Eldgos og jarðhræringar Hvetur menn til að passa upp á dýrin „Það sem maður hefur verið að leggja til við bændur í dag er að það reyni hver fyrir sig að vera með eigin athuganir," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Innlent 21.3.2010 21:00 Íraksverkefni bandarískra flugliða frestað vegna gossins Bandarísk yfirvöld tilkynntu í dag að för á þriðja hundrað flughermanna til Suðvestur Asíu yrði frestað. Ástæðan er eldgosið á Fimmvörðuhálsi og gosmökkurinn sem hafði áhrif á flugsamgöngur um Ísland í dag. Erlent 21.3.2010 20:31 Jóhanna kynnti sér viðbrögð vegna gossins í dag Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa fengið að kynnast því í dag hversu vel almannavarnakerfið hafi virkað. Viðbragðsáætlun vegna gossins hafi virkað mjög vel. Innlent 21.3.2010 18:44 Segir eldgosið ekki koma á óvart Búast má við því að mikið flúóríð og brennisteinskoltvísýringur fari í loftið vegna eldgossins. Þannig geti loftslagið breyst um tíma, segir Henning Andersen, danskur jarðfræðingur, í samtali við Danmarks Radio. Innlent 21.3.2010 18:04 Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag. Innlent 21.3.2010 15:51 Samhæfingarfundur vegna gossins Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður haldinn stöðufundur með vísindamönnum og öðrum sérfræðingum vegna eldgossins núna klukkan þrjú á Hellu. Á fundinum verður lagt mat á stöðuna og hvernig gosið hefur þróast. Innlent 21.3.2010 15:14 Gosið enn í fullum gangi Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu. Innlent 21.3.2010 15:07 Alvarlegt ef gosið hefur áhrif á flugsamgöngur „Fyrstu áhyggjurnar þegar ég heyrði af þessu tengdust fluginu,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 21.3.2010 12:09 Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang. Innlent 21.3.2010 11:41 Um 500 manns bíða í Boston eftir flugi til Íslands Um 500 manns bíða í Boston í Bandaríkjunum eftir því að ná flugi til Íslands. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og lokun flugvalla hefur valdið mikilli truflun á flugi Icelandair. Innlent 21.3.2010 09:20 Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi. Innlent 21.3.2010 08:26 Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða. Innlent 21.3.2010 06:15 Gosið ekki í ís Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira. Innlent 21.3.2010 05:41 Gos hafið í Eyjafjallajökli Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf. Innlent 21.3.2010 00:46 Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Innlent 21.3.2010 02:28 Gosið virðist byrja rólega Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Innlent 21.3.2010 01:51 Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli Íbúar í Fljótshlíð, Landeyjum, Þykkvabæ og annar staðar í nágrenni við Eyjafjallajökul eru nú að safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru íbúar skráðir niður og þurfa að hafast við í nótt á dýnum eða í bílum en í öruggu skjóli frá jöklinum. Mikill mannfjöldi er saman komin þar nú en vitað var að rúmlega 600 hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín yrði gos í jöklinum en auk þess eru ferðamenn á staðnum. Innlent 21.3.2010 02:38 Gosið sést frá Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973. Innlent 21.3.2010 01:20 Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum Innlent 21.3.2010 01:41 Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland „Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Lífið 15.3.2010 20:45 Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter. Innlent 10.3.2010 06:54 Fregnir af gjósku í Noregi Enn er beðið gagna sem sýna endanlegt umfang gjóskufalls frá gosinu í Grímsvötnum sem lauk nú um helgina. Innlent 13.10.2005 14:56 Eldgosið virðist búið Eldgosið í Grímsvötnum virðist vera búið eða að minnsta kosti í dauðateygjunum. Veðurstofan hafði upplýsingar frá fólki sem flaug yfir Vatnajökul í dag að ekki væri lengur neitt eldgos að sjá, aðeins örlítinn gufustrók upp úr gígnum. Innlent 13.10.2005 14:56 Nær engin virkni við Grímsvötn Nær engin skjálftavirkni hefur verið á Grímsvatnasvæðinu í nótt sem bendir til þess að sáralítil sem engin gosvirkni sé lengur á svæðinu. Ekkert hefur heldur sést til goss á veðurratsjá Veðurstofunnar og hefur Veðurstofan ekki sent neinar viðvaranir út í nótt vegna eldsumbrota þar. Innlent 13.10.2005 14:55 Krafturinn úr gosinu "Það gýs nú ennþá," sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði á raunvísindastofnun Háskóla Íslands, þegar hann var spurður að því í gær hvort botninn væri dottinn úr Grímsvatnagosinu í Vatnajökli. Innlent 13.10.2005 14:55 Öskufallið raskaði flugi Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Innlent 13.10.2005 14:54 Virknin í Grímsvötnum minni Virkni í Grímsvötnum er minni þessa stundina og er einnig orðin hviðukennd eins og gerist í Grímsvatnagosum, auk þess sem hlaup í Skeiðará virðist vera í rénun. Af þessum ástæðum hefur samhæfingarstöð almannavarna verið lokað í bili og bakvakt almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur tekið við eftirlitshlutverki almannavarna. Innlent 13.10.2005 14:54 Mögnuð upplifun á jöklinum "Þegar gosið fór að aukast um klukkan fimm og við að huga að heimferð urðum við varir við titring í jöklinum og vorum að tala um að þá hefði verið gaman að sjá jarðskjálftamælana hjá þeim á Veðurstofunni," sagði Jón Ólafur Magnússon fjallamaður, sem fór á þriðjudaginn í jeppaferð upp á Vatnajökul til að sjá Grímsvatnagosið í návígi. Innlent 13.10.2005 14:54 Heltekinn af hamfaraflóðum Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Innlent 13.10.2005 14:54 Verulegur kraftur í gosinu Verulegur kraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum í dag þótt hann sé talinn heldur minni en í gær. Magnaðar myndir náðust af gígbarminum í leiðangri jeppamanna. Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var í hópi leiðangursmanna. Innlent 13.10.2005 14:54 « ‹ 129 130 131 132 133 ›
Hvetur menn til að passa upp á dýrin „Það sem maður hefur verið að leggja til við bændur í dag er að það reyni hver fyrir sig að vera með eigin athuganir," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Innlent 21.3.2010 21:00
Íraksverkefni bandarískra flugliða frestað vegna gossins Bandarísk yfirvöld tilkynntu í dag að för á þriðja hundrað flughermanna til Suðvestur Asíu yrði frestað. Ástæðan er eldgosið á Fimmvörðuhálsi og gosmökkurinn sem hafði áhrif á flugsamgöngur um Ísland í dag. Erlent 21.3.2010 20:31
Jóhanna kynnti sér viðbrögð vegna gossins í dag Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa fengið að kynnast því í dag hversu vel almannavarnakerfið hafi virkað. Viðbragðsáætlun vegna gossins hafi virkað mjög vel. Innlent 21.3.2010 18:44
Segir eldgosið ekki koma á óvart Búast má við því að mikið flúóríð og brennisteinskoltvísýringur fari í loftið vegna eldgossins. Þannig geti loftslagið breyst um tíma, segir Henning Andersen, danskur jarðfræðingur, í samtali við Danmarks Radio. Innlent 21.3.2010 18:04
Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag. Innlent 21.3.2010 15:51
Samhæfingarfundur vegna gossins Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður haldinn stöðufundur með vísindamönnum og öðrum sérfræðingum vegna eldgossins núna klukkan þrjú á Hellu. Á fundinum verður lagt mat á stöðuna og hvernig gosið hefur þróast. Innlent 21.3.2010 15:14
Gosið enn í fullum gangi Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu. Innlent 21.3.2010 15:07
Alvarlegt ef gosið hefur áhrif á flugsamgöngur „Fyrstu áhyggjurnar þegar ég heyrði af þessu tengdust fluginu,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 21.3.2010 12:09
Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang. Innlent 21.3.2010 11:41
Um 500 manns bíða í Boston eftir flugi til Íslands Um 500 manns bíða í Boston í Bandaríkjunum eftir því að ná flugi til Íslands. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og lokun flugvalla hefur valdið mikilli truflun á flugi Icelandair. Innlent 21.3.2010 09:20
Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi. Innlent 21.3.2010 08:26
Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða. Innlent 21.3.2010 06:15
Gosið ekki í ís Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira. Innlent 21.3.2010 05:41
Gos hafið í Eyjafjallajökli Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf. Innlent 21.3.2010 00:46
Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Innlent 21.3.2010 02:28
Gosið virðist byrja rólega Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Innlent 21.3.2010 01:51
Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli Íbúar í Fljótshlíð, Landeyjum, Þykkvabæ og annar staðar í nágrenni við Eyjafjallajökul eru nú að safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru íbúar skráðir niður og þurfa að hafast við í nótt á dýnum eða í bílum en í öruggu skjóli frá jöklinum. Mikill mannfjöldi er saman komin þar nú en vitað var að rúmlega 600 hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín yrði gos í jöklinum en auk þess eru ferðamenn á staðnum. Innlent 21.3.2010 02:38
Gosið sést frá Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973. Innlent 21.3.2010 01:20
Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum Innlent 21.3.2010 01:41
Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland „Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Lífið 15.3.2010 20:45
Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter. Innlent 10.3.2010 06:54
Fregnir af gjósku í Noregi Enn er beðið gagna sem sýna endanlegt umfang gjóskufalls frá gosinu í Grímsvötnum sem lauk nú um helgina. Innlent 13.10.2005 14:56
Eldgosið virðist búið Eldgosið í Grímsvötnum virðist vera búið eða að minnsta kosti í dauðateygjunum. Veðurstofan hafði upplýsingar frá fólki sem flaug yfir Vatnajökul í dag að ekki væri lengur neitt eldgos að sjá, aðeins örlítinn gufustrók upp úr gígnum. Innlent 13.10.2005 14:56
Nær engin virkni við Grímsvötn Nær engin skjálftavirkni hefur verið á Grímsvatnasvæðinu í nótt sem bendir til þess að sáralítil sem engin gosvirkni sé lengur á svæðinu. Ekkert hefur heldur sést til goss á veðurratsjá Veðurstofunnar og hefur Veðurstofan ekki sent neinar viðvaranir út í nótt vegna eldsumbrota þar. Innlent 13.10.2005 14:55
Krafturinn úr gosinu "Það gýs nú ennþá," sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði á raunvísindastofnun Háskóla Íslands, þegar hann var spurður að því í gær hvort botninn væri dottinn úr Grímsvatnagosinu í Vatnajökli. Innlent 13.10.2005 14:55
Öskufallið raskaði flugi Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Innlent 13.10.2005 14:54
Virknin í Grímsvötnum minni Virkni í Grímsvötnum er minni þessa stundina og er einnig orðin hviðukennd eins og gerist í Grímsvatnagosum, auk þess sem hlaup í Skeiðará virðist vera í rénun. Af þessum ástæðum hefur samhæfingarstöð almannavarna verið lokað í bili og bakvakt almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur tekið við eftirlitshlutverki almannavarna. Innlent 13.10.2005 14:54
Mögnuð upplifun á jöklinum "Þegar gosið fór að aukast um klukkan fimm og við að huga að heimferð urðum við varir við titring í jöklinum og vorum að tala um að þá hefði verið gaman að sjá jarðskjálftamælana hjá þeim á Veðurstofunni," sagði Jón Ólafur Magnússon fjallamaður, sem fór á þriðjudaginn í jeppaferð upp á Vatnajökul til að sjá Grímsvatnagosið í návígi. Innlent 13.10.2005 14:54
Heltekinn af hamfaraflóðum Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Innlent 13.10.2005 14:54
Verulegur kraftur í gosinu Verulegur kraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum í dag þótt hann sé talinn heldur minni en í gær. Magnaðar myndir náðust af gígbarminum í leiðangri jeppamanna. Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var í hópi leiðangursmanna. Innlent 13.10.2005 14:54