Tilbúin með áætlanir fyrir daginn Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2023 08:02 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að þeir Grindvíkingar sem ekki hafi enn haft tækifæri til að fara á heimili sín muni fá tækifæri til þess í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir nóttina hafa verið nokkuð rólega og tíðindalausa. Dagurinn byrji núna með mati vísindamanna á nýjum gögnum. „Við erum tilbúin með áætlanir um að íbúar geti haldið áfram að fara inn í hús sín. Það eru nokkrir sem hafa ekkert fengið að fara að ráði og við ætlum að reyna að klára það í dag. Það er búið að vera í samskiptum við þá íbúa,“ segir Víðir. Víðir ræddi stöðuna í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að einnig verði unnið áfram að verðmætabjörgun hjá fyrirtækjum. „Það hefur gengið vel, eins og hægt er.“ Víðir minnir á að það muni opna þjónustumiðstöð almannavarna í Tollhúsinu í hádeginu í dag. „Þar munu Grindvíkingar hafa aðstöðu til að hittast, en ekki síður ætlum við að safna saman þeim sérfræðingum sem geta svarað spurningum, meðal annars varðandi tjónamálin og slíkt. Þar munum við líka veita sálrænan stuðning fólki og hjálpað fólki að sameinast aðeins,“ segir Víðir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hann segir búið að vera gríðarlegt álag á viðbragðsaðilum, sérstaklega þeim sem búa í Grindavík. „Þeir eru náttúrulega á fullu að vinna með sínum samborgurum. Það má nefna það eru nokkrir í stjórnstöðvarvinnu sem höfðu ekki haft tækifæri til að snúa heim til sín. Þeir hafi hins vegar fengið leyfi í gærkvöldi til að gera það,“ segir Víðir. Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 14. nóvember 2023 22:50 Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
„Við erum tilbúin með áætlanir um að íbúar geti haldið áfram að fara inn í hús sín. Það eru nokkrir sem hafa ekkert fengið að fara að ráði og við ætlum að reyna að klára það í dag. Það er búið að vera í samskiptum við þá íbúa,“ segir Víðir. Víðir ræddi stöðuna í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að einnig verði unnið áfram að verðmætabjörgun hjá fyrirtækjum. „Það hefur gengið vel, eins og hægt er.“ Víðir minnir á að það muni opna þjónustumiðstöð almannavarna í Tollhúsinu í hádeginu í dag. „Þar munu Grindvíkingar hafa aðstöðu til að hittast, en ekki síður ætlum við að safna saman þeim sérfræðingum sem geta svarað spurningum, meðal annars varðandi tjónamálin og slíkt. Þar munum við líka veita sálrænan stuðning fólki og hjálpað fólki að sameinast aðeins,“ segir Víðir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hann segir búið að vera gríðarlegt álag á viðbragðsaðilum, sérstaklega þeim sem búa í Grindavík. „Þeir eru náttúrulega á fullu að vinna með sínum samborgurum. Það má nefna það eru nokkrir í stjórnstöðvarvinnu sem höfðu ekki haft tækifæri til að snúa heim til sín. Þeir hafi hins vegar fengið leyfi í gærkvöldi til að gera það,“ segir Víðir.
Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 14. nóvember 2023 22:50 Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 14. nóvember 2023 22:50
Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00