Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Leiknir - KR 0-2 | Leiknismenn fallnir í 1. deild Guðmundur Marinó Ingvarsson á Leiknisvelli skrifar 26. september 2015 02:43 Leiknismenn eru í erfiðri stöðu. vísir/pjetur Leiknir féll í dag niður í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-0 tap gegn KR í 21. umferð Pepsí deildar karla á heimavelli. Rokið í dag setti sterkan svip á leikinn og þá sérstaklega fyrri hálfleik þegar KR lék undan vindi. Það gagnaðist KR lítið að spila undan sterkum vindinum þó liðið hafi verið mikið með boltann. Liðið náði ekki nýta sóknirnar og gerðist í raun fátt markvert í fyrri hálfleik þó bæði lið hafi átt sín augnablik. Vindinn lægði er leið á leikinn og var í raun allt annar leikur á boðstólnum í seinni hálfleik. Á móti vindinum náði KR að halda boltanum betur á jörðinni og ógna vel sem skilaði því að liðið skoraði tvö góð mörk. Leiknir svaraði seinna marki KR ágætlega og átti sinn besta kafla í leiknum en liðið náði ekki að nýta þau fáu færi sem liðið skapaði og láta Sindra Snæ Jensson vinna að einhverju ráði í markinu fyrir utan eitt langskot sem kom skömmu eftir að Sindri meiddist lítillega. Sóknarleikurinn varð Leikni að falli eins og svo oft í sumar en liðið barðist vel á móti KR og verður ekki sakað um uppgjöf. Gæðin í KR-liðinu voru einfaldlega of mikil fyrir Leikni að yfirstíga í dag. Á sama tíma og fall Leiknis var óumflúið tryggði KR sér þriðja sæti deildarinnar og um leið þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar að ári. Liðin hafa því ekkert nema stoltið að leika upp á í síðustu umferð Pepsí deildarinnar um næstu helgi. Pálmi: Grenjum ekki Evrópusætið„Evrópusæti og þriðja sæti, við grenjum það ekkert,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði KR eftir að liðið gulltryggði þátttökurétt sinn í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. „Við spilum með vindi í fyrri hálfleik og náum ekki að skora á þá. Við reiknuðum með því að þeir myndu setja okkur undir sömu pressu í seinni hálfleik en það kannski lægir örlítið. „Við náum upp góðu spili í seinni hálfleik og skorum tvö fín mörk. Þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Þó KR-ingar hafi verið ánægðir með að tryggja þriðja sætið úr því sem komið var þá er tímabilið óneitanlega vonbrigði hjá liðinu. „Við ætluðum ekki að fara í bikarúrslitaleik og tapa honum og ná svo þriðja sætinu. Það var ekki markmiðið okkar. Það geta ekki allir unnið og við þurftum því miður að bíta í það súra epli að vinna ekkert núna. „En Evrópukeppni er klár og þriðja sætið og við tökum það og komum tvíefldir til leiks á næsta tímabili,“ sagði Pálmi Rafn. Freyr: Erfið stund fyrir okkur„Þetta er mjög þungt,“ sagði Freyr Alexandersson þjálfari Leiknis eftir að fallið var staðfest í dag. „Það var þungt yfir í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mikill vindur sem við sóttum á móti og KR-ingar sóttu með. Það varð ekkert úr leiknum. „Við fengum einhver skyndiupphlaup og þeir einhver langskot en það var aðeins skárra í seinni hálfleik en svo gerum við illa og fáum á okkur tvö ódýr mörk.“ Leiknir verður ekki sakaður um að hafa gefist upp þó KR hafi komist yfir og skorað tvö mörk með stuttu millibili. „Eftir fyrra markið var ég pínu hræddur við sjálfstraustið, hvernig við myndum höndla þetta. „Þetta mark átti aldrei að eiga sér stað. Við vorum þrír gegn Óskari einum og boltinn fer í markið. Það er ótrúlegt alveg en kannski lýsandi fyrir lið sem er búið að ganga í gengum það sem við höfum gert síðustu vikur. „Rothöggið er þegar Gary (Martin) skorar en það voru mistök hjá okkur. Fyrir utan það erum við að reyna og áður en Eiríkur Ingi (Magnússon) fær rauða spjaldið erum við að reyna að ná þessu stigi til baka vitandi að Breiðablik var að vinna (ÍBV) í Kópavogi og þetta væri þá áfram lifandi,“ sagði Freyr sem er ekkert farinn að horfa fram á næsta tímabil í 1. deildinni. „Núna er ég bara að hugsa um strákana. Fara með þeim að borða og vera saman og hittast aftur í fyrramálið því þetta er erfið stund fyrir okkur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira
Leiknir féll í dag niður í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-0 tap gegn KR í 21. umferð Pepsí deildar karla á heimavelli. Rokið í dag setti sterkan svip á leikinn og þá sérstaklega fyrri hálfleik þegar KR lék undan vindi. Það gagnaðist KR lítið að spila undan sterkum vindinum þó liðið hafi verið mikið með boltann. Liðið náði ekki nýta sóknirnar og gerðist í raun fátt markvert í fyrri hálfleik þó bæði lið hafi átt sín augnablik. Vindinn lægði er leið á leikinn og var í raun allt annar leikur á boðstólnum í seinni hálfleik. Á móti vindinum náði KR að halda boltanum betur á jörðinni og ógna vel sem skilaði því að liðið skoraði tvö góð mörk. Leiknir svaraði seinna marki KR ágætlega og átti sinn besta kafla í leiknum en liðið náði ekki að nýta þau fáu færi sem liðið skapaði og láta Sindra Snæ Jensson vinna að einhverju ráði í markinu fyrir utan eitt langskot sem kom skömmu eftir að Sindri meiddist lítillega. Sóknarleikurinn varð Leikni að falli eins og svo oft í sumar en liðið barðist vel á móti KR og verður ekki sakað um uppgjöf. Gæðin í KR-liðinu voru einfaldlega of mikil fyrir Leikni að yfirstíga í dag. Á sama tíma og fall Leiknis var óumflúið tryggði KR sér þriðja sæti deildarinnar og um leið þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar að ári. Liðin hafa því ekkert nema stoltið að leika upp á í síðustu umferð Pepsí deildarinnar um næstu helgi. Pálmi: Grenjum ekki Evrópusætið„Evrópusæti og þriðja sæti, við grenjum það ekkert,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði KR eftir að liðið gulltryggði þátttökurétt sinn í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. „Við spilum með vindi í fyrri hálfleik og náum ekki að skora á þá. Við reiknuðum með því að þeir myndu setja okkur undir sömu pressu í seinni hálfleik en það kannski lægir örlítið. „Við náum upp góðu spili í seinni hálfleik og skorum tvö fín mörk. Þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Þó KR-ingar hafi verið ánægðir með að tryggja þriðja sætið úr því sem komið var þá er tímabilið óneitanlega vonbrigði hjá liðinu. „Við ætluðum ekki að fara í bikarúrslitaleik og tapa honum og ná svo þriðja sætinu. Það var ekki markmiðið okkar. Það geta ekki allir unnið og við þurftum því miður að bíta í það súra epli að vinna ekkert núna. „En Evrópukeppni er klár og þriðja sætið og við tökum það og komum tvíefldir til leiks á næsta tímabili,“ sagði Pálmi Rafn. Freyr: Erfið stund fyrir okkur„Þetta er mjög þungt,“ sagði Freyr Alexandersson þjálfari Leiknis eftir að fallið var staðfest í dag. „Það var þungt yfir í dag og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mikill vindur sem við sóttum á móti og KR-ingar sóttu með. Það varð ekkert úr leiknum. „Við fengum einhver skyndiupphlaup og þeir einhver langskot en það var aðeins skárra í seinni hálfleik en svo gerum við illa og fáum á okkur tvö ódýr mörk.“ Leiknir verður ekki sakaður um að hafa gefist upp þó KR hafi komist yfir og skorað tvö mörk með stuttu millibili. „Eftir fyrra markið var ég pínu hræddur við sjálfstraustið, hvernig við myndum höndla þetta. „Þetta mark átti aldrei að eiga sér stað. Við vorum þrír gegn Óskari einum og boltinn fer í markið. Það er ótrúlegt alveg en kannski lýsandi fyrir lið sem er búið að ganga í gengum það sem við höfum gert síðustu vikur. „Rothöggið er þegar Gary (Martin) skorar en það voru mistök hjá okkur. Fyrir utan það erum við að reyna og áður en Eiríkur Ingi (Magnússon) fær rauða spjaldið erum við að reyna að ná þessu stigi til baka vitandi að Breiðablik var að vinna (ÍBV) í Kópavogi og þetta væri þá áfram lifandi,“ sagði Freyr sem er ekkert farinn að horfa fram á næsta tímabil í 1. deildinni. „Núna er ég bara að hugsa um strákana. Fara með þeim að borða og vera saman og hittast aftur í fyrramálið því þetta er erfið stund fyrir okkur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira