Bjarni Benediktsson: Látum ekki hóta okkur til að gangast undir flóttamannastefnu ESB Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. september 2015 18:40 Bjarni Benediktsson ætlar ekki að láta undan hótunum, jafnvel þó Brussel geti haft lög að mæla. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar. Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin, þar með talið Ísland, taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. Geri þau það ekki eiga þau á hættu, samkvæmt drögum að tillögu sem hefur verið kynnt, að verða látin sæta refsiaðgerðum innan Schengen - svæðisins og útilokuð frá þátttöku í samstarfi um hælisleitendur sem Dyflinnarreglugerðin heyrir undir. Tökum jafnvel við fleirum en ESB villRætt er um að Ísland geti tekið á móti einhverjum hundruðum flóttamanna á ári miðað við efnahagsástandið hér verði leið ESB að veruleika. Þá verður stjórnin tekin úr höndum aðildarríkjanna sem þar með þurfa að una ákvörðunum ESB án þess að vera spurð. Bjarni segir að það geti vel verið að staðreyndin sé sú að það geti vel verið að íslensk stjórnvöld taki við jafn mörgum flóttamönnum og hugmyndir séu uppi um á einhverjum skrifstofum í Brussel. Jafnvel fleirum. En þau ætli ekki að láta undan hótunum. Þetta sé ekki boðleg nálgun við fullvalda þjóð.Innanríkisráðherra á fundiLjóst er að þrýstingurinn Í Evrópu er að aukast en hingað til hefur verið reynt að fara samningaleiðina Innanríkisráðherra er á fundi með öðrum innanríkisráðherrum í Evrópu á morgun og reiknað er með málið komi þar til umræðu. Hann segir stjórnvöld víða um álfuna hafa gefist upp á því að ráða við vandann. Það skipti því máli að bregðast hratt við. Íslendingar ættu ekki að hafa væntingar um að við leysum þennan vanda, en það sé ljóst að við þurfum að gera okkar hlut. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar. Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin, þar með talið Ísland, taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. Geri þau það ekki eiga þau á hættu, samkvæmt drögum að tillögu sem hefur verið kynnt, að verða látin sæta refsiaðgerðum innan Schengen - svæðisins og útilokuð frá þátttöku í samstarfi um hælisleitendur sem Dyflinnarreglugerðin heyrir undir. Tökum jafnvel við fleirum en ESB villRætt er um að Ísland geti tekið á móti einhverjum hundruðum flóttamanna á ári miðað við efnahagsástandið hér verði leið ESB að veruleika. Þá verður stjórnin tekin úr höndum aðildarríkjanna sem þar með þurfa að una ákvörðunum ESB án þess að vera spurð. Bjarni segir að það geti vel verið að staðreyndin sé sú að það geti vel verið að íslensk stjórnvöld taki við jafn mörgum flóttamönnum og hugmyndir séu uppi um á einhverjum skrifstofum í Brussel. Jafnvel fleirum. En þau ætli ekki að láta undan hótunum. Þetta sé ekki boðleg nálgun við fullvalda þjóð.Innanríkisráðherra á fundiLjóst er að þrýstingurinn Í Evrópu er að aukast en hingað til hefur verið reynt að fara samningaleiðina Innanríkisráðherra er á fundi með öðrum innanríkisráðherrum í Evrópu á morgun og reiknað er með málið komi þar til umræðu. Hann segir stjórnvöld víða um álfuna hafa gefist upp á því að ráða við vandann. Það skipti því máli að bregðast hratt við. Íslendingar ættu ekki að hafa væntingar um að við leysum þennan vanda, en það sé ljóst að við þurfum að gera okkar hlut.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Sjá meira