Landsdómur Rétt að ákæra Geir "Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta og vísa til þess hvernig málið er komið. Ég held að menn gerðu rétt í að láta það fara sinn gang,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um yfirlýsingar Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 13.6.2011 10:42 Kröfu Geirs hafnað Landsdómur hafnaði í gær þeirri kröfu Geirs H. Haarde að dómendur og varamenn, sem Alþingi kaus til sex ára setu í landsdómi árið 2005, víki sæti í máli sínu. Innlent 11.6.2011 13:35 Hvern dæmir sagan? Málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi ber mörg einkenni pólitískra réttarhalda. Fastir pennar 9.6.2011 21:53 Einn situr Geir Æ já, alveg rétt hugsaði ég, þegar ég sá fyrir tilviljun sjónvarpsfréttirnar þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sór af sér sakir. Ég hafði alveg gleymt að fylgjast með landsdómsmálinu og satt best að segja leiði ég hugann alltaf sjaldnar að hruninu mikla. Bakþankar 8.6.2011 21:32 Bjarni Ben: Hingað og ekki lengra - ríkisstjórnin verður að víkja Bjarni Benediktsson sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú fyrir stundu að Sjálfstæðismenn hafni því að skattleggja þjóðina út úr kreppunni. Hann sagði að án breytinga munu lífskjörin halda áfram að versna í landinu. "Ég segi hingað og ekki lengra. Þessi ríkisstjórn verður að víkja," sagði Bjarni. Innlent 8.6.2011 20:11 Geir fer með málið til Mannréttindadómstólsins tapi hann Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að ef hann tapi landsdómsmálinu, á einhverjum þeim forsendum sem hann væri ekki sáttur við, myndi hann fara með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann útilokaði ekki að hann myndi kalla til erlendra aðila fyrir landsdóm til viðbótar við þá sextíu sem saksóknari hefur kallað til vitnis. Innlent 7.6.2011 20:22 Geir segir málsmeðferðina vera hneisu "Ég er auðvitað afskaplega ánægður með það að málið skuli vera komið af stað. Ég er búinn að bíða eftir því síðan í október,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, við blaðamenn eftir að þingfestingu í máli Alþingis gegn honum lauk í dag. Innlent 7.6.2011 15:04 Geir: Ég er saklaus "Virðulegu dómarar háttvirtur saksóknari, mín afstaða til sakarefnis er skýr. Ég lýsi mig saklausan af ákæruefnunum,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms, bauð honum að lýsa yfir afstöðu til sakarefnisins fyrir Landsdómi í dag. Ákæra gegn Geir var þingfest í landsdómi, sem staðsettur er í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan hálf tvö í dag. Innlent 7.6.2011 13:43 Aldrei hefði átt að ákæra Geir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að málaferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi tekið allt of langan tíma. Hún hefði viljað að aldrei hefði komið til þess að Geir yrði ákærður. Innlent 7.6.2011 12:22 Stuðningsmenn Geirs borga salinn í Hörpu - fá engan afslátt Pétur J. Eiríksson, einn þriggja ábyrgðarmanna fjársöfnunar fyrir málsvörn Geirs H. Haarde, er stjórnarformaður Portusar sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Fundur Geirs með stuðningsmönnum hans síðar í dag verður haldinn í Hörpu, nánar tiltekið í Norðurljósasalnum. "Vegna veru minnar hér munum við ekki óska eftir neinum afslætti," segir Pétur og því verði greitt listaverð, ríflega 270 þúsund krónur, fyrir salinn. Pétur segir ennfremur að það séu stuðningsmenn Geirs sem borgi leiguna. "Við vorum búin að panta á Hótel Loftleiðum," segir Pétur. Þar stóð til að Geir hitti stuðningsmenn sína etir að ákæra á hendur honum verður þingfest fyrir landsdómi síðdegis. Pétur segir að þar hafi verið búið að panta 110 manna sal. Fjársöfnun fyrir Geir fer fram á síðunni Malsvorn.is , en megintilgangurinn "er að safna fé til að standa straum af kostnaði við málsvörnina og tryggja að hann standi sem næst jafnfætis ríkisvaldinu í málsvörn sinni," eins og það er orðað á síðunni. Síðan var stofnuð um helgina og í gær, mánudag, tók undirskriftasöfnunin stóran kipp og um miðjan dag höfðu yfir þúsund manns skráð sig sem stuðningsmenn Geirs. Pétur segir að í gær hafi forsvarsmenn stuðningsmannahópsins því metið stöðuna þannig að salurinn á Hótel Loftleiðum væru of lítill. "Ég fékk Önnu Kristínu Traustadóttur til að annast pöntunina hér," segir Pétur, og á þar við salinn í Hörpu. Norðurljósasalurinn rúmar 400 manns. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tæplega 3000 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Geirs. Innlent 7.6.2011 11:46 Ákæran á hendur Geir þingfest eftir hádegi Ákæra Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í landsdómi eftir hádegi í dag. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Geir málsmeðferðina harðlega og boðaði frávísunarkröfu vegna galla á henni. Ítrekað hefði verið brotið á sér. Innlent 7.6.2011 10:11 Blaðamannafundurinn í heild sinni Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannfundar í dag í tilefni af því að á morgun verður mál Alþingis gegn honum þingfest fyrir Landsdómi. Innlent 6.6.2011 20:23 Atli Gíslason: Virði skoðanir Geirs en er ósammála honum Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Innlent 6.6.2011 20:03 Geir fékk send blóm frá stuðningsmönnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk send blóm á tröppurnar heima hjá sér í gær. Þetta sagði hann á blaðamannafundi sem hann hélt á Grand hótel í dag vegna ákærunnar gegn sér, sem þingfest verður fyrir Landsdómi á morgun. Innlent 6.6.2011 17:22 Geir segist eiga við ofurefli að etja "Ég vísa öllum ákæruatriðum á bug. Þau eru fráleit, sérstaklega í ljósi þess að ákvarðanir minnar ríkisstjórnar í aðdraganda bankahrunsins reyndust réttar. Ákæruskjalið er þannig samið að nausynlegt er að láta á það reyna hvort það standist réttarfarslegar reglur," segir Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á blaðamannafundi, sem nú fer fram. Hann segist ætla að krefjast frávísunar í málinu við fyrsta tækifæri og að um pólitíska atlögu sé að ræða. Innlent 6.6.2011 16:16 Um 1200 styðja Geir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og Einar Karl Haraldsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, eru meðal þeirra sem styðja Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna ákæru á hendur honum fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Fjöldi fólks hefur skráð sig á vefsíðu sem opnuð hefur verið til stuðnings Geir en hátt í 1200 höfðu skráð nafn sitt á síðuna um klukkan tvö í dag. Innlent 6.6.2011 14:28 Stuðningsmenn Geirs opna heimasíðu Vefsíða hefur verið opnuð til stuðnings Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna ákæru á hendur honum fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Innlent 6.6.2011 12:13 Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum? "Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Innlent 4.6.2011 10:58 Bjarni gagnrýnir landsdómsmeðferð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir ganga út fyrir allan þjófabálk hvernig farið hafi verið með Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í málsmeðferð saksóknara Alþingis. Ummælin féllu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Innlent 3.6.2011 22:09 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. Innlent 2.6.2011 11:01 Þungavigtarfólk á vitnalista í landsdómsmálinu Allt helsta þungavigtarfólk í íslensku embættiskerfi fyrir hrun og tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Íslands eru á vitnalista saksóknara Alþingis í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 13.5.2011 18:50 Formaður Lögmannafélagsins segir ákæru óskýra Formaður Lögmannafélagsins telur miklar líkur á að ákærunni gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði vísað frá Landsdómi. Hún uppfylli ekki nútímakröfur um skýrleika í ákæruskjölum. Hann segir pólitískt uppgjör ekki eiga heima í réttarsölum. Innlent 12.5.2011 18:40 Ákæra gegn Geir illa ígrunduð og óskýr að mati verjanda Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, útilokar ekki að reynt verði að fá málinu vísað frá Landsdómi. Hann segir ákæruna gegn Geir illa ígrundaða og óskýra og efast um hvort hægt sé að reka mál fyrir Landsdómi á grundvelli hennar. Innlent 11.5.2011 18:39 Sætir furðu að forseti Landsdóms láti töfina viðgangast Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Innlent 11.5.2011 12:11 Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Innlent 10.5.2011 22:19 Saksóknari telur líkur á sakfellingu Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Innlent 7.5.2011 18:53 Geir ákærður í næstu viku Saksóknari Alþingis mun gefa út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í næstu viku. Ákæruskjalið er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Innlent 6.5.2011 22:49 Kallaði sjálfstæðismenn "grátkonur“ Forseti Alþingis bað Mörð Árnason, þingmann Samfylkingarinnar, að gæta orða sinna í gær þegar hann kallaði þingmenn Sjálfstæðisflokksins grátkonur í umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um landsdóm. Innlent 5.5.2011 22:43 Nýtt upphaf eða bara orð? Ár er liðið frá útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Margir biðu skýrslunnar með eftirvæntingu enda stóðu vonir til að hún myndi varpa ljósi á sannleikann um hrunið og marka upphaf nýs Íslands. Innlent 15.4.2011 23:05 Geir ákærður mjög fljótlega Ákæra saksóknara Alþingis á hendur Geir H. Haarde er nálægt því að vera tilbúin og verður þingfest mjög fljótlega fyrir landsdómi, að því er fram kom á fundi saksóknarans Sigríðar Friðjónsdóttur með saksóknarnefnd Alþingis í gær. Innlent 13.4.2011 23:35 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 18 ›
Rétt að ákæra Geir "Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta og vísa til þess hvernig málið er komið. Ég held að menn gerðu rétt í að láta það fara sinn gang,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um yfirlýsingar Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 13.6.2011 10:42
Kröfu Geirs hafnað Landsdómur hafnaði í gær þeirri kröfu Geirs H. Haarde að dómendur og varamenn, sem Alþingi kaus til sex ára setu í landsdómi árið 2005, víki sæti í máli sínu. Innlent 11.6.2011 13:35
Hvern dæmir sagan? Málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi ber mörg einkenni pólitískra réttarhalda. Fastir pennar 9.6.2011 21:53
Einn situr Geir Æ já, alveg rétt hugsaði ég, þegar ég sá fyrir tilviljun sjónvarpsfréttirnar þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sór af sér sakir. Ég hafði alveg gleymt að fylgjast með landsdómsmálinu og satt best að segja leiði ég hugann alltaf sjaldnar að hruninu mikla. Bakþankar 8.6.2011 21:32
Bjarni Ben: Hingað og ekki lengra - ríkisstjórnin verður að víkja Bjarni Benediktsson sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú fyrir stundu að Sjálfstæðismenn hafni því að skattleggja þjóðina út úr kreppunni. Hann sagði að án breytinga munu lífskjörin halda áfram að versna í landinu. "Ég segi hingað og ekki lengra. Þessi ríkisstjórn verður að víkja," sagði Bjarni. Innlent 8.6.2011 20:11
Geir fer með málið til Mannréttindadómstólsins tapi hann Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að ef hann tapi landsdómsmálinu, á einhverjum þeim forsendum sem hann væri ekki sáttur við, myndi hann fara með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann útilokaði ekki að hann myndi kalla til erlendra aðila fyrir landsdóm til viðbótar við þá sextíu sem saksóknari hefur kallað til vitnis. Innlent 7.6.2011 20:22
Geir segir málsmeðferðina vera hneisu "Ég er auðvitað afskaplega ánægður með það að málið skuli vera komið af stað. Ég er búinn að bíða eftir því síðan í október,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, við blaðamenn eftir að þingfestingu í máli Alþingis gegn honum lauk í dag. Innlent 7.6.2011 15:04
Geir: Ég er saklaus "Virðulegu dómarar háttvirtur saksóknari, mín afstaða til sakarefnis er skýr. Ég lýsi mig saklausan af ákæruefnunum,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms, bauð honum að lýsa yfir afstöðu til sakarefnisins fyrir Landsdómi í dag. Ákæra gegn Geir var þingfest í landsdómi, sem staðsettur er í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan hálf tvö í dag. Innlent 7.6.2011 13:43
Aldrei hefði átt að ákæra Geir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að málaferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi tekið allt of langan tíma. Hún hefði viljað að aldrei hefði komið til þess að Geir yrði ákærður. Innlent 7.6.2011 12:22
Stuðningsmenn Geirs borga salinn í Hörpu - fá engan afslátt Pétur J. Eiríksson, einn þriggja ábyrgðarmanna fjársöfnunar fyrir málsvörn Geirs H. Haarde, er stjórnarformaður Portusar sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Fundur Geirs með stuðningsmönnum hans síðar í dag verður haldinn í Hörpu, nánar tiltekið í Norðurljósasalnum. "Vegna veru minnar hér munum við ekki óska eftir neinum afslætti," segir Pétur og því verði greitt listaverð, ríflega 270 þúsund krónur, fyrir salinn. Pétur segir ennfremur að það séu stuðningsmenn Geirs sem borgi leiguna. "Við vorum búin að panta á Hótel Loftleiðum," segir Pétur. Þar stóð til að Geir hitti stuðningsmenn sína etir að ákæra á hendur honum verður þingfest fyrir landsdómi síðdegis. Pétur segir að þar hafi verið búið að panta 110 manna sal. Fjársöfnun fyrir Geir fer fram á síðunni Malsvorn.is , en megintilgangurinn "er að safna fé til að standa straum af kostnaði við málsvörnina og tryggja að hann standi sem næst jafnfætis ríkisvaldinu í málsvörn sinni," eins og það er orðað á síðunni. Síðan var stofnuð um helgina og í gær, mánudag, tók undirskriftasöfnunin stóran kipp og um miðjan dag höfðu yfir þúsund manns skráð sig sem stuðningsmenn Geirs. Pétur segir að í gær hafi forsvarsmenn stuðningsmannahópsins því metið stöðuna þannig að salurinn á Hótel Loftleiðum væru of lítill. "Ég fékk Önnu Kristínu Traustadóttur til að annast pöntunina hér," segir Pétur, og á þar við salinn í Hörpu. Norðurljósasalurinn rúmar 400 manns. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tæplega 3000 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Geirs. Innlent 7.6.2011 11:46
Ákæran á hendur Geir þingfest eftir hádegi Ákæra Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í landsdómi eftir hádegi í dag. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Geir málsmeðferðina harðlega og boðaði frávísunarkröfu vegna galla á henni. Ítrekað hefði verið brotið á sér. Innlent 7.6.2011 10:11
Blaðamannafundurinn í heild sinni Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, boðaði til blaðamannfundar í dag í tilefni af því að á morgun verður mál Alþingis gegn honum þingfest fyrir Landsdómi. Innlent 6.6.2011 20:23
Atli Gíslason: Virði skoðanir Geirs en er ósammála honum Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Innlent 6.6.2011 20:03
Geir fékk send blóm frá stuðningsmönnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fékk send blóm á tröppurnar heima hjá sér í gær. Þetta sagði hann á blaðamannafundi sem hann hélt á Grand hótel í dag vegna ákærunnar gegn sér, sem þingfest verður fyrir Landsdómi á morgun. Innlent 6.6.2011 17:22
Geir segist eiga við ofurefli að etja "Ég vísa öllum ákæruatriðum á bug. Þau eru fráleit, sérstaklega í ljósi þess að ákvarðanir minnar ríkisstjórnar í aðdraganda bankahrunsins reyndust réttar. Ákæruskjalið er þannig samið að nausynlegt er að láta á það reyna hvort það standist réttarfarslegar reglur," segir Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á blaðamannafundi, sem nú fer fram. Hann segist ætla að krefjast frávísunar í málinu við fyrsta tækifæri og að um pólitíska atlögu sé að ræða. Innlent 6.6.2011 16:16
