Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 18:48 Landhelgisgæslan vísaði Amelíu Rose til hafnar á Akranesi þar sem lögregla beið þess. Vísir/Margrét Björk Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir varðskipið Þór hafa verið við hefðbundið eftirlit í dag þegar farið var um borð í skipið. „Þar kom í ljós að um borð voru allt of margir farþegar miðað við útgefið farþegaleyfi þessa skips á þessum stað. Í kjölfarið var skipinu vísað til hafnar í þágu rannsóknar en næsta höfn var Akranes. Þar tóku lögreglumenn á móti skipinu og töldu upp úr því og tóku skýrslu af skipstjóranum.“ Amelía Rose við Akraneshöfn í dag. Vísir/Margrét Björk Um áttatíu manns voru um borð sem aðeins hefur leyfi fyrir tólf. Ásgeir segir verklag skýrt við þessar aðstæður, Landhelgisgæslan vísi skipi til næstu hafnar sem í þessu tilfelli var Akranes. „Öryggi farþega skiptir okkur mestu máli. Okkur ber að framfylgja lögum á hafsvæðinu umhverfis Ísland og það er alvarlegt ef of margir farþegar eru um borð miðað við útgefið farþegaleyfi.“ Ítrekað verið stöðvað með of marga farþega Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem afskipti eru höfð af Amelíu Rose vegna of margra farþega. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir og sakað yfirvöld um einelti. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu sem fyrirtækið gaf út á síðasta ári. Um áttatíu farþegar voru um borð í skipinu sem aðeins er með leyfi fyrir tólf. Vísir/Margrét Björk Forsvarsmenn Seatrips sem gerir út Amelíu Rose, höfðu sótt um hjá Samgöngustofu að skráningu á skipinu yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Samgöngustofa synjaði erindinu, en forsvarsmenn fyrirtækisins kærðu þá ákvörðun. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samgöngustofu í síðustu viku. Hægt er að lesa ítarlega frétt um dóminn hér að neðan. Ásgeir segir ekki ljóst hvaða afleiðingar málið í dag muni hafa. „Það fer í hefðbundið ferli. Það var tekin skýrsla af skipstjóra af lögreglu og síðan verður framhaldið að ráðast.“ Ferðamennska á Íslandi Akranes Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir varðskipið Þór hafa verið við hefðbundið eftirlit í dag þegar farið var um borð í skipið. „Þar kom í ljós að um borð voru allt of margir farþegar miðað við útgefið farþegaleyfi þessa skips á þessum stað. Í kjölfarið var skipinu vísað til hafnar í þágu rannsóknar en næsta höfn var Akranes. Þar tóku lögreglumenn á móti skipinu og töldu upp úr því og tóku skýrslu af skipstjóranum.“ Amelía Rose við Akraneshöfn í dag. Vísir/Margrét Björk Um áttatíu manns voru um borð sem aðeins hefur leyfi fyrir tólf. Ásgeir segir verklag skýrt við þessar aðstæður, Landhelgisgæslan vísi skipi til næstu hafnar sem í þessu tilfelli var Akranes. „Öryggi farþega skiptir okkur mestu máli. Okkur ber að framfylgja lögum á hafsvæðinu umhverfis Ísland og það er alvarlegt ef of margir farþegar eru um borð miðað við útgefið farþegaleyfi.“ Ítrekað verið stöðvað með of marga farþega Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem afskipti eru höfð af Amelíu Rose vegna of margra farþega. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir og sakað yfirvöld um einelti. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu sem fyrirtækið gaf út á síðasta ári. Um áttatíu farþegar voru um borð í skipinu sem aðeins er með leyfi fyrir tólf. Vísir/Margrét Björk Forsvarsmenn Seatrips sem gerir út Amelíu Rose, höfðu sótt um hjá Samgöngustofu að skráningu á skipinu yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Samgöngustofa synjaði erindinu, en forsvarsmenn fyrirtækisins kærðu þá ákvörðun. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samgöngustofu í síðustu viku. Hægt er að lesa ítarlega frétt um dóminn hér að neðan. Ásgeir segir ekki ljóst hvaða afleiðingar málið í dag muni hafa. „Það fer í hefðbundið ferli. Það var tekin skýrsla af skipstjóra af lögreglu og síðan verður framhaldið að ráðast.“
Ferðamennska á Íslandi Akranes Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14
Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00