Hólmbert tryggði Íslandi jafntefli í Orlando Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 22:57 Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. vísir/daníel Ísland og Kanada skildu jöfn, 1-1, í seinni vináttuleik liðanna sem fram fór í Orlando í Flórída í kvöld, en fyrri leikinn á föstudaginn var vann Ísland, 2-1. Dwayne De Rosario, fjórfaldur MLS-meistari með San Jose og Houston, kom Kanadamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu, 1-0. Haukur Heiðar Hauksson gerðist brotlegur í teignum. De Rosario, sem er án liðs í dag, skoraði einnig mark Kanada í fyrri leiknum, en þessi 36 ára gamli leikmaður er einn af þeim bestu sem Kanada hefur framleitt.Byrjunarliðið í dag.mynd/Facebook-síða KSÍÍslenska liðið jafnaði metin á 65. mínútu. Markið skoraði Hólmbert Aron Friðjónson úr vítaspyrnu sem varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson fiskaði, 1-1. Þetta er fyrsta A-landsliðsmark Hólmberts fyrir Ísland í hans öðrum leik, en fyrsti leikurinn var sá fyrri gegn Kanada á föstudaginn var. Matthías, sem skoraði seinna mark Íslands á föstudaginn, var hársbreidd frá því að skora sigurmarkið undir lok leiksins en hann rétt missti af frábærri fyrirgjöf Elíasar Más Ómarssonar frá hægri. Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Árnason spiluðu báðir sinn fyrsta landsleik í kvöld, en í heildina fengu sex nýliðar sinn fyrsta leik í þessari vikuferð til Orlando.Lið Íslands (4-4-2): Ögmundur Kristinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason (Elías Már Ómarsson 45.), Guðmundur Þórarinsson (Björn Daníel Sverrisson 72.), Rúnar Már Sigurjónsson (Guðlaugur Victor Pálsson 45.), Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ólafur Karl Finsen 61.) - Jón Daði Böðvarsson (Matthías Vilhjálmsson 45.), Hólmbert Aron Friðjónsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30 Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Ísland og Kanada skildu jöfn, 1-1, í seinni vináttuleik liðanna sem fram fór í Orlando í Flórída í kvöld, en fyrri leikinn á föstudaginn var vann Ísland, 2-1. Dwayne De Rosario, fjórfaldur MLS-meistari með San Jose og Houston, kom Kanadamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu, 1-0. Haukur Heiðar Hauksson gerðist brotlegur í teignum. De Rosario, sem er án liðs í dag, skoraði einnig mark Kanada í fyrri leiknum, en þessi 36 ára gamli leikmaður er einn af þeim bestu sem Kanada hefur framleitt.Byrjunarliðið í dag.mynd/Facebook-síða KSÍÍslenska liðið jafnaði metin á 65. mínútu. Markið skoraði Hólmbert Aron Friðjónson úr vítaspyrnu sem varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson fiskaði, 1-1. Þetta er fyrsta A-landsliðsmark Hólmberts fyrir Ísland í hans öðrum leik, en fyrsti leikurinn var sá fyrri gegn Kanada á föstudaginn var. Matthías, sem skoraði seinna mark Íslands á föstudaginn, var hársbreidd frá því að skora sigurmarkið undir lok leiksins en hann rétt missti af frábærri fyrirgjöf Elíasar Más Ómarssonar frá hægri. Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Árnason spiluðu báðir sinn fyrsta landsleik í kvöld, en í heildina fengu sex nýliðar sinn fyrsta leik í þessari vikuferð til Orlando.Lið Íslands (4-4-2): Ögmundur Kristinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason (Elías Már Ómarsson 45.), Guðmundur Þórarinsson (Björn Daníel Sverrisson 72.), Rúnar Már Sigurjónsson (Guðlaugur Victor Pálsson 45.), Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ólafur Karl Finsen 61.) - Jón Daði Böðvarsson (Matthías Vilhjálmsson 45.), Hólmbert Aron Friðjónsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30 Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30
Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26