Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli skrifar 23. júní 2015 22:00 Fanndís Friðriksdóttir fagnar sigurmarkinu. vísir/valli Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 44. mínútu.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Breiðablik er nú með 19 stig í toppsætinu en liðið hefur unnið sex af sjö leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Selfoss féll hins vegar niður í 3. sætið með ósigrinum sem var sá fyrsti hjá liðinu síðan í 1. umferð. Fyrri hálfleikurinn var í miklu jafnvægi þar sem liðin skiptust á að vera ofan á. Selfoss byrjaði ívið betur með Guðmundu Brynju Óladóttur í broddi fylkingar. Fyrirliðinn átti kröftuga spretti og leikmenn Breiðabliks höfðu á stundum ekki önnur ráð en að brjóta á henni. Guðmunda átti t.a.m. hættulega fyrirgjöf frá hægri á 15. mínútu sem endaði með því að Guðrún Arnardóttir, miðvörður Blika, bjargaði á línu. Það var besta, og í raun eina, góðu færi Selfoss í leiknum. Blikar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og á 20. mínútu átti Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ágætis skot sem Chante Sandiford varði í horn. Andrea lék fremst á miðjunni hjá Breiðabliki og hún átti nokkrar hættulegar sendingar inn fyrir vörn Selfoss á Fanndísi sem var að venju hættuleg á vinstri kantinum. Varnarmönnum Selfoss gekk vel að eiga við þessar sendingar inn fyrir vörn liðsins en miðvörðurinn Summer Williams var sérstaklega dugleg að sópa upp eftir samherja sína. En varnarleikur Selfoss klikkaði einu sinni í fyrri hálfleik og það varð þeim að falli. Á 43. mínútu stakk Andrea boltanum inn fyrir á Fanndísi sem komst framhjá Summer og féll svo við. Helgi Mikael Jónasson dæmdi vítaspyrnu og gaf Summer gult spjald. Umdeildur dómur í meira lagi. Fyrir það fyrsta virtist snertingin ekki vera mikil en fyrst Helgi dæmdi víti hefði hann líklega átt að reka Summer út af því hún var aftasti varnarmaður. Dómaratríóið átti ekki ekkert sérstakan dag og sumar ákvarðanir þess voru sérstakar. Toppslagurinn átti skilið betri dómgæslu en þá sem var boðið upp á í kvöld. Sama jafnræðið var með liðunum í seinni hálfleik. Selfyssingar þurftu að sækja og við það opnaðist meira pláss fyrir heimakonur að sækja í. Fljótir framherjar Blika njóta sín vel í skyndisóknum og þær voru nokkrum sinnum líklegar til að bæta öðru marki við í seinni hálfleik, þrátt fyrir að opin færi þeirra hafi ekki verið mörg. Þrátt fyrir að vera meira með boltann gekk Selfossi illa að opna sterka vörn Breiðabliks sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í deildinni í allt sumar. Það er engin tilviljun eins og sást í leiknum í kvöld. Heimakonur vörðust vel og skynsamlega; miðverðirnir Guðrún og Málfríður Erna Sigurðardóttir voru mjög sterkar, bakverðirnir fóru lítið fram völlinn og þá unnu Jóna Kristín Hauksdóttir og Rakel Hönnudóttir mikilvæga vinnu á miðjunni þótt það hafi ekki alltaf borið mikið á þeim. Selfoss-liðið vantaði yfirvegun og gæði á síðasta þriðjungnum til brjóta Blikavörnina á bak aftur. Þá nýttu Selfosskonur illa þær fjölmörgu hornspyrnur sem þær fengu í seinni hálfleik. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, skipti öllum þremur varamönnum sínum inn á í seinni hálfleik en það breytti engu um gang leiksins. Blikakonur héldu gestunum nokkuð örugglega í skefjum og voru svo sjálfar hættulegar í skyndisóknum. Þeim tókst þó ekki að bæta við marki og niðurstaðan 1-0 sigur Breiðabliks sem gæti reynst gríðarlega mikilvægur þegar uppi verður staðið í toppbaráttunni.Fanndís: Skil ekki yfir hverju hann var að vælaFanndís Friðriksdóttir skoraði markið dýrmæta sem tryggði Breiðabliki sigur á Selfossi í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Hún var að vonum kát eftir leikinn. "Spennustigið er ennþá svolítið hátt," sagði hún og hló. "Þetta var risasigur og baráttusigur. Þetta var ekki sá fallegasti sem við höfum unnið en sigur er sigur. "Það er enn svo lítið búið af mótinu en það er gott að vera með fjögurra stiga forskot. Við erum gríðarlega ánægðar með þetta," sagði Fanndís en hvað fannst henni skilja liðin að í kvöld. "Þetta var hrikalega jafn leikur en mér fannst við fá fleiri opin færi. Varnarleikurinn okkar var líka hrikalega þéttur og ég held að það hafi skilað okkur þessum sigri," sagði landsliðskonan sem segir að Blikaliðið sé þéttara en síðustu ár. "Við verjumst allar saman og erum meira lið en undanfarin ár." Fanndís skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm en Fanndís er ekki í vafa um að hann hafi verið réttur þó hún hefði viljað sjá varnarmann Selfoss, Summer Williams, fá rauða spjaldið. "Hún fer beint í lappirnar á mér. Hún snertir mig og ég missi jafnvægið og dett. Ég hefði viljað sjá rautt spjald þar sem hún var aftasti maður," sagði Fanndís en stuðningsmenn og þjálfarar beggja liða voru ósáttir með dóminn. "Við vildum náttúrulega fá en ég skil ekki yfir hversu hann var að væla, þjálfarinn hjá Selfossi. Hann var alveg trylltur eftir leik og í hálfleik," bætti Fanndís við en hún er nú komin með átta mörk í Pepsi-deildinni, flest allra leikmanna. Hún segist þó ekki vera að stefna á markadrottningartitilinn. "Ég vil bara fá þrjú stig, það er það sem maður stefnir á. Það er bara þannig. Ég hef verið spurð að þessu áður. Þetta er eitthvað sem maður stefnir ekkert að," sagði Fanndís sem viðurkenndi þó að henni myndi ekki leiðast að fá gullskóinn í lok móts.vísir/valliGunnar Rafn: Vítaspyrnudómurinn var rangur Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, sagði vítaspyrnudóm Helga Mikaels Jónassonar hafa skipt sköpum í tapinu fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. "Vítaspyrnudómurinn í fyrri hálfleik skildi liðin að. Að mínu mati var það rangur dómur," sagði Gunnar sem vildi þó ekki meina að Fanndís Friðriksdóttir hefði látið sig detta í teignum. "Ég held að hún hafi bara dottið eins og gerist í fótbolta, enda bað hún ekki um neitt og ég held að hún hafi verið alveg jafn hissa og allir aðrir þegar hún fékk vítið." Þrátt fyrir tapið var Gunnar ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum. "Ég er heilt yfir mjög sáttur. Það var mjög mikil barátta í þessum leik eins og við vissum að það yrði og þetta var hnífjafn leikur," sagði Gunnar en hvað vantaði til að brjóta vörn Blika á bak aftur í seinni hálfleik? "Það vantaði bara að komast í gegnum þær. Þær spiluðu mjög góða vörn. En við hefðum átt að nýta föstu leikatriðin betur. Boltinn datt nokkrum sinnum fyrir okkur en við náðum ekki að pota honum yfir línuna." Þrátt fyrir að fjögurra stiga munur sé nú á Selfossi og Breiðabliki á toppi deildarinar er engan bilbug á Selfyssingum að finna. "Við erum ekkert í neinni keppni við Breiðablik þannig séð. Við höfum gefið það út að við ætlum að berjast um titla og við ætlum að halda því áfram," sagði Gunnar að lokum.Fanndís skoraði sitt áttunda mark í Pepsi-deildinni í kvöld.vísir/valliGunnar og félagar á bekknum hjá Selfossi létu dómaratríóið heyra það í hálfleik.vísir/vallivísir/vallivísir/vallivísir/valli Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 44. mínútu.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Breiðablik er nú með 19 stig í toppsætinu en liðið hefur unnið sex af sjö leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Selfoss féll hins vegar niður í 3. sætið með ósigrinum sem var sá fyrsti hjá liðinu síðan í 1. umferð. Fyrri hálfleikurinn var í miklu jafnvægi þar sem liðin skiptust á að vera ofan á. Selfoss byrjaði ívið betur með Guðmundu Brynju Óladóttur í broddi fylkingar. Fyrirliðinn átti kröftuga spretti og leikmenn Breiðabliks höfðu á stundum ekki önnur ráð en að brjóta á henni. Guðmunda átti t.a.m. hættulega fyrirgjöf frá hægri á 15. mínútu sem endaði með því að Guðrún Arnardóttir, miðvörður Blika, bjargaði á línu. Það var besta, og í raun eina, góðu færi Selfoss í leiknum. Blikar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og á 20. mínútu átti Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ágætis skot sem Chante Sandiford varði í horn. Andrea lék fremst á miðjunni hjá Breiðabliki og hún átti nokkrar hættulegar sendingar inn fyrir vörn Selfoss á Fanndísi sem var að venju hættuleg á vinstri kantinum. Varnarmönnum Selfoss gekk vel að eiga við þessar sendingar inn fyrir vörn liðsins en miðvörðurinn Summer Williams var sérstaklega dugleg að sópa upp eftir samherja sína. En varnarleikur Selfoss klikkaði einu sinni í fyrri hálfleik og það varð þeim að falli. Á 43. mínútu stakk Andrea boltanum inn fyrir á Fanndísi sem komst framhjá Summer og féll svo við. Helgi Mikael Jónasson dæmdi vítaspyrnu og gaf Summer gult spjald. Umdeildur dómur í meira lagi. Fyrir það fyrsta virtist snertingin ekki vera mikil en fyrst Helgi dæmdi víti hefði hann líklega átt að reka Summer út af því hún var aftasti varnarmaður. Dómaratríóið átti ekki ekkert sérstakan dag og sumar ákvarðanir þess voru sérstakar. Toppslagurinn átti skilið betri dómgæslu en þá sem var boðið upp á í kvöld. Sama jafnræðið var með liðunum í seinni hálfleik. Selfyssingar þurftu að sækja og við það opnaðist meira pláss fyrir heimakonur að sækja í. Fljótir framherjar Blika njóta sín vel í skyndisóknum og þær voru nokkrum sinnum líklegar til að bæta öðru marki við í seinni hálfleik, þrátt fyrir að opin færi þeirra hafi ekki verið mörg. Þrátt fyrir að vera meira með boltann gekk Selfossi illa að opna sterka vörn Breiðabliks sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í deildinni í allt sumar. Það er engin tilviljun eins og sást í leiknum í kvöld. Heimakonur vörðust vel og skynsamlega; miðverðirnir Guðrún og Málfríður Erna Sigurðardóttir voru mjög sterkar, bakverðirnir fóru lítið fram völlinn og þá unnu Jóna Kristín Hauksdóttir og Rakel Hönnudóttir mikilvæga vinnu á miðjunni þótt það hafi ekki alltaf borið mikið á þeim. Selfoss-liðið vantaði yfirvegun og gæði á síðasta þriðjungnum til brjóta Blikavörnina á bak aftur. Þá nýttu Selfosskonur illa þær fjölmörgu hornspyrnur sem þær fengu í seinni hálfleik. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, skipti öllum þremur varamönnum sínum inn á í seinni hálfleik en það breytti engu um gang leiksins. Blikakonur héldu gestunum nokkuð örugglega í skefjum og voru svo sjálfar hættulegar í skyndisóknum. Þeim tókst þó ekki að bæta við marki og niðurstaðan 1-0 sigur Breiðabliks sem gæti reynst gríðarlega mikilvægur þegar uppi verður staðið í toppbaráttunni.Fanndís: Skil ekki yfir hverju hann var að vælaFanndís Friðriksdóttir skoraði markið dýrmæta sem tryggði Breiðabliki sigur á Selfossi í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Hún var að vonum kát eftir leikinn. "Spennustigið er ennþá svolítið hátt," sagði hún og hló. "Þetta var risasigur og baráttusigur. Þetta var ekki sá fallegasti sem við höfum unnið en sigur er sigur. "Það er enn svo lítið búið af mótinu en það er gott að vera með fjögurra stiga forskot. Við erum gríðarlega ánægðar með þetta," sagði Fanndís en hvað fannst henni skilja liðin að í kvöld. "Þetta var hrikalega jafn leikur en mér fannst við fá fleiri opin færi. Varnarleikurinn okkar var líka hrikalega þéttur og ég held að það hafi skilað okkur þessum sigri," sagði landsliðskonan sem segir að Blikaliðið sé þéttara en síðustu ár. "Við verjumst allar saman og erum meira lið en undanfarin ár." Fanndís skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm en Fanndís er ekki í vafa um að hann hafi verið réttur þó hún hefði viljað sjá varnarmann Selfoss, Summer Williams, fá rauða spjaldið. "Hún fer beint í lappirnar á mér. Hún snertir mig og ég missi jafnvægið og dett. Ég hefði viljað sjá rautt spjald þar sem hún var aftasti maður," sagði Fanndís en stuðningsmenn og þjálfarar beggja liða voru ósáttir með dóminn. "Við vildum náttúrulega fá en ég skil ekki yfir hversu hann var að væla, þjálfarinn hjá Selfossi. Hann var alveg trylltur eftir leik og í hálfleik," bætti Fanndís við en hún er nú komin með átta mörk í Pepsi-deildinni, flest allra leikmanna. Hún segist þó ekki vera að stefna á markadrottningartitilinn. "Ég vil bara fá þrjú stig, það er það sem maður stefnir á. Það er bara þannig. Ég hef verið spurð að þessu áður. Þetta er eitthvað sem maður stefnir ekkert að," sagði Fanndís sem viðurkenndi þó að henni myndi ekki leiðast að fá gullskóinn í lok móts.vísir/valliGunnar Rafn: Vítaspyrnudómurinn var rangur Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, sagði vítaspyrnudóm Helga Mikaels Jónassonar hafa skipt sköpum í tapinu fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. "Vítaspyrnudómurinn í fyrri hálfleik skildi liðin að. Að mínu mati var það rangur dómur," sagði Gunnar sem vildi þó ekki meina að Fanndís Friðriksdóttir hefði látið sig detta í teignum. "Ég held að hún hafi bara dottið eins og gerist í fótbolta, enda bað hún ekki um neitt og ég held að hún hafi verið alveg jafn hissa og allir aðrir þegar hún fékk vítið." Þrátt fyrir tapið var Gunnar ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum. "Ég er heilt yfir mjög sáttur. Það var mjög mikil barátta í þessum leik eins og við vissum að það yrði og þetta var hnífjafn leikur," sagði Gunnar en hvað vantaði til að brjóta vörn Blika á bak aftur í seinni hálfleik? "Það vantaði bara að komast í gegnum þær. Þær spiluðu mjög góða vörn. En við hefðum átt að nýta föstu leikatriðin betur. Boltinn datt nokkrum sinnum fyrir okkur en við náðum ekki að pota honum yfir línuna." Þrátt fyrir að fjögurra stiga munur sé nú á Selfossi og Breiðabliki á toppi deildarinar er engan bilbug á Selfyssingum að finna. "Við erum ekkert í neinni keppni við Breiðablik þannig séð. Við höfum gefið það út að við ætlum að berjast um titla og við ætlum að halda því áfram," sagði Gunnar að lokum.Fanndís skoraði sitt áttunda mark í Pepsi-deildinni í kvöld.vísir/valliGunnar og félagar á bekknum hjá Selfossi létu dómaratríóið heyra það í hálfleik.vísir/vallivísir/vallivísir/vallivísir/valli
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira