Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20 29. júní 2017 12:06 Búast má við áframhaldandi togstreitu á milli Angelu Merkel og Donald Trump þegar rætt verður um loftslagsmál á G20-fundinum í næstu viku. VÍSIR/EPA Baráttan gegn loftslagsbreytingum á jörðinni verður eitt helsta viðfangsefni G20-leiðtogafundarins í næstu viku, að sögn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. „Við verðum að takast á við þessa tilvistarlegu áskorun og við getum ekki beðið þangað til hver einasti maður á jörðinni hefur látið sannfærast af vísindalegum sönnunum,“ sagði Merkel og lagði áhersla á að Evrópulönd yrðu að taka forystuna í loftslagsmálum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þeir ætluðu að segja skilið við Parísarsamkomulagið. Kanslarinn ætlar að reyna að beina umræðum á fundi leiðtoga tuttugu öflugustu iðnríkja heims að loftslagsmálum en segist búast við andmælum frá fulltrúum Bandaríkjanna, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Þvert á vísindalega þekkingu á orsökum hnattrænnar hlýnunar hafa bandarískir ráðamenn ítrekað vefengt að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Þannig hafa forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og orkumálaráðherrann sagt að þeir trúi því ekki að koltvísýringur sé helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Trump hefur sjálfur sagt að loftslagsbreytingar séu kínverskt „gabb“.Einangrunar- og verndarstefna ekki leiðinÞað er ekki aðeins í loftslagsmálum þar sem gjá hefur myndast á milli bandarískra stjórnvalda og evrópskra. Undir forystu Donalds Trump forseta hafa Bandaríkin dregið sinn í skel sína á alþjóðavettvangi og talað gegn frjálsum alþjóðlegum viðskiptum. „Hver sá sem telur að hægt sé að leysa vandamál heimsins með einangrunar- og verndarstefnu veður í villu og svima,“ segir Merkel. G-20-fundurinn fer fram í þýsku borginni Hamborg dagana 7. og 8. júlí. Loftslagsmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum á jörðinni verður eitt helsta viðfangsefni G20-leiðtogafundarins í næstu viku, að sögn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. „Við verðum að takast á við þessa tilvistarlegu áskorun og við getum ekki beðið þangað til hver einasti maður á jörðinni hefur látið sannfærast af vísindalegum sönnunum,“ sagði Merkel og lagði áhersla á að Evrópulönd yrðu að taka forystuna í loftslagsmálum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þeir ætluðu að segja skilið við Parísarsamkomulagið. Kanslarinn ætlar að reyna að beina umræðum á fundi leiðtoga tuttugu öflugustu iðnríkja heims að loftslagsmálum en segist búast við andmælum frá fulltrúum Bandaríkjanna, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Þvert á vísindalega þekkingu á orsökum hnattrænnar hlýnunar hafa bandarískir ráðamenn ítrekað vefengt að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Þannig hafa forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og orkumálaráðherrann sagt að þeir trúi því ekki að koltvísýringur sé helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Trump hefur sjálfur sagt að loftslagsbreytingar séu kínverskt „gabb“.Einangrunar- og verndarstefna ekki leiðinÞað er ekki aðeins í loftslagsmálum þar sem gjá hefur myndast á milli bandarískra stjórnvalda og evrópskra. Undir forystu Donalds Trump forseta hafa Bandaríkin dregið sinn í skel sína á alþjóðavettvangi og talað gegn frjálsum alþjóðlegum viðskiptum. „Hver sá sem telur að hægt sé að leysa vandamál heimsins með einangrunar- og verndarstefnu veður í villu og svima,“ segir Merkel. G-20-fundurinn fer fram í þýsku borginni Hamborg dagana 7. og 8. júlí.
Loftslagsmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira