Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Afturelding 23-25 | Mosfellingar fagna enn og aftur Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 9. október 2014 15:06 Afturelding lagði ÍR 25-23 í frábærum handboltaleik í Austurbergi í Breiðaholti í Olís deild karla í handbolta í uppgjöri ósigruðu liðanna. Það var mjög mikill hraði í leiknum í fyrri hálfleik með sínum þekktu fylgifiskum, töpuðum boltum og skemmtilegum tilþrifum á víxl. Afturelding var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og munaði mikið um góð hraðaupphlaup liðsins og mjög góða markvörslu Davíðs Svanssonar. Góður varnarleikur á köflum og sex mörk Björgvins Hólmgeirssonar í fyrri hálfleik héldu ÍR-ingum inni í leiknum en þremur mörkum munaði í hálfleik 13-10. Meiri kraftur var í ÍR-ingum í seinni hálfleik og þurfti Afturelding að hafa mun meira fyrir mörkunum sínum er leið á leikinn. Afturelding skoraði mörg mörk eftir að höndin hjá dómurunum var komin upp og munaði mikið um slík mörk í lokin eftir að ÍR hafði náð að jafna metin. Það var gríðarleg spenna í leiknum og mikil stemning í troðfullu húsinu. Stemningin í húsinu var eins og að þetta væri leikur í úrslitakeppni enda bæði lið ósigruð fyrir leikinn. Seigla gestanna úr Mosfellbænum skilaði liðinu sjötta sigrinum í jafn mörgum leikjum en ÍR varð að játa sig sigrað í fyrsta sinn en liðið er þó enn í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Aftureldingu.Örn Ingi: Njótum þess að spila handbolta „Við stóðumst heldur betur prófið. Að koma á þennan erfiða heimavöll og troðfullt hús. Þetta var leikur eins og þetta á að vera. Tvö flott lið að berjast og klassa handbolti,“ sagði Örn Ingi Bjarkason leikstjórnandi Aftureldingar þegar hann kom úr fagnaðarlátunum strax að leik loknum. „Maður vildi óska þess að þetta væri alltaf svona. Þetta er miklu skemmtilegra með fullt af fólki og spenna í húsinu og allir gefa sig 100% í þetta. „Þetta var mjög sterkur sigur fyrir okkur að mæta hér liði sem var ósigrað og með mjög mikið sjálfstraust. Það var ekkert smá gott að ná að klára þetta. „Við vorum klaufar í fyrri hálfleik. Við misstum mikið boltann. Þetta voru óþarfa tæknifeilar. En að sama skapi var Davíð með stórleik í markinu og við vorum þremur mörkum yfir. „Í seinni hálfleik ætluðum við að klára þetta, sama hvað, með þennan stuðning á bak við okkur. „Við skorum algjör, ég veit ekki hvað á að kalla þetta, mörk eftir að höndin er komin upp. Þegar boltinn fór inn maður, ég fagnaði þvílíkt. „Þetta virkaði stressandi en við töluðum um það að við ætluðum að njóta þess að spila handbolta fyrir allt þetta fólk og hafa gaman. Mér fannst við hafa gert það. Við skemmum okkur og áhorfendum. Þess vegna erum við í þessu,“ sagði Örn Ingi.Björgvin: Þýðir ekkert að væla þetta „Ég horfði upp í stúku þarna í seinni hálfleik og hún var troðin. Ég held að þetta hafi verið fleiri en í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum gegn Haukum,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson markahæsti leikmaður ÍR nokkuð léttur í bragði þrátt fyrir tapið. „Þetta var stórkostleg skemmtun og leikurinn mjög góður. „Við vorum eiginlega alltaf að elta en samt fannst mér við hafa leikinn. Þetta var hálf fáránlegt. Þeir skora einhver fimm, sex mörk þegar höndin er uppi af 12 metrum og öll dauðafærin sem við förum með, við erum skelfilegir. „Ég held að ég eigi þrjú eða fjögur dauðafæri en það þýðir ekkert að væla þetta. Við spilum ágætlega vel og þetta er eitt af bestu liðunum í deildinni. Þessi úrslit er ekkert til að stressa sig yfir,“ sagði Björgvin. „Við lentum fjórum mörkum undir og það tók okkur tvær mínútur að vinna það upp. Þetta er ótrúlegur leikur. „Þeir fá að vera eina og hálfa mínútu í sókn og slútta þrisvar í sömu sókninni með höndina uppi og skora í lokin. Það dregur auðvitað kraft úr manni en svona er þetta. „Maður tapar alltaf einhvern tímann. Það er ekki hægt að taka Stjörnuna á þetta í fótboltanum og fara taplausir í gegnum mótið. „Það er vika á milli leikja núna eftir þrjá leiki á viku og góða keyrslu,“ sagði Björgvin sem er búinn að jafna sig á meiðslunum sem hrjáðu hann á síðustu leiktíð. „Ég er í formi. Ég fór í frí í mars og fékk langt undirbúningstímabil og tók vel á þessu.“Örn Ingi skoraði fimm mörk fyrir Mosfellinga í kvöld.Vísir/StefánBjörgvin (nr. 33) var markahæstur í liði ÍR með 11 mörk.Vísir/StefánJóhann Gunnar Einarsson skýtur að marki ÍR.Vísir/Stefán Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 29-28 | Annar sigur Íslandsmeistaranna í röð Eyjamenn unnu eins marks sigur á Stjörnumönnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur voru 29:28 en Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik 13:14. 9. október 2014 18:22 Hafnarfjarðarliðin unnu bæði Fjórir leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 9. október 2014 21:22 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Afturelding lagði ÍR 25-23 í frábærum handboltaleik í Austurbergi í Breiðaholti í Olís deild karla í handbolta í uppgjöri ósigruðu liðanna. Það var mjög mikill hraði í leiknum í fyrri hálfleik með sínum þekktu fylgifiskum, töpuðum boltum og skemmtilegum tilþrifum á víxl. Afturelding var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og munaði mikið um góð hraðaupphlaup liðsins og mjög góða markvörslu Davíðs Svanssonar. Góður varnarleikur á köflum og sex mörk Björgvins Hólmgeirssonar í fyrri hálfleik héldu ÍR-ingum inni í leiknum en þremur mörkum munaði í hálfleik 13-10. Meiri kraftur var í ÍR-ingum í seinni hálfleik og þurfti Afturelding að hafa mun meira fyrir mörkunum sínum er leið á leikinn. Afturelding skoraði mörg mörk eftir að höndin hjá dómurunum var komin upp og munaði mikið um slík mörk í lokin eftir að ÍR hafði náð að jafna metin. Það var gríðarleg spenna í leiknum og mikil stemning í troðfullu húsinu. Stemningin í húsinu var eins og að þetta væri leikur í úrslitakeppni enda bæði lið ósigruð fyrir leikinn. Seigla gestanna úr Mosfellbænum skilaði liðinu sjötta sigrinum í jafn mörgum leikjum en ÍR varð að játa sig sigrað í fyrsta sinn en liðið er þó enn í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Aftureldingu.Örn Ingi: Njótum þess að spila handbolta „Við stóðumst heldur betur prófið. Að koma á þennan erfiða heimavöll og troðfullt hús. Þetta var leikur eins og þetta á að vera. Tvö flott lið að berjast og klassa handbolti,“ sagði Örn Ingi Bjarkason leikstjórnandi Aftureldingar þegar hann kom úr fagnaðarlátunum strax að leik loknum. „Maður vildi óska þess að þetta væri alltaf svona. Þetta er miklu skemmtilegra með fullt af fólki og spenna í húsinu og allir gefa sig 100% í þetta. „Þetta var mjög sterkur sigur fyrir okkur að mæta hér liði sem var ósigrað og með mjög mikið sjálfstraust. Það var ekkert smá gott að ná að klára þetta. „Við vorum klaufar í fyrri hálfleik. Við misstum mikið boltann. Þetta voru óþarfa tæknifeilar. En að sama skapi var Davíð með stórleik í markinu og við vorum þremur mörkum yfir. „Í seinni hálfleik ætluðum við að klára þetta, sama hvað, með þennan stuðning á bak við okkur. „Við skorum algjör, ég veit ekki hvað á að kalla þetta, mörk eftir að höndin er komin upp. Þegar boltinn fór inn maður, ég fagnaði þvílíkt. „Þetta virkaði stressandi en við töluðum um það að við ætluðum að njóta þess að spila handbolta fyrir allt þetta fólk og hafa gaman. Mér fannst við hafa gert það. Við skemmum okkur og áhorfendum. Þess vegna erum við í þessu,“ sagði Örn Ingi.Björgvin: Þýðir ekkert að væla þetta „Ég horfði upp í stúku þarna í seinni hálfleik og hún var troðin. Ég held að þetta hafi verið fleiri en í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum gegn Haukum,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson markahæsti leikmaður ÍR nokkuð léttur í bragði þrátt fyrir tapið. „Þetta var stórkostleg skemmtun og leikurinn mjög góður. „Við vorum eiginlega alltaf að elta en samt fannst mér við hafa leikinn. Þetta var hálf fáránlegt. Þeir skora einhver fimm, sex mörk þegar höndin er uppi af 12 metrum og öll dauðafærin sem við förum með, við erum skelfilegir. „Ég held að ég eigi þrjú eða fjögur dauðafæri en það þýðir ekkert að væla þetta. Við spilum ágætlega vel og þetta er eitt af bestu liðunum í deildinni. Þessi úrslit er ekkert til að stressa sig yfir,“ sagði Björgvin. „Við lentum fjórum mörkum undir og það tók okkur tvær mínútur að vinna það upp. Þetta er ótrúlegur leikur. „Þeir fá að vera eina og hálfa mínútu í sókn og slútta þrisvar í sömu sókninni með höndina uppi og skora í lokin. Það dregur auðvitað kraft úr manni en svona er þetta. „Maður tapar alltaf einhvern tímann. Það er ekki hægt að taka Stjörnuna á þetta í fótboltanum og fara taplausir í gegnum mótið. „Það er vika á milli leikja núna eftir þrjá leiki á viku og góða keyrslu,“ sagði Björgvin sem er búinn að jafna sig á meiðslunum sem hrjáðu hann á síðustu leiktíð. „Ég er í formi. Ég fór í frí í mars og fékk langt undirbúningstímabil og tók vel á þessu.“Örn Ingi skoraði fimm mörk fyrir Mosfellinga í kvöld.Vísir/StefánBjörgvin (nr. 33) var markahæstur í liði ÍR með 11 mörk.Vísir/StefánJóhann Gunnar Einarsson skýtur að marki ÍR.Vísir/Stefán
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 29-28 | Annar sigur Íslandsmeistaranna í röð Eyjamenn unnu eins marks sigur á Stjörnumönnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur voru 29:28 en Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik 13:14. 9. október 2014 18:22 Hafnarfjarðarliðin unnu bæði Fjórir leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 9. október 2014 21:22 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 29-28 | Annar sigur Íslandsmeistaranna í röð Eyjamenn unnu eins marks sigur á Stjörnumönnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur voru 29:28 en Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik 13:14. 9. október 2014 18:22
Hafnarfjarðarliðin unnu bæði Fjórir leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 9. október 2014 21:22