Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín

Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi.

Innlent
Fréttamynd

Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli

Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 50 manns í Þórsmörk

Um 45 manns eru staddir í Langadal og eru þeir allir sofandi, segir Broddi Hilmarsson hjá Ferðafélagi Íslands. Af þeim eru 30 manns frá Ferðafélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga

Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu að ljúka

Rýmingu er að ljúka milli Hvolsvallar og Skóga. Svæðinu þar á milli er algerlega lokað.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei auðveldara aðgengi að eldgosi

Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í

Innlent
Fréttamynd

Hætt að gjósa úr fyrstu sprungunni

Fyrsti gígurinn sem myndaðist á Fimmvörðuhálsi er hættur að gjósa. Áfram gýs á fullum krafti úr sprungunni sem opnaðist í síðustu viku. Þessar breytingar sá hópur vísindamanna sem skoðaði eldstöðvarnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið í beinni

Um milljón manns frá 150 löndum hafa skoðað eldgosið á Eyjafjallajökli á heimasíðu Mílu frá því fyrsta myndavélin var sett upp á Hvolsvelli í síðasta mánuði. Í kringum 62% heimsóknanna koma frá Íslandi en það þýðir jafnframt að um 38% heimsókna koma erlendis frá. „Trúlegast er um Íslandsmet í heimsóknum á heimasíðu að ræða og eru vinsældir síðunnar hreint ótrúlegar," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Veðurstofan sagði að rólegra væri undir Eyjafjallajökli

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis fékk þær upplýsingar frá Veðurstofunni laust fyrir klukkan fimm á gosdaginn, þann 20. mars, að heldur rólegra væri undir Eyjafjallajökli en hefði þá verið undanfarna daga. Engu að síður væri unnið eftir áætlunum um óvissustig á svæðinu vegna mögulegs eldgoss.

Innlent
Fréttamynd

Veðurstofan varaði Almannavarnir við hálfum degi fyrir upphaf goss

Veðurstofan tilkynnti Almannavörnum hálfum sólarhring fyrir upphaf eldgossins á Fimmvörðuhálsi um verulega grynnri skjálftavirkni í Eyjafjallajökli, sem benti til að kvikan væri á uppleið. Ekki var talin ástæða til sérstakra viðbragða enda var þá þegar búið að lýsa yfir óvissustigi.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að það gjósi víðar við Eyjafjallajökul

Litlar líkur eru á því að eldgos verði annarsstaðar við Eyjafjallajökul, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta var niðurstaða fundar almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og vísindamönnum í gær. Eyjafjallajökull verður áfram lokaður fyrir umferð.

Innlent
Fréttamynd

Enn finnst fólk í hrakningum á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitarmenn á Fimmvörðuhálsi fundu enn kalda og hrakta göngumenn á slóðum eldgossins seint í gærkvöldi eftir að myrkur var skollið á. Þeir leituðu af sér allan grun um fleiri, sem þannig væri ástatt um

Innlent
Fréttamynd

Gosið í beinni hjá Mílu

Míla fór á dögunum og setti upp vefmyndavélar á Þórólfsfelli og á Fimmvörðuhálsi þannig hægt er að skoða gosið úr stofunni heima. Vefmyndavélarnar má finna hér.

Innlent
Fréttamynd

Gosið að kvöldlagi - myndir

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók meðfylgjandi myndir á Fimmvörðuhálsi um klukkan níu í gær. Vilhelm fékk far með þyrlu upp á hálsinn en gekk svo til baka. Eldgosið er ekki síður mikilfenglegt að kvöldlagi en í dagsbirtu eins og sjá má.

Innlent
Fréttamynd

Ljónið er fast úti í Hrísey í einangrun

Sirkus Ísland sýnir í Salnum í Kópavogi. Fyrsta sýning er á sunnudaginn og svo á að sýna í dymbilvikunni og um páskana, samtals ellefu sýningar. Sýningin er kölluð Sirkus Sóley.

Lífið
Fréttamynd

Ferðamenn vilja sjá náttúru

Þegar eldgos kemst í erlendar fréttir dregur það athygli að óspilltri íslenskri náttúru. Það eykur á spennuna fyrir þessu sérkennilega landi. Allt slíkt hjálpar til þess að fá hingað ferðamenn, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Almenningi áfram bannað að nálgast eldstöðina

Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hraunfossinn stórkostlegt náttúrufyrirbæri

Stórfenglegt náttúrufyrirbæri, glóandi hraunfoss, um tvöhundruð metra hár, sést nú á eldsstöðvunum í Eyjafjallajökli þegar hrauneðjan steypist niður í hið hrikalega Hrunagil við Heljarkamb.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn skoða gosið

Þingmenn Suðurkjördæmis eru að fara upp á Fimmvörðuháls að skoða eldgosið í Eyjafjallajökli. Fjölmargir hafa farið þangað í dag en Landsbjörg býst við því að margir muni fara að skoða gosið næstu daga og um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Vísindamenn komnir að eldstöðinni

Vísindamenn komust fyrir stundu upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi og eru nú að taka sýni. Óróinn undir gosstöðvunum var heldur meiri í nótt en í gærdag þannig að gosvirknin er ekki að minnka.

Innlent
Fréttamynd

Vefmyndavélar vakta eldfjallið

Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur sett upp tvær myndbands­tökuvélar í nánd við gossvæðið á Fimmvörðuhálsi og opnað fyrir beina útsendingu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Um tugur jarðskjálfta undir Eyjafjallajökli

Um tugur jarðskjálfta hafa mælst undir Eyjafjallajökli frá miðnætti en þeir hafa allir verið minni en 2 að stærð. Almannavarnanefnd lögreglustjórans á Hvolsvelli fundar með Vísindamönnum kukkan fjögur í dag. Ekkert hefur verið flogið yfir eldstöðarnar í dag vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hleypa ferðamönnum að gosinu

„Það gengur vel, núna erum við að skoða aðgengi ferðmanna að svæðinu og hvernig má gera það betra,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, en stefnt er að því að hleypa ferðamönnum nálægt gosinu til þess að skoða það. Ef öryggið verður tryggt þá er það mögulegt að sögn Víðis.

Innlent