Um 1200 styðja Geir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og Einar Karl Haraldsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, eru meðal þeirra sem styðja Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna ákæru á hendur honum fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Fjöldi fólks hefur skráð sig á vefsíðu sem opnuð hefur verið til stuðnings Geir en hátt í 1200 höfðu skráð nafn sitt á síðuna um klukkan tvö í dag. Innlent 6.6.2011 14:28
Stuðningsmenn Geirs opna heimasíðu Vefsíða hefur verið opnuð til stuðnings Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna ákæru á hendur honum fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Innlent 6.6.2011 12:13
Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum? "Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Innlent 4.6.2011 10:58
Bjarni gagnrýnir landsdómsmeðferð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir ganga út fyrir allan þjófabálk hvernig farið hafi verið með Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í málsmeðferð saksóknara Alþingis. Ummælin féllu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Innlent 3.6.2011 22:09
Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. Innlent 2.6.2011 11:01
Þungavigtarfólk á vitnalista í landsdómsmálinu Allt helsta þungavigtarfólk í íslensku embættiskerfi fyrir hrun og tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Íslands eru á vitnalista saksóknara Alþingis í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Innlent 13.5.2011 18:50
Formaður Lögmannafélagsins segir ákæru óskýra Formaður Lögmannafélagsins telur miklar líkur á að ákærunni gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði vísað frá Landsdómi. Hún uppfylli ekki nútímakröfur um skýrleika í ákæruskjölum. Hann segir pólitískt uppgjör ekki eiga heima í réttarsölum. Innlent 12.5.2011 18:40
Ákæra gegn Geir illa ígrunduð og óskýr að mati verjanda Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, útilokar ekki að reynt verði að fá málinu vísað frá Landsdómi. Hann segir ákæruna gegn Geir illa ígrundaða og óskýra og efast um hvort hægt sé að reka mál fyrir Landsdómi á grundvelli hennar. Innlent 11.5.2011 18:39
Sætir furðu að forseti Landsdóms láti töfina viðgangast Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra segir það sæta furðu að Saksóknari Alþingis hafi tekið sér sjö mánuði til að skrifa upp nánast orðrétta þingsályktunartillögu Alþingis á nýjan leik og telur með ólíkindum að forseti Landsdóms láti viðgangast svona langa töf á málsmeðferðinni. Innlent 11.5.2011 12:11
Gagnrýnir ákæruna á Geir Andri Árnason verjandi Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er gagnrýninn á ákæruna gegn Geir sem gefin var út í gær fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að ákæran sé nánast orðrétt upp úr þingsályktunartillögunni um ákæruna á hendur Geir og engum rökstuðningi sé bætt við, eins og lög geri þó ráð fyrir þegar um flókin ákæruatriði sé að ræða. Innlent 10.5.2011 22:19
Saksóknari telur líkur á sakfellingu Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Innlent 7.5.2011 18:53
Geir ákærður í næstu viku Saksóknari Alþingis mun gefa út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í næstu viku. Ákæruskjalið er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Innlent 6.5.2011 22:49
Kallaði sjálfstæðismenn "grátkonur“ Forseti Alþingis bað Mörð Árnason, þingmann Samfylkingarinnar, að gæta orða sinna í gær þegar hann kallaði þingmenn Sjálfstæðisflokksins grátkonur í umræðu um frumvarp til breytinga á lögum um landsdóm. Innlent 5.5.2011 22:43
Nýtt upphaf eða bara orð? Ár er liðið frá útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Margir biðu skýrslunnar með eftirvæntingu enda stóðu vonir til að hún myndi varpa ljósi á sannleikann um hrunið og marka upphaf nýs Íslands. Innlent 15.4.2011 23:05
Geir ákærður mjög fljótlega Ákæra saksóknara Alþingis á hendur Geir H. Haarde er nálægt því að vera tilbúin og verður þingfest mjög fljótlega fyrir landsdómi, að því er fram kom á fundi saksóknarans Sigríðar Friðjónsdóttur með saksóknarnefnd Alþingis í gær. Innlent 13.4.2011 23:35
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent