi fjórum mánuðum eftir tveggja ára dóm

Karlmaðurinn sem særðist í skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal í síðustu viku losnaði úr fangelsi í sumar. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í mars fyrir sérlega hættulega líkamsárás, en losnaði úr fangelsi í júlí. Ástæðan mun vera sú að hann hafði þegar afplánað stóran hluta refsingar sinnar í gæsluvarðhaldi.

Innlent