Loftslagsmál

Fréttamynd

Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu

Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum.

Erlent
Fréttamynd

Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni

Norðmenn hafa rekið metnaðarfulla loftslagsstefnu heima fyrir á sama tíma og þeir eru stærstu útflytjendur jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Í nýrri skýrslu sem stór náttúruverndarsamtök standa á bak við er bent á það sem er kallað „hugarmisræmi“ Norðmanna hvað þetta varðar.

Erlent
Fréttamynd

Vinsæl heimildamynd gefur villandi mynd af hættu kjötneyslu

Kvikmyndagerðarmaðurinn sem stendur að myndunum "What the Health“ og "Cowspiracy“ er sagður fara frjálslega með rannsóknir og gefur ranga mynd af því sem vísindin segja um skaðsemi kjötvara og losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.

Erlent
Fréttamynd

Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi

Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland

Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu.

Erlent
Fréttamynd

Leitar að náttúrulegum rannsóknarstöðvum við strendur Íslands

Uppsprettur koltvísýrings á hafsbotninum geta nýst sem náttúrulegar tilraunastöðvar til að kanna áhrif súrnunar sjávar á vistkerfi. Hrönn Egilsdóttir, sjávarlíffræðingur, segir mikilvægt að rannsaka búsvæði og umhverfisþætti sem hafa áhrif á samfélög lífvera við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Þörungar gætu hraðað bráðnun Grænlandsjökuls

Hlýnandi loftslag gæti aukið þörungagróður á Grænlandsjökli og hraðað þannig bráðnun íssins og hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamenn reyna nú að átta sig á áhrifum þörunganna á bráðnun jökulsins.

Erlent
Fréttamynd

Út úr kú

Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leiðrétting á gervihnattamælingum slær vopn úr höndum afneitara

Gervihnattamælingar sýna nú örlítið meiri hlýnun en hitamælar á jörðu niðri eftir að vísindamenn leiðréttu fyrir skekkjum í þeim. Afneitarar loftslagsvísinda hafa lengi bent á mun á gervihnattamælingum og yfirborðsmælingum til að fullyrða að engin hnattræn hlýnun hafi átt sér stað síðustu 19 árin.

Erlent
Fréttamynd

Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20

Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

Boaty McBoatface nær nýjum lægðum í jómfrúarferðinni

Fjarstýrði kafbáturinn sem fékk nafnið Boaty McBoatface eftir nafnasamkeppni sem vakti heimsathygli í fyrra er kominn heim úr jómfrúarferð sinni í Suður-Íshafi. Þar rannsakaði hann djúpsjávarstrauma og áhrif þeirra á loftslag jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Yfirborð sjávar hækkar hraðar

Bráðnun Grænlandsjökuls og annarra jökla á landi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur stuðlað að því að yfirborð sjávar hækkar nú hraðar en fyrir rúmum tveimur áratugum.

Erlent
Fréttamynd

Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili

Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi.

Erlent