Álverskosningar

Fréttamynd

Niðurstaða í álverskosningu hljóti að vera umhugsunarverð fyrir fjárfesta

Samtök atvinnulífsins segja að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hljóti að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafi í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri hér á landi og segir að það verði að vera ljóst hvernig sveitarfélög hyggist fjalla um mál áður en lagðir eru tugir eða hundruð milljóna í undirbúning verkefna.

Innlent
Fréttamynd

Segir íbúafjölgun með eðilegum hætti í Hafnarfirði

Íbúafjölgun fram til 10. mars, þegar kjörskrá vegna atkvæðagreiðslunnar um stækkun álversins í Straumsvík var lokað, var með eðlilegum hætti og í takt við það sem hefur verið mánuðina á undan, segir í tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær hefur sent frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Meiri líkur á mjúkri lendingu eftir álverskosningar

Greiningardeild Glitnis segir að meiri líkur séu á tiltölulega mjúkri lendingu hagkerfisins, að vextir taki að lækka fyrir árslok og verðbólga verði í námunda við markmið Seðlabanka á komandi misserum eftir að ljóst varð að Hafnfirðingar hefðu hafnað stækkun álversins í Straumsvík.

Innlent
Fréttamynd

Hafnfirðingum fjölgaði með eðlilegum hætti

Það er úr lausu lofti gripið að Hafnfirðingum hafi fjölgað um 700 manns fyrir kosningar um stækkun álversins síðastliðinn laugardag. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir fjölgun bæjarbúa hafa verið með eðlilegum hætti undanfarna mánuði. Viðtalið við Lúðvík fylgir fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Deila um aðkomu SA að kosningabaráttu

Kristín Pétursdóttir hagfræðingur og ein þeirra sem tekur þátt í starfi Sólar í Straumi, segir Samtök atvinnulífsins beita sér fyrir eina atvinnugrein umfram aðrar. Öflum upplýsinga til að stuðla að upplýstri umræðu, segir Hannes G. Sigurðsson.

Innlent