Landhelgisgæslan og lögregla um borð í Amelíu Rose Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 18:48 Landhelgisgæslan vísaði Amelíu Rose til hafnar á Akranesi þar sem lögregla beið þess. Vísir/Margrét Björk Landhelgisgæslan stöðvaði farþegaskipið Amelíu Rose um átta sjómílur úti fyrir Akranesi í dag. Í ljós kom að farþegafjöldi á skipinu var margfaldur miðað við leyfilegan fjölda. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir málið alvarlegt en skipið hafi ítrekað verið stöðvað með of marga farþega. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir varðskipið Þór hafa verið við hefðbundið eftirlit í dag þegar farið var um borð í skipið. „Þar kom í ljós að um borð voru allt of margir farþegar miðað við útgefið farþegaleyfi þessa skips á þessum stað. Í kjölfarið var skipinu vísað til hafnar í þágu rannsóknar en næsta höfn var Akranes. Þar tóku lögreglumenn á móti skipinu og töldu upp úr því og tóku skýrslu af skipstjóranum.“ Amelía Rose við Akraneshöfn í dag. Vísir/Margrét Björk Um áttatíu manns voru um borð sem aðeins hefur leyfi fyrir tólf. Ásgeir segir verklag skýrt við þessar aðstæður, Landhelgisgæslan vísi skipi til næstu hafnar sem í þessu tilfelli var Akranes. „Öryggi farþega skiptir okkur mestu máli. Okkur ber að framfylgja lögum á hafsvæðinu umhverfis Ísland og það er alvarlegt ef of margir farþegar eru um borð miðað við útgefið farþegaleyfi.“ Ítrekað verið stöðvað með of marga farþega Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem afskipti eru höfð af Amelíu Rose vegna of margra farþega. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir og sakað yfirvöld um einelti. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu sem fyrirtækið gaf út á síðasta ári. Um áttatíu farþegar voru um borð í skipinu sem aðeins er með leyfi fyrir tólf. Vísir/Margrét Björk Forsvarsmenn Seatrips sem gerir út Amelíu Rose, höfðu sótt um hjá Samgöngustofu að skráningu á skipinu yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Samgöngustofa synjaði erindinu, en forsvarsmenn fyrirtækisins kærðu þá ákvörðun. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samgöngustofu í síðustu viku. Hægt er að lesa ítarlega frétt um dóminn hér að neðan. Ásgeir segir ekki ljóst hvaða afleiðingar málið í dag muni hafa. „Það fer í hefðbundið ferli. Það var tekin skýrsla af skipstjóra af lögreglu og síðan verður framhaldið að ráðast.“ Ferðamennska á Íslandi Akranes Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir varðskipið Þór hafa verið við hefðbundið eftirlit í dag þegar farið var um borð í skipið. „Þar kom í ljós að um borð voru allt of margir farþegar miðað við útgefið farþegaleyfi þessa skips á þessum stað. Í kjölfarið var skipinu vísað til hafnar í þágu rannsóknar en næsta höfn var Akranes. Þar tóku lögreglumenn á móti skipinu og töldu upp úr því og tóku skýrslu af skipstjóranum.“ Amelía Rose við Akraneshöfn í dag. Vísir/Margrét Björk Um áttatíu manns voru um borð sem aðeins hefur leyfi fyrir tólf. Ásgeir segir verklag skýrt við þessar aðstæður, Landhelgisgæslan vísi skipi til næstu hafnar sem í þessu tilfelli var Akranes. „Öryggi farþega skiptir okkur mestu máli. Okkur ber að framfylgja lögum á hafsvæðinu umhverfis Ísland og það er alvarlegt ef of margir farþegar eru um borð miðað við útgefið farþegaleyfi.“ Ítrekað verið stöðvað með of marga farþega Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem afskipti eru höfð af Amelíu Rose vegna of margra farþega. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir og sakað yfirvöld um einelti. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu sem fyrirtækið gaf út á síðasta ári. Um áttatíu farþegar voru um borð í skipinu sem aðeins er með leyfi fyrir tólf. Vísir/Margrét Björk Forsvarsmenn Seatrips sem gerir út Amelíu Rose, höfðu sótt um hjá Samgöngustofu að skráningu á skipinu yrði breytt í skipaskrá þannig að það teldist gamalt skip en ekki nýtt. Væri skipið skráð gamalt mætti flytja fleiri en tólf farþega um borð í því. Samgöngustofa synjaði erindinu, en forsvarsmenn fyrirtækisins kærðu þá ákvörðun. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samgöngustofu í síðustu viku. Hægt er að lesa ítarlega frétt um dóminn hér að neðan. Ásgeir segir ekki ljóst hvaða afleiðingar málið í dag muni hafa. „Það fer í hefðbundið ferli. Það var tekin skýrsla af skipstjóra af lögreglu og síðan verður framhaldið að ráðast.“
Ferðamennska á Íslandi Akranes Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14
Hæstiréttur tekur mál Amelíu Rose fyrir Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar. 16. apríl 2023 11:14
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. 21. apríl 2022 11:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent