Boaty McBoatface nær nýjum lægðum í jómfrúarferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 15:45 Boaty McBoatface getur kafað undir ís og farið niður á allt að 6.000 metra dýpi. Vísir/AFP Fjarstýrði kafbáturinn sem hlaut nafnið Boaty McBoatface fór í vel heppnaða jómfrúarferð á dögunum. Kafaði hann niður á allt að fjögurra kílómetra dýpi í Suður-Íshafinu og safnaði mikilvægum gögnum um blöndun vatns í hyldýpi sjávarins. Upphaflega var Boaty McBoatface vinningstillagan í nafnasamkeppni sem haldin var fyrir nýtt rannsóknaskip breska umhverfisrannsóknaráðsins í fyrra. Ráðið hafnaði hins vegar því nafni og kaus að nefna skipið í höfuðuð á David Attenborough, náttúrufræðingnum heimsfræga. Sú ákvörðun vakti reiði margra og til að miðla málum var fjarstýrðum kafbáti gefið nafnið Boaty McBoatface. Hann var notaður í fyrsta skipti í sjö daga rannsóknarleiðangri breska skipsins RSS James Clark Ross í Suður-Íshafinu nýlega.Rannsakar breytingar á dýpstu hafstraumunum Gögnin sem Boaty safnaði um hitastig, seltu, hraða vatnsstraumsins og ókyrrð geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig blöndun sjávar í hyldýpinu hefur áhrif á loftslag jarðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi kortlagt hreyfingar kaldra hafstrauma í djúpinu norður í áttina að Atlantshafi. „Markmið okkar er að læra nógu mikið um þessa margslungnu ferla til að gera þeim skil í líkönum sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hvernig loftslagið okkar mun þróast á 21. öldinni og til lengri framtíðar,“ segir Alberto Naveira Garabato frá Háskólanum í Southampton við The Guardian. Svæðið sem Boaty kannaði nefnist Orkneyjarrásin, þröng rás í sjávarbotninum sem liggur norðaustur af Suðurskautslandsskaganum. BBC segir að vísbendingar séu um að kalt vatn sem streymir um rásina sé að hlýna, mögulega af völdum sterkari vinda á Suður-Íshafinu. Naveira Garabato segir að breytingar á vindinum geti haft áhrif á hraða hafstraumanna sem færa sjó frá Suðurskautslandinu. Þegar hraði straumanna breytist geti myndast ókyrrð sem getur aftur stuðlað að frekari blöndun kalds og hlýs sjávar. Hlýni þessir djúphafstraumar eykur það enn á hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Fjarstýrði kafbáturinn sem hlaut nafnið Boaty McBoatface fór í vel heppnaða jómfrúarferð á dögunum. Kafaði hann niður á allt að fjögurra kílómetra dýpi í Suður-Íshafinu og safnaði mikilvægum gögnum um blöndun vatns í hyldýpi sjávarins. Upphaflega var Boaty McBoatface vinningstillagan í nafnasamkeppni sem haldin var fyrir nýtt rannsóknaskip breska umhverfisrannsóknaráðsins í fyrra. Ráðið hafnaði hins vegar því nafni og kaus að nefna skipið í höfuðuð á David Attenborough, náttúrufræðingnum heimsfræga. Sú ákvörðun vakti reiði margra og til að miðla málum var fjarstýrðum kafbáti gefið nafnið Boaty McBoatface. Hann var notaður í fyrsta skipti í sjö daga rannsóknarleiðangri breska skipsins RSS James Clark Ross í Suður-Íshafinu nýlega.Rannsakar breytingar á dýpstu hafstraumunum Gögnin sem Boaty safnaði um hitastig, seltu, hraða vatnsstraumsins og ókyrrð geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig blöndun sjávar í hyldýpinu hefur áhrif á loftslag jarðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi kortlagt hreyfingar kaldra hafstrauma í djúpinu norður í áttina að Atlantshafi. „Markmið okkar er að læra nógu mikið um þessa margslungnu ferla til að gera þeim skil í líkönum sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hvernig loftslagið okkar mun þróast á 21. öldinni og til lengri framtíðar,“ segir Alberto Naveira Garabato frá Háskólanum í Southampton við The Guardian. Svæðið sem Boaty kannaði nefnist Orkneyjarrásin, þröng rás í sjávarbotninum sem liggur norðaustur af Suðurskautslandsskaganum. BBC segir að vísbendingar séu um að kalt vatn sem streymir um rásina sé að hlýna, mögulega af völdum sterkari vinda á Suður-Íshafinu. Naveira Garabato segir að breytingar á vindinum geti haft áhrif á hraða hafstraumanna sem færa sjó frá Suðurskautslandinu. Þegar hraði straumanna breytist geti myndast ókyrrð sem getur aftur stuðlað að frekari blöndun kalds og hlýs sjávar. Hlýni þessir djúphafstraumar eykur það enn á hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira