
Eldgos og jarðhræringar

Gosmökkur drap á öllum hreyflum breiðþotu
Það var árið 1982 sem menn gerðu sér grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum.

Eldingar í gosmekkinum - fólk í hættu
Eldingar leiftra í gosmekkinum á Eyjafjallajökli. Fordæmi er fyrir því hér á landi að fólk hefur látist af völdum eldinga í 30 kílómetra fjarlægð frá gosi. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir alltaf hættu af eldingum í eldgosum.

Búast við að loka Kastrup klukkan þrjú
Eftir því sem askan úr Eyjafjallajökli færist yfir Evrópu aukast áhrifin á flugumferð. Flugmálayfirvöld í Danmörku miða nú við að loka Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn klukkan þrjú að íslenskum tíma. Ennfremur verður sett bann við öllu flugi í danskri lofthelgi klukkan fjögur . Nú þegar hefur verið mikl röskun á flugvellinum og hefur þurft að seinka og aflýsa fjölda ferða.

Undirbúa viðgerð á þjóðvegi eftir hlaupið
Vegagerðarmenn eru þegar farnir að undribúða viðgerð á þjóðvegi eitt, sem rofnaði á fjórum stöðum vegna vatnavaxta frá eldgosinu í gær.

Um 1100 strandaglópar í Leifsstöð
Um 1100 manns bíða eftir flugi á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt upplýsingum frá Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa Keflavíkurflugvallar.

Gosið 1821 - Þrumur og eldglæringar
Eldar í jökli, þykkur öskumökkur, þrumur og eldingar - svona eru lýsingarnar á gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar um eldgosið í Eyjafjallajökli á bloggsíðu sinni. Hann lýsir þróun gossins í Eyjafjallajökli árið 1821 - 1823 en finna má lýsingu á því gosi í bók Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings.

Öskufallið hækkar heimsmarkaðsverð á olíu
Búið er að loka fyrir alla þyrluflugsumferð á olíuvinnslusvæðunum í Norðursjó og meðfram ströndum Noregs vegna öskufallsins frá gosinu í Eyjafjallajökli. Norska olíuöryggisráðið er nú að meta stöðuna en fyrir liggur að ef draga verður úr olíuframleiðslu á svæðinu muni slíkt hækka heimsmarkaðsverð á olíu.

Mýrdalssandur lokaður
Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Hvolsvelli kemur fram að verið sé að loka Mýrdalsjökli vegna öskufalls. Þar er nú öskufall austast á sandinum og skyggni lítið sem ekkert.

Gosið var stöðugt í nótt
Gosið í Eyjafjallajökli var ámóta kraftmikið í alla nótt og það var í gær. Þar hefur gengið á með sprengingum og töluverðu öskufalli sem hefur borist með vindi til austurs í Skaftártungurnar, Meðallandið og Landbrotið.

Askan úr Eyjafjallajökli lokar fjölda flugvalla í Evrópu
Aska frá gosinu Í Eyjafjallajökli hefur haft mikil áhrif á flugumferð í norðanverðri Evrópu. Flugvöllum í London, Heathrow, Gatwick og Stansted hefur verið lokað. Sama má segja um Belfast og Newcastle. Algert flugbann er nú í gildi í Noregi og hefur Gardemoen vellinum í Osló þar með verið lokað. Flugumferð yfir Norður-Svíþjóð hefur verið bönnuð frá því í nótt og búist er við að flugbannið verði stækkað í Svíþjóð þegar líður á morguninn og daginn.

Skemmdir vegna flóðanna minni en óttast var í fyrstu
Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna.

Agndofa gagnvart þessum kröftum
Norskir gestir Ferðafélags Íslands sem voru fastir í Þórsmörk í gær vegna vatnavaxta í Markarfljóti stóðu agndofa þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Hópurinn var ásamt öðrum erlendum ferðamönnum ferjaður yfir fljótið síðdegis í gær.

Vík í viðbragðsstöðu
Íbúar í Vík í Mýrdal og nágrenni eru í viðbragðsstöðu ef Katla skyldi láta á sér kræla. Þetta sagði Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Vík, við Fréttablaðið í gær.

Rýming gekk snurðulaust og eftir áætlun
Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags.

Beðnar að hrella ekki foreldra með sms
Flytja þurfti 43 ferðamenn frá gistiþjónustunni að Hellishólum í Fljótshlíð aðfaranótt miðvikudags vegna rýmingar Almannavarna. Laíla Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson, staðarhaldarar á Hellishólum, segja rýminguna hafa gengið bæði fljótt og vel.

Við jökul þegar gos hófst
„Þau voru stödd undir Gígjökli þegar ég hringdi í þau og sagði þeim að snúa við. Þá var klukkan hálfeitt,“ segir Hreinn Óskarsson, verkefnisstjóri Hekluskóga.

Létt yfir gestum í hjálparmiðstöð
Fólk gerði í gamni sínu í hjálparmiðstöðinni í grunnskóla Hvolsvallar og lét það ekki raska ró sinni að vera dregið úr rúminu vegna yfirvofandi goss í Eyjafjallajökli aðfaranótt miðvikudags.

Nokkrar leiðir að Kötlugosi
Nábýli Eyjafjallajökuls og Kötlu hefur orðið tilefni vangaveltna um áhrif gossins í Eyjafjallajökli á Kötlu. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir nokkra möguleika á því hvaða áhrif gosið í Eyjafjallajökli hefur á Kötlu.

Gangur eldgossins er stöðugur - vart hefur orðið við öskufall
Gangur eldgossins í Eyjafjallajökli er stöðugur samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Í dag og í kvöld hefur gengið á með sprengivirkni sem fylgir öskufall.

Búfjáreigendur hvattir til þess að fylgjast grannt með öskufalli
Búfjáreigendum á áhrifasvæði eldgossins er bent á að fylgjast grannt með mögulegu öskufalli, t.d. með því að leggja út hvítan disk samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild.

Hlaupið minna en það fyrra - þó meira krap í því
Flóðið úr Eyjafjallajökli er komið niður að nýju Markafljótsbrú. Það er minna en flóðið sem skall á í hádeginu í dag að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli en aftur á móti er meira krap í þessu flóði. Þó er óljóst hvort það hafi einhver sérstök áhrif.

Hálfs kílómetra breið sprunga í Toppgíg
Gruggug jökulvatnið þreyttist af toppi Eyjafjallajökuls, niður Gígjökul, fyllti lónið þar fyrir neðan áður en það rann niður í Markarfljótið.

Almannavarnir meta stöðuna
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að almannavarnir og vísindamenn muni á símafundi klukkan fimm fara yfir stöðuna og taka ákvörðun um framhald rýmingar á svæðinu. Um 700 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna gossins í nótt, en það er svipað og þegar gos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn.

Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var staddur nærri Markafljótsbrú þegar vatnsflaumurinn kom að brúnni. Hann segir að það hafi verið magnað að upplifa þetta. Sem betur fer hafi brúin bjargast. „Þetta var mikill flaumur á meðan þetta kom og fór nokkuð hátt undir brúna um tíma,“ segir Steingrímur. Hann sagði að það hafi skipt máli að rjúfa veginn því með því hefði tekist að minnka álagið á brúna.

Hlaupið í rénun
Hlaupið úr Eyjafjallajökli er í rénun þessa stundina, bæði Markarfljótsmegin og Svaðbælisármegin. Lögreglan á Hvolsvelli gerir ráð fyrir því að jarðvísindamenn og fulltrúar frá almannavörnum muni fljúga yfir svæðið innan skamms og meta stöðuna.

Senda út Good Morning America frá Eyjafjallajökli
Þáttastjórnendur hins geysivinsæla bandaríska morgunþáttar Good Morning America eru væntanlegir hingað til lands en til stendur að senda út hluta þáttarins á mánudaginn kemur frá Eyjafjallajökli. Þættinum er stjórnað af þeim Robin Roberts og George Stephanopoulos og er hann á dagkskrá á hverjum virkum degi á ABC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum.

Ekki talið að Landeyjahöfn muni skemmast
Að svo stöddu er ekki gert ráð fyrir teljandi skemmdum á mannvirkjum í og við Landeyjahöfn en til að svo yrði þyrftu að verða náttúrhamfarir á borð við Skeiðarárhlaup. „Hinsvegar er ljóst að lagerinn í Markarfljóti, um 50 þúsund rúmmetrar af efni, muni rýrna. Einnig má búast við að flóðvarnargarðarnir ofarlega í fljótinu geti skemmst,“ segir á heimasíðu Siglingastofnunar Íslands.

Nýja brúin heil - gamla fór á kaf
Vatn rennur nú undir brúna við Markarfljót og framhjá henni en brúin stendur heil, segir Kjartan Þorkelsson sýslumaður á Hvolsvelli. Hann segir að skarð hafi verið rofið í veginn til þess að taka þungann af brúnni. Auðveldara sé að laga vegi en brú. Kjartan segir vatnsrennslið ekki vera enn að aukast heldur sé komið jafnvægi á það.

Í lagi með rafmagn og drykkjarvatn í Eyjum
Vestmannaeyingar hafa verið uggandi um rafmagn og vatn eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli og hlaup hófst í Markarfljóti. Drykkjarvatn eyjarskeggja kemur með leiðslu úr Stóru-Mörk og liggur leiðslan undir Markafljót og er grafin á fimm metra dýpi undir árbotninum.

Mun stærra gos en á Fimmvörðuhálsi - myndskeið
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið nú vera mun stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi. Fréttamaður slóst í för með vísindamönnum og landhelgisgæslunni í morgun og flaug yfir svæðið.