
Suðvesturkjördæmi

Kolbrún Halldórsdóttir gefur kost á sér fyrir VG
Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Vinstri grænna fyrir alþingiskosningar í haust.

Willum vill leiða Framsókn í Kraganum
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, vill leiða flokkinn í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Hann var í fyrsta sæti Framsóknar í Kraganum í kosningunum árið 2017.

Níu í framboði og þrjú vilja leiða listann
Níu manns hafa gefið kost á sér í forvali um fimm efstu sætin á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Júlíus Andri vill í fjórða sætið á lista VG í Kraganum
Júlíus Andri Þórðarson hefur tilkynnt að hann sækist eftir fjórða sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í rafrænu forvali sem fram fer daganna 15. – 17. apríl.

Langtímalausnir við skammtímavandamáli?
Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi.

„Hraustleg endurnýjun“ á lista Pírata
Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju.

Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata
Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi.

Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag
Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kraganum
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í öðru sæti er þingmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson.

Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt.

Una sækist eftir einu af efstu sætunum hjá VG í Kraganum
Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar, sækist eftir 1. til 2. sæti í komandi forvali flokksins vegna komandi þingkosninga.

Ráðherra og þingmaður takast á um forystusæti í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tilkynnti í dag að hann sæktist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í suðvesturkjördæmi í forvali flokksins sem fram fer í vor.

Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september.

Indriði Ingi Stefánsson sækist eftir sæti á lista Pírata
Tölvunarfræðingurinn Indriði Ingi Stefánsson sækist eftir sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi í komandi prófkjöri flokksins.

Greta Ósk sækist eftir sæti á lista Pírata í Kraganum
Greta Ósk Óskarsdóttir bókmenntafræðingur og bætiefnaráðgjafi sækist eftir sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Framundan er prófkjör hjá flokknum.

Þórunn mögulega aftur í framboð í Kraganum
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er nú orðuð við þingframboð fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi.

Viðreisn stillir upp á lista
Þrjú landshlutaráð Viðreisnar hafa ákveðið að nota uppstillingu við skipan á framboðslista. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvernig skal raðað á lista í tveimur kjördæmum.

Jóna Þórey vill á þing fyrir Samfylkinguna
Jóna Þórey Pétursdóttir ætlar að gefa kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Rósa Björk vill leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.

Rústabjörgunarmaður vill annað sætið á lista Pírata í Kraganum
Gísli Rafn Ólafsson hefur ákveðið að kost á sér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta haust. Hann sækjast eftir öðru sæti á lista flokksins í því kjördæmi, sæti sem hann segir að verði án efa baráttusæti.

Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum
Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi halda prófkjör til að velja á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara á næsta ári.