Þarf að leiðrétta misskilning í málefnum EFTA gagnvart flóttamönnum fyrir þjóðinni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. september 2015 11:01 Gunnar Bragi Sveinsson segist eiga von á því að ráðherranefnd sem fer heildstætt yfir flóttamannavandann skili af sér á næstu dögum. „Eða allavega innan ekki svo langs tíma.“ Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Viðtalið við Gunnar Braga var í beinni útsendingu frá utanríkisráðuneytinu en það má sjá í heild sinni hér að ofan. Ráðherranefndin fer yfir málin í heild sinni, það er að segja nefndinni var falið að fara yfir verklag milli ráðuneyta varðandi flóttamenn og innflytjendur hér á landi, skoða málefni hælisleitanda og þar að auki hvað það er sem Ísland getur gert á vettvangi erlendis. Ráðherranefndin kom fyrst saman fyrir tæpum tveimur vikum en mikill þrýstingur hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við flóttamannavandanum sem fyrst. Dugar þar að nefna síðuna „Kæra Eygló“ þar sem þúsundir Íslendingar sögðust tilbúnir til að bjóða fram heimili sín, herbergi eða hjálpa til með öðrum hætti svo hægt sé að koma fólki í neyð til aðstoðar sem allra fyrst.Ísland tekur ákvarðanir um eigin málefni „Evrópusambandið getur ekkert stillt okkur upp við vegg hvað þetta varðar,“ sagði Gunnar Bragi spurður um þá afdráttarlausu afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að hann láti ekki „hóta“ stjórnvöldum hér á landi til að taka við flóttamönnum. En Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. „Það eru ákveðnir samningar í gangi, ákveðnir ferlar í gangi. Við munum taka þessar ákvarðanir á okkar forsendum byggt á því hvað við treystum okkur til og hvað við getum gert,“ sagði Gunnar Bragi. Þá sagði hann ákveðinn misskiling í „þessu öllu saman.“ „Það er ákveðinn misskilingur í þessu öllu saman sem við munum bara þurfa að skýra, fyrir þjóðinni að sjálfsögðu og í viðræðum okkar við okkar kollega á næstunni. Ég hef meðal annars beðið um fund hjá EFTA-ríkjunum til þess að fara í gegnum ferlana í þessu öllu saman.“ Viðtalið við Gunnar Braga hefst á mínútu 1.40. Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson segist eiga von á því að ráðherranefnd sem fer heildstætt yfir flóttamannavandann skili af sér á næstu dögum. „Eða allavega innan ekki svo langs tíma.“ Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Viðtalið við Gunnar Braga var í beinni útsendingu frá utanríkisráðuneytinu en það má sjá í heild sinni hér að ofan. Ráðherranefndin fer yfir málin í heild sinni, það er að segja nefndinni var falið að fara yfir verklag milli ráðuneyta varðandi flóttamenn og innflytjendur hér á landi, skoða málefni hælisleitanda og þar að auki hvað það er sem Ísland getur gert á vettvangi erlendis. Ráðherranefndin kom fyrst saman fyrir tæpum tveimur vikum en mikill þrýstingur hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við flóttamannavandanum sem fyrst. Dugar þar að nefna síðuna „Kæra Eygló“ þar sem þúsundir Íslendingar sögðust tilbúnir til að bjóða fram heimili sín, herbergi eða hjálpa til með öðrum hætti svo hægt sé að koma fólki í neyð til aðstoðar sem allra fyrst.Ísland tekur ákvarðanir um eigin málefni „Evrópusambandið getur ekkert stillt okkur upp við vegg hvað þetta varðar,“ sagði Gunnar Bragi spurður um þá afdráttarlausu afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að hann láti ekki „hóta“ stjórnvöldum hér á landi til að taka við flóttamönnum. En Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. „Það eru ákveðnir samningar í gangi, ákveðnir ferlar í gangi. Við munum taka þessar ákvarðanir á okkar forsendum byggt á því hvað við treystum okkur til og hvað við getum gert,“ sagði Gunnar Bragi. Þá sagði hann ákveðinn misskiling í „þessu öllu saman.“ „Það er ákveðinn misskilingur í þessu öllu saman sem við munum bara þurfa að skýra, fyrir þjóðinni að sjálfsögðu og í viðræðum okkar við okkar kollega á næstunni. Ég hef meðal annars beðið um fund hjá EFTA-ríkjunum til þess að fara í gegnum ferlana í þessu öllu saman.“ Viðtalið við Gunnar Braga hefst á mínútu 1.40.
Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00
Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00
Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. 15. september 2015 07:44